Morgunblaðið - 16.06.2002, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 16.06.2002, Qupperneq 4
Ný hringekja í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum NÝ hringekja verður formlega tek- in í notkun í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum af Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur borgarstjóra 20. júní næstkomandi. Að sögn Tómas- ar Óskars Guðjónssonar mun al- menningi gefast þess kostur næstu daga að prufukeyra hringekjuna, sem er ítölsk smíð framleiðandans Lamborghini. Tómas Óskar segir hringekjuna prýða 42 þjóðlegar myndir eftir myndlistarmanninn Brian Pilkington. Um er að ræða myndir úr íslenskri goðafræði, myndir af Grýlu og íslensku jóla- sveinunum og að lokum myndir úr sögu Íslands. Ætlunin sé að hafa hringekjuna opna á sumrin og einn- ig í kringum jólaleytið og í skamm- deginu verði hægt að kveikja á ótal ljósum á þaki hennar sem lýsa upp Grýlu og jólasveinana. Tómas segir að um leið og hringekjan verði tek- in í notkun í garðinum 20. júní, muni menntamálaráðherra vígja þar nýtt vísindatjald, en því er ætl- að að koma raunvísindum til skila til almennings á skemmtilegan hátt og verður staður þar sem fjöl- skyldan getur leyst alls konar gátur og þrautir með ljósum, speglum og fleiru. Þá verður hafist handa í næstu viku við samsetningu fallturns sem verður viðbót við skemmtitæki í garðinum. Verð fyrir skemmtun í hringekj- unni verður 1 miði, 2 miða mun kosta í fallturninn, en frítt verður í vísindatjaldið. Morgunblaðið/Árni Sæberg FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ SVISSNESKI fyrirtækja- eigandinn og loftfarinn Thomas Seiz er vænt- anlegur hingað til lands nk. mánudag ásamt þriggja manna áhöfn og ráðgerir að fljúga loftbelg yfir Ís- landi í sex vikur. Seinna bætast aðrir þrír við í hóp- inn. Loftbelgurinn og ann- ar búnaður leiðangursins er nú um borð í Goðafossi, alls 8,75 tonn, og skipið er væntanlegt til landsins nk. þriðjudag. Seiz segir í samtali við Morgunblaðið að tilgangur ferðarinnar sé sá að skemmta sér og taka myndir af landinu úr lofti. Myndirnar verða síðan not- aðar í almanak sem gefið verður út í 500 eintökum og gefið helstu við- skiptavinum Inserto AG, upplýsingafyrirtækis í Sviss í eigu Seiz og eig- inkonu hans. „Ég kem til Íslands á hverju ári og tek jafnan mikið af myndum en ég hef aldrei haft tækifæri til að mynda landið úr lofti. Mitt helsta áhugamál er að fljúga loftbelg og þannig næ ég að samtvinna áhugamálið og ljós- myndunina. Við gerum almanök á hverju ári handa viðskiptavinum okkar. Sumar af myndunum frá Íslandi verða á almanakinu. Þetta er í fimmta sinn sem við gerum almanak með myndum frá Íslandi. Í samanburði við Sviss er afar af- slappað andrúmsloft á Íslandi. Þetta er fámennt land og lands- lagið er afar athyglisvert frá mínu sjónarhorni. Auk þess kann ég vel við Íslendinga sem eru víðsýnir í samanburði við Svisslendinga og ég hef alltaf haldið góðu sambandi við vini á Íslandi,“ segir Seiz, sem er félagi í Íslendingafélaginu í Sviss. Seiz segir að það sé áhættusamt að fljúga loftbelg á Íslandi. „Loft- belgurinn er mjög stór, 20 metrar á hæð og þvermálið er 20 metrar. Sterkir vindar geta leikið loftbelginn grátt. Mesta hættan er samt breyting á vindáttum og á Íslandi er afar síbreytilegt veður. Áhættan felst líka í því ef við þurfum að lenda nálægt hrauni, ám eða mýrlendi. Þetta er þó ekki stórhættulegt. Við verðum með fallhlífar um borð í loftbelgnum og sömuleiðis björgunarvesti ásamt tal- stöðvum og neyðarbúnaði ef til þess kemur að við þurfum að nauðlenda. Við höfum líka samið við þyrlu- þjónustu um að geta kvatt út þyrlu ef í nauðirnar rek- ur.“ Seiz vonast til þess að loftbelgurinn fari í loftið í lok næstu viku en það ráð- ist þó af veðri. Ráðgert er að flugtak verði í Reykholti í Borgarfirði. Hámark fimm manns komast fyrir í körfunni og flugstjóri er Thomas Seiz. Hann á að baki 260 flugstundir í loft- belg, sem er yfir meðaltali. Hann á líka að baki yfir 200 lendingar og hefur reynslu af flugi við hættulegar að- stæður. Hann hefur flogið í sviss- nesku Ölpunum, í Búrma, Frakk- landi og á Ítalíu. Urs Mattle, 2. flugstjóri, sem kenndi Seiz listina að fljúga loftbelg, er enn reyndari því hann á að baki 900 flugstundir. „Þetta er annað af áhugamálum mínum. Hitt er fyrirtækið,“ segir Seiz, sem býr í bænum Zug nærri Zürich. Ferðast á loftbelg yfir Íslandi í sex vikur Loftbelgur Thomas Seiz er merktur fyrirtæki hans, Inserto. Ráðgert er að hann verði á lofti yfir Íslandi í sex vikur. REYKJAVÍKURBORG hefur rift samningi sem gerður hafði verið við Leikfélag Íslands um styrki til félags- ins til uppfærslu á leiksýningum, vegna breyttra forsendna. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins er talið að þetta útiloki möguleika eig- enda félagsins á að ná fram nauða- samningum. Leigusamningur Reykjavíkurborgar og Iðnó ehf., sem Leikfélagið á helming í á móti veit- ingaaðilum, er hins vegar enn í fullu gildi. Leikfélag Íslands var lýst gjald- þrota um síðustu mánaðamót og var Páll Arnór Pálsson hrl. settur skipta- stjóri. Frestur til að lýsa kröfum í bú- ið er til 24. júlí næstkomandi og verð- ur skiptafundur haldinn 21. ágúst. Hallur Helgason, stjórnarformað- ur Leikfélags Íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið í síðustu viku að ástæðan fyrir erfiðleikum félagsins væri fjölþætt. Í hnotskurn mætti lýsa vandanum þannig að samhliða því að ákveðið var að auka hlutafé félagsins í ársbyrjun 2000 hefði verið óskað eftir þríhliða samningi félagsins, ríkisins og Reykjavíkurborgar. Borgin hefði fallist á slíkan samning en mennta- málaráðuneytið ekki. Þá sagði Hallur að á svipuðum tíma hefði hlutabréfa- markaðurinn hrunið og hið aukna hlutafé því ekki skilað sér auk þess sem opinberir aðilar hefðu ekki styrkt félagið. Hallur sagði í síðustu viku ljóst að um 60 milljónir króna myndu falla á 16 af 18 hluthöfum félagsins sem gengist hefðu í ábyrgð fyrir það. Samningi rift við Leikfélag Íslands Nauðasamning- ar ólíklegir MIÐSTÖÐ Falun Gong í New York ásakar kínversk stjórn- völd í yfirlýsingu í fyrradag um að setja á svartan lista nöfn Fal- un Gong-iðkenda, þeirra á með- al grunlausa íbúa í Evrópu og Ameríku. Segir í yfirlýsingu miðstöðvarinnar að tilvist slíks lista hafi verið staðfest með þeirri aðgerð íslenskra stjórn- valda að hindra för Falun Gong- fólks til Íslands meðan á heim- sókn Jiang Zemin, forseta Kína, stæði. Þá segir í yfirlýsingu frá mið- stöðinni að nokkur hundruð manns frá Austurríki, Bret- landi, Kanada, Frakklandi, Bandaríkjunum hefði verið meinað að fara um borð í flug- vélar Flugleiða á leið til Íslands í síðustu viku. Hefði mörgum verið sagt að þeir væru á svört- um lista yfir Falun Gong-iðk- endur sem kínversk stjórnvöld hefðu greinilega sent þeim ís- lensku fyrir heimsókn forseta Kína. Haft er eftir talsmanni Falun Gong-miðstöðvar í New York, Gail Rachlin, í frétt AFP-frétta- stofunnar í fyrradag að tilvist listans vekti upp spurningar um hvernig hann væri til kominn og hver hefði sett hann saman. „Er hann aðeins bundinn við Falun Gong-iðkendur eða eru líka á honum áhangendur annarra trúarbragða?“ spurði hún. Miðstöð Falun Gong í New York Telur til- vist svarta listans staðfesta DR. ÍVAR Jónsson hefur verið skip- aður prófessor við viðskiptadeild Viðskiptaháskólans á Bifröst. Meg- inkennslu- og rannsóknarsvið Ívars Jónssonar eru nýsköpun og frum- kvöðlafræði og aðferðafræði við- skiptafræða. Ívar hóf störf sem dósent við Við- skiptaháskólann á Bifröst sl. haust en hann hefur áður stundað kennslu og rannsóknarstörf við íslenska og norræna háskóla. Hann starfaði m.a. sem dósent við Háskólann í Luleå í Svíþjóð og lektor við Háskóla Græn- lands. Einnig hefur hann kennt við Viðskiptaháskólann í Kaupmanna- höfn, Háskólann á Akureyri og Há- skóla Íslands. Ívar Jónsson hefur birt fjölda ritverka á rannsóknasviði sínu bæði hérlendis og erlendis. Við- skiptaháskólinn í Kaupmannahöfn gaf út bók eftir hann um nýsköpun- arkerfi og Vestur-Norðurlönd fyrir nokkrum árum. Ívar er kvæntur dr. Lilju Mósesdóttur hagfræðingi og eiga þau saman einn son. Viðskiptaháskólinn á Bifröst Fyrsti prófess- orinn skipaður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.