Morgunblaðið - 16.06.2002, Page 6
FRÉTTIR
6 SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
VIKAN 2/6 – 8/6
ERLENT
INNLENT
FJÖLMARGIR Íslend-
ingar mótmæltu mann-
réttindabrotum í Kína í
tilefni af opinberri heim-
sókn Jiang Zemin forseta
Kína hingað. Á föstudag
var efnt til mótmæla-
fundar á Austurvelli sem
ungliðahreyfingar
stjórnmálaflokkanna og
námsmannahreyfingar
stóðu að. Samkvæmt mati
lögreglu tóku um 2.000
manns þátt í honum og
mótmælagöngu sem farin
var að kínverska sendi-
ráðinu við Víðimel.
Um 20 Falun Gong-
iðkendur hófu á fimmtu-
dagskvöld hungurverkfall
á deGaulle-flugvelli í Par-
ís, eftir að hafa verið
meinað að halda til Ís-
lands.
FORSÆTISRÁÐ-
HERRA veitti í vikunni
forstöðumanni Þjóðmenn-
ingarhúss, Guðmundi
Magnússyni, lausn frá
embætti að fullu.
VÍSITALA neysluverðs
hækkaði um 0,45% frá
fyrra mánuði. Sagði Finn-
ur Ingólfsson bankastjóri
Seðlabankans hækkunina
meiri en búist hafi verið
við. Þeir liðir sem mestu
máli skipti séu hækkun á
matvöru, flugfargjöldum
og bensíni.
HITAMET var slegið í
Reykjavík á þriðjudag
þegar hitinn fór upp í 22,4
stig. Er það mestur hiti
sem mælst hefur í Reykja-
vík í júnímánuði frá því að
nútímamælingar hófust.
Útboð hófst á föstudag
á 20% hlut ríkissjóðs í
Landsbanka Íslands.
Forseti Kína
í opinberri heimsókn
JIANG Zemin, forseti Kína, kom í op-
inbera heimsókn í boði Ólafs Ragnars
Grímssonar, forseta Íslands, á
fimmtudag, en kínverski forsetinn
heldur af landi brott í dag. Í fylgd-
arliði forsetans voru um 130 manns. Á
föstudag hitti Kínaforseti Ólaf Ragn-
ar Grímsson að Bessastöðum, hann
átti fund með Davíð Oddssyni for-
sætisráðherra og Halldóri Ásgríms-
syni utanríkisráðherra í Þjóðmenn-
ingarhúsinu og um kvöldið var
hátíðarkvöldverður forseta Íslands til
heiðurs forseta Kína í Perlunni.
Fjöldi Falun Gong-
iðkenda á Íslandi
ÁÆTLAÐ er að um 150–200 Falun
Gong-liðar hafi komið til landins,
vegna heimsóknar Jiang Zemin, en að
minnsta kosti hátt í 200 iðkendum var
ekki hleypt í vélar Flugleiða í Banda-
ríkjunum og Evrópu. Forsvarsmenn
Falun Gong sögðu að með komu sinni
vildu þeir benda á ofsóknir kín-
verskra stjórnvalda gegn Falun
Gong-liðum í Kína. Fram á miðviku-
dagskvöld var fjölda þeirra haldið í
Leifsstöð og Njarðvíkurskóla. Þá
ákváðu íslensk stjórnvöld að heimila
þeim landgöngu, gegn því að þeir
undirrituðu yfirlýsingu um að virða
öryggissvæði og fara að fyrirmælum.
Stjórnarformaður
og forstjóri hætta
VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnað-
arráðherra veitti Theodóri A. Bjarna-
syni lausn frá störfum sem forstjóri
Byggðastofnunar frá 21. júní nk. að
hans ósk, og verður gerður tveggja
ára starfslokasamningur við Theodór.
Þá tilkynnti Kristinn H. Gunnarsson
stjórnarformaður Byggðastofnunar
að hann gefi ekki kost á sér áfram.
Minni spenna
á landamærum
VÍSBENDINGAR voru um það í lok
vikunnar að spenna færi minnkandi í
samskiptum Indverja og Pakistana
þótt enn væri alls um milljón hermanna
á landamærum ríkjanna. Á föstudag
féllu hins vegar 11 manns í sprengju-
tilræði við sendiskrifstofu Bandaríkj-
anna í Karachi í Pakistan. George W.
Bush Bandaríkjaforseti hét Pakistön-
um þegar aðstoð við að hafa uppi á
ódæðismönnunum.
Donald H. Rumsfeld, varnarmála-
ráðherra Bandaríkjanna, fór í tveggja
daga ferð til beggja þjóðanna í vikunni
og reyndi að ýta undir að þær tækju
upp viðræður. Bæði Indverjar og Pak-
istanar ráða yfir kjarnorkuvopnum.
Rumsfeld sagði fyrr í vikunni að vís-
bendingar væru um að liðsmenn
hermdarverkasamtakanna al-Qaeda,
sem verið hefðu í Afganistan, væru nú í
Kasmír í grennd við markalínuna milli
yfirráðasvæða Indverja og Pakistana.
Síðar dró hann ummælin þó að mestu
til baka og sagði að aðeins væri um að
ræða óljósar fullyrðingar og vangavelt-
ur heimildarmanna um ferðir al-Qaeda
manna.
Kanna samsæri um
geislasprengju
Yfirvöld dómsmála í Bandaríkjunum
skýrðu frá því á mánudag að handtek-
inn hefði verið í byrjun maí ungur
Bandaríkjamaður, Jose Padilla, er nú
kallar sig Abdullah al Muhajir, í Chi-
cago og væri hann grunaður um að hafa
ætlað að sprengja svonefnda geisla-
sprengju, öðru nafni „skítuga
sprengju“, í Washington. Um er að
ræða hefðbundna sprengju en í henni
er einnig geislavirkur úrgangur, sem
getur valdið mikilli mengun.
Al Muhajir, sem er múslími, var
sagður hafa tengsl við al-Qaeda og hafa
fengið þjálfun í Afganistan og Pakistan.
PASTÚNINN Hamid
Karzai var á fimmtudag
kjörinn þjóðhöfðingi Afg-
anistans á þingi lands-
manna, Loya Jirga, í Ka-
búl. Hann hlaut mikinn
meirihluta atkvæða, en
alls voru um 1.600 manns
með atkvæðisrétt, þar af
var meirihlutinn kosinn í
héruðum landsins.
FRAKKAR urðu fyrir
miklum vonbrigðum með
landslið sitt í knattspyrnu
á þriðjudag er því mis-
tókst að komast í 16-liða
úrslit í HM í Japan og
Kóreu. Frakkar eru sem
stendur bæði heimsmeist-
arar og Evrópumeistarar
í knattspyrnu.
ÍSRAELSHER handtók
tugi manna í Ramallah í
vikunni en drógu síðan
lið sitt frá borginni á
miðvikudag. Sama dag
sneri Ariel Sharon, for-
sætisráðherra Ísraels,
heim úr ferð sinni til
Washington þar sem
hann var sagður hafa
fengið stuðning George
W. Bush forseta við
stefnu sína gagnvart Pal-
estínumönnum.
Tony Blair, forsætis-
ráðherra Bretlands, sagði
á mánudag að vatnaskil
þyrftu að verða í við-
horfum fólks til velferð-
armála. Ekki væri hægt
að atvinnulausir fengju
styrki jafnvel þótt þeir
höfnuðu boðum um starf.
Hann sagði það hneyksli
að 2,7 milljónir Breta
hefðu verið „skildir eftir“
á orkubótum og velferð-
arkerfið þannig afskrifað
þá.
HÉR fer á eftir ávarp Ólafs Ragn-
ars Grímssonar, forseta Íslands, er
hann hélt í hátíðarkvöldverði til
heiðurs forseta Kína, Jiang Zemin,
og frú Wang Yeping í Perlunni á
föstudagskvöld:
„Virðulegi forseti Kína Jiang
Zemin og frú Wang Yeping.
Við upphaf nýrrar aldar er
heimsókn yðar til Íslands vitnis-
burður um áherslur í sambúð
þjóða, hvernig fjölmenn ríki og fá-
menn eiga þrátt fyrir fjarlægð og
ólíkar aðstæður samleið í þeirri
viðleitni að tryggja frið og öryggi,
hagsæld og velferð allra jarðar-
búa.
Við Íslendingar metum mikils þá
virðingu og vináttu sem þér sýnið
þjóð okkar og vonum að heim-
sóknin færi yður nokkra vitneskju
um hvernig fámennri þjóð bænda
og fiskimanna, sem um aldir bjó
við erlenda áþján, tókst að öðlast
frelsi og sjálfstæði og komast hvað
velmegun, menntun, heilbrigðis-
þjónustu og tæknistig snertir í
fremstu röð meðal þjóða heims.
Samskipti Íslands og Kína hafa
aukist jafnt og þétt á undan-
förnum áratugum og heimsókn yð-
ar nú, fyrsta opinbera heimsókn
forseta Kína til Íslands, er áhrifa-
rík staðfesting á þeim vilja að efla
þau og styrkja enn frekar í fram-
tíðinni. Við okkur blasa heillandi
verkefni á fjölmörgum sviðum.
Samvinna í sjávarútvegi, vinnsla
afurða og viðskipti, skipasmíðar
og framleiðsla tæknivara og hug-
búnaðar; rannsóknir á jarðhita og
nýting orkunnar til húshitunar;
landgræðsla og umhverfisvernd;
framfarir í heilbrigðismálum og
læknavísindum; aukinn straumur
ferðamanna eru aðeins nokkur
dæmi um samvinnusvið sem væn-
leg eru til árangurs.
Heimsóknir listamanna, tón-
leikar, kvikmyndir, sýningar mál-
ara, dansara og leikara, útgáfa
ljóða og annarra bókmennta,
fornra og nýrra, þurfa einnig að
verða ríkur þáttur í samvinnu okk-
ar á komandi árum svo að þjóðir
okkar kynnist betur menningu og
sköpunarkrafti hvor annarrar,
skynji fegurðina sem listin færir
okkur. Sú samkennd birtist skýrt í
nýlegri þýðingu eftir eitt af
fremstu skáldum okkar Matthías
Johannessen á ljóði sem þér, herra
forseti, ortuð fyrir rösku ári eftir
göngu yðar á Huangshan-fjöllin.
Hallandi að Fagnaðar furunni
horfi ég á Himnaborgar tindinn í fjar-
lægð,
horfi einnig á Lótusblómið og tinda Byrj-
andi trausts
sem virðast hafa flogið hingað frá stjörn-
um.
Leyfið mér að taka draumpensilinn í
hönd,
að ég geti dregið upp mikilleik víðátt-
unnar
meðal sólin brýzt gegnum skýjaöldur og
sólrisið roðar ljómandi víðáttur fimm þús-
und kílómetra.
Ég vona að íslensk náttúra,
Þingvellir, Gullfoss og Geysir, sem
þér heimsækið á morgun, muni
hrífa yður á svipaðan hátt. Íslensk
skáld hafa lofsungið þessa staði í
ljóðum sem okkur eru kær og
kannski vitjar skáldagyðjan yðar
einnig á þessum íslensku töfra-
stöðum.
Þingvellir eru vagga lýðræðis í
landi okkar, heimkynni þings sem
þar kom saman fyrir rúmum þús-
und árum, miðstöð stjórnskipunar
sem setti lög og rétt í öndvegi.
Það er táknrænt að á þeim stað
komi meginlönd Ameríku og Evró-
asíu saman og Ísland sé þannig
brú bæði landfræðilega og hug-
myndalega, varðveiti í sögu sinni
þau manngildi og lýðréttindi sem
vonandi verða leiðarljós öllum
þjóðum.
Við þökkum yður, virðulegi for-
seti, fyrir vináttu og hlýhug sem
þér sýnið íslenskri þjóð, bæði með
heimsókninni nú og í margvís-
legum verkum yðar og ummælum
á undanförnum árum. Við gleym-
um því ekki hvernig þér persónu-
lega hjálpuðuð langveikri íslenskri
stúlku að njóta kunnáttu kínversks
læknis því í slíkri aðstoð felst oft
sterkari boðskapur en í háfleygum
ræðum.
Ég vona að heimsókn yðar muni
veita yður ánægju og fróðleik og
leggja grundvöll að enn nánari
samvinnu þjóða okkar á nýrri öld.
Kínverjar og Íslendingar, fjöl-
mennasta þjóð heims og ein sú fá-
mennasta, geta þannig sýnt í verki
hvernig allir jarðarbúar eiga sam-
leið, hvernig farsæl framtíð mann-
kyns er háð því að allar þjóðir
virði hver aðra. Árangur okkar
getur orðið öðrum hvatning og
vísbending um hvernig hægt er að
skapa öllum betri heim.
Ég bið góða gesti að rísa á fæt-
ur og lyfta glösum til heiðurs Ji-
ang Zemin forseta Kína og frú
Wang Yeping og til heilla vináttu
Kínverja og Íslendinga.“
Morgunblaðið/Sverrir
Matthías Johannessen skáld heilsar forseta Kína, Jiang Zemin, og forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, við
upphaf hátíðarkvöldverðar til heiðurs forseta Kína. Matthías þýddi ljóð Jiang Zemin, sem forseti vitnaði í.
Ávarp forseta Íslands í hátíðarkvöldverði
Í Perlunni til heiðurs forseta Kína
Heimsóknin staðfesting á
vilja til að efla samskiptin
HEILDARKJÖRSÓKN í nýliðnum
sveitarstjórnarkosningum var 83%,
samkvæmt samantekt félagsmála-
ráðuneytisins, sem fengið hefur stað-
festar tölur frá öllum kjörstjórnum.
Á landinu öllu voru 203.119 manns
á kjörskrá og fjöldi þeirra sem
greiddi atkvæði var 168.657, sem er
83% kjörsókn. Til samanburðar var
kjörsóknin í kosningunum fyrir fjór-
um árum 82,3%. Nú voru auð og
ógild atkvæði 3.500 eða 1,7% af kjör-
skrá. Miðast þessar tölur við 98
sveitarfélög en ekki þau sjö þar sem
sjálfkjörið var.
Eins og fram hefur komið var
mest kjörsókn í Mjóafjarðarhreppi,
eða 100%. Þar voru 25 manns á kjör-
skrá og kusu allir, þar af einn utan
kjörfundar, en kosningin var óbund-
in.
Minnst var kjörsóknin í Borgar-
fjarðarhreppi, eða 59,2%. Næst-
minnsta kjörsóknin var í Skilmanna-
hreppi eða 63,4%. Þar á eftir kemur
Þórshafnarhreppur með 63,8% kjör-
sókn. Af þeim sveitarfélögum þar
sem listakosning fór fram var minnst
kjörsókn á Seltjarnarnesi eða 75,6%
og mest í Kjósarhreppi, 95,1%. Kjör-
sókn var 90% eða meiri í 16 sveit-
arfélögum.
Sá elsti á 74. aldursári
Samkvæmt upplýsingum frá fé-
lagsmálaráðuneytinu er meðalaldur
nýkjörinna sveitarstjórnarmanna 45
ár. Sá elsti verður 74 ára í ágúst,
Bjarni Vilmundarson í Skorradals-
hreppi í Borgarfirði, og sá yngsti rétt
að verða 21 árs, Þorsteinn Loftsson í
Hrunamannahreppi. Í Reykjavík er
meðalaldur borgarfulltrúa 44 ár þar
sem sá elsti er 58 ára og sá yngsti
þrítugur.
Nýliðnar sveitarstjórnarkosningar
Heildarkjörsókn var 83%