Morgunblaðið - 16.06.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
• Kl. 11.00 Víðavangshlaup
á Gamla grasvellinum fyrir krakka fædda 1988 og yngri.
• Kl. 15.00 Hátíðardagskrá á Gamla grasvellinum –
Fánahylling.
Guðný Kjærbo flytur ávarp fjallkonu.
Guðmundur G. Haraldsson
aðstoðarháskólarektor flytur þjóðhátíðarræðu.
Mystery Boy.
Verðlaun fyrir víðavangshlaup.
Möguleikhúsið sýnir atriði
úr Prumpuhólnum eftir Þorvald Þorsteinsson.
Hljómsveitin Þotuliðið.
Stoppleikhópurinn sýnir ,,Ævintýri Kuggs og Málfríðar”
eftir Sigrúnu Eldjárn.
Fótboltaleikir:
Bæjarstjórn gegn leikskólastarfsmönnum.
Meistaraflokkur í knattspyrnu gegn yngri flokkum.
Naglaboðhlaup:
Smiðir gegn Von.
Lions gegn 9. bekk Grunnskólans.
Pokaboðhlaup:
Ráðaformenn gegn skólaliðum.
Kennarar gegn 10. gekk Grunnskólans.
Kynnir er Bergný Jóna Sævarsdóttir.
• Kl. 16:00 Glæsilegt kaffihlaðborð
frá Vitanum hefst í Grunnskólanum.
• Kl. 18:00 Kveikt verður upp í grillinu
og boðið upp á pyslur og svaladrykk.
• Kl. 19.00
Kvölddagskrá í Skýjaborg.
Unglingadeildin Von með kvöldskemmtun.
• Kl. 19:00-20:30 fyrir 10 ára og yngri.
• Kl. 20:30-22:00 fyrir 11-13 ára.
• Kl. 22:00-24:00 fyrir 14 ára og eldri.
Þjóðhátíðarnefnd Sandgerðisbæjar.
17. júní 2002 dagskrá í Sandgerði
Málstofa um heilsu barna í Evrópu
Lýðheilsa
barna rædd
Miðstöð heilsu-verndar barna ogHéraðslæknirinn
í Reykjavík bjóða til mál-
stofu um heilsu barna mið-
vikudaginn 19. júní milli 9
og 12 í Hlíðarsmára 8,
Kópavogi. Geir Gunn-
laugsson, yfirlæknir Mið-
stöðvar heilsuverndar
barna, segir okkur nánar
frá málstofunni.
Hvaða fyrirlesarar
verða á málstofunni og um
hvað fjalla þeir?
„Fjórir erlendir gesta-
fyrirlesarar koma og flytja
erindi í málstofunni. Verk-
efnisstjóri CHILD, Mich-
ael Rigby frá skipulags-
deild heilbrigðismála við
Keele-háskólann í Eng-
landi, kynnir CHILD-
verkefnið. Markmið þess er að
skilgreina áhrifaþætti á heilsu
barna sem hægt er að nota til að
gera marktækan samanburð á
heilsu og aðstæðum barna milli
aðildarlanda Evrópusambands-
ins, auk Noregs og Íslands. Pró-
fessor Lennart Köhler, frv. rekt-
or Norræna heilsuháskólans í
Gautaborg í Svíþjóð, mun fjalla
um þroska barna og velta fyrir
sér á hvern hátt hægt sé að meta
hann. Giorgio Tamburlini frá
Trieste á Ítalíu við Burlo Garo-
folo-stofnunina, en þar er unnið
að rannsóknum á heilsu barna,
mun fjalla um umhverfisþætti
sem hafa áhrif á heilsu barna og á
hvern hátt hægt sé að fylgjast
með framkvæmd stefnumótunar
stjórnvalda um þætti er varða
heilsu þeirra. Englendingurinn
Aidan Macfarlane er formaður
Evrópusamtaka barnalækna um
heilsu barna og mun fjalla um
heilbrigðisskrár barna sem eru
geymdar af foreldrunum sjálfum í
stað þess að vera í geymslu á heil-
brigðisstofnunum. Að lokum mun
ég fjalla um á hvern hátt CHILD-
verkefnið geti nýst í starfi okkar
að heilsuvernd barna hér á Ís-
landi. Auk þessa verða síðan um-
ræður um erindi málstofunnar.“
Hver er saga þróunarverkefn-
isins CHILD?
„Þessi skemmtilega skamm-
stöfun á heiti verkefnisins
CHILD – Child Health Indica-
tors for Life and Development –
finnst mér ná anda og markmið-
um þess mjög vel. CHILD er
hluti af stærra verkefni innan
Evrópusambandsins og EES um
sameiginlegar skilgreiningar á
heilsubreytum í aðildarlöndunum.
Þetta er mikilvægt fyrir lýðheilsu
þar sem án slíkra skilgreininga er
erfitt að meta heilbrigðisástandið
í eigin landi í samanburði við önn-
ur aðildarlönd og leggja grunn að
markvissri heilbrigðisstefnu. Það
þótti mikilvægt að huga sérstak-
lega að heilsu barna þar sem ekki
var heppilegt að nota í öllum til-
vikum sömu heilsubreytur fyrir
þau og fullorðna. Einnig var til
staðar jákvæð reynsla af slíkum
samanburði á Norðurlöndunum,
en prófessor Lennart
Köhler hefur verið
einn forgangsmanna í
þeirri vinnu sl. tvo ára-
tugi. CHILD-verkefni
Evrópusambandsins
hófst síðan formlega haustið 2000
og fyrsta áfanga þess lýkur nú í
september nk. Koma þessara er-
lendu gesta er því í tengslum við
vinnufund CHILD sem verður
haldinn hér á landi þ. 20.–21. júní
nk.“
Hver er gagnsemi málstofu af
þessu tagi, að þínu mati?
„Aðstæður og heilsa barna
þurfa sérstaka athygli þar sem
börn eru framtíð hvers lands. Ég
tel komu þessara gesta og mál-
stofuna sjálfa einstakt tækifæri
fyrir okkur til að fylgjast með því
sem er að gerast í Evrópu, heilsu
barna á Íslandi til framdráttar.
Einnig er mikilvægt fyrir
CHILD og markmið þess að ná
út til fólks sem starfar við verk-
efni tengd lýðheilsu barna og
bjóða til skoðanaskipta.“
Hvernig er heilsu barna háttað
á Íslandi miðað við önnur lönd?
„Við Íslendingar erum með
réttu stoltir yfir þeim góða ár-
angri sem hefur náðst á mörgum
sviðum hvað varðar heilsu barna
hér á landi. Ungbarnadauðinn á
Íslandi er m.a. með því lægsta
sem þekkist. Félagslegar fram-
farir ásamt betri efnahag og auk-
inni þekkingu og menntun for-
eldra hafa stuðlað að þessum
jákvæða árangri, auk öflugrar
þjónustu ung- og smábarna-
verndar. Samtímis sem líkam-
legri heilsu barna hefur almennt
farið fram er vaxandi fjöldi barna
greindur með annars konar
vandamál, t.d. hvað varðar vits-
munaþroska og hegðun. Hér höf-
um við mikið verk að vinna sem
krefst lausna sem ná út fyrir
ramma hefðbundinnar heilbrigð-
isþjónustu. Í þessu ljósi er starf
CHILD mikilvægt því það hjálp-
ar okkur að greina betur en nú
hvar skóinn kreppi.“
Hverjum er málstofan ætluð –
er hún öllum opin?
Málstofan er opin
öllu áhugafólki um lýð-
heilsu barna. Það er
mjög æskilegt að aðrir
sem vinna með börn,
ekki bara heilbrigðis-
starfsfólk, komi og taki þátt því
heilsa barna verður ekki bætt án
þverfaglegs átaks.
Þátttaka er öllum að kostnað-
arlausu, en til að auðvelda und-
irbúning er æskilegt, þótt það sé
ekki nauðsynlegt, að tilkynna
þátttöku í síma 585 1350 á Mið-
stöð heilsuverndar barna eða
senda netbréf til barnapostur-
@hr.is.“
Geir Gunnlaugsson
Geir Gunnlaugsson fæddist 24.
maí 1951 í Gautaborg í Svíþjóð.
Að loknu læknaprófi frá Háskóla
Íslands 1978 stundaði hann fram-
haldsnám og störf í barnalækn-
ingum við barnaspítala Karol-
inska/St Göran í Stokkhólmi á
árunum 1985 til 1993 og lauk
þaðan doktorsprófi. Á árunum
1982–1985 og 1993–1998 starfaði
hann í Gíneu-Bissá í Vestur-
Afríku. Hann er yfirlæknir Mið-
stöðvar heilsuverndar barna og
formaður Félags um lýðheilsu.
Geir er kvæntur Jónínu Ein-
arsdóttur mannfræðingi og eiga
þau þrjá syni.
Málstofan er
opin öllu
áhugafólki
Ég sendi þig bara í athvarfið tossinn þinn ef þú getur ekki fengið það
í hausinn hvernig á að reikna kálf í kú.
ÓLAFUR B. Thors var sæmdur Orðu hinnar rísandi
sólar með gylltum geislum og hálsborða, við hátíðlega
athöfn í Súlnasal sl. fimmtudag. Honum var sýndur
þessi heiður í virðingar- og þakklætisskyni fyrir að
hafa í 20 ár gegnt starfi aðalræðismanns Japans á Ís-
landi.
„Framlag Ólafs B. Thors við að efla tengsl Íslands og
Japans á viðskiptasviðinu, í stjórnmálum og í menning-
armálum er ómetanlegt. Hann hefur einnig lagt sig
fram um að bæta hag Japana hér á landi og sinnt starfi
sínu af meiri alúð og áhuga en almennt er hægt að
krefjast af aðalræðismönnum,“ segir í fréttatilkynn-
ingu frá japanska sendiráðinu.
Morgunblaðið/Arnaldur
Japanski sendiherrann á Íslandi, hr. Masao Kawai,
afhendir Ólafi B. Thors Orðu hinnar rísandi sólar.
Heiðraður af
Japanskeisara
FASTEIGNAMAT ríkisins vinnur
nú jafnt og þétt að úrvinnslu at-
hugasemda fasteignaeigenda við
nýtt fasteigna- og brunabótamat.
Nýja matið var birt í júní í fyrra, en
eigendur gátu sent inn athugasemd-
ir fram til 15. september 2001.
Að sögn Hauks Ingibergssonar,
forstjóra Fasteignamats ríkisins,
hafa þegar verið afgreiddar um
5000 athugasemdir af alls 13000.
Hann sagði afgreiðsluna ganga
bærilega vel, en hvert mál tæki
óhjákvæmilega sinn tíma við gagna-
söfnun og úrvinnslu. „Við höfum
unnið hörðum höndum að farsælli
úrlausn mála, og höfum leyst úr
rúmlega þriðjungi athugasemd-
anna,“ sagði Haukur. Flestar at-
hugasemdir bárust um nýtt bruna-
bótamat, en mun færri um nýtt
fasteignamat.
Ekki liggja fyrir tölur um í hve
mörgum tilvikum athugasemdir
leiddu til breytinga á mati, en að
sögn Hauks hafa langflestir unað
vel við úrskurðinn.
Vegna nýja matsins, og athuga-
semda fasteignaeigenda, liggja nú
fyrir mun nákvæmari og ítarlegri
upplýsingar í landskrá fasteigna um
ýmsar húseignir, enda nokkur tími
síðan landskráin var uppfærð á jafn
heildstæðan hátt.
Fasteignamatið
Búið að af-
greiða 5000
athugasemdir