Morgunblaðið - 16.06.2002, Síða 10
10 SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MARKMIÐ átaksinser að vekja athygli áþeim atvinnutæki-færum, sem í boðieru við störf við
umönnun og þjónustu við aldraða og
jafnframt að stuðla að breyttu við-
horfi til starfa í öldrunarþjónustu.
Anna Birna Jónsdóttir, hjúkrunar-
forstjóri í Sóltúni og formaður
átakshópsins, segir að reikna megi
með einu stöðugildi fyrir hvert rými
á hjúkrunarheimili. Eins og fram
hefur komið eru eldri borgarar um
32 þúsund og þar af búa rúmlega
60% á höfuðborgarsvæðinu.
„Það má segja sem svo að eina
stöðu þurfi fyrir hvert hjúkrunar-
rými eða hvern einstakling,“ sagði
Anna Birna. „Þar fyrir utan er búist
við talsverðri aukningu í heimaþjón-
ustunni, en þar er ekki gert ráð fyrir
einu stöðugildi á einstakling. Í þeirri
þjónustu er því um helmingi færra
starfsfólk að ræða. Ef við reiknum
með tíu til tólf nýjum heimilum á
næstu árum fyrir um hundrað
manns hvert er hér um að ræða
mörg hundruð störf. Þar fyrir utan
er gífurleg aukning í þjónustu við
hressa eldri borgara, sem búa við til-
tölulega góða heilsu. Bæði við að
sinna forvörnum og styðja við þenn-
an hóp þó svo hann flokkist ekki
undir að vera sjúkur. Við þessu
verður að bregðast.“
Átakinu er einnig ætlað að stuðla
að viðhorfsbreytingu til starfa í öldr-
unarþjónustu og bæta ímynd aldrað-
ra í þjóðfélaginu. Á vegum átaksins
hefur verið opnað veftorg www.elli-
smellur.is. Þar má finna upplýsingar
um hjúkrunarheimili, menntun sem
boðið er upp á, auk umsóknareyðu-
blaða fyrir störf í öldrunarþjónustu.
Átak um breytta ímynd í öldrunarþjónustu - Athygli vakin á nýjum atvinnutækifærum í öldrunarþjónustu
Heilbrigðisráðuneytið og
sveitarfélögin hafa hrint af
stað átaki, þar sem athygli
er vakin á atvinnutæki-
færum við umönnun og
þjónustu við aldraða, en
gert er ráð fyrir einu
stöðugildi fyrir hvert rými
á hjúkrunarheimilum.
Kristín Gunnarsdóttir
kynnti sér átakið og ræddi
við nokkra starfsmenn
öldrunarþjónustunnar um
reynslu þeirra í starfi.
Morgunblaðið/ Ásdís
Eldri borgarar eru nú um 32 þúsund og þar af búa rúmlega 60% á höfuðborgarsvæðinu. Þjónusta við þennan hóp hefur aukist umtalsvert hin síðari ár, ekki hvað
síst við hressa eldri borgara sem búa við tiltölulega góða heilsu.
Anna Birna Jónsdóttir
Eitt stöðugildi fyrir
hvert hjúkrunarrými
Morgunblaðið/Þorkell
„ÉG er mjög ánægð með að hafa val-
ið þann starfsvettvang innan fé-
lagsráðgjafarinnar að vinna að mál-
efnum aldraðra,“ sagði Jóna
Eggertsdóttir félagsráðgjafi á
Landakoti. Jóna lauk námi í fé-
lagsráðgjöf fyrir um 20 árum og fór
þá fljótlega að vinna fyrir aldraða.
Fyrst hjá Félagsþjónustu Reykja-
víkurborgar, síðan á öldrunarlækn-
ingadeild á Borgarspítalanum og
loks á Landakoti.
Gefandi samskipti
„Mér hafa alltaf fundist samskipt-
in við aldraða gefandi en það sem
endanlega varð til þess að ég tók
ákvörðun um að vinna með öldruð-
um var í verklegu námi á öldrunar-
lækningadeild Landspítalans í Há-
túni,“ sagði hún. „Þar kynntist ég
mjög góðum vinnubrögðum varð-
andi félagsráðgjöf á öldrunarlækn-
ingardeild hjá Sigurveigu H. Sigurð-
ardóttur félagsráðgjafa. Mér fannst
strax áhugavert hve mikil áhersla
var lögð á þverfaglega vinnu á öldr-
unarlækningadeildum. Í teymis-
vinnu er unnið á jafnréttisgrundvelli
að því að leysa úr erfiðum málum,
þar sem sérþekking hverrar stéttar
nýtist. Í teyminu taka þátt læknar,
hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfar-
ar, iðjuþjálfarar og félagsráðgjafar
en auk þess koma oft fleiri stéttir
inn í teymið.“
Jóna sagði að félagsráðgjafar
ynnu einnig mikið með fjölskyldum
sjúklinganna, veittu þeim upplýsing-
ar og stuðning. Mikið samstarf er
við hjúkrunarheimilin, félagsþjón-
ustu sveitarfélaganna og aðra sem
veita öldrunarþjónustu. Innan öldr-
unarsviðs Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss á Landakoti, í Fossvogi
og á Hringbraut vinna tíu félagsráð-
gjafar og sagði Jóna að starfsað-
staða á Landakoti væri mjög góð.
„Síðan ég byrjaði að vinna á þess-
um vettvangi hefur ýmislegt
breyst,“ sagði Jóna. „Mér finnst
aldraðir vera betur upplýstir um
réttindamál sín en áður var. Ég tel
að þáttur í því sé aukin fræðsla frá
Tryggingastofnun ríkisins til þessa
hóps. Einnig bjóða ýmis félagasam-
tök og fyrirtæki starfsmönnum sín-
um upp á námskeið um starfslok,
þar sem meðal annars er veitt
fræðsla um réttindamál. Úrræðum
varðandi þjónustu hefur einnig
fjölgað. Má þar nefna hjúkrunar-
heimili, dagvistunarstofnanir, þjón-
ustuíbúðir og mikil þróun hefur orð-
ið á þjónustu fyrir heilabilaða.“
Menntuðu starfsfólki hefur fjölgað
Á Landakoti hefur verið byggður
upp spítali fyrir aldraða. Þar eru
deildir með mismunandi þjónustu
fyrir aldraða eftir að þangað var
flutt starfsemi sem hafði verið á
nokkrum öðrum stöðum í Reykjavík.
Jóna sagði að vel menntuðu
starfsfólki úr öllum stéttum hefði
fjölgað á þessum starfsvettvangi á
undanförnum árum. „Samt sem áður
eru enn svipuð vandamál og þegar
ég byrjaði að starfa,“ sagði hún.
„Hjúkrunarrýmin eru of fá, ekki er
nægileg heimaþjónusta, skortur er á
skipulögðum skammtímainnlögnum
og aldraðir sjúklingar þurfa að bíða
of lengi á spítölum eftir varanlegri
vistun svo eitthvað sé nefnt. Ég tel
samt sem áður að margt hafi verið
gert til fyrirmyndar varðandi öldr-
unarmálin í Reykjavík, en mjög
brýnt er að byggja upp áframhald-
andi þjónustu á ýmsum stigum. Þó
að oft sé tekist á við flókin verkefni í
félagsráðgjafastarfi með öldruðum
finnst mér það forréttindi að hafa
fengið tækifæri til að starfa með
þeim þessi ár, en auk þess hef ég
kynnst og unnið með mörgu ágæt-
isfólki innan öldrunarþjónustunn-
ar.“
Teymisvinna á jafnréttisgrunni
Morgunblaðið/Kristinn
Jóna Eggertsdóttir félagsráðgjafi á Landakoti.