Morgunblaðið - 16.06.2002, Qupperneq 12
12 SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
PÓLITÍSKAR hræringar í Vestur-
Evrópu kunna að hafa í för með sér
að töf verði á að fyrrum kommún-
istaríki í álfunni miðri og austan-
verðri bætist í hóp aðildarþjóða
Evrópusambandsins (ESB). Þetta
kemur fram í nýjasta hefti breska
vikuritsins The Economist. Þá hef-
ur blossað upp erfið deila milli ESB
og umsóknarríkjanna um hversu
langt skuli ganga í styrkja-
greiðslum til bænda og svæða þar
sem efnahagsástand er bágborið er
nýju ríkin ganga í sambandið.
Aðildarríki Evrópusambandsins
eru nú 15 en mörkuð hefur verið sú
stefna að veita skuli fyrrum komm-
únistaríkjum í Mið- og Austur-Evr-
ópu aðild að þessu samstarfi. Slíkt
sé í raun óhjákvæmilegt því þannig
megi á ný sameina Evrópu. Stefnt
hefur verið að því að gengið verði
frá samningum við 10 ný aðildarríki
á leiðtogafundi ESB í Kaupmanna-
höfn í desembermánuði. Hefur þá
verið miðað við að ríkin tíu gætu
fengið fulla aðild að ESB árið 2004.
The Economist greinir frá því að
efa sé nú tekið að gæta um að takast
muni að framfylgja þessari áætlun.
Günter Verheugen, sem fer með
stækkunarmálin innan fram-
kvæmdastjórnar Evrópusambands-
ins, hefur lýst yfir áhyggjum sínum
og orðað þær svo að „tækifærið“
kunni að vera við að ganga mönnum
úr greipum.
Það er einkum þrennt sem skap-
að hefur þessa nýju stöðu.
Í fyrsta lagi hefur aðildarríkjum
ESB og umsóknarríkjunum ekki
tekist að setja niður deilur um fjár-
hagslegar hliðar stækkunarinnar en
þar ræðir einkum um þá milljarða
evra sem ESB lætur frá sér á ári
hverju í formi styrkja til bænda og
fátækra svæða innan sambandsins.
Í öðru lagi hefur „hið pólitíska
andrúmsloft“, svo aftur sé vitnað til
Verheugens, breyst í Evrópu á und-
anliðnum mánuðum. Þar er einkum
verið að vísa til uppgangs flokka
víða í álfunni vestanverðri sem
leggjast gegn þeirri stefnu er
stjórnvöld hafa fylgt varðandi inn-
flytjendur.
Í þriðja lagi kann svo að fara að
Írar felli á ný Nice-samning Evr-
ópusambandsins í þjóðaratkvæða-
greiðslu. Sá samningur er talinn til
lykilatriða þegar stækkunarferlið
er annars vegar.
Breska tímaritið segir að ekkert
eitt þessara atriða kunni að leiða til
þess að horfið verði frá þeim metn-
aðarfullu áformum um stækkun
sem ESB hafði sett sér. Saman geti
þessi þrjú atriði hins vegar orðið til
þess að stefna þeim í hættu.
Sligandi styrkjakerfi
Um 80% fjárlaga Evrópusam-
bandsins renna til bænda og fátæk-
ari svæða í aðildarríkjunum. Sökum
þessa hefur lengi legið fyrir að
stækkun til austurs myndi reyna
mjög á þetta kerfi þar sem ljóst er
að nýju aðildarríkin myndu flest
hver falla undir þessa skilgreiningu
um styrki og þróunargreiðslur.
Framkvæmdastjórnin hefur lagt til
að bændur í umsóknarríkjunum fái í
fyrstu um fjórðung þess stuðnings
sem starfsbræður þeirra í aðildar-
ríkjunum njóta nú. Staða bænda í
álfunni verði síðan jöfnuð á tíu ár-
um. Stjórnvöld í umsóknarríkjunum
segja þetta fyrirkomulag ósann-
gjarnt og að ótækt sé með öllu að
bændur í ríkjum þeirra keppi við
ríkari bændur í álfunni vestanverðri
á þessum forsendum.
Aðildarríkin meta stöðu mála á
annan veg. Þar ræðir einkum um
stjórnvöld í Bretlandi, Þýskalandi,
Svíþjóð og Hollandi, sem lengst
vilja ganga í breytingum á hinni
sameiginlegu landbúnaðarstefnu
Evrópusambandsins. Þau óttast
þann óheyrilega kostnað sem það
muni hafa í för með sér öðlist bænd-
ur í nýju ríkjunum á tíu árum sama
rétt til styrkja og starfsbræður
þeirra í aðildarríkjunum njóta nú.
Slíkt muni að auki hafa í för með sér
að nánast ógerlegt verði að breyta
hinni sameiginlegu landbúnaðar-
stefnu aðildarríkjanna, sem löngu
er talið tímabært.
Ákvörðun frestað
Utanríkisráðherrar aðildarríkja
ESB komu saman til fundar með
fulltrúum 12 umsóknarríkja í Lúx-
emborg á mánudag. Fundarmenn
náðu ekki að setja niður deiluna um
styrkina og var ákveðið að fresta
ákvörðun fram til loka októbermán-
aðar, að sögn Associated Press-
fréttastofunnar. Fulltrúar umsókn-
arríkjanna hörmuðu þessa niður-
stöðu í samtölum við fjölmiðla og
nokkrir þeirra sögðu að þau tíma-
mörk sem sett hefðu verið varðandi
aðildarviðræðurnar væru nú í
hættu. Þar ræðir um leiðtogafund-
inn í Kaupmannahöfn í desember
sem minnst var á hér að framan.
Kristina Ojulkand, utanríkisráð-
herra Eistlands, sagði að frestunin
kynni að hafa í för með sér að ekki
gæfist nægur tími til að leysa svo
flókið mál. „Það væri vissulega
hryggilegt ef ekki tækist að nýta
það sögulega tækifæri sem skapast
hefur til stækkunar,“ sagði hún.
The Economist segir að unnt
hefði verið undir öllum venjulegum
kringumstæðum að leysa vandann
varðandi þróunarstyrki til fátækari
svæða og bænda. Hins vegar hafi
pólitísk umskipti í álfunni austan-
verðri í för með sér að slíkt sé nú
erfiðara en áður. Vísar tímaritið til
uppgangs stjórnmálamanna á borð
við Jean-Marie Le Pen í Frakk-
landi, Jörg Haider í Austurríki, Pim
heitinn Fortuyn í Hollandi og Um-
berto Bossi á Ítalíu. Árangur þess-
ara manna og raunar annarra
flokka í álfunni í kosningum að und-
anförnu sýni að hreyfingar lýð-
skrumara og þjóðernissinna séu í
sókn í Evrópu. Af þessum sökum
verði erfiðara en ella fyrir ríkjandi
valdhafa að ganga frá „rausnarleg-
um samningum“ við nýju aðildar-
ríkin. Það sama gildi um þann
frjálsa flutning vinnuafls frá austri
til vesturs sem stækkunin hefði í för
með sér.
Horft til Írlands
Í grein blaðsins segir að almennt
sé enn ekki talið pólitískt gerlegt í
Vestur-Evrópu að leggjast opinber-
lega gegn stækkun Evrópusam-
bandsins. Andstæðingar stækkunar
og efasemdarmenn þurfi því á tæki-
færi að halda til að stöðva þessi
áform. Það tækifæri kunni að skap-
ast á Írlandi. Stjórnarskrá Írlands
kveður á um að bera þurfi sérhverja
breytingu á henni undir þjóðarat-
kvæði. Þetta á við um Nice-samn-
inginn svonefnda sem Írar hafa
þegar fellt einu sinni. Sá samningur
kveður m.a. á um ýmsar breytingar
á stofnunum Evrópusambandsins í
ljósi stækkunar þess.
Flest bendir til þess að írsk
stjórnvöld hyggist á ný bera samn-
inginn undir þjóðina í ár. Og margt
bendir til þess að Írar séu tilbúnir
til að fella hann á ný. Günter Ver-
heugen segir að sú niðurstaða
myndi skapa „mjög alvarlegan
vanda“ og kveðst ekki geta sagt til
um hvernig Evrópusambandið gæti
brugðist við þeirri niðurstöðu.
The Economist segir að vera
kunni að Evrópusambandið gæti
með lagaflækjum leitt hjá sér þá
niðurstöðu færi svo að Írar felldu
Nice-samninginn aftur. Yrði niður-
staða Íra aftur á móti sú væri það
vísbending um breytt viðhorf í að-
ildarríkjum Evrópusambandsins til
stækkunarinnar. Því sé ekki að
undra að Pólverjar, Tékkar, Ung-
verjar og fleiri umsóknarþjóðir sem
á sínum tíma lentu austan Járn-
tjaldsins gerist nú áhyggjufullar.
Stækkunarferli Evrópu-
sambandsins stefnt í voða?
Deilur um styrki og uppgangur
þjóðernissinna í aðildarríkjum
Evrópusambandsins skapar óvissu
um stækkun þess til austurs
Reuters
Evrópskir bændur mótmæla áformum um breytingar á sameiginlegri
landbúnaðarstefnu Evróusambandsins. Deila um styrki til bænda í nýj-
um aðildarríkjum ESB kann, ásamt breyttum pólitískum viðhorfum í
álfunni vestanverðri, að spilla fyrir stækkun sambandsins til austurs.
’ Erfiðara verði en ella að ganga
frá rausnarlegum
samningum ‘
Á ÞEIM sjö mánuðum sem liðnir
eru síðan sett voru í Bandaríkj-
unum umfangsmikil lög til að auð-
velda baráttuna gegn hryðjuverk-
um hefur beiðnum lögregluyfir-
valda til fyrirtækja á sviði Netsins
og fjarskipta um að fá að fylgjast
með því hvað viðskiptavinir fyrir-
tækjanna eru að gera snarfjölgað.
Þeir sem beita sér fyrir per-
sónuvernd óttast að aukin völd
lögreglunnar, samkvæmt Föður-
landsvinalögunum svonefndu og
vegna minna eftirlits og aukins
samstarfs yfirvalda og einkarek-
inna síma- og netþjónustufyr-
irtækja, kunni að koma niður á
réttindum almennra borgara.
Nýju lögin ná ekki bara til
hryðjuverka, heldur einnig ann-
arra glæpa. „Fram til 11. sept-
ember var tilhneigingin sú að
auka persónuverndina, fleiri var-
úðarráðstafanir, gegnsærra ferli
og lengri fresti,“ segir Al Gidari,
lögmaður í Seattle sem sérhæfir
sig í persónuverndarlögum og
vinnur fyrir Net- og fjarskiptafyr-
irtæki. „Núna er þetta allt komið
ofan í kassa og upp í hillu þar sem
það er gleymt.“
Lögreglumenn segjast verða að
auka eftirlit með rafrænum boð-
skiptum til þess að geta haldið í
við háþróaða glæpamenn, og
leggja áherslu á að slíkar rann-
sóknir séu ætíð afmarkaðar – þeir
séu ekki að fylgjast með öllum net-
þjónum í leit að tölvuskeytum þar
sem Osama bin Laden sé nefndur
á nafn.
Þeir sem beita sér fyrir aukinni
persónuvernd eru sammála því að
nauðsynlegt sé að hefta útbreiðslu
hryðjuverka, en óttast að eftirlitið
sé of víðfeðmt, og nái í raun til
upplýsinga frá saklausum borg-
urum. „Menn hafa áhyggjur af því
að verið sé að búa til kerfi sem
safnar gífurlegu magni af upplýs-
ingum um fólk og þær kunni í
framtíðinni að verða notaðar í
öðrum tilgangi en þeim sem upp-
haflega var ætlunin,“ sagði Alan
Davidson, aðstoðarframkvæmda-
stjóri Lýðræðis- og tæknirann-
sóknarmiðstöðvarinnar.
Saksóknarar leggja áherslu á að
allar leitarbeiðnir þurfi að hljóta
blessun dómara, og segja að mikið
af þeim breytingum sem gerðar
hafi verið á lögum og reglum miði
einungis að því að auka skilvirkni
kerfis sem hafði veitt glæpamönn-
um yfirhöndina í netheimum.
Kröfum um upplýsingar hefur
fjölgað fimmfalt á við það sem þær
voru fyrir 11. september, segir
Gidari, en meðal þeirra fyrirtækja
sem hann vinnur fyrir eru netfyr-
irtækið America Online og síma-
fyrirtækið AT&T. Hjá netþjón-
ustufyrirtækinu Quantum
Computer Services í Louisiana
hafa beiðnir lögregluyfirvalda tvö-
faldast eftir hryðjuverkin.
Í flestum tilvikum biðja yfirvöld
um upplýsingar um notendur til-
tekinna netfanga, sem þau vilja
fylgjast með. Nicholas Graham,
talsmaður America Online, segir
að beiðnum hafi fjölgað mikið eftir
hryðjuverkin, en núorðið séu þær
orðnar álíka margar og var fyrir
þau.
Samstarf netfyrirtækja og lög-
regluyfirvalda var farið að aukast
talsvert fyrir 11. september, segir
Gidari, og var það mikil breyting
frá því á upphafsárum netiðnaðar-
ins. Fyrirtækin séu „ekki lengur
síðasta vígið sem verndar neyt-
endur fyrir atlögum yfirvalda að
einkamálum þeirra. Núna er mun
meiri samkennd og hjálpfýsi.“
Stóraukið sam-
starf og eftirlit
AP
Lögmaðurinn Al Gidari á skrifstofu sinni í Seattle.
San Jose í Kaliforníu. AP.
Bandarísk yfirvöld sækjast eftir
upplýsingum um notendur Netsins