Morgunblaðið - 16.06.2002, Page 16

Morgunblaðið - 16.06.2002, Page 16
HM 2002 16 SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK  OLIVER Kahn, markvörður Þjóð- verja, átti 33 ára afmæli í gær, daginn sem Þjóðverjar léku við Paragvæ. „Það hefði verið algjörlega út í bláinn að tapa leik á afmælisdaginn,“ sagði Kahn í léttum dúr eftir leikinn, en hann er fyrirliði þýska landsliðsins.  KAHN sagði að afar lítil stemning hefði verið á meðal þeirra 25.000 áhorfenda sem fylgdust með leik Þjóðverja og Paragvæ. „Andrúms- loftið minnti einna helst á vináttuleik í þýsku þorpi,“ sagði Kahn og vonast hann til að meira líf verði á meðal áhorfenda á næsta leik Þýskalands sem verður gegn Mexíkó eða Banda- ríkjunum á föstudaginn.  CESARE Maldini, þjálfari Para- gvæ, sagði að hann væri hættur þjálf- un landsliðsins. Maldini, sem er rúm- lega 70 ára, mun taka að sér að skoða efnilega leikmenn fyrir ítalska liðið AC Milan, en hann tók við Paragvæ í desember á sl. ári og gerði þá sex mánaða samning.  JAPÖNSKU landsliðsmennirnir í knattspyrnu ættu að eiga fyrir brýn- ustu nauðþurftum á næstunni því hver þeirra hefur fengið að jafnvirði um 5,5 milljóna króna í greiðslur fyrir árangur japanska landsliðsins til þessa á HM. Enn mun bætast við þá upphæð takist Japönum að leggja Tyrki í 16-liða úrslitum á þriðjudag- inn.  BOBBY Robson, knattspyrnustjóri Newcastle og fyrrverandi landsliðs- þjálfari Englendinga, var í gær aðlað- ur af bresku drottningunni og ber því nafnið Sir Bobby Robson framvegis.  ROBBIE Fowler lék sinn fyrsta leik á HM að þessu sinni þegar hann kom inn á sem varamaður í byrjun síðari hálfleiks í stað Michaels Owens.  TEDDY Sheringham lék sinn 50. landsleik fyrir England gegn Dönum í gær. Sheringham kom inn á sem varamaður fyrir Emile Heskey á 67. mínútu. Þetta er í annað sinn sem Para-gvæ fær á sig mark á lokamín- útum í 16-liða úrslitum á HM. Árið 1998 skoraði Laurent Blanc fyrirliði Frakka gullmark í framlengingu sem tryggði Frökkum áframhald- andi þátttöku í keppninni – en Frakkar stóðu uppi sem heimsmeist- arar í þeirri keppni. Neuville sagði að hann hefði trúað því í síðari hálfleik að ísinn myndi brotna fyrr eða síðar. „Paragvæ var aðeins að leika uppá jafntefli, framlengingu og víta- spyrnukeppni. Ég vissi að við mynd- um skora fyrr eða síðar og það gekk eftir,“ sagði Neuville, sem leikur með Bayer Leverkusen. Fyrrum félagi Neuvilles, Michael Ballack, sem er á leið til Bayern München, sagði að leikurinn yrði ekki eftirminnilegur. „Auðvitað hefði verið betra að skora fyrr í leiknum. Við vorum hins- vegar betra liðið, fengum betri tæki- færi og unnum sanngjarnan sigur. Við sýndum styrk okkar í 90 mínútur og vörnin var okkar sterkasta hlið í leiknum. „Leikurinn var jafn allt þar til að við fengum markið á okkur. Það var ekki mikið um færi í leiknum, miðju- þófið var allsráðandi, en það má aldr- ei sofna á verðinum á þessu stigi keppninnar. Það gerðum við eitt augnablik,“ sagði Cesar Maldini, sem stýrði landsliði Paragvæ í síð- asta sinn í leiknum. Hinn litríki markvörður Paragvæ Jose Luis Chilavert fékk eitt tæki- færi til þess að láta ljós sitt skína sem aukaspyrnusérfræðingur liðsins en þrumaði knettinum himinhátt yfir markið. Hann fær ekki fleiri tæki- færi að þessu sinni í tilraun sinni til þess að verða fyrsti markvörðurinn til að skora mark í lokakeppni HM. „Við föllum úr leik sem hetjur. Þjóðverjar áttu í erfiðleikum gegn okkur, við vorum jafnokar þeirra en náðum ekki að halda hreinu og skora mark líkt og þeir. Við getum snúið heim á leið og borið höfuðið hátt,“ sagði Chilavert. Rauða spjaldið fór á loft undir lok leiksins er Roberto Acuna, Paragvæ, var sendur í bað eftir að hafa gefið Ballack olnbogaskot í andlitið. FRÁ árinu 1954 hafa Þjóðverjar ávallt tryggt sér sæti í 8-liða úrslit- um á HM í knattspyrnu og í keppninni í ár varð engin breyting þar á. Oliver Neuville tryggði Þjóðverjum 1:0 sigur gegn Paragvæ í fyrsta leik 16-liða úrslitanna í gær en allt virtist stefna í framlengingu því markið kom ekki fyrr en á 88. mínútu. Þjóðverjar hafa verið þekktir fyrir að skora mörk undir lok leikja og vilja sumir meina að „þýska vélin“ sé farin að hitna verulega en Þjóðverjar mæta Bandaríkjunum eða Mexíkó í átta liða úrslitunum nk. föstudag í Ulsan í Suður-Kóreu. Þýska „vélin“ er að hitna Öll mörkin voru skoruð í fyrrihálfleik. Rio Ferdinand skoraði strax á 4. mínútu eftir mistök Thom- as Sörensens í marki Dana, Michael Owen komst loks á blað á 22. mínútu og félagi hans frá Liverpool, Emile Heskey, gerði slíkt hið sama á 44. mínútu er hann bætti þriðja markinu við. Markið sem Ferdinand skoraði var afar slysalegt þar sem Sörensen varði skalla hans en missti knöttinn inn fyrir marklínuna. Þetta var fyrsta mark Ferdinands en markið gæti verið flokkað sem sjálfsmark Sörensens. David Beckham lagði upp tvö mörk í leiknum. Þetta er í fyrsta sinn sem enska liðið kemst í 8-liða úrslit síðan 1990, þá undir stjórn Bobby Robson, á Ítalíu. Þar lagði liðið Kamerún, 3:2, en tapaði í vítaspyrnukeppni gegn Þjóðverjum í 8-liða úrslitum. Englendingar búast flestir við því að mæta Brasilíu í næstu umferð en Brasilía og Belgía leika á mánudag í 16-liða úrslitum. Sven Göran Eriksson, þjálfari enska liðsins, sagði að allt væri nú opið á HM og að næstu sex dagar yrðu notaðir til þess að undirbúa næstu skref og að Michael Owen hafi verið hvíldur í síðari hálfleik þar sem hann fann til í nára, en meiðslin væru ekki alvarleg. „Kannski var 3:0 of stór sigur miðað við gang leiksins, en hvað um það, við unnum og erum komnir áfram. Við vörðumst vel í síð- ari hálfleik, danska liðið var með knöttinn megnið af leiknum, en náði ekki að skapa sér marktækifæri,“ sagði Svíinn. Morten Olsen, þjálfari danska landsliðsins, var upplitsdjarf- ur í viðtali við danska ríkissjónvarpið og sagði að danska liðið hefði stýrt leiknum frá upphafi til enda. „Úrslit leiksins segja ekki alla sög- una. Upphaf leiksins var okkur ekki í hag og þrátt fyrir að England hafi skorað þrjú mörk, fannst mér danska liðið leika vel í dag,“ sagði Olsen. Draumur Dana á HM er á enda Reuters David Beckham, Rio Ferdinand og Michael Owen fagna marki þess síðastnefnda í 3:0 sigri Eng- lands gegn Dönum á HM. Ferdinand skoraði fyrsta markið en Beckham lagði upp tvö markanna. MARGIR knattspyrnáhugamenn hafa beðið eftir því að enska lands- liðið misstigi sig í keppni bestu landsliða heims sem nú fer fram í Japan og Suður Kóreu. Englendingar hafa hinsvegar hrist af sér all- ar hrakspár til þessa og sýndu mátt sinn í gær er liðið gjörsigraði Dani, 3:0, í 16-liða úrslitum keppninnar. KNATTSPYRNA HM í Japan og Suður-Kóreu 16-liða úrslit Þýskaland – Paragvæ 1:0 Mark Þýskalands: Oliver Neuville 88. Markskot: Þýskaland 20 – Paragvæ 9. Horn: Þýskaland 5 – Paragvæ 1. Rangstaða: Þýskaland 1 – Paragvæ 7. Gul spjöld: Bernd Schneider, Þýskalandi 35., Frank Baumann, Þýskalandi 71., Michael Ballack, Þýskalandi 90., Roberto Acuna, Paragvæ 26., Jose Cardoso, Para- gvæ 50. Rautt spjald: Roberto Acuna, Paragvæ 90. Áhorfendur: 25.176. Dómari: Carlos Batres, Guatemala Lið Þýskalands: Oliver Kahn, Torsten Frings, Marko Rehmer (Sebastian Kehl, 46.), Christoph Metzelder (Frank Bau- mann, 60.), Thomas Linke, Bernd Schnei- der, Marco Bode, Jens Jeremies, Michael Ballack, Oliver Neuville (Gerald Asam- oah, 90.), Miroslav Klose. Lið Paragvæ: Jose Luis Chilavert, Franc- isco Arce, Carlos Gamarra, Celso Ayala, Julio Cesar Caceres, Denis Caniza, Estanislao Struway (Nelson Cuevas 90.), Roberto Acuna, Carlos Bonet (Diego Gavilan, 84), Roque Santa Cruz (Jorge Campos, 29), Jose Cardoso.  Þýskaland mætir Bandaríkjunum eða Mexíkó í átta liða úrslitum í Ulsan í Suður- Kóreu á laugardaginn kl. 11.30. Danmörk – England 0:3 Mörk Englands: Rio Ferdinand 5., Mich- ael Owen 22., Emile Heskey 44. Markskot: Danmörk 21 – England 17. Horn: Danmörk 8 – England 3. Rangstaða: Danmörk 2 – England 3. Gult spjald: Stig Töfting, Danmörku, 24., og Danny Mills, Englandi, 50. Rautt spjald: Enginn. Áhorfendur: 40.582. Dómari: Markus Merk, Þýskalandi. Lið Danmerkur: Thomas Sörensen; Stig Töfting (Claus Jensen 58.), Rene Henrik- sen, Martin Laursen, Thomas Helveg (Kasper Bogelund 7.), Thomas Gravesen, Jesper Gronkjær, Jon Dahl Tomasson, Ebbe Sand, Niclas Jensen, Dennis Rommedahl. Lið Englands: David Seaman, Danny Mills, Ashley Cole, Trevor Sinclair, Rio Ferdinand, Sol Campbell, David Beck- ham, Paul Scholes (Kieron Dyer 49.), Michael Owen (Robbie Fowler), Emile Heskey (Teddy Sheringham, 69.), Nicky Butt.  England mætir Brasilíu eða Belgíu í 8- liða úrslitum í >Shizouka í Japan á föstu- daginn kl. 6.30. Næstu leikir: Sunnudagur 16. júní: Svíþjóð – Senegal ..................................6.30 Spánn - Írland .....................................11.30 Mánudagur 17. júní: Mexíkó – Bandaríkin ............................6.30 Brasilía – Belgía..................................11.30 Þriðjudagur 18. júní: Japan – Tyrkland ..................................6.30 Suður Kórea – Ítalía ...........................11.30  Eftir að keppni í 16-liða úrslitum lýkur á þriðjudag verður ekkert leikið í keppninni fyrr en á föstudag þegar 8-liða úrslitin hefjast með tveimur leikjum. Daginn eftir verða síðari tveir leikirnir háðir. Eftir það verður tveggja dag hlé fyrir undanúrslit- in. ÚRSLIT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.