Morgunblaðið - 16.06.2002, Page 20

Morgunblaðið - 16.06.2002, Page 20
                            þingismaður sem einnig hélt dag- bók sem komið hefur út á prenti. Hugmyndin að leiðangri Shaff- ners hafði áður verið kynnt í Þjóð- ólfi og er þó nokkrar heimildar að finna um hann hér á landi, sé tím- inn hafður í huga. „Það er til dæmis óskað eftir því í Þjóðólfi að lands- menn taki vel á móti honum þegar hann komi. Þá eru líka fréttir af þessu í Norðra þannig að Íslend- ingar virðast hafa haft ákveðinn áhuga á þessu. Það hefði líka gjör- breytt þróuninni ef sæsímastrengur hefði verið lagður um Ísland árið 1860, en ekki næstum hálfri öld síð- ar. Því á þessum tíma eru menn í takmörkuðu sambandi við umheim- inn og fá ekki fréttir frá útlöndum nema nokkrum sinnum á ári,“ út- skýrir Inga Lára. Það voru 68 myndir sem fundust í eigu Konunglega landfræðifélags- ins, en skrár Wood gefa til kynna að myndir hans, sem eru númerað- ar, hafi verið alls 154 talsins. Ís- landsmyndir Wood eru eingöngu frá Djúpavogi og Reykjavík og ná- grenni. En ákveðið hafði verið að koma strengnum hér á land á Djúpavogi og fara með hann að Brú á Jökuldal til Möðrudals á Fjöllum síðan með byggðum Eyjafjarðar, fram Eyjafjarðardal og upp á Varn- hjallaveg og Kjöl og niður í byggðir í Biskupstungum og þaðan í gegn- um Þingvöll til Reykjavíkur. Hluti leiðangursmanna steig því á land á Djúpavogi og ferðaðist landleiðina norður yfir. Aðrir, m.a. Wood og Arnljótur, voru hins vegar kyrrir um borð í Fox og sigldu með hon- um til Reykjavíkur. Frá dvöl þeirra fyrir austan land og sunnan hafa varðveist margar mynda Woods. „Það er góð myndasyrpa frá Djúpavogi og nágrenni í safni Woods og einnig er gaman að myndum hans frá Reykjavík og Hafnarfirði. Hafnarfjarðarmyndirn- ar eru til dæmis þær elstu sem til eru frá bænum, og í raun má segja það sama um Grænlands- og Fær- eyjamyndirnar. Myndirnar frá Reykjavík eru þó ekki síður merki- legar og þar má sjá skemmtileg og jafnvel illþekkjanleg sjónarhorn af bænum, auk myndasyrpu af þjóð- búningum íslenskra kvenna. Þær myndir eru ekki hvað síst merki- legar fyrir það að vera teknar á þeim tímum er Sigurður Guð- mundsson málari kemur fram með hugmyndir sínar um endurnýjun faldbúningsins sem hátíðarbúning kvenna. Þetta eru því í raun sögu- legar heimildir sem segja má um leið að séu fyrstu tískumyndir landsmanna.“ Ljósmynd/ © Royal Geographical Society Þórshöfn í Færeyjum 3. ágúst 1860. Fyrsta myndin sem tekin var í leiðangrinum 3. ágúst 1860 og jafnfram fyrsta myndin sem vitað er til að hafi verið tekin í Færeyjum. Sumar ljósmynda Wood voru merktar og öðrum hefur hann gefið lausleg heiti, lýst veðri og jafnvel hve sáttur hann sé við útkom- una. Myndheiti Woods eru þó ekki áreiðanleg og segir hann þessa mynd t.d. af Reykjavíkurhöfn. Kristín Jónsdóttir Krabbe í skautbúningi og Hólmfríður Björnsdóttir í peysufötum í gamla kirkju- garðinum í Reykjavík. Sjónarhornið er óþekkt af öðrum myndum, en horft er til sjávar frá þeim stað þar sem viðbygging við hús Símans er nú. Húsið aftan við konurnar er Austurstræti 2 og gatan á milli húsanna er Veltusund. Myndin er hluti af þjóðbúningamyndröð Woods. 20 SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.