Morgunblaðið - 16.06.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.06.2002, Blaðsíða 20
                            þingismaður sem einnig hélt dag- bók sem komið hefur út á prenti. Hugmyndin að leiðangri Shaff- ners hafði áður verið kynnt í Þjóð- ólfi og er þó nokkrar heimildar að finna um hann hér á landi, sé tím- inn hafður í huga. „Það er til dæmis óskað eftir því í Þjóðólfi að lands- menn taki vel á móti honum þegar hann komi. Þá eru líka fréttir af þessu í Norðra þannig að Íslend- ingar virðast hafa haft ákveðinn áhuga á þessu. Það hefði líka gjör- breytt þróuninni ef sæsímastrengur hefði verið lagður um Ísland árið 1860, en ekki næstum hálfri öld síð- ar. Því á þessum tíma eru menn í takmörkuðu sambandi við umheim- inn og fá ekki fréttir frá útlöndum nema nokkrum sinnum á ári,“ út- skýrir Inga Lára. Það voru 68 myndir sem fundust í eigu Konunglega landfræðifélags- ins, en skrár Wood gefa til kynna að myndir hans, sem eru númerað- ar, hafi verið alls 154 talsins. Ís- landsmyndir Wood eru eingöngu frá Djúpavogi og Reykjavík og ná- grenni. En ákveðið hafði verið að koma strengnum hér á land á Djúpavogi og fara með hann að Brú á Jökuldal til Möðrudals á Fjöllum síðan með byggðum Eyjafjarðar, fram Eyjafjarðardal og upp á Varn- hjallaveg og Kjöl og niður í byggðir í Biskupstungum og þaðan í gegn- um Þingvöll til Reykjavíkur. Hluti leiðangursmanna steig því á land á Djúpavogi og ferðaðist landleiðina norður yfir. Aðrir, m.a. Wood og Arnljótur, voru hins vegar kyrrir um borð í Fox og sigldu með hon- um til Reykjavíkur. Frá dvöl þeirra fyrir austan land og sunnan hafa varðveist margar mynda Woods. „Það er góð myndasyrpa frá Djúpavogi og nágrenni í safni Woods og einnig er gaman að myndum hans frá Reykjavík og Hafnarfirði. Hafnarfjarðarmyndirn- ar eru til dæmis þær elstu sem til eru frá bænum, og í raun má segja það sama um Grænlands- og Fær- eyjamyndirnar. Myndirnar frá Reykjavík eru þó ekki síður merki- legar og þar má sjá skemmtileg og jafnvel illþekkjanleg sjónarhorn af bænum, auk myndasyrpu af þjóð- búningum íslenskra kvenna. Þær myndir eru ekki hvað síst merki- legar fyrir það að vera teknar á þeim tímum er Sigurður Guð- mundsson málari kemur fram með hugmyndir sínar um endurnýjun faldbúningsins sem hátíðarbúning kvenna. Þetta eru því í raun sögu- legar heimildir sem segja má um leið að séu fyrstu tískumyndir landsmanna.“ Ljósmynd/ © Royal Geographical Society Þórshöfn í Færeyjum 3. ágúst 1860. Fyrsta myndin sem tekin var í leiðangrinum 3. ágúst 1860 og jafnfram fyrsta myndin sem vitað er til að hafi verið tekin í Færeyjum. Sumar ljósmynda Wood voru merktar og öðrum hefur hann gefið lausleg heiti, lýst veðri og jafnvel hve sáttur hann sé við útkom- una. Myndheiti Woods eru þó ekki áreiðanleg og segir hann þessa mynd t.d. af Reykjavíkurhöfn. Kristín Jónsdóttir Krabbe í skautbúningi og Hólmfríður Björnsdóttir í peysufötum í gamla kirkju- garðinum í Reykjavík. Sjónarhornið er óþekkt af öðrum myndum, en horft er til sjávar frá þeim stað þar sem viðbygging við hús Símans er nú. Húsið aftan við konurnar er Austurstræti 2 og gatan á milli húsanna er Veltusund. Myndin er hluti af þjóðbúningamyndröð Woods. 20 SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.