Morgunblaðið - 16.06.2002, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HUNDRAÐ ár eru nú lið-in frá því útibú Lands-banka Íslands á Akur-eyri hóf starfsemi, enþað er elsta útibú bank-
ans, opnað 18. júní árið 1902. Útibú
Landsbankans á Akureyri er jafn-
framt elsta peningastofnun sem enn
starfar á Akureyri. Útibúið hefur
jafnan verið eitt stærsta útibú Lands-
bankans og hefur starfsemin vaxið
jafnt og þétt á þeim 100 árum sem lið-
in eru frá stofnun þess.
Útibúið var til húsa í Hafnarstræti
2 fyrstu tvö starfsárin og voru starfs-
mennirnir tveir, Júlíus Sigurðsson
amts- og sýsluskrifari, sem ráðinn
var útibússtjóri, og Stephán Steph-
ensen gjaldkeri. Starfsemin var flutt í
Hafnarstræti 107 við Ráðhústorg ár-
ið 1904 og varð í kjölfarið miðsvæðis í
nýjum miðbæ Akureyrar sem var að
taka á sig mynd um þetta leyti. Júlíus
var útibússtjóri til ársins 1931 en þá
tók Ólafur Thorarensen við. Það ár
var starfsemin flutt enn á ný og nú að
Ráðhústorgi 7.
Flutt í eigið húsnæði við
Strandgötu 1
Á þessum árum jukust umsvifin
enn og svo kom að húsnæðið rúmaði
ekki alla þá starfsemi sem fram fór á
vegum útibúsins. Ólafur mun þá hafa
farið að huga að lóð fyrir bankann og
árið 1949 fékkst lóð við Strandgötu 1.
Guðjón Samúelsson gerði fyrstu til-
löguuppdrætti að húsinu, en lést er
framkvæmdir voru að hefjast, þannig
að Bárður Ísleifsson arkitekt tók við
og annaðist uppdrætti og hafði aðal-
eftirlit með byggingunni. Lokið var
við smíði hússins árið 1954 og hefur
starfsemi bankans verið þar allar göt-
ur síðan. Bankabyggingin er alls
þrjár hæðir ásamt kjallara auk þess
sem allhátt portbyggt ris er á húsinu.
Fyrstu árin nýtti bankinn einungis
fyrstu hæð hússins, þar sem var af-
greiðslusalur, skrifstofur, snyrtingar
og fatageymslur, en í kjallara voru
fjárhirslur bankans, seðlageymsla
Seðlabankans, geymsluhólf og
geymslur. Aðrar hæðir hússins voru
leigðar út. Í kjölfar þess að flutt var í
glænýtt húsnæði batnaði aðbúnaður
starfsfólks til mikilla muna sem og
aðstaða viðskiptavina.
Vélvæðing hóf innreið sína í útibúið
um svipað leyti og flutt var í nýtt eigið
húsnæði. Áður höfðu allar færslur
verið handfærðar í bækur, en sú bylt-
ing varð í vinnubrögðum í hinu nýja
útibúi að færslur í sparisjóðsbækur
og tékkareikninga voru vélfærðar og
nokkru síðar komu gjaldkeravélar í
bankann. Þótti mönnum mikið til
hinnar nýju tækni koma, en eflaust
hefur breytingin sem þarna varð ver-
ið engu minni en sú sem starfsmenn
upplifðu síðar þegar tölvur komu til.
Þá var einnig tekin upp sú nýbreytni
að viðskiptamönnum bauðst að leigja
öryggishólf til að geyma fjármuni
sína og fyrirtæki í bænum fengu að-
gang að næturhólfum.
Um mitt ár 1961 lét Ólafur af störf-
um útibússtjóra og við tók Jón G. Sól-
nes, en hann hafði starfað við útibúið
frá árinu 1926. Í vikublaðinu Íslend-
ingi sem gefið var út á Akureyri segir
um útibússtjóraskiptin að hinn nýi
bankastjóri njóti almennra vinsælda
og þekki manna best til viðskipta á
Norðurlandi. Á sjöunda áratugnum
óx umfang útibúsins hröðum skrefum
þannig að undir lokin, eða árið 1969,
var önnur hæð hússins tekin undir
starfsemina og nokkru síðar sú
þriðja. Þá kom einnig að því að af-
greiðslusalurinn á jarðhæðinni varð
of lítill. Hagkvæmt þótti að stækka
salinn með viðbyggingu til norðurs og
var hún tekin í notkun árið 1975.
Mikið álag á starfsfólki í lok árs
Þó svo að færsluvélar hafi verið
teknar í notkun þegar flutt var í nýtt
Útibú Landsbankans á Akureyri 100 ára
Viðskiptavinirnir hafa ávallt forgang
Morgunblaðið/Silli
Tveir af starfsmönnum Landsbankans á Akureyri við vinnu sína
1954, Halldór Helgason, síðar útibússtjóri, og Guðrún Þeng-
ilsdóttir.
Starfsfólk Landsbankans á Akureyri árið 1929. Efri röð f.v. Jón Finnbogason,
Böðvar Bjarkan, Júlíus Sigurðsson og Vigfús Einarsson. Fremri f.v. Jón G. Sól-
nes, Valgerður Björnsdóttir, Már Benediktsson og Þorvaldur Vestmann.
Morgunblaðið/Silli
Sigríður Ólafsdóttir og Sigurður Ringsted í afgreiðslu-
sal bankans árið 1954. En það ár var lokið við byggingu
bankahússins við Strandgötu 1.
Morgunblaðið/Kristján
Konur eru í miklum meirihluta í starfsliði Landsbankans á Akureyri og hér sést hópur kvenna sem starfar á jarðhæð útibúsins við Strandgötu.
SIGURÐUR Sigurgeirsson,útibússtjóri Landsbank-ans á Akureyri og svæð-isstjóri bankans á Norð-ur- og Austurlandi, segir
að markmið bankans sé að veita
viðskiptavinum sínum bestu fjár-
málaþjónustu sem völ er á og sýna
þannig fram á að Landsbankinn sé
enn í fullu fjöri og standi fyllilega
fyrir sínu á 100 ára afmælinu.
Alls starfa um 65 manns hjá
bankanum á Akureyri en stöðu-
gildin eru 50 talsins. „Starfsemi
fjármálastofnana hefur tekið mikl-
um breytingum á síðustu árum.
Þjónustan verður sífellt flóknari
þannig að kröfur til starfsfólks
hafa aukist. Nú eru gerðar mun
meiri kröfur til starfsmanna bæði
hvað menntun og hæfni varðar en
áður var,“ sagði Sigurður.
Lánsöm að hafa gott starfsfólk
Hann sagði Landsbankann á
Akureyri einkar heppinn með
starfsfólk, en margir úr hópi
starfsmanna eiga að baki langan
starfsaldur hjá bankanum.
„Meðalstarfsaldurinn er hár, sem
sýnir að fólk heldur tryggð við
starf sitt í bankanum. Það er mik-
ið um að fólk færi sig til innan
bankans, taki við öðru starfi frem-
ur en að það hætti störfum. Við
teljum okkur lánsöm að því leyti
að stöður hér eru mannaðar góðu
og hæfileikaríku fólki,“ sagði
Sigurður. Kröfur til starfsfólks
hafi aukist, enda séu þau störf
sem nú eru innt af hendi í bönkum
fjölbreytileg og verði sífellt flókn-
ari. „Fólk þarf að kunna skil á
fjölmörgum atriðum, því nútíma-
samfélag verður sífellt flóknara,“
sagði Sigurður. Þá nefndi hann að
starfsumhverfið hefði einnig
breyst að því leyti að álag á
starfsfólk hefur aukist, því gerðar
séu ríkar kröfur um árangur í
starfi. Í anda altækrar árangurs-
stjórnunar sé árangur hvers
starfsmanns metinn og
allir vinna eftir fyrir-
fram ákveðnum mark-
miðum.
Aukin áhersla sé nú
lögð á sölustarfsemi af
margvíslegu tagi, en
meðal verkefna starfs-
fólks bankans sé sala
lífeyrissparnaðar, sala
líf- og sjúkdóma-
trygginga, sölu- og
markaðsstarf í klúbb-
um á vegum bankans
og þá sé áhersla einn-
ig lögð á gæðamál,
endurmenntun starfs-
manna og starfsþróun.
„Góð þjónusta við
viðskiptavini bankans
er þó alltaf forgangsverkefni
starfsfólks Landsbankans,“ sagði
Sigurður.
Í útibúi Landsbankans á Akur-
eyri er rekin Viðskiptastofa þar
sem starfa fimm starfsmenn. Þeir
sinna m.a. verðbréfa-
viðskiptum og sér-
hæfðri þjónustu við
stærri viðskiptavini.
Sigurður sagði það
einstakt að rekin
væri viðskiptastofa í
útibúi, en á Akureyri
hefði verið lögð
áhersla á slíka starf-
semi. „Flest af
stærstu fyrirtækjum
og stofnunum í bæn-
um eru í hópi við-
skiptavina okkar og
forsvarsmenn þeirra
kunna að meta það
að hafa þessa þjón-
ustu á staðnum,“
sagði Sigurður.
Viðskipti að færast í auknum
mæli yfir á Netið
Síðustu ár hefur þjónustuver
verið rekið í bankanum, þar starfa
átta starfsmenn og sinna þeir
símaþjónustu við landsmenn alla.
Segir Sigurður vaxandi starfsemi
á þessu sviði, margir nýti sér
símaþjónustu. Einnig er mikil
aukning í viðskiptum á Netinu.
„Sjálfvirkni í bankaviðskiptum
hefur aukist umtalsvert, viðskipti
færast í æ ríkari mæli yfir á Net-
ið, í hraðbanka og símaþjónustu,“
sagði Sigurður og taldi einsýnt að
þróunin myndi áfram vera á þann
veg.
Þó taldi hann að menn hefðu að
nokkru ofmetið hraða breytinga
yfir í sjálfsafgreiðslu og netvæð-
ingu. „Ég tel að þessi þróun hafi
verið hægari en menn ætluðu.
Eldra fólk sem ekki hefur vanist
þeim lífsmáta sem tölvunum fylgir
vill greinilega eiga hin mannlegu
samskipti sem almennri banka-
starfsemi fylgir. Það vill koma í
bankann og reka sín erindi og
ræða við starfsfólkið. Yngra fólk
hugsar á annan hátt og það er
tilbúnara að nýta sér nýja tækni.“
Bankinn í fullu fjöri á 100 ára afmælinu
Sigurður
Sigurgeirsson