Morgunblaðið - 16.06.2002, Síða 27

Morgunblaðið - 16.06.2002, Síða 27
húsnæði þurfti að handreikna vexti og uppgjör. Þessari svonefndu ára- mótavinnu fylgdi því mikið álag á starfsfólk, en byrjað var að reikna vexti strax í október ár hvert og var iðulega verið að fram á kvöld og jókst vinnan jafnt og þétt eftir því sem nær dró áramótum. Uppgjörið varð að vera tilbúið í byrjun nýs árs og kom oft fyrir að vinna þurfti við vaxtaút- reikninga fram eftir gamlársdegi og jafnvel á nýársdag. Starfsemi peningastofnana tók ör- um breytingum á níunda og tíunda áratug nýliðinnar aldar með tilkomu frelsis í gjaldeyrismálum, vaxtafrelsi, tölvuvæðingu og beinlínuvinnslu og þá jókst samkeppni milli banka, fjár- festingafélaga, lífeyrissjóða og verð- bréfafyrirtækja. Á þessum tíma stór- jókst þjónusta við einstaklinga, félög og fyrirtæki varðandi fjármálaráð- gjöf. Þessi þróun kallaði á mun víð- tækari þekkingu og þjálfun starfs- fólks en áður var. Afgreiðslusölum var í kjölfar þessa einnig breytt, en áður hafði vinnusvæði starfsfólks verið aðskilið frá viðskiptavinum með afgreiðsluborði sem öll viðskipti fóru um. Nú varð salurinn opinn og rými aukið fyrir einstaklings- og fyrir- tækjaþjónustu og þar til gerð af- greiðsluborð heyrðu sögunni til nema hvað gjaldkerana varðar. Bankinn hefur um áratugaskeið rekið afgreiðslu í hverfum bæjarins, fyrst í Glerárhverfi frá 1969 til 1975 en það ár var opnuð Brekku- afgreiðsla í verslunarmiðstöðinni í Kaupangi. Ekki fékkst leyfi frá Seðlabanka til að reka tvær af- greiðslur þannig að lokað var í Gler- árhverfi. Um tíma rak bankinn einnig afgreiðslu á Svalbarðseyri. Um árabil var einnig rekin afgreiðsla á Raufar- höfn en á síðasta ári var sú afgreiðsla sameinuð afgreiðslunni á Kópaskeri og þær báðar settar undir útibúið á Húsavík. Jón G. Sólnes lét af störfum árið 1976, Magnús Gíslason tók við í lok þess árs, en um skamma hríð hafði Halldór Helgason verið settur úti- bússtjóri. Helgi Jónsson tók við af Magnúsi árið 1985 og gegndi stöð- unni til ársins 1996 þegar Eiríkur S. Jóhannsson tók við starfinu. Hann hvarf til annarra starfa árið 1998 og tók Sigurður Sigurgeirsson þá við starfinu og gegnir því enn. Þjóna svæði frá Skagaströnd til Breiðdalsvíkur Stjórnskipulag bankans hefur einnig tekið breytingum. Árið 1992 var útibúið á Akureyri gert að svæð- isútibúi og á síðasta ári var umdæmið stækkað með sameiningu Norður- og Austursvæða bankans í eitt svæði. Útibúið á Akureyri þjónar því svæði allt frá Skagaströnd í vestri til Breið- dalsvíkur í austri. Á þessu svæði eru 17 útibú og afgreiðslustaðir, þar af 10 á Austurlandi, og stöðugildi í fjár- málaþjónustu eru alls um 110. Svæðið stendur fyrir um 16% innlána og 15% útlána í Landsbankasamstæðunni. Markaðshlutdeild í einstaklings- viðskiptum á Akureyri er ríflega 1/3, en þegar litið er til inn- og útlána er hlutdeild bankans töluvert hærri eða yfir 40%. Merki Landsbankans frá 1924- 1986 en skipt var um merki á 100 ára afmæli bankans 1986. Þetta merki Landsbankans hef- ur að líkindum verið fengið frá Danmörku um aldamótin 1900 og var það notað til 1924. Merki sem var á fyrsta víxl- inum sem gefin var út í Lands- bankanum en ekki er vitað um uppruna þess. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 2002 27 Í TENGSLUM við 100 ára afmæli útibús Landsbankans á Akureyri verður gestum boðið upp á veg- lega afmælisdagskrá á þriðjudag, 18. júní. Hún hefst með því að fán- ar verða dregnir að hún við útibú- in í Strandgötu og Kaupangi undir lúðrablæstri Blásarasveitar Tón- listarskólans. Öllum leikskóla- börnum í bænum verður síðan boðið á sýningu með Gunna og Felix í Íþróttahöllinni og að henni lokinni verður börnunum boðið upp á veitingar. Gunni og Felix verða einnig með söngskemmtun á Ráðhústorgi kl. 16 og þar verða grillaðar pylsur og boðið upp á safa. Á afgreiðslutíma útibúanna verður boðið upp á afmælistertu og söngdagskrá verður í Strand- götu. Óskar Pétursson bæjarlista- maður syngur, barnakór Tón- listarskólans tekur lagið og strengjasveit frá skólanum spilar einnig létt lög fyrir afmælisgesti auk þess sem boðið verður upp á harmonikku- og píanóleik. Hátíðarfundur bankaráðs hefst síðdegis á afmælisdaginn og um kvöldið býður bankaráð starfs- fólki sínu á Akureyri ásamt gest- um til hátíðarkvöldverðar. Morgunblaðið/Kristján Landsbankinn stóð fyrir sportdegi á Akureyri laugardaginn 8. júní sl., þar sem boðið var upp á fjölbreytta dagskrá fyrir yngra fólkið og veit- ingar sem voru vel þegnar. Afmælisdagskrá P & Ó Mátti beisla þennan kraft? Velkomin á nýja sýningu í Ljósafossstöð við Sog. Opið alla eftirmiðdaga í sumar. Aflið í Soginu Sérblað alla sunnudag

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.