Morgunblaðið - 16.06.2002, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 16.06.2002, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 2002 29 Verð kr. 49.950 M.v. 2 í íbúð, 3. júlí, vikuferð. Flug og gisting, skattar. Staðgreitt. Alm. verð kr. 52.450. Verð kr. 49.865 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára. Flug, gisting, skattar, 3. júlí, 2 vikur. Staðgreitt. Alm. verð kr. 52.360. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Nú getur þú valið um eina eða tvær vikur á ótrúlegum kjörum á einn vinsælasta áfangastað Íslendinga í sólinni, Benidorm. Þú bókar núna, og tryggir þér síðustu sætin, og fjórum dögum fyrir brottför hringjum við í þig og tilkynnum þér hvar þú býrð. Og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Tryggðu þér síðustu sætin í júlí Stökktu til Benidorm 3. júlí frá 39.865 Verð kr. 39.865 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára. Flug, gisting, skattar, 3. júlí, vikuferð. Staðgreitt. Alm. verð kr. 41.860. TILBOÐ ÓSKAST í Pontiac Grand AM G.T. H.O. árgerð 1999 (ekinn 39 þús. mílur), Honda Civic árgerð 2001 4d DX (ekinn 7 þús. mílur) og aðrar bifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 18. júní kl. 12-15. TJÓNABIFREIÐ Tilboð óskast í Chevrolet Astro LS 4x4 árgerð 1996 (ekinn 59 þús. mílur ) 7 manna, skemmdur eftir veltu. DRÁTTARTÖGGUR Ennfremur óskast tilboð í North Western dráttartögg með bensínvél. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. UMSÝSLUSTOFNUN VARNARMÁLA SALA VARNARLIÐSEIGNA Í GRÆNUM lundi við stórbýl- ið Lund í Kópavogi klæðast risavaxin trén sínu fegursta skrúði og villiblómin sínum litríkustu sumarklæð- um. Meistaraleg hönnun – greinarnar sniðnar að höfði trésins og laufið sniðið að þörfum greinanna sem blakta eins og grænofinn kjólfaldur í hlýrri sumargolunni. Hvert tré er einstakt – sérhannað, skulum við segja, og þótt efnið sé svipað í þeim öll- um, er hvert þeirra eins og módelsaumað af skap- arans hendi. Í þessum fallega lundi býr Ragna Fróðadóttir fatahönnuður og rekur þar jafnframt vinnustofu sína. Það er erfitt að ímynda sér Rögnu í gróðursnauðu umhverfi – þetta á örugg- lega vel við hana. Hún er ættuð úr Mosfellsdaln- um, þar sem fjölskylda hennar ræktar enn rósir og annan jarðargróða. Hér í Lundi hefur Ragna fundið sér litla sveit mitt í stórborginni og ræktar sitt eigið hugarflug í hönnun einstakra klæða sem hafa vakið mikla athygli. Ég hélt alltaf að hún yrði hljóðfæraleikari. Hún var langt komin í tónlistarnámi – spilaði á franskt horn – meðal annars í Sinfóníuhljómsveit æsk- unnar. Hún á ennþá hornið sitt og spilar stundum með blásara- sveitinni Braki og brestum í Mosó. „Áður en ég fór á kaf í tónlistina langaði mig alltaf að fara í fata- og búningahönnun. Ég fór út til Parísar með það í huga að læra búninga- hönnun, en komst að því að þar voru ekki margir skólar fyrir þá sem vildu læra það fag. Mér fannst fatahönnun líka spennandi, en hugsaði mér alltaf að það yrði meira eins og grunnur að búningahönnuninni. Þegar ég byrjaði svo í fatahönnunarnáminu sá ég að það fag er mjög fjölbreytt og snýst ekki bara um tískuhönnun. Það eru hundruð anga út úr greininni og margir mjög spennandi. Ég heillaðist af fatahönnuninni og ákvað að vera í henni, en átti mér þó alltaf drauminn um búningahönnun. Ég hef getað tekið að mér nokkur slík verkefni, meðal annars fyrir Nemendaleikhúsið. En nú er ég komin inn á ákveðna slóð í fata- hönnuninni og ætla að halda áfram á henni og sjá til hvað verða vill. Úti byrjaði ég að vinna með efni og í efni, og fannst það mjög spennandi. Þegar ég kom heim úr námi frá París fór ég í textíldeild Myndlistar- og handíðaskóla Íslands og hélt þar áfram á sömu braut, að vinna með efni. Ég hef fundið minn sérstaka farveg og finnst ég eiga að halda áfram á þeirri braut meðan ég nýt þess.“ Ragna fór í þriggja ára nám í einkaskóla í París. Fyrsta árið var almennt listnám, með litafræði, teikningu, formfræði og slíkum fögum, en á öðru ári stóð valið um fatahönnun og textíl annarsveg- ar og fatahönnun og klæðskurð hins vegar. „Ég valdi textíldeildina frekar. Þar er mikil áhersla lögð á teikningu og munsturgerð. Hér heima var meira verið að þrykkja og vefa. Við námslok átti maður að vera tilbúinn til að hanna sín eigin munstur og efni til sölu og framleiðslu. Mér fannst þetta mjög heillandi. Ég var þá að vinna bæði við textílhönnun og fatahönnun og þetta tvennt fór saman í því sem maður var að gera. Þetta er það sem ég hef haldið áfram að gera. Strax á öðru ári fékk ég vinnu með skólanum hjá ungum japönskum fatahönnuði. Japanir eru mjög mikið í efnavinnu af þessu tagi, bæði að breyta efnum og búa til ný og oft mjög fram- úrstefnuleg efni. Þessari hlið greinarinnar kynnt- ist ég vel hjá honum, og fór meðal annars að búa til fyrir hann handgerða skó. Það var erfið vinna en mjög góð reynsla. Ég aðstoðaði hann líka við nokkrar sýningar. Ég vann þetta allt frítt til að öðlast sem mesta reynslu. Þarna lærði ég ýmsa tæknivinnu sem ég bý enn að og nýti mér. Í París er gríðarleg áhersla á söluhliðina í þessum bransa og fatalínur eru hannaðar í ljósi þess. Hver lína þarf að hafa svo og svo margar buxur og svo og svo marga toppa við. Hér heima er þetta allt öðru- vísi, og ég get einbeitt mér miklu meira að list- rænu hliðinni, en reyni þó að tvinna þetta tvennt saman – að skapa góða fatalínu, en þó með þeirri áherslu að hver flík sé sérstök.“ Eftir námið í París sankaði Ragna að sér enn meiri reynslu með því að vinna hjá frægum tísku- gúrú við að skapa hugmyndir að efnum. Heim komin fór Ragna að vinna ýmis störf tengd faginu – meðal annars að hanna mynstur fyrir íslenska framleiðendur í ferðabransanum. Það átti ekki við hana þótt reynslan hafi verið góð. Veturinn í Myndlistar- og handíðaskólanum var Ragna að vinna úr allri sinni reynslu og menntun; kynntist löndum sínum í greininni og því sem þeir eru að gera. Eftir námið fékk hún aðild að Kirsuberja- trénu á Vesturgötunni, sem er rekið af tíu konum í ýmsum greinum hönnunar. Þar er hægt að kaupa flíkur Rögnu Fróðadóttur undir merkinu Path of Love, eða Kærleikur eins og það kallast á ís- lensku. „Þegar ég var búin í skólanum og komin inn í Kirsuberjatréð ákvað ég að einbeita mér að minni hönnun og taka ekki neitt að mér sem truflaði það. Þetta hefur tekist mjög vel í þessi þrjú ár sem lið- in eru. Reksturinn er þægilegur og honum fylgir ekki mikil áhætta. Ég vinn þarna í versluninni á móti hinum konunum, á núna mína kúnna og mun halda áfram að byggja þetta upp. Ég vinn bara eftir minni línu og hanna föt á hvern sem er eftir henni. Margir rugla saman saumakonu og hönn- uði, en það er alls ekki rétt. Þó ég þurfi oft að sauma hluta af minni hönnun sjálf lít ég fyrst og fremst á mig sem hönnuð minnar línu og vinn við að skapa minn stíl; saumaskapur er annað fag.“ Það eru efnin sem eru vörumerki Rögnu Fróða- dóttur. Á vinnustofu hennar í Lundi standa strangar í röðum hinmesku litrófi bleikra, ljós- grænna, blárra og appelsínugulra tóna. Sum efnin er búið að setja saman með þessu dæmigerða „Rögnumunstri“, tveir flekar efna í ólíkum litum orðnir að einum með bróderuðum línum og hringj- um, bugðum og vafningum. „Ég flyt mikið af mínum efnum inn frá Frakk- landi, því þar þekki ég vel til. Þetta er mikið til gegnsætt organza, en ég nota líka önnur efni með, eins og ull, silki og hör. Ég legg saman ólíka liti, tvö lög af efni. Það þarf fyrst að næla þetta allt saman og grófsníða. Þá vinn ég munstrið mitt í efnið og eftir það er loks hægt að sníða það í flík- ina og framleiða hana. Ég er mjög hrifin af því að vinna með liti, og þegar ég legg saman svona tvo ólíka liti verður hver samsetning efna sérstök. Ég er líka farin að versla við fyrirtæki í Sviss, sem gerir í raun það sama og ég, að leggja saman tvo ólíka liti, en mér finnst áferðin ekki verða sú sama og þegar þetta er handgert. Ég er alltaf að leita að einhverju nýju til að geta þróað þetta áfram og þarf helst að sækja þær sýningar sem maður get- ur. Það er til dæmis stór efnasýning tvisvar á ári í París þar sem maður sér öll nýjustu efnin á mark- aðnum. Það er líka gott að komast af og til inn í umhverfi þar sem allir eru í sömu hugleiðingum, maður er meira í sínum heimi hér á Íslandi.“ Rögnu finnst veröld fatahönnuðarins á Íslandi vernduð og ólík því sem er í París. Hér þarf eng- inn að hafa áhyggjur af næstu sýningu, og því hvort hann slái í gegn – hér vinnur hver eftir sínu höfði og frelsið er mikið. Sennilega er það þess vegna sem íslenskir fatahönnuðir eru orðnir svona eftirsóttir. Hver hönnuður hefur sinn sér- staka stíl en Ragna segir að samt sé hægt að greina að stíllinn sé íslenskur. Þótt íslenska hönn- unin falli að tískunni er hún engan veginn að eltast við hana. Andinn er frjáls og efnið líka. Tveir gest- ir Listahátíðar keyptu flíkur eftir Rögnu í heim- sókn sinni til landsins í síðasta mánuði. Ljósmynd- arinn Mary Ellen Mark keypti jakka og söngkonan June Anderson hálsklút. Ragna fram- leiðir bara eina flík af hverri gerð, og hún segir það geta verið erfitt að ákveða þegar efnið er tilbúið í hvaða stærð flíkin eigi að vera. En við- skiptavinirnir koma líka til hennar; fá að skoða efnin og velja í samráði við hana. En af því að hver flík er ekki til í öllum stærðum verður viðskipta- mannahópurinn breiðari fyrir vikið. „Þetta eru konur allt frá fermingaraldri og upp í sjötugsaldurinn sem finnst fötin mín falleg og langar í þau. Ég er líka alltaf að sjá það betur að þetta eru oft mjög sérstakar konur; margar miklir fagurkerar og listunnendur. Sumar koma aftur og aftur og safna fötum úr línunni. Ég hanna líka mikið af brúðarkjólum og leyfi mér þá oft að prófa eitthvað alveg nýtt. Maður er í miklum tengslum við fólk í þessu starfi og það er mjög skapandi.“ Andinn skapar efnið Eftir Bergþóru Jónsdóttur Morgunblaðið/Þorkell begga@mbl.is Ragna Fróðadóttir fatahönnuður: „Ég er mjög hrifin af því að vinna með liti, og þegar ég legg saman svona tvo ólíka liti verður hver samsetning efna sérstök.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.