Morgunblaðið - 16.06.2002, Qupperneq 30
LISTIR
30 SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
LISTASUMAR á Akureyri verður
sett í 10. sinn næstkomandi fimmtu-
dag, 20. júní. Menntamálaráðherra,
Tómas Ingi Olrich, mun setja Lista-
sumar formlega við athöfn í Ket-
ilhúsinu. Samtímis hefst þriggja
daga leiklistarhátíð sem fengið hef-
ur heitið Jónsmessuleikur 2002.
Dagskrá þessa 10. Listasumars
var kynnt um leið og skrifað var
undir samninga við aðalstyrkveit-
endur þess, KEA, Eimskip, Flytj-
anda og Útgerðarfélag Akureyr-
inga, en samtals leggja þessi félög
fram um 2 milljónir króna til Lista-
sumars í ár. Akureyrarbær styrkir
Listasumar einnig með myndarlegu
framlagi.
Benedikt Sigurðarson, stjórnar-
formaður KEA, sagði félagið hafa
metnað til að leggja rækt við listir
og menningu. Þá væri saga félagsins
samofin sögu Gilsins, en starfsemin
hefði á árum áður að mestu leyti far-
ið þar fram. Benedikt Elísson, for-
stöðumaður Eimskips á Norður-
landi, sagði félagið styrkja
menningarstarfsemi af ýmsu tagi og
litu forsvarsmenn þess svo á að sem
burðarásar í atvinnulífi bæri þeim
að leggja þessum málaflokki lið.
Styrkirnir
gjörbreyta stöðunni
Guðmundur Árnason, formaður
Gilfélagsins sem stendur að Lista-
sumri, sagði styrkina gjörbreyta
stöðunni, enda yrði í sumar boðið
upp á óvenju veglega og metnaðar-
fulla dagskrá. Alls yrðu í boði 64 við-
burðir en Listasumar stendur yfir í
10 vikur. „Við erum stolt af okkar
dagskrá og væntum þess að bæj-
arbúar og gestir okkar munu vel
njóta,“ sagði Guðmundur en hann
taldi einnig líklegt að margir af þeim
viðburðum sem í boði verða muni
draga að sér gesti til bæjarins.
Valdís Viðarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Gilfélagsins, kynnti
helstu atriði sem í boði verða í sum-
ar, en sem áður sagði verður leiklist-
arhátíðin Jónsmessuleikur 2002 sett
við opnun Listasumars. Um er að
ræða ráðstefnu um samspil áhuga-
leikfélaga og atvinnuleikhúsa og þá
verða í það minnsta 7 leiksýningar
af ýmsum toga í boði. Þátttakendur
eru frá Færeyjum og Finnlandi auk
Íslands og meðal sýninga má nefna
Evu, Grimm, Happy days og brúðu-
leikhús auk þess sem efnt verður til
sýningar í Kjarnaskógi.
Samfelldar sýningar
í 10 vikur
Myndlistasýningar verða óslitið
til ágústloka í Deiglunni og Ketil-
húsinu, alls 12 sýningar. Ferðafurða
stendur nú yfir í Ketilhúsinu og sýn-
ing sem ber yfirskriftina 170xhring-
inn verður opnuð innan skamms í
Deiglunni. Af myndlistarmönnum
sem við sögu koma á Listasumri má
nefna Korpúlfsstaðakonur, Megas,
Joris Rademaker, Ilana Halperin,
Adal Putman, Erling Valgarðsson,
Aðalstein Svan, Bryndísi Kondrup,
Benedikt Lafleur og 10 danska
myndbandslistamenn. Myndlistar-
sýningar sem tengjast Listasumri
verða einnig í Listasafninu á Ak-
ureyri, Samlaginu-Listhúsi, Svart-
fugli, Punktinum, Safnasafninu og
Karólínu. Þá verða viðburðir á
Minjasafninu á Akureyri.
Djassinn dunar vikulega
Djass verður að venju í boði á
fimmtudagskvöldum, en í sumar
troða upp m.a. Jazz Dukes frá
Stokkhólmi, Soul Band, Kvartett
Ómars Guðjónssonar, Tríó Andrés-
ar Þórs Gunnlaugssonar, Andrea
Gylfa og Robin Nolan Tríó, en í
ágúst verður sérstök Django-
djasshátíð haldin. Einn af stærri
viðburðum Listasumars hvað tónlist
varðar eru tónleikar Jóhanns Frið-
geirs Valdimarssonar tenórs, Ólafs
Kjartans Sigurðssonar bassa og
Jónasar Ingimundarsonar píanó, en
þeir verða haldnir 13. júlí. Þá mun
Megas koma fram á tónleikum 20.
júlí.
Bókmenntaunnendur fá einnig
sinn skerf á Listasumri. Ýmsum
skáldum verður gert hátt undir
höfði, ekki síst ungum skáldum sem
eru að stíga sín fyrstu skref. Söng-
dagskrá með sögulegu ívafi um Mar-
lene Dietrich verður 27. júlí en Sif
Ragnhildardóttir söngkona, Arthur
Björgvin Bollason heimspekingur
og Tómas R. Einarsson tónlistar-
maður hafa umsjá með dagskránni.
Listasumri lýkur með uppskeru-
hátíð laugardaginn 31. ágúst en um
verður að ræða þrefalda hátíð þar
sem Listasumar, Akureyrarbær
sem á afmæli 29. ágúst og Miðbæj-
arsamtökin efna til menningarveislu
undir samnefnaranum Menningar-
nótt.
„Við erum stolt af þeirri dagskrá
sem við bjóðum upp á í sumar og ég
er þess fullviss að hún mun vekja at-
hygli og áhuga meðal bæjarbúa og
landsmanna raunar allra,“ sagði
Valdís.
Listasumar á Akureyri haldið í 10. sinn
Óvenju vegleg
og metnaðar-
full dagskrá
Morgunblaðið/Kristján
Benedikt Sigurðarson, stjórnarformaður KEA, Guðmundur Árnason,
formaður Gilfélagsins, og Benedikt Elísson, forstöðumaður Eimskips á
Norðurlandi, undirrita styrktarsamninginn.
NÚ stendur yfir í Galleríi Reykjavík
stuttsýning Bjarna Björgvinssonar.
Verkin sem hann sýnir nefnir
hann Óþrykkt grafík.
Bjarni lauk námi frá myndlist-
ardeild með sérnám í grafík frá
Listaháskóla Íslands árið 2000.
Auk nokkurra einkasýninga hefur
Bjarni tekið þátt í fjölda samsýn-
inga hérlendis og erlendis.
Sýning Bjarna stendur til 19.
júní.
Á sama stað er sýningin Nordic
Network, á skúlptúrverkum ungra
norrænna leirlistamanna.
Nordic Network samanstendur af
átta ungum norrænum leirlista-
mönnum; Anders Ruhwald frá Dan-
mörku, Carolyn Linda Jeans og
Helgu Birgisdóttur frá Íslandi,
Heidi Graungaard frá Noregi, Heidi
Sachmann og Inu Sander Nielsen
frá Danmörku, Ingelu Jonasson frá
Svíþjóð og Ruth Moen frá Noregi.
Sýningin stendur til 26. júní.
Galleríið er opið virka daga frá 12
til 18, laugardaga frá 11 til 16. Lok-
að er á sunnudögum.
Stuttsýning
og norrænir
leirlistamenn
Í SUMAR verða haldin örnámskeið í
tálgun og tóvinnu í Árbæjarsafni og
verður fyrsta námskeiðið í tóvinnu
næstkomandi miðvikudag, hinn 19.
júní.
Daginn eftir, fimmtudaginn 20.
júní, verður síðan námskeið í tálgun.
Hvert námskeið er 3 klst., hefst kl.
13 og lýkur um kl. 16. Námskeiðin
eru tilvalin fyrir foreldra og börn eða
jafnvel afa/ömmu og barnabörnin.
Ætlast er til að börn komi í fylgd
með fullorðnum.
Námskeið í tálg-
un og tóvinnu
KVENNAKÓR Reykjavíkur tók á
dögunum þátt í kórakeppninni Festi-
val of Songs sem haldin var í Olomouc
í Tékklandi í byrjun júní. Árangur
kórsins var með ágætum og hlaut
hann silfurverðlaun í tveimur flokk-
um, í þjóðlagasöng og almennum
kvennakórsöng. Stjórnandi kórsins
er Sigrún Þorgeirsdóttir.
Yfir 200 kórar tóku þátt
„Sú ákvörðun var tekin fyrir
nokkru innan kórsins að það væri
ástæða fyrir okkur að vita hvar við
stæðum gagnvart öðrum kórum og í
hinum alþjóðlega kóraheimi. Íslensk-
ir kórar hafa í auknum mæli tekið
þátt í slíkum keppnum erlendis,“ seg-
ir Sigrún í samtali við Morgunblaðið.
Alþjóðlega kórakeppnin Festival of
Songs sem haldin er í Olomouc í
Tékklandi varð fyrir valinu hjá
Kvennakórnum. Hún er haldin árlega
og fór nú fram í 30. skipti. Alls tóku
tæplega 200 kórar sem komu frá
ýmsum löndum þátt í keppninni.
„Þarna voru alls kyns kórar, allt frá
barnakórum upp í fullorðinskóra, af
öllum stærðum og gerðum, blandaðir
kórar sem eingöngu karla- og
kvennakórar,“ útskýrir Sigrún. „Við
vorum eini kórinn frá norðanverðri
Evrópu, en annars var þjóðerni kór-
anna mjög fjölbreytilegt. Kórinn sem
var lengst að kominn var frá Filipps-
eyjum og var í raun stjarna þessa
móts. Hann hefur fengið á þriðja tug
viðurkenninga um allan heim, á mót-
um sem Íslendingar þekkja vel, til
dæmis í Langollen í Wales. Það var
ekki síður skemmtilegur hluti af því
að fara í keppnina að heyra og sjá
hvað aðrir kórar víðsvegar að eru að
gera.“
Hlutu silfur í
tveimur flokkum
Kvennakór Reykjavíkur keppti í
tveimur flokkum, almennum kvenna-
kóraflokki og þjóðlagaflokki, og hlaut
silfurverðlaun í báðum. Í þessari
keppni er ekki keppt um sæti, heldur
um stig, þannig að margir geta hlotið
sömu verðlaunin. Kórinn hlaut hæst-
an stigafjölda í kvennakóraflokknum.
„Þessi aðferð er mjög skemmtileg
vegna þess að þá skiptir ekki máli
hversu margir keppa í hverjum
flokki. Kvennakórahefðin er almennt
ekki mjög sterk enn, þannig að það er
erfiðara fyrir okkur að finna keppni
með kvennakórum eingöngu. Auk
þess finnst mér meira virði að fá stig
þar sem viðmiðunin er sú sama í öll-
um flokkum. Þannig fáum við raun-
hæfara mat á okkur sem kór,“ segir
Sigrún.
Íslensk sem erlend lög
Kórinn hafði eingöngu íslensk verk
á efnisskrá sinni fyrir keppnina í al-
mennum kvennakórsöng. „Verkin
voru allt frá íslenska þjóðlaginu
Gefðu að móðurmálið mitt til lags sem
Bára Grímsdóttir samdi fyrir okkur
um jólin, Da pacem domine. Auk þess
sungum við Haustvísur til Máríu eftir
Atla Heimi Sveinsson og Spinna
minni eftir Mist Þorkelsdóttur,“ út-
skýrir Sigrún. Í þjóðlagaflokknum
voru lögin sem kórinn söng hinsvegar
frá ýmsum löndum, auk tveggja ís-
lenskra þjóðlaga. „Það var skilyrði að
hver kór í þjóðlagakeppninni syngi að
minnsta kosti eitt þjóðlag frá sínu
landi. Við sungum tvö íslensk lög, auk
þess að syngja eitt þýskt, eitt sænskt
og eitt tékkneskt lag. Við fengum
ábyggilega nokkur stig fyrir að leggja
út í tékkneskuna,“ segir Sigrún
sposk. „Það var mjög skemmtilegt að
fá tækifæri til að syngja á svona
mörgum tungumálum. Þannig gátum
við sýnt meiri breidd í efnisskránni.“
Keppt snemma morguns
Ferðalag kórsins hófst í Prag, þar
sem haldnir voru tónleikar í St. Niku-
lásarkirkju. „Þetta er yndisleg kirkja,
skemmtilegur hljómur og hreinlega
heiður að fá að syngja í slíkum
kirkjum. Þær eru listaverk,“ segir
Sigrún. Auk þess hélt kórinn tónleika
sem haldnir voru á vegum keppninn-
ar, föstudaginn fyrir sjálfan keppn-
isdaginn. „Liðið var vakið snemma á
keppnisdeginum því við áttum að
keppa í fyrri flokknum klukkan tutt-
ugu mínútur yfir níu. Það var því rok-
ið út í göngutúr klukkan sex um
morguninn,“ segir Sigrún og skelli-
hlær. „Úrslitin voru svo kunngjörð
klukkan fjögur og andrúmsloftið var
rafmagnað þar sem um 7.000 manns
komu saman í íþróttahöll. Það var af-
ar sérstök tilfinning að standa þar á
gólfinu og taka við verðlaunum fyrir
hönd kórsins.“
Kvennakór Reykjavíkur meðal þátttakenda í kórakeppni í Tékklandi
Hlutu silfur-
verðlaun í tveim-
ur flokkum
Kvennakór Reykjavíkur á tónleikunum í Olomouc í Tékklandi.
UM langt árabil hefur verið sam-
starf milli nemenda Listaháskóla
Íslands (áður Myndlista- og hand-
íðaskóla Íslands) og Búnaðar-
bankans við Hlemm.
Nemar í Listaháskólanum hafa
sýnt verk sín í útstillingarglugga
bankans sem snýr að Rauðarár-
stíg og eru verk hvers nemanda
til sýnis hverju sinni í tvær vikur.
Árlega, í sérstöku hófi í bank-
anum, eru styrktir tveir lista-
menn og þeir valdir með út-
drætti. Fyrir skömmu var þetta
hóf haldið og voru vinningshafar
í ár báðir að útskrifast með BA-
gráðu frá myndlistardeild
Listaháskóla Íslands, Anna Guð-
mundsdóttir og Rósa E.R. Helga-
dóttir.
Búnaðar-
bankinn
styrkir
listnema
Þorsteinn Ólafs, útibússtjóri Búnaðarbankans við Hlemm, og listakon-
urnar tvær, Rósa E. R. Helgadóttir og Anna Guðmundsdóttir.
♦ ♦ ♦