Morgunblaðið - 16.06.2002, Side 31
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 2002 31
Ísland
Frískandi
freiðivítamín
EINSTÖK KOLAGRILL
Þrískipta
snúningsgrillið
• Úr áli - ryðgar ekki
• Maturinn brennur ekki
• 2 stærðir
Bíldshöfða 12 • 110 Reykjavík • Sími: 577 1515
Verð kr. 29.900.- og 49.900.-
BANDARÍSKAR unglingamynd-
ir dagsins einkennast af gríðarlegri
ofgnótt alls þess sem á að vera eft-
irsóknarvert í lífi vestrænna ung-
linga, og snýst kannski fyrst og
fremst um kynlíf, útlitið og kæru-
leysislegar skemmtanir. Þetta á
mjög sterklega við um gamanmynd-
ina 40 Days and 40 Nights, en hún
lýsir raunum ungs manns sem tekur
þá ákvörðun að fasta á allt sem
tengist kynlífi í fjörutíu daga (og
nætur). Myndin hefur allt til að
bera sem þarf til að laða að unga
bíógesti með buddurnar sínar, snið-
uga fléttu sem fellur vel að þeim
stöðluðu hugmyndum um kynlíf sem
mótaðir og ómótaðir unglingar
þurfa að glíma við. Sætur leikari í
aðalhlutverki og heill hellingur af
sætum og fyrirsætulöguðum stelp-
um sem meira að segja þurfa að
koma naktar fram fyrir myndavél-
ina til að þjóna sögufléttunni. Að-
alpersónan myndarlega, (öðru nafni
Matt) er sem sagt dæmigerður heil-
brigður ungur maður sem reynir að
stríða gegn lögmálum náttúrunnar
með því að neita sér um kynlíf.
Sterk eðlishyggjusjónarmið liggja
fléttunni til grundvallar og hrista
stelpurnar í myndinni góðlátlega
hausinn yfir því hversu erfitt þetta
verkefni reynist nú stráknum.
Sem gamanmynd er 40 Days and
40 Nights reyndar ekkert alslæm,
atburðarásin er skemmtilega
manísk á köflum, og er vel hægt að
skella upp úr yfir hinum ýktu við-
brögðum aðalsöguhetjunnar við
raunum sínum.
Ég gat hins vegar ekki betur séð
en að eldraunin hafi endað með því
að Matt greyinu var nauðgað, án
þess að nokkur gæfi því atviki nán-
ari gaum, hvað þá þolandinn sjálfur.
Það er líklega í þessu undarlega og
asnalega atviki í lok myndarinnar,
sem hin takmörkuðu viðhorf mynd-
arinnar til kynlífs birtast hvað skýr-
ast, en sú hugsun virðist ekki hafa
rúmað möguleikann á því að ungur
karlmaður tæki því öðru vísi en feg-
ins hendi að vera misnotaður kyn-
ferðislega af konu.
KVIKMYNDIR
Laugarásbíó,
Sambíóin Álfabakka
Leikstjóri: Michael Lehmann. Handrit:
Rob Perez. Aðalhlutverk: Josh Hartnett,
Shannyn Sossamon, Vinessa Shaw,
Paulo Costanzo. Sýningartími: 94.
Bandaríkin. Miramax Films, 2002.
40 DAYS AND 40 NIGHTS
(40 DAGAR OG NÆTUR) Hrapal-
leg örlög
Heiða Jóhannsdóttir
REKTOR Listaháskóla
Íslands hefur ráðið
Guðmund Odd Magn-
ússon, grafískan hönn-
uð, í starf prófessors í
grafískri hönnun við
hönnunardeild skól-
ans. Tveir umsækj-
endur voru um starfið
og voru báðir dæmdir
hæfir til að gegna
starfinu að mati sér-
skipaðrar dómnefnd-
ar.
Guðmundur Oddur
stundaði listnám við
nýlistadeild Myndlista-
og handíðaskóla Ís-
lands 1976–80 og lauk Diploma in
Graphic Design við Emily Carr Col-
lege of Art and Design í Vancouver
1989. Síðan 1992 hefur hann starf-
að sjálfstætt sem grafískur hönn-
uður auk þess að sinna kennslu- og
stjórnunarstörfum á sviði hönn-
unar við Myndlistarskólann á Ak-
ureyri og Myndlista- og handíða-
skóla Íslands. Guðmundur hefur
starfað sem umsjónarkennari graf-
ískrar hönnunar við Listaháskóla
Íslands frá stofnun hans 1999.
„Guðmundur Oddur
hefur verið mik-
ilvirkur á sviði mynd-
listar og hönnunar um
langt skeið, unnið að
fjölbreyttum verk-
efnum fyrir mikils-
virtar menning-
arstofnanir og birt
eigin verk í yfirlits-
ritum um grafíska
hönnun, auk þess að
hafa tekið þátt í sam-
sýningum og haldið
einkasýningar á
myndlist sinni. Hann
hefur stundað rann-
sóknir á sínu sviði og
birt niðurstöður þeirra í greinum
um hönnun og myndlist á opinber-
um vettvangi. Í álitsgerð dóm-
nefndar er sérstaklega tekið fram
að hann hafi sýnt ótvíræða hæfi-
leika til að miðla þekkingu sinni á
grafískri hönnun og hönnunarsögu,
jafnt til fagfólks og almennings. Þá
hefur Guðmundur Oddur komið að
stofnun og rekstri ýmissa menning-
armiðstöðva og setið í stjórnum
listastofnana og félaga,“ segir í
frétt frá Listaháskólanum.
Guðmundur Oddur
Magnússon
Ráðinn prófessor
í grafískri hönnun
Hafnarborg: Kvartett Kára Árna-
sonar heldur tónleika. Dagskráin er
tileinkuð fjórum íslenskum jazz-
tónskáldum, þeim Tómasi R. Ein-
arssyni, Sigurði Flosasyni, Pétri
Grétarssyni og Andrési Þór Gunn-
laugssyni.
Kvartettinn skipa: Sigurður Flosa-
son (saxófón), Ómar Guðjónsson (raf-
gítar), Þorgrímur Jónsson (kontra-
bassi) og Kári Árnason (trommur).
Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 í aðal-
sal Hafnarborgar. Aðgangur kostar
800 kr. en elli- og örorkulífeyrisþegar
fá helmings afslátt.
Salur FÍH: Hornleikarafélag Íslands
heldur tónleika kl. 15. Þar munu
leika ýmsir hópar hornleikara, stórir
og smáir, atvinnumenn og nemend-
ur. Að venju verður efnt til fjölda-
samleiks í lok tónleikanna. Aðgangur
er ókeypis og öllum heimill.
Þeim sem vilja taka þátt í samblæstri
í lokin er boðið að koma kl. 14 til æf-
inga og upphitunar.
Íþróttahúsið Reykjahlíð: Hátíðar-
tónleikar Menningarhátíðar Mý-
vatnssveitar verða kl. 16. Fram koma
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, 80
manna kór úr Þingeyjarsýslu ásamt
Kammerkór Norðurlands. Einnig
Ásgeir H. Steingrímsson trompet-
leikari, Margrét Bóasdóttir sópran,
Sigrún Arngrímsdóttir mezzosópran,
Óskar Pétursson tenór og Benedikt
Ingólfsson bassi. Stjórnandi er Guð-
mundur Óli Gunnarsson.
Nýlistasafnið: Tumi Magnússon,
myndlistarmaður, veitir leiðsögn um
sýningu Aernout Miks sem stendur
yfir um þessar mundir.
Leiðsögnin hefst kl. 14 og er sýn-
ingin, samkvæmt fréttatilkynningu,
æði sérstæð og Mik einn af þekkt-
ustu myndlistarmönnum samtímans.
Nýlistasafnið er opið miðvikud.–
sunnud. frá kl. 13–17 og er aðgangur
ókeypis.
Í DAG
Á þjóðlagahátíðinni á
Siglufirði 1.–7. júlí held-
ur Ása Ketilsdóttir á
Laugalandi við Djúp
ásamt Sigríði Pálma-
dóttur lektor við KHÍ
tvö tveggja daga nám-
skeið í barnagælum og
þulum.
Ása ólst upp á Ytra-
Fjalli í Aðaldal í S-
Þingeyjarsýslu og
kynntist þar miklu ríki-
dæmi tónlistar. Hún er
afar minnug á lög og
kvæði. Fyrir fáum ár-
um kvað hún barnagæl-
ur og þulur inn á bönd
fyrir Stofnun Árna Magnússonar og
telur það efni rúmar sex klukku-
stundir. Þær stöllur Ása og Sigríður
héldu samskonar nám-
skeið á Þjóðlagahátíð-
inni á Siglufirði sumar-
ið 2000 og sóttu það um
20 nemendur víðs veg-
ar að af landinu. Nám-
skeiðið hentar einkum
grunnskólakennurum,
leikskólakennurum og
ekki síst foreldrum.
Sigríður Pálmadóttir
hefur skráð lögin sem
Ása hefur geymt í
minni sér og byggist
námskeiðið á þeirri
vinnu.
Þulurnar einkennast
af mikilli orðkynngi og
slyngu rími, þar koma jafnt riddarar
sem ókindur við sögu og gamanið er
sjaldnast langt undan.
Námskeið í barna-
gælum og þulum
Ása Ketilsdóttir
HAFNAR eru fornleifarannsóknir á
Þingvöllum á vegum Fornleifastofn-
unar Íslands. Um er að ræða for-
könnun, en hún er liður í umfangs-
miklum rannsóknum á þingsvæðinu
á Þingvöllum og á völdum vorþings-
töðum víðs vegar um landið. Frum-
rannsóknum lýkur í júnímánuði á
þessu ári, en heildarrannsóknin mun
taka 5–6 ár. Upplýsingar um þing-
haldið og sögu Þingvalla hafa til
þessa verið að mestu leyti byggðar á
rituðum heimildum. Skipulagður
uppgröftur hefur ekki farið fram á
þingstöðum til þessa, en nú verður
látið reyna á hvaða fróðleik megi lesa
úr sjálfum minjunum um þinghald til
forna
Mælt og kortlagt
Markmið rannsóknanna er að leita
svara við nokkrum grundvallar-
spurningum varðandi þinghaldið,
t.d. um skipulag þingstaða, gerð og
lögun þingbúða og annarra mann-
virkja, aldur þeirra o.s.frv. Á næstu
árum verða allir vorþingstaðir
mældir upp og kortlagðir. Þegar nið-
urstöður yfirborðsathugana liggja
fyrir verða nokkrir vorþingstaðir
valdir til frekari rannsókna með upp-
greftri. Verkefninu stjórna Adolf
Friðriksson forstöðumaður Forn-
leifastofnunar og Sigurður Líndal
prófessor. Verkið er unnið í sam-
starfi við Þingvallanefnd, Þjóðminja-
safn, Háskóla Íslands, Bradford--
háskóla og Hið íslenska bók-
menntafélag.
Verkefnið er styrkt af Kristnihá-
tíðarsjóði.
Fornleifa-
rannsóknir
á Þing-
völlum
ÁSTRALINN Francis Firebrace
mun halda námskeið undir heitinu
Framandi heimur – stefnumót við
frumbyggja í samvinnu við Kram-
húsið. Námskeiðin eru ætluð börn-
um á aldrinum 5 til 10 ára og verða
haldin 18. til 20. júní.
Francis Firebrace hefur farið vítt
og breitt um heiminn sl. 16 ár og
kynnt menningu frumbyggja Ástral-
íu. Á ferðum sínum hefur hann vakið
athygli fyrir myndlist sína og sagna-
list en ekki síst fyrir starf sitt með
börnum víðsvegar um heiminn.
Francis mun leiða börnin inn í heim
frumbyggjanna í formi myndlistar,
tónlistar, sagnalistar og dans.
Tónlistarmaðurinn Buzby aðstoð-
ar Francis á námskeiðinu og kennir
börnunum m.a. að búa til sitt eigið
didgeridoo og leika á það. Did-
geridoo er hið þekkta blásturshljóð-
færi sem er orðið tákn fyrir menn-
ingu frumbyggja Ástralíu.
Námskeið fyrir börn um
frumbyggja Ástralíu