Morgunblaðið - 16.06.2002, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
16. júní 1992: „Síðastliðinn
föstudag skýrði forstjóri
ferðaskrifstofunnar Flug-
ferða-Sólarflugs samgöngu-
ráðuneytinu frá því, að fyr-
irtækið gæti ekki staðið við
skuldbindingar gagnvart far-
þegum og hefði hætt starf-
semi frá og með þeim degi.
Sama dag afturkallaði ráðu-
neytið ferðaskrifstofuleyfi
fyrirtækisins. Þessar fréttir
komu eins og reiðarslag yfir
mörg hundruð viðskiptavini
fyrirtækisins.“
. . . . . . . . . .
16. júní 1982: „Herlið Argent-
ínumanna, sem lagði Falk-
landseyjar undir sig 2. apríl,
gafst upp fyrir breska land-
gönguliðinu í Port Stanley á
miðnætti aðfaranótt 15. júní
að íslenskum tíma. Bretar
unnu því sigur á Falklands-
eyjum og luku þar með ein-
hverri frækilegustu herför,
sem farin hefur verið á síðari
tímum. Frá upphafi hefur
breska ríkisstjórnin haldið því
fram, að í þessari deilu væri
ekki aðeins sjálfsákvörð-
unarréttur Falklendinga í
húfi heldur það grundvall-
aratriði, að innrás í annað
land og töku þess með her-
valdi verði að svara með her-
valdi, ef allt annað þrýtur.
Árásaraðilinn hefur nú tapað
á vígvellinum. Herför Breta
hefur sýnt, að þeir búa yfir
miklu afli, og þeir geta beitt
því með árangursríkum hætti
við hinar erfiðustu aðstæður.“
16. júní 1972: „Stúdenta-
blaðið hefur komið út um
hálfrar aldar skeið. Á þessum
tíma hefur það verið vett-
vangur margvíslegra og at-
hyglisverðra skoðanaskipta
um málefni stúdenta, Háskól-
ans og þjóðarinnar í heild.
Eins og gengur hefur þetta
framlag verið mismunandi á
þessum tíma, – stundum hef-
ur verið bryddað þar á merki-
legum nýjungum, sem til
framfara hafa horft, stundum
hefur vegur blaðsins verið
minni. Vafalaust er þó, að
lengst af hafa a.m.k. þeir,
sem að útgáfu Stúdentablaðs-
ins hafa staðið, reynt að haga
henni þannig, að hún mætti
verða stúdentum til nokkurs
sóma.“
Fory s tugre inar Morgunb laðs ins
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
S
ígaunar eiga sér sennilega um
500 ára sögu í Evrópu og er
almennt talið að þeir hafi
komið þangað frá Indlandi á
fjórtándu öld. Kúgun og of-
sóknir fylgdu í kjölfarið og í
Rúmeníu bjuggu þeir við
þrældóm fram á nítjándu öld.
Annars staðar í Evrópu sættu þeir ofsóknum
og voru gerðir brottrækir. Í heimsstyrjöldinni
síðari gerðu nasistar markvissa atlögu að sí-
gaunum og er talið að rúmlega hálf milljón sí-
gauna hafi látið lífið í útrýmingarherferðinni á
hendur þeim. Tilraunum til að útrýma sígaun-
um linnti eftir að stríðinu lauk, en þegar
kommúnistastjórnir tóku völdin í Austur- og
Mið-Evrópu eftir 1945 var hafist handa við að
þurrka út sérkenni þeirra og laga þá að hinu
viðtekna þjóðfélagsmynstri. Kapp var lagt á að
binda enda á flakk sígauna og uppræta hug-
myndir um þjóðareinkenni. Sígaunar voru
neyddir til að hætta flökkulífi og setjast að, en
einnig var gripið til annarra ráða, sem báru
því vitni að litið var á sígauna sem úrkynjaðan
þjóðflokk. Þeir voru látnir ganga í sérstaka
skóla og konur úr þeirra röðum voru gerðar
ófrjóar. Í Slóvakíu, Tékklandi og Ungverja-
landi eru sígaunabörn enn send í „sérskóla“
fyrir „þroskaheft“ börn og fá því aðeins ann-
ars flokks menntun. Í borginni Ostrava í
Tékklandi eru sígaunabörn til dæmis helm-
ingur nemenda í sérskólum þótt þau séu að-
eins fimm af hundraði barna á skólaaldri í
borginni. Um 75 af hundraði sígaunabarna í
Tékklandi eru send í sérskóla. Í Tékklandi er
sígaunum einnig iðulega mismunað á öðrum
sviðum og neitað um húsnæði, vinnu, aðgang
að veitingastöðum og knæpum og meira að
segja heilsugæslu. Talið er að sígaunar fái
þyngri refsingar en aðrir í löndum Austur- og
Mið-Evrópu, en erfitt er að fá opinberar tölur
um refsingar, ekki síst vegna þess að sígaunar
eru sjálfir andvígir því að vera skráðir eftir
uppruna, minnugir þess að slíkar skrár hafa
fyrr á tímum verið notaðar til að ofsækja þá.
Talið er að sígaunar í Evrópu séu um þessar
mundir á milli átta og tíu milljónir og þeir eru
stærsti minnihlutahópur í Evrópu. Í íslensku
er orðið sígauni notað, en sjálfir kalla þeir sig
róma eða rómana og er það heiti dregið af orð-
inu rom, sem eru úr sanskrít og merkir maður.
Réttarstaða þeirra hefur verið að breytast til
batnaðar á undanförnum áratug, en fordómar
eru enn allsráðandi. Vissulega eru sígaunar
þekktir fyrir að vera miklir dansarar og tónlist
sína, sem Íslendingar fengu að heyra þegar
hljómsveitin Taraf de Haidouks lék hér á
Listahátíð. Það er hins vegar mun útbreiddara
viðhorf að þeir séu lygarar, þjófar og svika-
hrappar. James A. Goldston, aðstoðarstjórn-
andi stofnunar, sem tengist réttindamiðstöð sí-
gauna í Evrópu, fjallaði nýlega um stöðu
sígauna í grein þar sem hann heldur því fram
að í Evrópu samtímans séu neikvæðar ímyndir
af sígaunum allsráðandi. Þær gagnsýri sögur,
sem sagðar eru börnum og um þá gangi hvers
kyns flökkusögur. Fólk hiki ekki við að láta
fordóma sína gegn sígaunum í ljósi í almenn-
um samræðum og segi setningar á borð við
„þeim er ekki treystandi“ og „ég kann ekki við
þá“ án þess að blikna. Goldston er þeirrar
hyggju að hin neikvæða ímynd sé svo rótgróin
að meira að segja mannréttindafrömuðir hafi
tilhneigingu til að draga úr umfangi ofsókna á
hendur sígaunum og segi að þeir beri sjálfir
sök á vandamálum sínum.
„Allir [sígaun-
ar] ættu að
vera settir
í fangelsi“
Þótt réttindi sígauna
hafi víða verið bætt í
fyrrverandi komm-
únistaríkjum Austur-
og Mið-Evrópu, ekki
síst vegna þess að
þau þurfa að bæta
sig í þessum efnum til að laga sig að siðum
Evrópusambandsins og greiða fyrir inngöngu,
fara viðhorfin ekkert á milli mála. Goldston
rekur í grein sinni ýmis dæmi um það og
bendir á að þau séu ekki eingöngu tekin af út-
jaðri stjórnmálanna. Rúmenski þingmaðurinn
Vadim Tudor, sem fékk rúmlega fjórðung at-
kvæða í forsetakosningunum árið 2000, dró
ekki undan þegar hann sagði: „Við höfum ekki
áhuga á því, sem sígaunar vilja. Allir [sígaun-
ar] ættu að vera settir í fangelsi. Það er engin
önnur lausn.“
Aðlögunarferlið að Evrópusambandinu hef-
ur einnig gert það að verkum að sígaunar eru
gerðir að blórabögglum í ríkjum Austur- og
Mið-Evrópu, meðal annars vegna þess að
sígaunar hafa verið að sækja um hæli í Vestur-
Evrópu og gagnrýni frá Evrópusambandinu
vegna stöðu þeirra. Fyrir tveimur árum kvart-
aði þáverandi utanríkisráðherra Rúmeníu und-
an því að „nokkur þúsund sígaunar…kæmu í
veg fyrir að landið kæmist af svarta lista Evr-
ópusambandsins“. Árið 2000 sótti hópur
sígauna frá þorpinu Zamoly í Ungverjalandi
um hæli í Frakklandi og sagði þá ungverskur
embættismaður að þeir hefðu „farið úr landi til
að koma óorði á Ungverjaland“. Bæjarstjóri
nágrannabæjar var beinskeyttari: „Sígaunarn-
ir frá Zamoly eiga ekki heima meðal manna.
Rétt eins og í dýraríkinu þarf að úthýsa afæt-
um.“ Því má bæta við að Frakkar hafa veitt
rúmlega tuttugu sígaunanna frá Zamoly hæli.
Andúð á sígaunum er ekki aðeins að finna í
þeim ríkjum, sem nú vilja komast inn í Evr-
ópusambandið. Evrópusambandsríkin hafa
einnig þurft að glíma við fordóma í garð þeirra
og hefur verið bent á mismunun á Ítalíu,
Grikklandi, Þýskalandi, Spáni og Írlandi, svo
eitthvað sé nefnt.
Undanfarnar vikur hefur verið nokkur
straumur sígauna frá Rúmeníu, Búlgaríu og
Slóvakíu til Norðurlandanna. Í maí komu til
dæmis 500 sígaunar til Svíþjóðar og 200 sí-
gaunar til Finnlands og sóttu þar um hæli. Ís-
land hefur ekki farið varhluta af þessum
straumi. Síðari hluta maí kom hingað sautján
manna hópur frá Rúmeníu og sótti um póli-
tískt hæli, en dró síðan umsókn sína til baka.
Að sögn lögreglu hætti fólkið við þar sem það
vildi ekki hætta á að verða neitað um hæli og
þar með vísað úr landi vegna þess að það gæti
leitt til endurkomubanns, sem gilti á öllu
Schengen-svæðinu. Það er ekki sjálfgefið að
veita eigi sígaunum hæli og í nágrannaríkj-
unum er stíf fyrirstaða. „Líkurnar á því að
þeir fái hæli í Svíþjóð eru nánast engar,“ sagði
sænskur embættismaður þegar sígaunarnir
komu þangað í maí. Á hinn bóginn fer ekki á
milli mála að í ríkjum Austur- og Mið-Evrópu
búa sígaunar við mismunun og jafnvel ofsóknir
og við það verður ekki unað.
Innflytjendur
og stækkun
Evrópusam-
bandsins
Málefni sígauna eru
hluti af mun stærra
máli, sem nú virðist
vera að valda
ákveðnum straum-
hvörfum í evrópskum
stjórnmálum og gæti
leitt til þess að eimreið Evrópustækkunar-
innar missi kraft. Eins og fram kemur í frétta-
skýringu í þessu tölublaði Morgunblaðsins er
einkum þrennt, sem skapar óvissu um stækk-
un Evrópusambandsins í austur. Þar má í
fyrsta lagi taka að aðildarríkjum ESB og um-
sóknarríkjunum hefur ekki tekist að úkljá deil-
ur um fjárhagslegar hliðar stækkunarinnar og
er þar einkum átt við þeir gríðarlegu fjár-
hæðir, sem ESB veitir í formi styrkja til
bænda og fátækra svæða innan sambandsins. Í
öðru lagi er um að ræða breytta pólitíska
stöðu, sem meðal annars enduspeglast í upp-
gangi flokka í Vestur-Evrópu, sem eru andvíg-
ir núverandi stefnu í málefnum innflytjenda.
Þriðja atriðið er hvaða staða muni koma upp
felli Írar Nice-samninginn öðru sinni. Um
þessi mál hefur verið fjallað bæði í vikuritinu
The Economist og dagblaðinu Financial Times
upp á síðkastið. Günter Verheugen, sem fer
með stækkunarmálin innan framkvæmda-
stjórnar Evrópusambandsins, hefur sagt að
hann geri sér grein fyrir því að stækkunarferl-
ið geti verið í vanda og vofa þjóðernishyggj-
unnar eigi þar hlut að máli. Öfgahreyfingar
hafa átt nokkurri velgengni að fagna upp á
síðkastið. Mesta athygli vakti árangur Jean
Marie Le Pens, sem komst í aðra umferð for-
setakosninganna í Frakklandi, en einnig má
nefna flokk Pims Fortuyns í Hollandi, Jörg
Haider í Austurríki og Umberto Bossi á Ítalíu.
Meðal þeirra er það sjónarmið viðtekið að það
sé of dýrt að stækka Evrópusambandið og að
auki muni það leiða til aukins straums innflytj-
enda þegar nær væri að stöðva hann. Le Pen
hefur á stefnuskrá sinni að segja Frakkland úr
Evrópusambandinu.
Í umsóknar-
ríkjunum yrði
litið á tafir
sem svik
„Það væri hryllilega
rangt að greina mál-
ið þannig að fyrst
hreyfingar lýðskrum-
ara í Evrópu hafi
notað stækkun ESB
sem tæki til að skapa
ótta og óöryggi eigi að stöðva hana,“ segir
Verheugen í Financial Times. Hann bætir við
að það geti haft „hræðilegar“ afleiðingar að
höfða til öfgasjónarmiða með því að draga
ÞJÓÐHÁTÍÐ
Fyrir rúmum 100 árum vorualdamótaskáldin ekki hræddvið að hefja landið sjálft,
þjóðina, sögu hennar, tungu og
menningararfleifð til vegs í ljóðum
sínum. Þau ljóð voru þjóðinni inn-
blástur á lokastigum sjálfstæðis-
baráttunnar og langt fram eftir 20.
öldinni. Í brjósti þeirra Íslendinga,
sem voru saman komnir á Þingvöll-
um 17. júní 1944, var sterk þjóðern-
iskennd. Í ítrekuðum átökum við
Breta um yfirráð yfir fiskveiðilög-
sögunni frá 1952 til 1975, eða í tæp-
an aldarfjórðung, birtist þessi sama
þjóðerniskennd með sterkum hætti.
Hún var einnig til staðar, þegar 60-
menningarnir svonefndu mótmæltu
útbreiðslu bandarísks sjónvarps á
Íslandi á Viðreisnaráratugnum.
Eftir að allir sigrar höfðu verið
unnir í sjálfstæðisbaráttu íslenzku
þjóðarinnar á seinni hluta 19. aldar
og fram á síðari hluta 20. aldar fór
að bera á þeirri skoðun, að þjóðern-
iskennd væri vond og neikvæð. Því
var jafnvel haldið fram, að þjóðrík-
ið væri að hverfa. Fólk í hinum ein-
stöku Evrópulöndum t.d. mundi líta
á sig sem Evrópubúa, ekki Frakka,
Þjóðverja, Spánverja o.s.frv.
Að einhverju leyti á viss andúð á
þjóðerniskennd á síðustu áratugum
rætur að rekja til öfgahreyfinga í
stjórnmálum, sem hafa notfært sér
hana og afskræmt á alla vegu, gefið
henni neikvæða merkingu, notað
hana til niðurrifs en ekki uppbygg-
ingar.
Að öðru leyti hefur aukin þekk-
ing Íslendinga á öðrum þjóðum
orðið til þess að draga úr eða milda
þjóðerniskenndina í brjósti okkar.
Stórir hópar ungs fólks hafa stund-
að nám í öðrum löndum og búið þar
um árabil. Þetta unga fólk hefur
kynnzt því, að aðrar þjóðir eiga sér
ekki síður merkilega sögu, tungu
og menningu en við. Þessi aukna
þekking hefur orðið til þess að
draga úr þeim neikvæðu þáttum
þjóðerniskenndar að eigin þjóð sé
betri og merkilegri en önnur. Þessi
viðhorfsbreyting er af hinu góða.
Það er áreiðanlega mikið til í
þeim kenningum Guðmundar Hálf-
dánarsonar, að þjóðarvitund Ís-
lendinga tengist nú meir landinu
sjálfu og náttúru þess en sögu okk-
ar og menningararfleifð. Kannski
er réttara að orða það á þann veg,
að meira jafnvægi sé á milli tilfinn-
inga fólks til landsins annars vegar
og sögulegrar arfleifðar okkar hins
vegar.
Sveiflur í sjónarmiðum og skoð-
unum af þessu tagi leita alltaf jafn-
vægis á nýjan leik. Það á líka við
um afstöðu fólks til þjóðernis-
kenndar.
Jákvæð og uppbyggileg þjóðern-
iskennd, sem byggist á sterkri til-
finningu fyrir landinu sjálfu, sögu
þjóðar okkar, stolti yfir menningar-
arfleifð okkar og bjartsýni um að
okkur muni takast að varðveita sér-
stæða tungu okkar og menningu er
af hinu góða. Þá jákvæðu kennd
eigum við að rækta með börnum
okkar og barnabörnum. Hún mun
auðvelda Íslendingum að tryggja
sjálfstæði þjóðarinnar og sérstöðu
á tímum mikilla umbreytinga.
Fyrir viku birtist athyglisvert
viðtal hér í blaðinu við þýzkan
þingmann á Evrópuþinginu. Hann
sagðist ekki líta á sig sem Þjóð-
verja heldur Bæjara. Um alla Evr-
ópu eru einstök þjóðarbrot að und-
irstrika sérstöðu sína og
séreinkenni. Í því felst ekki þjóð-
rembingur af neinu tagi heldur
stuðlar það að fjölbreytileika álf-
unnar.
Það hefur engin breyting orðið á
þeim veruleika, nema síður sé, að
við Íslendingar þurfum á öllu að
halda til þess að varðveita tungu
okkar og menningu frammi fyrir
holskeflum alþjóðlegra menningar-
áhrifa. Í þeim efnum skerum við
okkur ekki úr heldur erum við að
leggja áherzlu á það sama og allar
Evrópuþjóðir og einstök þjóðarbrot
innan Evrópu leggja einna mest
upp úr nú um stundir.
Morgunblaðið flytur lesendum
sínum árnaðaróskir í tilefni af
þjóðhátíðardeginum, 17. júní, á
morgun.