Morgunblaðið - 16.06.2002, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 2002 33
stækkunina á langinn. Því fylgi einnig sú
hætta að gagnrýnendum Evrópusambandsins í
löndunum, sem vilja ganga í það, vaxi fiskur
um hrygg og þeir geti sagt að nú sé komið í
ljós það, sem alltaf hafi verið vitað, að Evrópu-
sambandið hafi engan áhuga á þessum ríkjum,
vilji bara fá markaðina þeirra. „Það yrði ekki
aðeins litið á allar tafir af pólitískum ástæðum
sem svik,“ segir hann. „Það myndi eyðileggja
vonir þessara landa.“
Verheugen er þess fullviss að það sé út í
hött að ætla að stækkun ESB muni leiða til
þess að innflytjendur flæði yfir Vestur-Evr-
ópu. Ein ástæðan fyrir því sé sú að bein erlend
fjárfesting í nýju aðildarríkjunum myndi
aukast verulega eftir að þau gengju í Evrópu-
sambandið. Sameiginlegir staðlar og grund-
völlur reglugerða ásamt opnum landamærum
fyrir viðskipti á markaði með 500 milljónum
neytenda muni verða fjárfestum hvatning til
að horfa austur á bóginn á komandi árum.
Hann heldur því fram að með því að loka dyr-
unum á stækkun myndu líkurnar á því aukast
að af stað færu stjórnlausir fólksflutningar.
Óttinn við innflytjendur hefur þegar haft áhrif
á stækkunarferlið. Þjóðverjar og Austurrík-
ismenn þrýstu mjög á að takmarkanir yrðu
lagðar við frjálsu flæði vinnuafls eftir stækk-
un. Vegna þessa þrýstings lagði framkvæmda-
stjórnin fram tillögu um að takmarka megi
frjálst flæði vinnuafls í allt að fimm ár eftir
inngöngu og í fyrra samþykktu aðildarríkin
hana. Þýsk stjórnvöld voru meðal annars að
horfa til þess hvaða áhrif óttinn við bylgju inn-
flytjenda í kjölfar stækkunarinnar myndi hafa
á kjósendur í kosningunum, sem haldnar verða
í september, þegar þrýst var á um þessar tak-
markanir.
Pólitísk sinnaskipti í Evrópu koma ekki að-
eins fram í því að öfgamenn hafi fengið aukinn
byr undanfarið. Hægri sveifla er greinileg í
álfunni, hvort sem litið er á árangur hægri
manna undir forystu Jacques Chiracs í Frakk-
landi eða Berlusconis á Ítalíu. Þá er staða Ger-
hards Schröders, kanslara Þýskalands, alls
ekki örugg og gæti vel farið svo að hann tap-
aði í kosningunum eftir rúma þrjá mánuði.
Schröder hefur reyndar talsvert forskot á Ed-
mund Stäuber, kanslaraefni kristilegu flokk-
anna, þegar spurt er í skoðanakönnunum hver
eigi að verða kanslari, en sósíaldemókratar,
flokkur Schröders, hafa minna fylgi en kristi-
legu flokkarnir CDU og CSU, ef marka má
könnun, sem var gerð dagana 10. til 13. júní og
birtist á heimasíðu vikuritsins Der Spiegel.
Samkvæmt könnuninni gætu sósíaldemókratar
og græningjar, sem nú eru við völd, ekki
myndað meirihluta, en það yrði frjálsum
demókrötum og kristilegu flokkunum hins
vegar kleift. Það er því ekki óhugsandi, án
þess að um það sé hægt að fullyrða, að í haust
verði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands,
orðinn frekar einmana fulltrúi vinstri vængj-
arins í hópi Evrópuleiðtoga.
Ráðleysið á
miðjunni veitir
öfgaöflunum
sóknarfæri
Það er hins vegar
greinilegt að kjós-
endur í Evrópu eru
ekki sáttir við það
hvernig vinstri flokk-
arnir, sem fyrir
nokkrum árum virt-
ust hafa hrifsað til sín frumkvæðið með því að
færa sig til hægri, hafa staðið sig. Ein ástæðan
fyrir þessu er sú að meðal almennings fer sú
tilfinning vaxandi að stjórnvöld ráði ekki við
ástandið, sem versni jafnt og þétt. Innflytj-
endur flæði yfir Evrópu án þess að lagast að
þeirri menningu, sem fyrir er. Þetta fólk taki
bæði vinnu frá þeim, sem fyrir eru, en myndi
einnig nýja undirstétt, sem þrífist á glæpum
og leggist á velferðarkerfið. Í forsetakosning-
unum í Frakklandi var umræðan um glæpi
mjög ofarlega á baugi og veittist Chirac ítrek-
að að Lionel Jospin, andstæðingi sínum, fyrir
að hafa sem forsætisráðherra ekki ráðið við
glæpaölduna, sem gengið hefði yfir Frakkland.
Undirliggjandi var ávallt forsenda þess að
glæpir væru að færast í vöxt: útlendingarnir.
Þessi málflutningur hefur án efa spilað upp í
hendurnar á öfgamanninum Le Pen, en kom
Chirac vitaskuld einnig til góða.
Fylgið við öfgahreyfingar lýðskrumara má
fyrst og fremst rekja til þess að hinir hefð-
bundnu flokkar hafa staðið ráðlausir frammi
fyrir þeim vanda, sem hefur verið að hlaðast
upp vegna innflytjenda. Margir hafa bent á að
þótt lausnir öfgamannanna séu óviðunandi fari
ekki á milli mála að þeir séu að fjalla um
vandamál, sem brenni á almenningi. Á meðan
hefðbundnu flokkarnir séu ófærir um að taka á
þeim muni lýðskrumararnir geta gert sér mat
úr því. Balkanskaginn er besta dæmið um það
hversu langt lýðskrumarar geta náð með því
að kynda undir öfgum og hatri. Slík hætta er
vitaskuld ekki fyrir hendi í Vestur-Evrópu. Á
seinni hluta síðustu aldar komu fram reglu-
bundnar öfgasveiflur, sem ávallt hjöðnuðu.
Hins vegar er ákveðin hætta fólgin í því að
hinir hefðbundnu flokkar grípi til þess ráðs að
tileinka sér málflutning lýðskrumaranna að
einhverju leyti til þess að ná til þeirra kjós-
enda, sem annars kynnu að kjósa öfgarnar.
Það er að mörgu leyti eðlilegt að nýjar hug-
myndir síist inn á miðju stjórnmálanna af jaðr-
inum. Málstaður umhverfissinna þótti til dæm-
is lengi vel bera öfgum vitni, en nú þykja þau
sjónarmið sjálfsögð, sem áður þóttu fráleit. En
það er ekkert sjálfsagt við það að sjónarmið
fordóma og öfga eigi greiða leið inn á miðjuna
og eitri þannig umræðuna og heilu samfélögin.
Það er of snemmt að segja til um hvaða
áhrif þetta muni hafa á stækkunarferli Evr-
ópusambandsins. Ýmsir þykjast hins vegar
hafa tekið eftir því að óvenju hljótt sé um
stuðning við stækkun í málflutningi stjórn-
málamanna í aðildarríkjunum. Pat Cox, forseti
Evrópuþingsins, segir í Financial Times að lít-
ið heyrist til stuðnings stækkunar um þessar
mundir: „Það eru miklar áhyggjur vegna fjöl-
miðlaþagnarinnar og hins algera skorts á sýni-
leika stjórnmálamanna í aðildarríkjunum 15.
Nú er tíminn til að taka erfiðar pólitískar
ákvarðanir, en nánast ekkert aðildarríkjanna
hefur gert neitt til að undirbúa almenning.“
Það er margt til í þeirri fullyrðingu Verheu-
gens að þegar til lengri tíma er litið myndi
innflytjendavandinn aðeins færast í aukana ef
ríki Austur- og Mið-Evrópu kæmust ekki inn í
Evrópusambandið. Ef horft er á hið sögulega
samhengi má segja að þessi ríki hafi verið skil-
in eftir þegar járntjaldið var dregið þvert í
gegnum Evrópu eftir heimsstyrjöldina síðari
og þau urðu eftir á áhrifasvæði Sovétríkjanna
sálugu. Á meðan Vestur-Evrópa dafnaði
drabbaðist allt niður austan járntjaldsins. Það
væri kaldhæðnislegt þegar járntjaldið er kom-
ið á ruslahauga sögunnar ef reist yrði ný víg-
girðing, sem fyrst og fremst myndi þjóna þeim
tilgangi að vernda hina ríku fyrir hinum fá-
tæku. Það gefur auga leið að fljótlegasta leiðin
til að skapa þessum ríkjum sömu skilyrði og
ríkjum vestar í Evrópu er að þau fái aðild að
ESB. Vestur-Evrópa fékk á sínum tíma Mar-
shall-aðstoðina frá Bandaríkjunum, en framlag
Sovétríkjanna til Austur-Evrópu myndi seint
flokkast undir aðstoð. Með því að hleypa þess-
um ríkjum inn myndi Evrópusambandið renna
stoðum undir heilbrigða lýðræðisþróun í Aust-
ur- og Mið-Evrópu, en með því að loka á þau
væri verið að hella vatni á myllu þeirra afla,
sem síst skyldi. Afla öfga, fordóma og forpok-
unar. Nú fara áhugaverðir tímar í hönd í evr-
ópskum stjórnmálum og það hvernig haldið
verður á spöðunum á næstu mánuðum og
misserum mun geta haft afgerandi áhrif á
mörgum sviðum, þar á meðal hvaða stefnu
þróun Evrópusambandsins mun taka.
Morgunblaðið/Ómar
Á Rauðasandi
Hins vegar er
ákveðin hætta fólgin
í því að hinir hefð-
bundnu flokkar
grípi til þess ráðs að
tileinka sér mál-
flutning lýðskrum-
aranna að einhverju
leyti til þess að ná til
þeirra kjósenda,
sem annars kynnu
að kjósa öfgarnar
…En það er ekkert
sjálfsagt við það að
sjónarmið fordóma
og öfga eigi greiða
leið inn á miðjuna
og eitri þannig um-
ræðuna og heilu
samfélögin.
Laugardagur 15. júní