Morgunblaðið - 16.06.2002, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 16.06.2002, Qupperneq 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 2002 37 Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Legsteinar Vönduð íslensk framleiðsla Fáið sendan myndalista Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 MOSAIK  Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít ✝ Dagfríður Pét-ursdóttir fæddist í Garðsenda í Eyrar- sveit 18. júní 1922. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 7. júní síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Jens Pétur Jó- hannesson, f. á Hjarðarbóli í Eyrar- sveit 2. október 1893, d. 29. apríl 1942, og Jóhanna Kristín Guð- mundsdóttir, f. í Nýjubúð í Eyrarsveit 16. apríl 1897, d. 11. mars 1958. Systkini Dagfríðar eru átta: Guðrún Hallfríður, f. 4. okt. 1916, látin, Jóhannes Páll, f. 6. júní 1920, látinn, Hallgrímur, f. 23. júlí 1924, látinn, Jens, f. 30. mars 1927, látinn, Áslaug, f. 26. maí 1930, Jóhannes Páll, f. 25. febrúar 1935, látinn, Jón, f. 19. júlí 1936, og Vilhjálmur, f. 9. júlí 1938. Eiginmaður Dagfríðar var Sveinn Þormóðsson fréttaljósmyndari, f. 28. júní 1926, d. 26. mars síðastlið- inn. Börn Dagfríðar eru: 1) Alda Sigurðardóttir húsmóðir, f. 30. apríl 1942, gift Böðvari Árnasyni húsasmíðameistara; 2) Sveiney Sveinsdóttir, húsmóðir og sjúkra- liði í Stokkhólmi, f. 8. ágúst 1943, gift Karli Jóhannssyni markaðs- og kerfisfræðingi; 3) Þormóður Sveinsson, tækja- stjóri í Tucson í Ari- zona, f. 5. ágúst 1946, kvæntur Sue Sveinsson húsmóð- ur; 4) Bragi Rúnar Sveinsson trésmiður í Reykjavík, f. 13. mars 1948, sambýlis- kona hans er Kristín Guðnadóttir; 5) Kristín Sveinsdóttir Strickland, spila- stjóri í Elco í Ne- vada, f. 21. júní 1952, gift Tom Strickland námamanni; 6) Sig- ríður Sveinsdóttir Early, kennari í Boonville í New York, f. 13. ágúst 1955; 7) Theodóra Sveinsdóttir Todd, tölvufræðingur í Eddy í Texas, f. 12. mars 1958, gift Ro- bert Todd tölvufræðingi; 8) Hörð- ur Ingi Sveinsson iðnverkamaður í Reykjavík, f. 28. júlí 1960. Barna- börnin eru 24 og barnabarnabörn- in 15. Dagfríður fluttist til Reykjavík- ur 16 ára og var vinnukona á heimilum og síðar hjá Sláturfélagi Suðurlands. Nítján ára kynntist hún Sveini og þau hófu sambúð og giftust 26. ágúst 1953. Útför Dagfríðar verður gerð frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 18. júní og hefst athöfnin klukkan 13.30. Nú er hún elsku mamma mín farin frá mér. Svo ótímabært. Ég og hún sem höfðum gert áætlanir um framtíðina. Hún ætlaði að heimsækja börnin og barnabörnin sín í Bandaríkjunum og koma hing- að til mín í Stokkhólm sem svo oft áður og sitja úti á litla stigapall- inum sem við höfðum tileinkað henni og kölluðum „Litla Brekku- kotið“. Þar sat hún og naut sól- arinnar sem hún elskaði. Okkur hjónum var hún sannkallað sól- skinsbarn. Þar gat hún setið tím- unum saman þögul og hlédræg, en athugul einsog hún var alltaf, og fylgdist með börnum sem léku sér fyrir utan. Litla feimna mamma mín sem aldrei krafðist eða heimt- aði neitt og var svo ánægð með það litla sem við gátum gert fyrir hana. Stigapallurinn hennar verður alltaf kallaður „Litla Brekkukotið hennar mömmu“. Hún var ekki gefin fyrir að masa og tala. Hún var alltaf svo hljóð. Þó voru undantekningar þegar hún var viss um að enginn heyrði, að það væri bara hún og ég sem töl- uðumst við í einrúmi. Þá gat losnað um málbeinið. Hversu naut ég ekki þess að heyra hana tala og segja mér alla mögulega hversdagslega hluti. Og þau voru mörg gullkornin og vísdómsorðin sem hrukku alveg óvænt af vörum hennar. Alltaf lifnaði hún við þegar ég spurði hvort hún vildi ekki koma í búðir með mér. Þann munað að geta keypt sér þau föt sem hana langaði í gat hún loksins látið eftir sér. Nokkuð sem hún hafði þurft að neita sér um fram á miðjan aldur. Þegar ég gekk með henni milli búðahillnanna var svo mikill sprett- urinn á henni að ég var í vandræð- um með að týna henni ekki. Þegar hún sá einhverja fallega flík varð hún ung öðru sinni og augun ljóm- uðu sem hjá ungri blómarós. Ég var alltaf pabbastelpan svo athygli hennar beindist fyrri árin mikið að yngri systkinunum. Ég tók það sem sjálfsagðan hlut og sárnaði sjaldan. Alltaf þótti mér óskaplega vænt um mömmu og fann svo vel hversu mikils hún mat seinni árin það litla sem ég gat gert fyrir hana. Sorgin hjá okkur systkinum þeg- ar hún er farin frá okkur að lokum er næstum óbærileg. Að ganga um Ásgarðinn, heimilið okkar gamla og snerta alla muni sem hún og pabbi hafa farið höndum um fyrir svo stuttu bera tilfinningarnar okkur ofurliði. Aldrei kemur hún aftur svo ég geti faðmað hana og sagt henni hversu vænt mér þykir um hana. En í vöku og draumi mun ég alltaf finna fyrir henni svo lengi sem ég dreg andann. Ég veit að ég mun alltaf hafa hana og pabba mér við hlið til styrks og halds í mótlæti og til að samgleðjast mér í meðlæti. Guð blessi minningu elsku mömmu minnar. Fari hún heil með kveðjur frá okkur öllum systkinun- um þegar hún hittir pabba aftur. Þeirra er sárt saknað en minning- arnar hlýja okkur um hjartarætur hvar í heiminum sem við erum og þegar við sjáum sólina, þá vitum við systkinin að elsku sólskins- manna situr þar uppi og horfir nið- ur til okkar. Sveiney Sveinsdóttir. Nú er mín kæra tengdamamma dáin. En hún lifir svo sannarlega í minningunni þessi hægláta, þraut- seiga kona sem sjaldan æðraðist í erfiðleikum eða mótlæti. Það er ekki að bera í bakkafullan lækinn að segja að hún hafi tekist á við líf- ið með því jafnaðargeði, kjarki og hugrekki sem fáum er eiginlegt. Fríða, eða Dæja, eins og hún var kölluð í sinni sveit, var fædd og uppalin í Grundarfirði, þar sem hún varð snemma matvinnungur. Lífsbaráttan var hörð á þessum tímum og matargötin mörg í stórri fjölskyldu og lærði Fríða snemma að bjarga sér sjálf. Fór hún þegar á barnsaldri milli bæja til að vinna ýmis viðvik og fékk mat í sig að launum. Lítið fór fyrir skólagöng- unni sem náði ekki 2 árum. Fyrir ekki löngu spjölluðum við hjónin við hana um þá gömlu daga þegar hún var í kaupamennsku. Minntist hún þess hversu misjafnir húsbændurnir gátu verið. Á einum bænum fékk hún sumarkaupið greitt með gamalli kápu af heima- sætunni. Því gleymdi hún aldrei. En hún gleymdi heldur aldrei þeim sem höfðu gert vel við hana, þó ekki væri annað en að hún hefði fengið vel að borða. Dagfríður fluttist til Reykjavíkur ung að árum í atvinnuleit. Skömmu seinna kynntist hún Sveini Þor- móðssyni, tengdaföður mínum, og giftust þau eftir ríflega tíu ára sambúð eða 26. ágúst 1953. Hjóna- band þeirra varði ævilangt. Fyrstu árin voru erfið og lífsbaráttan hörð og börnin urðu mörg. Húsakynnin sem þau urðu að sætta sig við myndu trauðla teljast nothæf sem útihús miðað við kröfur nútímans. Þau urðu eins og fjöldi annarra, sem þá var að byrja sinn búskap eða var nýfluttur á mölina á tímum mikilla umbyltinga á Íslandi, að búa í ýmsum braggahverfum. En þessi þrautseigu og einbeittu hjón voru fastákveðin, þrátt fyrir knöpp kjör, að sjá til að börnin eld- ust upp í mannsæmandi húsnæði. Eftir fleiri ára bið og margar ferðir til tveggja borgarstjóra uppfylltist draumurinn. Sveinn fékk viðtal við Geir Hallgrímsson, fljótlega eftir að Geir varð borgarstjóri, og lofaði Geir þeim hjónum nýjum verka- mannabústað og það loforð stóðst með sóma. Fluttust þau hjónin þá í nýja raðhúsið sitt í Ásgarði 7, sem var bara fokhelt og gengu þau frá því sjálf. Þar bjuggu þau síðan svo lengi sem þeim entist aldur. Ásgarðurinn er á þrem hæðum og því erfiður eldra fólki vegna þröngra og brattra stiga. Við nefndum einhverju sinni við Fríðu eftir að Sveinn var látinn, hvort hún myndi ekki vilja fá íbúð á einni hæð. En ekki var við það komandi. Fann ég fljótt að þetta var hennar óðal og virki, sem var bundið henni þeim tilfinningaböndum sem hún gat ekki hugsað sér að slíta. Var því ekki rætt um það aftur. Hún sat fastákveðin við sinn keip. Þetta lýsti persónuleika hennar vel. Hún var trygg sínu og sínum, og hélt sínu striki hvað sem á bjátaði. Dagfríður var nokkuð dökk á brún og brá og var hrifin af litrík- um klæðum og skartgripum. Gönt- uðust bæði kona mín og tengdafað- ir stundum við hana að hún væri örugglega komin af fransmönnum sem hefðu komið við á höfnum fyr- ir vestan, eða jafnvel sígaunum. Þegar ég lít til baka er mér ljóst að hún var hreinræktaður víkingur sem stóð óhrædd í stafni lífs síns og horfði á móti stormi, öldu og óveðri án þess að láta bilbug á sér finna. Dagfríður var hæglát og að öllu jöfnu dul með tilfinningar sínar. Hún var hlý með afbrigðum gagn- vart þeim sem henni þótti vænt um, en það tók langan tíma að kynnast henni. Að líkindum hafa erfiðleikar og ýmis vonbrigði æsku- áranna merkt hana og kennt henni að búast ekki við of miklu, hvorki af fólki né lífinu sjálfu. Hún gerði ekki miklar kröfur til annarra, mestar kröfur gerði hún til sjálfrar sín. Fyrir utan að hafa í og á börnin var umhugsunin um eiginmanninn alltaf efst á blaði. Enda voru þau með afbrigðum samrýnd. Oft þurfti Sveinn að fara í myndatökur um miðja nótt og taldi Fríða ekki eftir sér að fara upp honum til samlætis og aðstoðar. Vakti hún jafnvel eftir honum þangað til hann kom heim til að gefa þreyttum eiginmanni te- bolla og brauðsneið. Þegar Fríða fór að vinna utan heimilisins komin á sextugsaldur, fékk hún vinnu í frystihúsinu Granda. Sveinn keyrði hana í vinnuna á hverjum morgni, kom til hennar með heitan mat á hverjum degi í hádeginu og sótti hana á hverju kvöldi. Í hádeginu sátu þau saman í bílnum meðan hún borðaði, spjölluðu eða bara nutu þess að vera í návist hvort annars. Uppbót á sína stuttu skóla- göngu fékk hún þegar hún sótti nám í Háskóla Íslands og fékk við- urkenningu sem háskólalærður fiskitæknir. Flest börn Sveins og Fríðu nú eru búsett erlendis, fjögur í Banda- ríkjunum og eitt í Svíþjóð. Meðan heilsan leyfði var það yndi þeirra hjóna að fara í heimsókn til barnanna og var ekkert til sparað nú þegar fjárhagurinn loksins var rýmri á efri árum. Til okkar í Stokkhólmi komu þau mest síðustu árin því heilsan leyfði ekki lengri og erfiðari ferðir. Ekki voru kröf- urnar miklar eða ónæðið, þótt þröngt væri búið í litla kotinu okk- ar. Skammt er nú stórra högga á milli þegar þau hjónin bæði eru horfin með stuttu millibili og sorgin er yfirþyrmandi í fjölskyldu Sveins og Fríðu. Öll vonuðumst við eftir að Fríða ætti eftir að lifa mörg góð ár í viðbót, njóta lífsins og heim- sækja okkur öll sem búum í útlönd- um. Það er tómarúm í borginni Reykjavík eftir að Sveinn Þor- móðsson er horfinn af sjónarsvið- inu. Það er tómarúm í Ásgarði 7, borg fjölskyldu Sveins og Fríðu, nú þegar hún hverfur til eilífrar sam- veru hjá eiginmanninum og sínum trygga vini. Fríða var sú persóna sem marg- ur í dagsins ys og hamagangi eftir lífsgæðum og auði, mætti taka sér til fyrirmyndar. Nú er þessi hóf- sama og hægláta móðir þolinmæð- innar farin til betri vistar. Mér er efst í huga að færa Guði þakkir fyrir að hafa fengið að njóta lærdómsríkra kynna og hlýrra samvista í þessu lífi við mína elsku- legu tengdamóður. Minningin um Dagfríði Péturs- dóttur mun aldrei gleymast, hvorki mér né öðrum sem fengum að kynnast henni náið. Karl Jóhannsson. Ég trúði vart mínum eigin eyr- um þegar fyrrverandi sambýlis- maður minn tilkynnti mér að mamma hans væri dáin, aðeins tveimur mánuðum eftir fráfall föð- ur hans. Þetta bar mjög snöggt að. Ég vissi ekki hvernig ég átti að segja Sigurði syni okkar þetta en honum þótti afar vænt um ömmu sína og afa heitinn. Dagfríður hélt mikið upp á Sigurð og var mjög ömmuleg í sér. Hún bauð okkur oft í mat og hafði oftast íslenska rétti frá gamla tímanum, kjötsúpu, saltkjöt og baunir. Sigurður borðaði mikið hjá ömmu sinni og var það hans uppá- haldsmatur. Dagfríður var mjög elskuleg við manninn sinn, Svein heitin, og gerði allt fyrir hann sem hún gat. Í garðyrkjunni undi hún sér mjög vel og ber garðurinn þess glögg merki. Hún var mikill sól- dýrkandi og þeir sem vissu ekki betur hefðu getað dregið þá álykt- un að hún væri búsett á Spáni. Hún var nýkomin frá Svíþjóð þegar hún lést, en þar dvaldi hún hjá dóttur og tengdasyni í mánuð og hafði gott af. Ég var nýbúin að heyra í henni í síma og virtist hún vera hress og sátt við að Sveinn hafði fengið hvíldina eftir erfið veikindi. Þau þurftu ekki að vera lengi aðskilin; nú munu þau hittast á öðru tilverustigi. Ég votta börnum Dagfríðar, barnabörnum og öðrum aðstand- endum innilega samúð. Hjálmfríður Þ. Auðunsdóttir. DAGFRÍÐUR PÉTURSDÓTTIR                                               ! " #$   #%%&   !  "## $%  & '& & & "## (  )"* && '& +',"! & '& ! & '& $  !&  & '& ( #& !& "## ( #& & "## #- &  ', #- &   ! & "## .  *' ' & "## '  '/# '  0%! &  & '& / & /%& ' / & / & /%&1                                   ! "    #       $ !  %%&  !" !  #  $% !   &' #   (  !" $&##  )'$% !( &( &*
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.