Morgunblaðið - 16.06.2002, Side 38

Morgunblaðið - 16.06.2002, Side 38
MINNINGAR 38 SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Oddný Sig-tryggsdóttir fæddist á Ytri-Brekk- um á Langanesi 28. janúar 1918. Hún lést á taugadeild Land- spítalans 6. júní síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Sig- tryggur Vilhjálms- son, bóndi á Ytri- Brekkum og síðar í Ytra-Álandi í Þistil- firði, f. 12. nóvember 1887, d. 1928, og Val- gerður Friðriksdótt- ir frá Gröf í Vest- mannaeyjum, f. 10. febrúar 1892, d. 1957. Oddný var þriðja elst af átta börnum Valgerðar og Sigtryggs sem komust á legg: Vilhjálmur, f. 23. apríl 1915, d. 1984; Friðrik f. 21. október 1916; Sigríður, f. 12. des- ember 1919, d. 1982; Guðmundur, f. 25. desember 1921; Valgerður, f. 10. desember 1923; Aðalbjörg, f. 9. ágúst 1925, d. 1994; Þorbjörg, f. 5. júlí 1927. Síðar eignaðist Valgerð- 1981. 4) Friðrik Örn vélstjóri, f. 16. maí 1952, kvæntur Margréti Gunn- arsdóttur, búsett í Fellabæ. Börn þeirra eru Ægir, f. 1982, Erna, f. 1987, og Birkir, f. 1992. 5) Ingi- björg Alda hjúkrunarfræðingur, f. 25. mars 1958, gift Sigurbirni Ein- arssyni, búsett í Reykjavík. Börn þeirra eru Sara, f. 1981, og Ólafur Kári, f. 1987. Oddný og Guðmund- ur eiga fjögur barnabarnabörn. Oddný fluttist ung til Reykjavík- ur og vann við saumaskap hjá Fanneyju Friðriksdóttur, móður- systur sinni, en lærði síðan til dömuklæðskera hjá Andrési við Skólavörðustíg og á saumastofunni Kápunni. Í nokkur ár frá 1942 rak hún saumastofu og fataverslun í Keflavík í félagi við Björn Péturs- son kaupmann. Hún kynntist Guð- mundi eiginmanni sínum í Keflavík þar sem þau bjuggu fram til 1950 en fluttu þá til Reykjavíkur. Frá 1965 bjuggu þau á Seltjarnarnesi. Hún starfaði áfram við sitt fag meðfram heimilishaldinu, m.a. á saumastofu Þjóðleikhússins, og stóð fyrir sauma- og sníðanám- skeiðum ásamt heimasaumi. Útför Oddnýjar verður gerð frá Seltjarnarneskirkju þriðjudaginn 18. júní og hefst athöfnin klukkan 10.30. ur tvö börn eftir fráfall Sigtryggs. Þau eru Helga Sæmundsdóttir, f. 6. ágúst 1931, og Kolbeinn Ólafsson, f. 22. október 1938. Oddný giftist 25. nóvember 1944 Guð- mundi Kr. Guðmunds- syni skipstjóra, f. 4. ágúst 1920, d. 1998. Börn þeirra eru: 1) Erna Dagmar snyrti- fræðingur, f. 8. mars 1945, gift Perry Ås- brink, þau skildu, bú- sett í Svíþjóð. Sonur hennar er Dag Robert Åsbrink, f. 1973. 2) Guðmundur Kristján skip- stjóri, f. 9. júlí 1946, kvæntur Þóru Benediktsdóttur, búsett í Walvis Bay í Namibíu. Börn þeirra eru Oddný, f. 1967, og Guðmundur Kr., f. 1968. 3) Sigrún Valgerður sjúkra- liði, f. 5. október 1949, gift Sigþóri Sigurjónssyni, búsett á Seltjarnar- nesi. Börn þeirra eru Gauti f. 1973, Börkur, f. 1978, og Hanna Ýr, f. Fyrir allmörgum árum sá ég sjón- varpsþátt sem fjallaði um pólska skáldkonu sem ég man ekki að nafn- greina. Fjallað var um skáldverk hennar og í þættinum viðraði hún skoðanir sínar á lífinu og tilverunni. Hún nefndi íhugul á svip að hún teldi sig hafa varðveitt allvel hæfileikann til að njóta fegurðar og gleðjast yfir mörgu því jákvæða í kringum hana. Þessi einföldu orð vöktu með mér dá- litla undrun og festust mér í minni af ástæðu sem ég veit ekki hver er. Eftir því sem ég hef sjálfur elst hefur mér skilist hin dýpri merking þessarra orða. Þegar ég nú minnist Oddnýjar tengdamóður minnar vegna fráfalls hennar rifjast þau upp. Ástæðan er sú að vandinn við það að eldast felst meðal annars í því að varðveita þenn- an hæfileika og henni Oddnýju tókst það svo ansi vel. Henni tókst að varð- veita fram á síðustu ævidaga skap- andi kraft til að rækta og hlúa að gróðri, til listrænnar iðkunar, til að sýna viðfangsefnum annarra áhuga, sækja tónleika, taka myndir og svo mætti lengi telja. Í stuttu máli að lifa lífinu og njóta þess. Mannlífssinfónían er margslungin. Byggð upp af ótal stefjum og köflum að viðbættum persónulegum þætti hvers og eins. Kynni mín af Oddnýju sem fullorðinni konu og ömmu barnanna minna hafa leitt mér fyrir sjónir hve roskið fólk með jákvæðan huga er einstaklega mikilvægur þátt- ur þeirrar sinfóníu. Oddný var af þeirri kynslóð sem upplifði og mótaðist af heljarstökkinu úr kyrrstæðu bændasamfélagi sveit- anna þar sem tilfinningasemi átti ekki við heldur þrautseigja og æðruleysi, yfir í borgarsamfélag með bættum lífskjörum, nýrri hugsun þar sem margir þó týndu sjálfum sér. Örlögin atvikuðust þannig að í uppvextinum axlaði Oddný snemma ábyrgð í þeim hópi sem næstur henni stóð. Hvort sú var ástæðan eða eðlislæg elja þá beið hún aldrei boðanna um að verkin skyldu unnin heldur vann hún þau hljóðlaust. Hún giftist manni sem var sjómennskan í blóð borin og var oft lengi fjarri heimilinu vegna atvinnu sinnar. Naut þessi eiginleiki Oddnýj- ar sín þá vel. Frumkvæði hennar og jákvæður en hófstilltur hugur skapaði henni sjálfkrafa miðjustöðu meðal sinna. Fram til hins síðasta bauð hún stór- fjölskyldunni ævinlega heim á afmæl- isdaginn sinn á þorranum þar sem samveran var inntak stundarinnar. Þá bauð hún upp á þorramat sem hún útbjó sjálf af smekkvísi og með bú- sældarlegu yfirbragði. Þó að Oddný væri virk utan heimilis var heimilis- hald aðall hennar vinnu. Það verð- skuldaði aðdáun og virðingu af hve mikilli alúð og smekkvísi hún rækti það. Trúmennska Oddnýjar við heimil- isstörf hindraði ekki að hún yrði snortin af straumum tímans er varða stöðu konunnar. Hún meðtók þá á sinn hátt með þátttöku í ótal viðburð- um sem lutu að því að styrkja sjálfs- mynd og samstöðu kvenna. Allt frá Kvennahlaupi til kvennaráðstefna í útlöndum. Oddný var blanda af fagurkera með listrænar tilhneigingar sem birt- ust í ástríðukenndri ástundun hand- verks og nytjalistar og svo ráðdeild- arsamri búhyggjumanneskju. Í mínum huga ófust þessir tveir þættir ögn saman þegar berjatíminn hófst á síðsumrum. Þá greip hana berjaórói. Hún þurfti að komast í ber og var tilbúin að leggja mikið á sig til að svo yrði. Þá hindraði hana ekki skert fóta- færni í að vaða ár og príla brekkur ef það leiddi hana í góðan berjamó. Náttúrubarnið og nytjahyggjan tók við þar sem fótafimina þraut. Afköst- in við berjatínsluna voru undraverð. Úrvinnsla aflanns skilaði síðan lista- góðri og óviðjafnanlegri berjasultu. Mörgum ljúfum bitanum hef ég rennt niður þar sem aðalbláberjasultan frá henni Oddnýju gældi við bragðlauka mína. Nú þegar hún er horfin frá okkur finn ég sterkt hversu vel hún varð- veitti hæfileikann til að njóta fegurðar og gleðjast yfir því jákvæða í kringum sig. Sigurbjörn Einarsson. Mig langar til að minnast elsku- legrar ömmu minnar í nokkrum orð- um. Oddný amma var afar listræn, hæfileikarík og lífsglöð kona með ótal áhugamál. Allt sem hún tók sér fyrir hendur var alltaf faglega gert og fáir sem hefðu getað gert betur, hvort sem það var saumaskapur, bakstur, glerlist eða postulínsmálning. Amma tók öllum opnum örmum og dekstraði við þá sem til hennar komu. Húsið angaði ýmist af nýbökuðum pönnukökum, brauði eða heitum snúðum þegar maður kom til hennar og maður fór aldrei hungraður frá henni vegna ýmissa freistinga sem hún hafði fram að færa. Ég á alveg óteljandi minningar af ömmu sem mér þykir afar dýrmætt að eiga. Amma og afi hafa búið í næstu götu við okkur alla mína ævi svo ég gerði mikið af því að koma við hjá þeim heim úr skólanum, svo og öðrum tímum, því ég vissi að þau tóku alltaf svo vel á móti manni og nutu þess að fá fólk í heimsókn. Amma hefur kennt mér ýmislegt sem fátt ungt fólk á mínum aldri hef- ur lært, eins og t.d. að taka slátur, baka laufabrauð og kleinur og mála á postulín. Sláturgerð og laufabrauðsbakstur hefur verið hefð í fjölskyldunni í mörg ár og ekkert er betra en heita slátrið hennar ömmu og laufabrauðið sem hefur verið bakað fyrir hver jól á Mið- brautinni alla mína tíð. Það er ekki annað hægt að segja um ömmu en að hún hafi verið stór- hjörtuð kona sem öllum þótti afar vænt um. Minningar um yndislega konu lifa að eilífu. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Hvíl í friði elsku amma mín. Þín Hanna Ýr. Kveðja frá kvenfélaginu Seltjörn Okkur félagskonum Seltjarnar er efst í huga þakklæti til Oddnýjar fyrir störf hennar í þágu kvenfélagsins þegar hún hefur nú kvatt okkur. Hún sýndi ávallt framúrskarandi vilja og einlæga fórnfýsi þegar óskað var eftir störfum hennar fyrir félagið. Öll þau störf sem hún lagði fram voru unnin af einlægni og miklum áhuga. Þannig tók hún að sér störf og verkefni fyrir félagið að ávallt var brugðist við af heilum hug. Kvenfélagið sendir eftirlifandi ætt- ingjum innilegar samúðarkveðjur. Það er ljúfsár skylda að skrifa eft- irmæli um kjarnakonu sem fátt fékk stöðvað. Þegar Oddný amma mín féll frá var hún ennþá með bíllykla og fullgilt ökuskírteini í handtöskunni, blómstr- andi stjúpur á svölunum og ókláruð verkefni á vinnuborðinu. Oddný var alltaf vin- og fjölskyldu- rækin, og félagslynd með afbrigðum. Ég er viss um að hefði hún ekki veikst nú í lok maí væri þess ekki langt að bíða að hún færi að áforma ferðalög. Hún heimsótti Guðmund og Þóru til Suður-Afríku fyrir tveimur árum, Ernu í Malmö, og um árabil hefur hún farið í berjatínslu í Fellabænum til Friðriks og Margrétar á hverju hausti. Það var því alls ekki fráleitt að ég og Vera kona mín hefðum stund- um reynt að telja hana á að heim- sækja okkur vestur um haf þótt hún væri komin á níræðisaldur. Við í fjölskyldunni höfum lengi not- ið góðs af því að Oddný var hagleik- skona. Mín fyrstu jakkaföt fékk ég úr skápnum hans afa þegar mig vantaði eitt sinn grímubúning. Amma lánaði mér þau óbreytt, en þegar grímuball- ið var afstaðið þá þrengdi hún bux- urnar utan á mig, þannig að ég eign- aðist snemma gæðaleg teinótt jakkaföt, klæðskerasniðin. Eini gall- inn var að ef einhver kannaðist við þau í fjölskylduboðum þurftu ættingj- ar stundum að taka út handverkið og dást að því hvernig amma hafði komið sparifötum afa frá því að móðir mín var fermd aftur í notkun. Hún sagði mér eitt sinn að sauma- skapur og sundiðkun hefðu reynst henni og Mumma örlagarík. Eitt sinn er við sátum í pottinum í Vesturbæj- arlaug rifjaði hún upp hvernig leiðir þeirra hjóna lágu saman. Oddný flutt- ist til Reykjavíkur á unglingsárum og fór að vinna við klæðaskurð, meðal annars í helstu tískuverslun bæjarins á þeim tíma. Á þeim árum var verk- nám ekki jafnformfast og síðar varð, og Oddný lærði sína iðn í búðum og saumaherbergjum þar til henni voru veitt réttindi sem kjólameistari. Á stríðsárunum stofnaði hún síðan saumastofu í Keflavík í félagi við Björn frænda sinn, en hún sá um reksturinn fyrst í stað. Á saumastof- unni var hún kynnt fyrir Mumma, og þau kynni þróuðust þar sem þau hitt- ust reglulega í sundi í bæjarlauginni á morgnana. Þeirra hjónaband varð farsælt til enda, og það er föngulegur hópur afkomenda sem mun fylgja Oddnýju til grafar. Okkar er minnst fyrir orð og gerð- ir, og Oddný amma lætur eftir sig margar góðar minningar. Skarð ætt- móðurinnar verður ekki fyllt, og tóm- legt verður um að litast á heimilinu sem hún og afi fylltu af hamingju öll þessi ár. Þótt sárt sé að sjá hana fylgja Guðmundi afa yfir móðuna, þá er sá tregi mildaður af þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta slíks sóma- fólks jafnlengi og við gerðum. Nú þegar hún er borin til grafar er mér efst í huga sú kærleiksríka fyrirmynd sem þau hjónin hafa reynst mér og öllum sínum afkomendum, og því segi ég í minningu þeirra beggja: Hvíl í friði og hafið kæra þökk fyrir. Gauti Sigþórsson. ODDNÝ SIGTRYGGSDÓTTIR                                       !      !"# "$% "& ! '"(  "& "$%  ) *+!  ,  "$% ,- ' )  $ $                    ! "                       #$ %& ' $ (                         !    "  #$    #%&% '(      )                                        ! " # $!%   # $&!  !!'$ ( )* +*$$ !%   $$ , !%   # $-)! !!'$ ./ * - $  !!'$ ! $ $!%   " $ "0 $'" $ " $ "0 $,                                   !" #!!  !  $%$   #    &  %  !$   '    # '#   !  "! #$%  ! % ! &'( %)% !*%%  % #$%  ! !% + )% #$% $ #$% )% $ ,'(  ' !  '-%./$ #$% )%  '% ") ,'( % ! 0%1#$% )% , %,( % )%(##$,( %+

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.