Morgunblaðið - 16.06.2002, Blaðsíða 39
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 2002 39
Útfararþjónustan ehf.
Stofnuð 1990
Rúnar Geirmundsson
útfararstjóri
Önnumst allt er lýtur að útför.
Hvítar kistur - furukistur
- eikarkistur.
Áratuga reynsla.
Símar 567 9110 & 893 8638
utfarir.is
Davíð Osvaldsson
útfararstjóri
Sími 551 3485 • Fax 568 1129
Áratuga reynsla
í umsjón útfara
Önnumst alla þætti
Vaktsími allan sólarhringinn
896 8284
!
"#
$
% &
%
!!"
#! !$%"!!&
!!"
'() $*&!&
!&
+,-$ !!"
.$ )!&
" - -/-
✝ Victoría Vé-freyja Guð-
mundsdóttir Blöndal
var fædd í Helga-
fellsprestakalli í
Snæfellssýslu 15.
sept. 1910. Hún and-
aðist að Elliheim-
ilinu Grund 9. júní
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru Guð-
mundur Jónsson,
verzlunarmaður og
verkstjóri í Stykkis-
hólmi, f. í Akureyj-
um í Helgafellssveit
4. okt. 1858, og kona
hans Ólöf Helgadóttir, f. á Kvía-
bryggju í Eyrarsveit í Snæfells-
sýslu 1877. Systkini
Victoríu voru Her-
borg Theodóra, f.
6.2. 1900, gift Ingi-
mari Brynjólfssyni
stórkaupmanni, þau
áttu þrjá syni, og
Guðmundur klæð-
skeri, f. 13.2. 1905.
Victoría giftist Jóni
Blöndal hagfræð-
ingi, f. 6. október
1907, d. 30 okt.
1947.
Útför Victoríu
verður gerð frá
Fossvogskirkju
þriðjudaginn 18. júní og hefst at-
höfnin klukkan 10.30.
Victoría heitin kom til Reykjavík-
ur 16 ára til að aðstoða systur sína
við heimilisstörf og fleira.
Þegar Victoría var 18 ára var hún
stórhuga mjög, en þá ríkti kreppa í
heiminum og atvinnuleysi og lítið var
um peninga. Þá tók hún sig upp og
sigldi til Kaupmannahafnar, en
þangað sóttu mest námsmenn á þeim
tíma.
Hún var svo lánsöm að kynnast
skólastýru íslenskri, sem tók hana
upp á arma sína og kom henni í sam-
band við íslenzk hjón í Höfn, þau
Steinunni og Þórð tollvörð, sem
þekkt voru fyrir að rétta landanum
og námsmönnum hjálparhönd.
Victoría var búsett í Danmörku í
um það bil átta ár og á þessum árum
kynntist hún manni sínum, sem þá
var við nám við Hafnarháskóla í hag-
fræði, Jóni Blöndal hagfræðingi.
Eftir að hann kom heim frá námi
starfaði hann mikið fyrir hið opin-
bera, svo sem Tryggingastofnun rík-
isins og varð síðar forstjóri þar í apríl
1938.
Victoría missti mann sinn 30 okt.
1947, eftir aðeins 11 ára samveru.
Sorgin var djúp og sár, sem þeir
þekkja er tekist hafa á við hana.
Þegar frá leið og alvara lífsins tók
við, fann hún sér vinnu og vann hjá
Rafmagnsveitu Reykjavíkur alla tíð,
þar til hún lét af störfum sakir ald-
urs.
Nú á skilnaðarstundu vil ég þakka
frænku minni alla hennar vináttu og
trygglyndi í minn garð og minnar
fjölskyldu. Ég minnist allra gleði-
stunda á heimili hennar, á ferðalög-
um og hjá okkur.
Við Kirsten kveðjum Victoríu með
virðingu, söknuði og þakklæti.
Blesssuð sé minning hennar.
Gunnar.
Eitt af einkennum Victoríu var
frásagnargáfa hennar og í minning-
unni sé ég hana fyrir mér í hlýlega
eldhúsinu eða kannski í fallegu stof-
unni heima hjá henni á Vesturgöt-
unni, þar sem við ræddum allt milli
himins og jarðar yfir tebolla og ein-
hverju góðgæti. Oft spurði ég hana
út í gamla tíma, svo sem bræður afa
míns og fjölskyldu sem hún þekkti
einna best eftirlifenda auk þess sem
æsku hennar bar oft á góma. Þannig
komst ég að því að nafnið hennar
hafði komið til með þeim hætti að
faðir hennar réð því að hún skyldi
heita Victoría, í höfuðið á sjálfri Eng-
landsdrottningu. Vjefreyjunafnið
valdi móðir hennar og sagði Victoría
að það hefði verið í höfuð á skáld-
sagnapersónu úr bók sem var mikið
lesin á þeim tíma. Hún stóð líka svo
sannarlega undir þessu virðulega
nafni sem foreldrarnir höfðu valið
henni. Sem barn að aldri og síðar á
fullorðinsaldri dáðist ég að þessari
konu sem var ekki bara falleg, glæsi-
leg og vel máli farin. Hún var heims-
kona sem fór víða og lét sig flest
varða sem viðkom þjóðmálunum.
Hún lá heldur ekki á stjórnmála-
skoðunum sínum, enda voru þær
skýrar. Hún studdi Alþýðuflokkinn
eins og eiginmaður hennar og afa-
bróðir minn, Jón Blöndal, sem var
við nám í hagfræði við Kaupmanna-
hafnarháskóla er þau Victoría kynnt-
ust. Var það nokkru eftir að hún tók
sig til árið 1929, sigldi út með Gull-
fossi í ævintýraleit og hugðist finna
sér vinnu. Hún var ein á ferð og lýsir
það sjálfstæði hennar og persónu-
leika að hún skyldi leggja í slík æv-
intýr upp á eigin spýtur sem var
væntanlega ekki svo algengt á þeim
tíma, en viss var hún um að bjarga
sér. Einhverntímann spurði ég hana
út í þetta ferðalag og gaf hún lítið
fyrir hvort það hefði ekki verið
áhættusamt, hún hefði jú verið ung
og hraust, en bætti því reyndar við
að eftir á að hyggja mundi hún nú
ekki ráðleggja ungum stúlkum að
fara út í óvissuna svona hjálparlaust,
hafandi hvorki vist né vinnu. Ferðin
tók nokkra daga og svo vildi til að
hún hitti fyrir í skipinu konu nokkra
að nafni Björg C. Þorláksson, fyrr-
verandi eiginkonu Sigfúsar Blöndal,
móðurbróður eiginmanns hennar
verðandi. Björg mun þá hafa verið á
ferð til Parísar með viðkomu í Kaup-
mannahöfn og fór svo að hún tók
ekki annað í mál en að útvega Victo-
ríu vist hjá íslenskum hjónum þar í
borg. Þessi ráðahagur hafði enn
meiri áhrif á líf Victoríu en séð varð
fyrir í fyrstu því að í gegnum þetta
fólk kynntist hún Jóni. Bjuggu þau í
Kaupmannahöfn um nokkurt skeið
þar sem þau giftu sig og bera myndir
þess vitni að vissulega voru þau
glæsileg ungu hjónin sem lífið virtist
blasa við. En eins og svo margir hafði
Jón smitast af berklum og eftir að
hafa strítt við þann sjúkdóm árum
saman lést hann árið 1947, aðeins
fertugur að aldri. Höfðu þau Victoría
þá búið í tíu ár á Íslandi.
Victoría og Jón voru ákaflega
samrýnd og aðspurð sagði hún mér
eitt sinn að henni hefði aldrei nokk-
urn tíman dottið í hug að gifta sig aft-
ur, hún hefði verið og mundi alltaf
vera gift honum Jóni sínum. Ekki
eins og hún hafi verið að velta sér
upp úr því, svona leit hún bara á mál-
ið. Þetta þótti mér athyglisverð stað-
hæfing í ljósi þeirra tíma sem við lif-
um á nú. En svona var hún Victoría,
trygg sínu fólki og það kom m.a.
fram í því að hún hélt ávallt nánu
sambandi og góðri vináttu við fjöl-
skyldu Jóns í öll þessi ár sem liðu frá
því að hann lést. Langt fram eftir
aldri kom hún a.m.k. árlega í heim-
sókn í sveitina og dvaldist hjá ömmu
minni Jórunni og Birni afa og síðar
hjá foreldrum mínum, oftast í nokkra
daga. Hún hafði líka sterkar taugar
til Stykkishólms, þar sem hún ólst
upp, og er mér minnisstætt er við
fórum eitt sinn saman á þessar
æskuslóðir hennar. „Ég vil nú ekki
vera að prala Ella mín,“ sagði hún
stundum af hógværð sinni, „en
hvergi hef ég nú komið þar sem er
fallegra en í Stykkishólmi.“ Hún
þakkaði líka einstaklega góða heilsu
sína góðum aðbúnaði í æsku og
heilsusamlegu líferni og minntist
sérstaklega á að köld sjóböð sem
barn hefðu örugglega gert sér gott.
Ég man satt best að segja aldrei eftir
að hafa heyrt um það að henni hafi
orðið misdægurt fyrr en eftir áttrætt
en þá lenti hún fyrst í því að fara á
spítala. Var það eftir slæmt slys þar
sem keyrt var á hana úti á götu, en
Victoría gekk flestra sinna ferða, þar
á meðal í sjálfboðavinnuna sem hún
vann í verslun Rauða krossins á
Landakoti og á Thorvaldsenbasarn-
um. Eftir það hrakaði heilsu hennar
og síðustu árin þurfti hún aðstoðar
við. Í huga mínum er samt áfram
minningin um glæsilegu konuna sem
var svo hjartahlý og gerði líf okkar
sem þekktu hana betra og litríkara.
Blessuð sé minning hennar.
Elín Blöndal.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlauztu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn,
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
(Valdimar Briem.)
Að lifa sjálfan sig hlýtur að vera
hræðilegt, varð Victoríu oft að orði,
ef talið barst að Alzheimer-sjúk-
dómnum.
Reyndin varð, að það fékk hún
sjálf að reyna. Eftir erfitt tímabil á
Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund,
undir einstakri umönnun starfsfólks
þar, laut hún í lægra haldi einmitt
fyrir þessum sjúkdómi.
Til Reykjavíkur kom Victoría 15
ára gömul og bjó hjá systur sinni,
sem var gift kona í bænum. Aðstoð-
aði Victoría hana við heimilisstörfin
og barnapössun.
Við átján ára aldur tók Victoría sig
upp og fór ein síns liðs til Danmerk-
ur, sem var talið nokkuð djarft í þá
daga. Hún kynntist íslenskum sóma-
hjónum, sem reyndust henni alveg
einstök.
Í Danmörku kynntist hún manns-
efninu sínu, Jóni Blöndal, sem var
við nám í hagfræði. Að námi loknu
fluttu þau aftur til Íslands og voru þá
búin að gifta sig. Eftir aðeins ellefu
ára hjónaband varð Victoría ekkja,
þá aðeins 36 ára gömul. Sorg hennar
var næstum óbærileg, einnig í ljósi
þess að hjónabandið var barnlaust.
Eftir nokkurn tíma fór hún að
vinna hjá Rafmagnsveitu Reykjavík-
ur og hélt hún því starfi til eftirlauna-
aldurs.
Victoría var að eðlisfari félagslynd
og starfaði hjá ýmsum félögum, t.d.
Rauða krossi Íslands, Dýraverndun-
arfélaginu og Thorvaldsensfélaginu,
en þar var hún gerð að heiðursfélaga.
Hún var smekkvís svo af bar. Móð-
urmálið var henni mjög kært og
henni sárnaði þegar illa var með það
farið.
Okkur systkinunum reyndist hún
afar góð frænka og kveðjum við hana
með þessum línum:
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Ása Rakel Gunnarsdóttir.
Elsku Victoría mín, nú hefur þú
kvatt þetta líf og vil ég þakka þér fyr-
ir það sem þú gafst mér. Stundirnar
sem við áttum saman eru mér dýr-
mætar og ógleymanlegar og þær
geymi ég í minningunni. Dýrmætust
er þó í minningunni vel heppnuð ferð
okkar saman fyrir nokkrum árum til
Stykkishólms og Breiðafjarðareyja,
á æskuslóðir þínar.
Miklu þakklæti vil ég koma til þín
frá fjölskyldunni í Stafholtsey fyrir
þitt einstaka trygglyndi og hlýju.
Með þessu ljóði kveð ég þig, Vic-
toría mín.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Guð blessi þig og hvíl í friði.
Hanna.
Okkar kæra Victoría Blöndal,
heiðursfélagi Thorvaldsensfélagsins,
er nú kvödd. Victoría gekk í félagið
fyrir tæplega 42 árum og vann félag-
inu sínu vel. Hún var kosin til ýmissa
trúnaðarstarfa sem hún sinnti af al-
úð. Fljótlega eftir að hún gekk í fé-
lagið var hafist handa við að byggja
Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins.
Þá söfnuðu félagskonur miklum pen-
ingum á fáum árum með ýmsum
hætti. Árlega voru happdrætti, bingó
og kökusala fyrir utan sölu jóla-
merkjanna, afgreiðslu minningar-
kortanna og rekstur Thorvaldsens-
bazarsins. Þar lagði Victoría ötullega
sitt af mörkum með öðrum fé-
lagskonum.
Í verslun félagsins Thorvaldsens-
bazar, þar sem félagskonur vinna
sjálfboðastörf, kynnast þær vel og
þar kynntist ég Victoríu. Hún var
fáguð í framkomu, hreinskilin og
ákveðin, og það var gaman að vera
með henni. Oft sagði hún frá hvernig
umhorfs var áður fyrr og lýsti mönn-
um og málefnum á einstaklega sjón-
rænan hátt. Victoríu var mjög um-
hugað um Bazarinn og leit þar
iðulega inn er hún átti leið hjá.
Thorvaldsensfélagið á Victoríu
mikið að þakka og við félagskonur
kveðjum nú trausta og góða vinkonu
með þakklæti og virðingu og biðjum
henni Guðs blessunar.
F.h. Thorvaldsensfélagsins,
Guðlaug Jónína
Aðalsteinsdóttir, form.
VICTORÍA
BLÖNDAL
!
!" # $ % & ' ( '
( )#
! # $ % & '
* % # $ % & ' +&'
*) # $ % '
% +)$) # $ % & ' (& +&'
& , # $ % & ' *)# - ) '
.% # $ % ' #" / ) )& '
# # $ % & ' 0 , 0 )'
1/ % # # $ % & ' ) #&'
$) )$% #)#%--$%
!