Morgunblaðið - 16.06.2002, Side 43
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 2002 43
ÍÞRÓTTAFÉLAG Reykjavíkur, ÍR,
hefur undir höndum þinglýst bréf
frá oddvita Ölfushrepps, dagsett 2.
ágúst árið 1939, um að félagið sé eig-
andi landspildu á Hengilssvæðinu,
þar sem nú er skíðasvæði ÍR-inga í
Hamragili. Í bréfinu lítur oddvitinn
svo á að um afsal sé að ræða. Eins og
fram kom í Morgunblaðinu í gær
telja ÍR-ingar að Orkuveita Reykja-
víkur hafi ekki virt þessi eignarrétt-
indi með framkvæmdum sínum á
svæðinu vegna fyrirhugaðrar gufu-
aflsvirkjunar.
Bréfið er undirritað af Halldóri
Gunnlaugssyni, þáverandi oddvita,
og þinglýst af sýslumannsembættinu
í Árnessýslu. Texti þess er eftirfar-
andi:
„Samkvæmt fundargerðarbók
Ölfushrepps, var á almennum
hreppsfundi, sem haldinn var í
Hveragerði 15. nóvember 1938, sam-
þykt að gefa Íþróttafélagi Reykja-
víkur landsspildu þá er félagið hefur
haft til afnota til skíðaiðkana und-
anfarið og það hafði falað til kaups.
Landamerki eru greind í fundar-
gerðarbók hreppsins 10. apríl 1938
og eru sem hér segir: Úr hæsta tindi
Reykjafells í vörðu á Skarðsmýrar-
fjalli merktri með hæðartölunni 570
m. Þaðan í Sleggju. (470m.) Sýslu-
nefnd Árnessýslu hefur á fundi sín-
um 8. apríl þ.á. samþykt eftirfarandi
og tilkynnt oss: Sýslunefndin heim-
ilar Ölfushreppi að gefa (Íþrótta-
félagi Reykjavíkur) landsspildu í af-
réttarlandi hreppsins fyrir ofan
Kolviðarhól, þó þannig að landa-
merki séu glögglega ákveðin.
Land þetta er því nú orðið lögmæt
eign Íþróttafélags Reykjavíkur, og á
þetta bréf að skoðast sem afsal fyrir
landinu. Væntum vér að gjöf þessi sé
félaginu kærtkomin og verði fjölda
manna til gagns og gleði.
Hveragerði 2. ágúst 1939.
(Sign) Halldór Gunnlaugsson.“
Aðstoð við sundlaugar-
byggingu endurgoldin
Þorbergur Eysteinsson, fram-
kvæmdastjóri ÍR, segir það óskilj-
anlegt að Orkuveita Reykjavíkur
dragi í efa eignarréttindi félagsins á
svæðinu, miðað við innihald þessa
bréfs, sem óumdeilanlega sé hægt að
líta á sem afsal. Eins og fram kemur
í bréfi oddvitans höfðu ÍR-ingar fal-
ast eftir landinu til kaups en Ölfus-
ingar töldu sig ekki geta selt það þar
sem um afrétt var að ræða.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins var gjöf hreppsins að
nokkru leyti komin til af því að sum-
arið 1938 aðstoðuðu ÍR-ingar við
smíði búningsklefa við sundlaugina í
Hveragerði. Mættu þeir óumbeðnir
austur á bílum, hlöðnum timbri, og
reistu klefana á skömmum tíma.
Vildu Hvergerðingar því endur-
gjalda þessa aðstoð með því að gefa
ÍR umrætt landssvæði en skíðadeild
félagsins var þá farin að standa fyrir
námskeiðum við Kolviðarhól.
Þinglýst bréf frá árinu 1939 til ÍR-inga vegna lands á Hengilssvæðinu
„Væntum vér að gjöf þessi
sé félaginu kærtkomin“
EINKAHLUTAFÉLAGIÐ Lamp-
inn er nú í viðræðum við Landspít-
ala – háskólasjúkrahús um að taka
að sér tímabundinn rekstur deildar
á Landakoti í sumar fyrir hvíld-
arinnlagnir aldraðra. Fram-
kvæmdastjóri og eigandi Lampans
er Anna Soffía Guðmundsdóttir
hjúkrunarfræðingur en hún stofn-
aði félagið árið 2000 ásamt Gerði
Baldursdóttur hjúkrunarfræðingi
um rekstur 22 rúma öldrunardeild-
ar. Hins vegar er þetta fimmta
sumarið sem Anna Soffía tekur að
sér umsjón með hvíldarinnlögnum
aldraðra í samstarfi við Landspít-
alann. Fyrstu þrjú sumrin vann
hún í samstarfi við aðra hjúkr-
unarfræðinga.
Anna Soffía segist í samtali við
Morgunblaðið hafa mjög góða
reynslu af því starfi sem Lampinn
hafi unnið innan Landspítalans.
Hún segir mjög brýna þörf vera á
hjúkrunarúrræðum fyrir aldraða
og til marks um það nefnir hún að
um 50 beiðnir liggi fyrir hjá Lamp-
anum um hvíldarinnlögn í sumar
en hún hafi aðeins 20 rúm til ráð-
stöfunar. Um er að ræða aldraða
sem eru í umönnun aðstandenda
sinna. Reiknað er með að félagið
ráði til sín 15–20 starfsmenn á
Landakoti í sumar.
Haustið 2000 samdi Lampinn við
Landspítalann til sextán mánaða
um rekstur öldrunardeildar og
leigði félagið einn gang á geðdeild
spítalans undir þá starfsemi og
keypti fæði og læknisþjónustu af
spítalanum. Um var að ræða þjón-
ustu við aldraða einstaklinga sem
biðu eftir vistun á hjúkrunarheimili
og rann samningurinn við Lamp-
ann út um það leyti sem Sóltún tók
til starfa.
Úrræðin á eftir áætlun
Anna Soffía segir að það hafi
verið ný reynsla fyrir sig að hugsa
um launaútreikninga og önnur fjár-
mál.
Starf Lampans hafi samt gengið
vel en við öldrunardeildina voru 15
stöðugildi sjúkraliða og 5 stöðugildi
hjúkrunarfræðinga, auk starfsfólks
við ræstingu. Á þessum 16 mán-
uðum annaðist Lampinn 65 ein-
staklinga. Hún segir starfsfólkið
hafa búið yfir langri reynslu og
þjónusta þess verið vel þegin af
öldruðum og aðstandendum þeirra.
Anna Soffía segir samstarfið við
Landspítalann sömuleiðis hafa
gengið mjög vel en hún hefur starf-
að þar í 20 ár, lengst af á lyflækn-
ingasviði.
„Umönnun aldraðra virðist vera
vaxandi vandamál. Öldruðum fjölg-
ar en úrræðin eru alltaf á eftir
áætlun. Bið er löng í flestum til-
vikum, allt upp undir tvö ár. Á
meðan ekki er betra flæði inn á
hjúkrunarheimilin þá verður Land-
spítalinn að hafa aðra möguleika
en rými á bráðadeildum, sem eru
dýr í rekstri,“ segir Anna Soffía.
Morgunblaðið/Þorkell
Lampinn rak hjúkrunardeild fyrir aldraða sjúklinga á Landspítalanum.
Myndin er tekin við opunun deildarinnar. Anna Soffía Guðmundsdóttir
og Gerður Baldursdóttir ræða við Sigurástu Ásmundsdóttur.
Góð reynsla af rekstri
öldrunardeildar
Framkvæmdastjóri einkahlutafélagsins Lampans
NÝ alhliða ráðgjöf fyrir ungt fólk
sem á í tímabundnum vanda hefur
verið sett á laggirnar, en að sögn
Björns Vilhjálmssonar, verkefna-
stjóra í Hinu húsinu, nefnist nýja
þjónustan Tótalráðgjöf og mun
starfsemin hafa aðsetur í Hinu
húsinu. Björn segir forsögu Tótal-
ráðgjafarinnar vera þá að Hitt
húsið hafi um árabil stýrt átaks-
verkefnum fyrir ungt, atvinnulaust
fólk og þá hafi komið í ljós að ým-
iss konar vandi steðjaði að þessu
fólki, vandamál sem tengdust með-
al annars fjárhag, náms- og starfs-
vali og einkalífi einstaklinganna.
„Við þekkjum til í kerfinu og
vorum í því að hjálpa fólki að kom-
ast í samband við rétta ráðgjafa á
réttum tíma. Ég upplifði það þá að
þessu unga fólki fannst oft langur
aðdragandi frá því að það fann hjá
sér þörf til að leita aðstoðar, þar
til hún fékkst. Einnig kom í ljós að
fólk sem leitar sér aðstoðar út af
einu sviði í lífinu þarf oft hjálp á
fleiri sviðum,“ segir Björn. Björn
segist telja að ungu fólki liggi oft
meira á en þeim sem eldri eru að
fá aðstoð eftir að það hefur sóst
eftir henni, ekki mega líða of lang-
ur tími áður en hún býðst. Yngra
fólk hafi minni þolinmæði og sé
auk þess reynsluminna og því virð-
ist lausn vandamálanna meira að-
kallandi en eldra fólki. Vandinn sé
ekki sá að þjónusta fáist ekki í
samfélaginu en fólk þurfi þó að
ganga í gegnum ákveðið ferli áður
en það hittir ráðgjafa. Þess vegna
byggist Tótalráðgjöfin á tveimur
meginhugmyndum sem séu hrað-
virkni og heildræn sýn á vandamál
fólks. „Til að hafa sem sem víðast
aðgengi að þjónustunni var farið af
stað og leitað að samstarfsaðilum,
en sýnt þótti að ákveðið kjarna-
teymi þyrfti að vera til staðar, svo
sem félagsráðgjafi, sálfræðingur,
fjármálaráðgjöf, ráðgjafi í kynlífi
og barneignum, ráðgjafi fyrir fatl-
aða og náms- og starfsráðgjafi.
Svo höfum við verið úti í stofn-
unum þar sem þessi þjónusta er
veitt og höfum búið til tengslanet
við þær og áhersla er lögð á að
teymið fái tíma til að funda og
ræða saman svo auðveldara verði
að taka heildrænt á vandamálun-
um,“ segir Björn. Að sögn Björns
getur fólk sóst eftir ráðgjöfinni
með því að hringja, skrá sig á Net-
inu, koma í Hitt húsið eða senda
bréf. Auk þess verði ráðgjafarnir
til staðar í Hinu húsinu á
ákveðnum tímum svo fólk geti þá
komið beint þangað og hitt ráð-
gjafana, en þessi þjónusta verður
ókeypis.
Spurður um helsta markhóp
ráðgjafarinnar segir Björn að ver-
ið sé að reyna að brúa bilið milli
vandamálaráðgjafar og upplýs-
ingaveitu.
„Ungt fólk á að geta komið til
okkar, hvort sem það er að leita
sér að vinnu, húsnæði eða námi,
eða á í tímabundnum vandræðum
með eitthvað í lífi sínu. Hópur sem
núna gæti átt í erfiðleikum er það
unga fólk sem ekki hefur fengið
atvinnu í sumar en um mánaða-
mótin vorum við um 800 manns á
skrá og þetta er hópur sem getur
hrapað hratt í sjálfsvirðingunni.
Helsti veikleiki þjónustunnar er þó
sá að fólk þarf sjálft að sýna frum-
kvæði til að geta nýtt sér hana,“
segir Björn.
Þeir sem standa að Tótalráð-
gjöfinni eru Hitt húsið, Fé-
lagsþjónustan í Reykjavík, Lands-
bankinn, FKB, fræðslusamtök um
kynlíf og barneignir, SÁÁ og Jafn-
ingjafræðsla Hins hússins, auk
þess sem leitað verður til annarra
sérfræðinga eftir þörfum.
Þörf á hraðvirkri og
heildrænni þjónustu
Ný alhliða ráðgjöf fyrir ungt fólk hefur verið sett á stofn í Hinu húsinu í Reykjavík
DAGSKRÁ 17. júní á Hrafnseyri við
Arnarfjörð hefst klukkan 14 með
guðsþjónustu í Minningarkapellu
Jóns Sigurðssonar. Séra Stína Gísla-
dóttir í Holti, þjónandi sóknar-
prestur, messar. Kirkjukór Þingeyr-
arkirkju syngur. Organisti Sigurður
G. Daníelsson.
Kl. 15.00 hefst hátíðarsamkoma.
Halldór Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra flytur ræðu dagsins. Hrólf-
ur Sæmundsson óperusöngvari
syngur einsöng. Þessi atriði fara
fram í Bælisbrekku ef veður leyfir.
Öllum gestum verður boðið upp á
veislukaffi á vegum Hrafnseyrar-
nefndar og verður það borið fram á
pallinum við Burstabæ Jóns Sigurðs-
sonar ef veður verður hagstætt.
Opnuð verður samsýning þriggja
listamanna af vestfirskum ættum í
burstabænum. Auður Vésteinsdóttir
sýnir listvefnað, Elísabet Haralds-
dóttir leirlist og Þórður Hall sýnir
málverk. Verða verk þeirra sýnd í
bænum í allt sumar. Safn Jóns Sig-
urðssonar verður opnað formlega
17. júní og verður það opið til 1.
september að vanda.
Veitingasala með heimilissniði
verður í Burstabæ Jóns Sigurðs-
sonar í sumar eins og verið hefur.
Utanríkis-
ráðherra
flytur ræðu
17. júní á
Hrafnseyri