Morgunblaðið - 16.06.2002, Page 49

Morgunblaðið - 16.06.2002, Page 49
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 2002 49 RAÐGREIÐSLUR Hættum rekstri tímabundið Mikill afsláttur Allt á að seljast 5% aukaafsláttur m.v. staðgreiðslu Sími 861 4883 á handhnýttum, austurlenskum gæðateppum á Grand Hóteli, Sigtúni, Reykjavík LOKADAGUR ÚTSÖLUNNAR Í dag sunnudag 16. júní kl. 13-19 Mikið úrval af afgönskum teppum HEIMSMÓT KJERÚLFAI verður haldið hér á landi dagana 1. til 7. júlí nk. Boðið verður upp á þátttöku íslenskra ættingja og venslamanna, sem hér segir: 3. júlí á Fljótsdalshéraði: Fljótsdalshringurinn: Trjásafnið, hádegisverður í Atlavík, ferð um Fljótsdal með leiðsögumanni, skoðuð kennileiti, afhjúpaður minnisvarði, myndasýning á Skriðuklaustri og veitingar. Verð kr. 3.000. Valaskjálf: Veislumáltíð ásamt skemmtiatriðum kl. 20:00. Verð kr. 3.000. 6. júlí á Suðvesturhorni: Þingvallaferð: Hittumst þar kl. 13:00 og njótum leiðsagnar um staðinn ásamt erlendum frændum. Naustið: Hátíðarkvöldverður ásamt skemmtiatriðum. (Áætlað verð kr. 3.700.- til 4000.) Tilkynnið þátttöku fyrir 20. júní nk. í símum 477 1595, 474 1118 og 557 1705 eða netfang vilborgsjk@visir.is Parlez-vous français? Hringbraut 121, JL húsið, 107 Reykjavík Fax 562 3820 http://af.ismennt.is  af@ismennt.is Talið þið frönsku? 10 tíma hraðnámskeið til að undirbúa Frakklandsfara fyrir dvöl í Frakklandi. Námskeiðið kostar kr. 9.900. Alliance Francaise býður upp á: Ferðamannafrönsku: SEM meðlimur íslensku þjóðarinnar er nýtur málfrelsis, vil ég benda á að sú hugmynd að hlýða kínverskum stjórnvöldum og meina meðlimum Falun Gong-samtakanna að koma til landsins er furðuleg. Ég er furðu lostinn yfir því sem háttvirtur dóms- málaráðherra bar fyrir sig sem ástæðu traustsins sem hún ber til þessa yfirvalda: „Við eigum í við- skiptum við Kína og þar er mikil menningarþjóð.“ Hún hefur rétt fyr- ir sér varðandi viðskiptin og ekki má neita þessu um menninguna, en við eigum líka í svipuðum viðskiptum við þjóðir sem virða tjáningafrelsi og mannréttindi, og því er svarið í heild sinni ófullnægjandi. Benda má á, að það stjórnkerfi sem Kínverjar taka sér til fyrirmyndar úr fortíðinni, er ekki skreytt réttindum litla manns- ins. Dæmi: Þegar Kínamúrinn var reistur fyr- ir um tvö þúsund árum, var mikið velmegunartímabil í sögu keisara- valdsins og aðalsins, en bygginga- mennirnir nutu ekki góðs af. Þeir sem ekki skiluðu nægilegu dagsverki eða féllu niður af þreytu, voru reknir á hol með sverðum þrautþjálfaðra hermanna sem höfðu verið aldir upp við það eitt að þjóna hinum guðdóm- lega keisara af öllum sínum mætti. Ég verð að játa, að þrælahald er ekki leyft lengur í kínverskum lög- um, en sú hefð sem byggist á skila- boðum frá föður til sonar er enn að mestu leyti órjúfanleg. Til hvers að hlýða sömu stjórnvöldum og mót- mæltu samskiptum Íslendinga og embættismanna frá Taívan? Þegar hann Peng kom í heimsókn hingað til lands þurfti að loka heilu íbúðarhúsi í Breiðholtinu vegna þess að hinn háttvirti erlendi gestur vildi fá að skoða sig um á íslensku alþýðu- heimili. Fólk komst ekki heim til sín vegna hinnar þéttu raðar lögreglu og lífvarða við innganginn. Við Íslend- ingar erum sjálfstæð þjóð með lýð- ræði og góð grundvallarmannrétt- indi, og við þurfum ekki að lyppast niður fyrir erlendri þjóð. Mitt álit er, að íslensk stjórnvöld séu hrædd við þau kínversku, og séu þess vegna á því að fylgja hinum fræga „bann- lista“ gegn Falun Gong-hreyfing- unni. Sjálfur er ég mjög smeykur við þetta mál, og óska þess að allt fari friðsamlega fram, en líkt og aðrir, vil ég fá að tjá mig. Falun Gong eru ekki ofbeldissam- tök. Þau eru kannski svolítið ólík öðrum félögum en þegar á heildina er litið sést aðeins samansafn fólks sem vill halda sér í jafnvægi. Ég heyrði það sem sagt er, að samtökin neiti allri læknisþjónustu, en það er aðeins smávegis vandamál miðað við valdbeitingu yfirvalda í Kína. Fyrir nokkru birti blaðið Lifandi vísindi kafla sem fjallaði um Falun Gong, og hvet ég fólk til að lesa slík efni sem og söguþróun Kína síðast- liðin tvö þúsund árin. Ef valdamesti maður fjölmennustu þjóðar í heimi kemur hingað til lands og ætlar að ávarpa almenning, getur íslenska lögreglan líklega ekki séð um slíkt upp á eigin spýtur. Við þyrftum aðstoð frá NATO, það er að segja gæslulið og fulltrúa heimspressunnar, til að halda dipl- ómötum og mótmælendum í skefj- um. Enginn vill skothríð og óeirðir, allra síst hinn almenni íslenski borg- ari. Ég ber fulla virðingu fyrir kín- verskum stjórnvöldum, þó að ég skilji þau ekki alveg. Ef ég hef rangt fyrir mér varðandi álit háttvirts dómsmálaráðherra, bið ég hana af- sökunar. ARNAR ÞÓR KRISTJÁNSSON, Grænumörk 10, Hveragerði. Bréf til almennings Frá Arnari Þór Kristjánssyni, nema: AFI Jóns Sigurðssonar og alnafni byggði nýjan bæ hér á prestssetrinu Hrafnseyri um 1800 og í því húsi fæddist Jón forseti 17. júní 1811. Telja má víst að séra Jón hafi byggt bæ sinn, sem var með þremur burst- um, eftir teikning- um kollega síns í Vatnsfirði við Djúp, séra Guð- laugs Sveinsson- ar, en hann má teljast faðir ís- lenska burstabæj- arins í þeirri mynd sem við þekkjum hann; tvö eða fleiri sam- síða hús sem öll snúa timburklæddum stöfnum fram á bæjarhlað. Burstabærinn er íslenskt fyrir- bæri. Arkitektúr sem hvergi þekkist annarsstaðar í veröldinni og má gjarnan halda því meir á lofti en gert er. Mörgum kemur á óvart að bursta- bærinn varð ekki algengur í sveitum á Íslandi fyrr en um miðja nítjándu öld, en svo segir Hörður Ágústsson í sín- um stórmerku fræðum, en hann má teljast fróðastur núlifandi manna um þetta íslenska byggingarform. Ekki entist nú burstabær Jóns gamla Sigurðssonar mjög lengi, því um aldamótin 1900, þegar séra Böðv- ar Bjarnason tók við stað og búi á Hrafnseyri, var bærinn nánast fallinn að viðum og veggjum. Var hann rifinn en séra Böðvar byggði sér nýtt íbúð- arhús. Af einhverjum ástæðum stóð þó eftir eitt gaflhlað til vitnis um liðna tíð. Vorið 1993 var Sveinn Einarsson, hleðslumaður frá Hrjóti á Austfjörð- um, fenginn til að endurhlaða gaflhlað það sem eftir stóð. Þegar til átti að taka neitaði Sveinn að snerta við gafl- hlaðinu, en sagðist í þess stað gjarnan vilja hlaða upp allan bæinn og má segja að þessi orð Sveins hafi verið kveikjan að því sem á eftir kom. Af þessum hugmyndum varð þó ekki, þar sem Sveinn féll frá veturinn eftir. Burstabærinn endurreistur Hrafnseyrarnefnd tók svo málið upp á sína arma undir forystu for- mannanna Þórhalls Ásgeirssonar og síðar Matthíasar Bjarnasonar og lét hefja framkvæmdir eftir frumupp- dráttum Ágústar Böðvarssonar, með hliðsjón af líkani af bænum í Safni Jóns Sigurðssonar og teikningum Auðuns H. Einarssonar, sem var yf- irsmiður við verkið ásamt Sófusi Guð- mundssyni. Höfð var hliðsjón af út- tektargjörðum og ekki síst lýsingum sjónarvotts, Guðbjargar Kristjáns- dóttur frá Baulhúsum, sem gisti í bænum nokkrar vikur þegar hún gekk til spurninga hjá séra Richard Torfasyni rétt fyrir aldamótin 1900. Hornsteinn var lagður að bygging- unni 17. júní 1994 og veggir bæjarins hlaðnir upp þá um sumarið og þurfti þar ekki að giska á neitt þar sem moldin sagði til um hvar veggirnir höfðu staðið. Að öðru leyti var ekkert við að styðjast nema áðurnefnt gafl- hlað. Engar rústir eða neitt slíkt. Unnið var við bygginguna næstu sumur og bærinn síðan formlega tek- inn í notkun 17. júní 1997. Reynt var að hafa bæinn sem líkastan fyrir- myndinni þótt margt sé þar öðru vísi útlits en var þegar Jón forseti var að alast þar upp. Þar eru til dæmis ekki moldargólf eins og Jón ólst upp við og miklu meira er þar af timbri innan veggja en forðum. Þar er lítið nýtísku eldhús og salerni eftir kröfum tímans og allt þannig útbúið í hólf og gólf að hreyfihamlaðir geti athafnað sig að vild. Hrafnseyrarnefnd lagði áherslu á að í bænum færi fram lifandi starf- semi og gamalt og nýtt tengt saman til að laða fólk að sögunni. Er það í stíl við það sem víða gerist erlendis og þykir hafa lánast mjög vel á ýmsum stöðum. Veitingar í þjóðlegum stíl Í bænum eru seldar veitingar í þjóðlegum stíl yfir sumartímann og er meðlætið heimabakað þar innan stokks. Og sýningar ýmiskonar eru hafðar þar uppi. Þá eru þar meðal annars ýmsir munir frá tímum Jóns Sigurðssonar úr Byggðasafni Vest- fjarða og einnig er verið að koma upp utan dyra sýnishornum af hestaverk- færum þeim sem tíðkuðust í landbún- aði hér á landi áður fyrr. Þá hefur ver- ið byggður sýninga- og veitingapallur utandyra sem eykur notagildi bæjar- ins verulega. Bærinn veitir staðnum aukna dýpt Burstabær Jóns Sigurðssonar var reistur fyrir framlög frá Alþingi og nokkrum fyrirtækjum í landinu og má auðvitað um það deila hvernig til hefur tekist eins og með önnur mann- anna verk. Undirritaður hefur þó nánast eingöngu heyrt og séð ánægt fólk ganga um garða í bænum og eru gestirnir óljúgfróður vitnisburður. Óhætt er að fullyrða að þessi fram- kvæmd hefur tekist framar öllum vonum og veitir staðnum aukna dýpt ef svo má segja og gefur bendingar um það hvernig þar var umhorfs þeg- ar sá maður sem íslensku þjóðinni stendur einna næst hjarta ólst þar upp. Aðsókn gesta og gangandi að Hrafnseyrarstað og safni Jóns Sig- urðssonar hefur aukist um helming frá því bærinn var endurbyggður. Sem áður segir er bærinn nefndur Burstabær Jóns Sigurðssonar og er Alþingi, Hrafnseyrarnefnd og fyrir- tækjum þeim sem að byggingunni stóðu til mikils sóma. HALLGRÍMUR SVEINSSON, Hrafnseyri við Arnarfjörð. Burstabær Jóns Sigurðs- sonar á Hrafnseyri Frá Hallgrími Sveinssyni stað- arhaldara á Hrafnseyri: Frá Hrafnseyri Hallgrímur Sveinsson alltaf á föstudögum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.