Morgunblaðið - 16.06.2002, Blaðsíða 53
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 2002 53
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Heimsferðir opna þér
leiðina til Ítalíu í sumar á hreint ótrúlegum kjörum og einstakt
tækifæri til að kynnast þessu stórkostlega landi á verði sem
hefur aldrei sést fyrr á Íslandi. Vikuleg flug alla fimmtudaga til
Verona, einnar fegurstu borgar Ítalíu, þar sem þú getur notið
ótrúlegrar fegurðar hennar og sögu eða dvalið við Gardavatn í
magnaðri náttúrufegurð. Verona er í hjarta Ítalíu, frábærlega
staðsett og héðan er örstutt til allra átta og þú velur úr glæsi-
legustu verslunum heimsins og listasöfnum og nýtur lífsins í
þessu menningarhjarta Evrópu.
Aðeins 50 sæti á sértilboði
Beint flug alla fimmtudaga
Brottför frá Keflavík kl. 17.30.
Flug heim á þriðjudagsmorgnum
Verð kr. 24.265
Gildir 11 eða 18. júlí til Verona.
Flugsæti með sköttum, m.v. hjón með
2 börn, 2–11 ára.
Verð kr. 29.950
Flugsæti fyrir fullorðinn, fargjald A.
Aðeins 40 sæti í boði.
Skattar innifaldir.
Kynntu þér Ítalíubækling
Heimsferða
Verona
11. og 18. júlí
frá kr. 24.265
SÖLVHÓLSGÖTU 7 • 150 REYKJAVÍK
SÍMI 545 7500 • FAX 562 6383
NETFANG postur@fjs.is
VEFFANG www.fjs.is
Fjársýsla ríkisins var stofnuð með lögum nr. 95 - 15. maí 2002.
Stofnunin tekur yfir starfsemi Ríkisbókhalds og embætti Ríkisféhirðis.
Fjársýsla ríkisins
Nýtt símanúmer Fjársýslu ríkisins
Númer bréfasíma eru óbreytt.
545 7500
Í laxleysi gerist það gjarnan að öllu
er tjaldað til að fá þá fáu fiska sem
láta á sér kræla til að taka fluguna. Í
veiðibúðunum fara að sjást ýmis
furðufyrirbæri. Gamall draugur
gekk aftur í glerborðinu í Vesturröst
fyrir skemmstu.
Það er engin önnur en „flugan“
Black Eyed Prawn, eða svarteygða
rækjan, sem þarna var komin, en
hún hefur varla sést í verslunum
lengi. Aftur á móti hefur sjaldan
vantað hennar helsta afkvæmi sem
er ekkert annað en hin alræmda og
stórhættulega Frances.
Eins og sjá má af myndunum er
Black Eyed Prawn, eða B.E.P. eins
og margur kýs að skammstafa hana í
sömu meginlitum og Frances, þ.e.
rauð, svört, græn og gul. Sá sem
hnýtir er Jón Sigurðsson, þaulvanur
veiðimaður. B.E.P. var hönnuð af
breska hnýtaranum Peter Dean og
fyrstu eintökin hnýtt af stúlku að
nafni Frances sem vann hjá honum.
Þaðan er Frances nafnið komið.
Sú gamla loðnari
B.E.P. var fyrst reynd hér á landi,
líklega í Norðurá og reyndist af-
burðavel. Eins og sjá má er hún með
augum, en frumgerðirnar voru raun-
ar mun loðnari heldur en þær sem
hér eru komnar. Fljótlega fóru menn
að stytta vinnslutímann á hverri
flugu, hún varð „snöggklipptari“ og
augunum var sleppt. Það bar sama
góða árangurinn og þróaða flugan
var skýrð Frances.
Nokkrir veiðimenn, m.a. Guðlaug-
ur Bergmann, hafa þó ævinlega
haldið tryggð við gömlu frumgerðina
og veitt vel á B.E.P.
Svarteygða
rækjan
gengur aftur
Morgunblaðið/Golli
Hér er B.E.P. í öllum helstu litunum.
Hún er ófrýnileg, svarteygða rækjan.
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN?
TÓMAS Ingi Olrich mennta-
málaráðherra afhenti í vikunni 15
styrki úr sjóðnum Þekking stúd-
enta í þágu þjóðar, til nemenda í
Háskóla Íslands. Sjóðurinn er til-
raunaverkefni til eins árs og
markmið hans er að auka rann-
sóknarstarf á landsbyggðinni og
vekja athygli stúdenta á rann-
sóknartækifærum og aðstöðu til
rannsókna á landsbyggðinni.
Þátttaka í ár var mjög góð, alls
bárust 47 umsóknir um styrki, en
styrkir voru veittir hvort sem um
lokaverkefni eða önnur verkefni
var að ræða. Fullur styrkur var
500 þúsund krónur og miðast við
15 eininga verkefni en smærri
verkefni fengu úthlutun í hlutfalli
við einingafjölda. Umsóknirnar
voru metnar með hliðsjón af gildi
þeirra fyrir viðkomandi sveitar-
félög og staðbundnum aðstæðum,
svo sem atvinnulífi, byggðaþróun
og fleiri þáttum.
Styrkirnir í ár runnu til verk-
efna í 10 sveitarfélögum. Sjóð-
urinn er samstarfsverkefni Stúd-
entaráðs, Byggðastofnunar,
Rannsóknaþjónustu Háskólans,
Sambands íslenskra sveitarfélaga
og nokkurra sveitarfélaga. Stúd-
entaráð Háskóla Íslands átti
frumkvæði að stofnun sjóðsins
sem byggist á 3 milljón króna
framlagi Byggðastofnunar og 200
þúsund króna framlagi 10 sveit-
arfélaga, eða alls 5 milljónum
króna.
Morgunblaðið/Jim Smart
Tómas Ingi Olrich afhendir hér Berglindi Steinu Ingvarsdóttur styrk úr
sjóðnum, en hann hlaut hún fyrir verkefnið Bjargdúfur, sem snýst um
að kanna meinta tilurð villtra bjargdúfa í Fjarðarbyggð.
Styrkir veittir
til stúdenta