Morgunblaðið - 16.06.2002, Page 56
FÓLK Í FRÉTTUM
56 SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Sixties
í kvöld
!"#$%&'(') COSI FAN TUTTE - W.A. Mozart
Óperustúdíó Austurlands
Stjórnandi Keith Reed
Í dag kl 17 - Síðasta sýning
Stóra svið
Miðasala: 568 8000
Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu
sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga.
Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is
KÆRU LEIKHÚSGESTIR
Við í Borgarleikhúsinu viljum
þakka ykkur öllum fyrir komuna
í vetur. Þetta voru ánægjulegar
samverustundir.
Nú förum við í smá sumarfrí og
hlöðum batteríin.
Nýtt leikár hefst 1. september.
Það verður fjölbreytt, frumlegt,
fyndið og fullt af freistingum!
Við hlökkum til endurfundanna.
Guðjón Pedersen,
leikhússtjóri
ÞEIR Gallagher-bræður, Noel og
Liam, hlutu í vöggugjöf þann miður
skemmtilega ávana að vera ætíð
mjög uppsigað við kollega sína í tón-
listargeiranum. Hvorugur þeirra
hefur vílað fyrir
sér að láta í ljós
andúð sína á hin-
um og þessum,
sem jafnan eru
skreytt nokkrum
vel völdum blóts-
yrðum.
Nú er það
rapparinn Em-
inem sem reynir
eitthvað á taugar
Noels. Og ástæðan,
jú hann er of upptekinn af sjálfum
sér. „Ég meina, hann syngur ekki
um neitt annað en sitt eigið líf, kon-
una sína og mömmu sína. Hverjum
er ekki skítsama? Reyndu að komast
yfir þetta, maður!“ sagði hinn hressi-
legi Noel í viðtali á dögunum.
Þar með var hann þó ekki alveg
búinn að tæma úr reiðiskálum sínum
því í kjölfarið fylgdu með skilaboð til
forsprakka Radiohead, Thom Yorke:
„Hei, Thom Yorke, ísöldin er ekki á
leiðinni. Þú ert ömurlegur!“
Meiningin á bak við þessi skilaboð
verður seint skýrð almennilega en án
efa liggur djúp hugsun á bak við þau!
Noel Gallagher tjáir
Noel Gallagher
sparar ekki
stóru orðin.
„Thom
Yorke er
ömurlegur“
sig um kollega sína
BRANDUR Enni er 13 ára dreng-
ur frá Færeyjum. Nafn hans þýðir
eldur og eru miklar vonir bundnar
við hann en hann þykir hafa alla
eiginleika sem stórstjarna þarf að
hafa, þrátt fyrir ungan aldur. Ný-
verið gaf hann út fyrstu breiðskífu
sína, Waiting in the Moonlight,
þar sem margir af þekktustu laga-
og textahöfundum Færeyinga
leggja honum lið. Platan hefur
hlotið mjög góðar viðtökur ná-
granna okkar og er ráðgert að
setja hana á markað á hinum
Norðurlöndunum í kjölfarið.
Í skóla í Hafnarfirði
Á þjóðhátíðardegi okkar Íslend-
inga ætlar Brandur að sækja land-
ið heim og halda hér tvenna tón-
leika.
„Ég hef komið nokkrum sinnum
til Íslands áður,“ sagði Brandur í
samtali við Morgunblaðið.
„Ég var meira að segja í skóla í
Hafnarfirði í þrjár vikur einu sinni
þegar ég kom þangað að spila.“
Brandur segist sjálfur hlusta
mest á rokk- og popptónlist og
meðal eftirlætistónlistarmanna
hans eru Alicia Keys, Chicago,
Michael Jackson og Tom Jones.
Aðspurður segist Brandur hafa
framtíðarplönin á hreinu:
„Ég ætla að halda áfram að
syngja um ókomna framtíð og
ætla að reyna að koma mér á
framfæri um heim allan,“ sagði
hinn ungi Brandur rétt áður en
hann lagði upp í Íslandsför sína.
Skemmtir 17. júní
Gunnar Christiansen er sér-
legur aðstoðamaður Brands hér á
landi og þekkir söguna af sam-
starfi Brands og Íslendinga:
„Samstarfið hófst á Færeyskum
dögum sem haldnir voru fyrst hér
á Fjörukránni árið 1999. Brandur
hefur nú sungið tvisvar á Fær-
eyskum dögum og hefur náð að
tengjast Hafnfirðingum vel. Sér-
staklega eftir að hann settist hér á
skólabekk í nokkrar vikur,“ sagði
Gunnar.
Tónleikar Brands Enni fara
fram 17. júní, eins og áður sagði,
annars vegar á Arnarhóli klukkan
15.30 og hinsvegar á hátíðarsvæð-
inu í Hafnarfirði klukkan 20.30.
Eldur frá Færeyjum
Eldur og ís; Brandur Enni.
Færeysk poppstjarna heldur hér tónleika 17. júní
Golfkúlur 3 stk. í pakka
aðeins 850 kr.
NETVERSLUN Á mbl.is
AÐDÁENDUR trans-
hústónlistar hafa fengið
mikinn hvalreka á sínar
fjörur því krónprins dans-
gólfa Evrópu, Sander
Kleinenberg, er staddur
hér á landi og mun spila á
Gauki á Stöng í kvöld á
einum af hinum svoköll-
uðu Electrolux-
viðburðum.
Kleinenberg kemur
frá Haag í Hollandi, sem
oft hefur verið nefnd
óformlegar höfuðstöðvar dans-
tónlistar. Hann var aðeins 15 ára
þegar hann hóf að þeyta skífur af
miklum móð og var fyrr en varði
orðinn einn vinsælasti plötusnúður í
heimalandi sínu.
Kleinenberg hefur þó
ekki aðeins getið sér gott
orð sem skífuþeytir held-
ur einnig sem upp-
tökustjóri.
Hann hefur gefið út
tónlist hjá nokkrum
hljómplötufyrirtækjum
beggja vegna Atlantshafs
og telja sérfróðir að lag
hans „My Lexicon“ sé eitt
mest selda og langlífasta
klúbbalag seinni ára.
Það er kollegi Kleinenberg, Grét-
ar G., sem sér um upphitun á
Electrolux og mun stíga inn í búrið
eftir kl. 23. Miðaverð er 1.500 krón-
ur.
Plötusnúðurinn Klein-
enberg snýr skífum á
Gauki á Stöng í kvöld.
Hristir upp í Íslendingum
Sander Kleinenberg á Electrolux-kvöldi
LIÐSMENN strákasveitarinnar A1 segj-
ast vera orðnir langþreyttir á að vera rugl-
að saman við steikarsósu!
Já, drengirnir lögðu upp í fyrirhugaða
frægðarför til Bandaríkjanna á dögunum
og var boðið hlutverk í þáttaröðinni The
Young and the Restless.
Frami í fyrirheitna landinu virðist þó
eitthvað standa á sér því fjölmiðlamenn
þar ytra virðast einungis spenntir að vita
hvers vegna þeir heiti í höfuðið á steik-
arsósu. A1 er nefnilega einnig nafn á einni
mest notuðu steikarsósu í Bandaríkjunum
og er eins og svo margt annað „til á hverju
heimili“.
Það eru því ekki tónlistarhæfileikar
strákana sem fólk hefur áhuga á heldur
tenging þeirra við sósuna góðu.
Einn fjórmenninganna í A1-sveitinni,
það er að segja Mark, sagði um málið: „Það
halda allir að við heitum eftir þessarri sósu.
Fólk er alltaf að koma upp að okkur og
spyrja hvort við séum ekki þessir sósu-
gaurar!“
Strákasveitin A1
Ruglað saman við steikarsósu
Sósustrákarnir í A1.