Morgunblaðið - 16.06.2002, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 16.06.2002, Blaðsíða 58
Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson TVÆR merkilegar hiphop-skífur komu út fyrirskemmstu og býsna ólíkar,ekki síst í ljósi þess að þeir sem standa að skífunum voru á sín- um tíma nánir samstarfsmenn og fé- lagar til margra ára. Annars vegar er glæný plata DJ Shadow, The Pri- vate Press, sem er með merkustu útsetjurum, lagasmiðum og upp- tökumönnum síðustu ára, og svo hins vegar önnur breiðskífa tvíeyk- isins Blackalacius, Blazong Arrow, sem er með frumlegustu og for- vitnilegustu hiphopsveitum nú um stundir. Josh Davis, sem síðar tók sér nafnið DJ Shadow, ólst upp í út- hverfi San Francisco og þvert á við félaga sína var hann ekkert gefinn fyrir rokk og rafgítara, kaus heldur hiphop og þá plötusnúðahiphop, turntablism. Þegar hann fluttist til Davis í Norður-Kaliforníu til að ganga í háskóla komst hann í tæri við álíka þenkjandi menn sem voru að fást við hiphop og myndaði með þeim Solesides-klíkuna sem síðar varð að plötufyrirtæki. Innan vé- banda Solesides kom Shadow að þó nokkrum lögum og tók að gefa út, meðal annars mixspólur. Frægt varð þegar hann gaf út smáskífu með sautján mínútna lagi, Entropy, 1993, en það ár gerði hann samning við breska fyrirtækið Mo’Wax sem James Lavelle rekur, en Lavelle hafði komist yfir mixspólur með Shadow. Gríðarleg athygli Eftir að Shadow hafði gefið út smáskífur á vegum Mo’Wax bað La- velle hann að taka þátt í hljómsveit sem hann var að mynda, U.N.K.L.E. Áður en kom að því tók Shadow upp sólóskífu, Endtroduc- ing …, sem kom út seint á árinu 1996, vakti gríðarlega athygli og er enn í dag talin með helstu plötum danstónlistarsögunnar. Svo vel var henni tekið að Mo’Wax setti saman aðra skífu með Shadow, safnaði saman nokkrum eldri lögum og sjaldgæfum og gaf út á safninu Preemptive Strike 1998. Um það leyti var Solesides-félagsskapurinn að leysast upp en flestir félaganna þaðan mynduðu saman nýtt fyr- irtæki, Quannum. Þetta ár gaf Sha- dow sér síðan loks tíma til að setja saman U.N.K.L.E.-skífu, en ný sóló- skífa varð að bíða enn um stund. Sex ár eru liðin síðan Endtroduc- ing kom út og þótt ekki hafi komið með DJ Shadow önnur breiðskífa fyrr en The Private Press kom út hefur hann ekki setið auðum hönd- um; á hverju ári hefur eitthvað kom- ið frá honum, hvort sem það eru smáskífur með eigin efni, tónlist annarra sem hann hefur vélað um eða samstarfsverkefni. Eitt helsta verkið á þessum sex árum er áð- urnefnd plata U.N.K.L.E.- klíkunnar, Psyence Fiction, sem var reyndar bara tvíeyki þeirra James Lavelles, eiganda Mo’Wax og DJ Shadow þegar kom að upptökum, en á henni koma einnig við sögu Kool G. Rap, Mark Hollis, Mike D, Badly Drawn Boy, Richard Ashcroft og Thom Yorke. Sú skífa kom út 1998 og síðan hefur Shadow meðal annars sent frá sér mixskífu með Cut Chemist og nokkrar smáskífur. Sólóskífu beðið með eftirvæntingu Þótt Shadow hafi ekki slegið slöku við árin frá því Endtroducing … kom út hafa margir beðið nýrrar sólóskífu hans með mikilli eftirvænt- ingu, svo mikilli reyndar að það hef- ur kannski haldið eitthvað aftur af honum, enda ná menn yfirleitt ekki að marka djúp spor í tónlistarsög- una nema einu sinni eða svo. Shadow lýsti því í viðtali fyrir skemmstu að þegar hann setti sam- an Endtroducing … var hann að vinna úr þeim tíma sem hann sökkti sér í tónlist fyrir alvöru, árum sem hann eyddi í ekkert nema hiphop og honum fannst hann einmitt vera að semja hiphop. Hiphoplið sem hann þekkti var aftur á móti ekki á sama máli, menn kveiktu ekki á því að hip- hop gæti verið eitthvað annað en rímnaflæði yfir hakkaða Isley- bræður eða James Brown. Endurnýjun í hugmyndasjóðnum Nú þegar The Private Press kem- ur út er Shadow búinn að vera að hlusta á hiphop í tuttugu ár að því er hann segir sjálfur, en ekki bara á hiphop eins og heyra má á plötunni nýju, því þar flæða ýmislegar hug- myndir aðrar, rafgítarfrasar, sýru- og raftónlist, upptökur sem hann hefur sankað að sér á löngum tíma, en allt er unnið með hljóðsmala nema rödd Lateefs í einu lagi. „Ég er að vinna úr hiphoptónlist eins og ég skil hana, beiti henni sem snið- máti á það sem ég geri. Ég er alinn upp við hiphop, hef mestallt mitt frá hiphop, en ég hef líka hlustað á aðr- ar gerðir tónlistar og sótt áhrif þangað. Eins og málum er háttað í hiphopheiminum í dag eru menn að sækja búta í hiphopskífur frá síðasta áratug og það er eflaust ekki langt í að þessi „nýju“ lög verði síðan notuð sem efniviður í enn nýrri lög; það verður að endurnýja í hugmynda- sjóðnum.“ Platan nýja heitir the Private Press og vísar í upptökur sem fólk gat gert á pappaskífur á fimmta og sjötta áratugnum, tveggja mínútna einkaboð. Þau skreyta plötuna en undirstrika líkast til einnig tilgang- inn með henni; The Private Press eru persónuleg skilaboð DJ Sha- dows til umheimsins. Önnur breiðskífa Blackalicious Solesides gaf út plötur í sex ár eða svo, en höfuðpaur útgáfunnar var Jeff DJ Zen Chang. Úrval þess sem fyrirtækið gaf út er að finna á safn- skífunni SoleSides Greatest Bumps sem kom út á síðasta ári og fær bestu meðmæli. Á henni er að finna ýmislegt sjald- eða fáheyrt frá DJ Shadow, Chief Xcel og Gift of Gab, eða Blackalicious, Mack B. Dog og Lateef og Lyrics Born, eða Latyrx, svo dæmi séu tekin, í bland við þekktari tónlist frá Solesides- genginu sem auk DJ Shadow var skipað þeim X-Cel, Gift of Gab, La- teef og Lyrics Born, en X-Cel og Gift of Gab störfuðu saman sem Blackalicious og Lateef og Lyrics Born sem Latyrx. Þeir Xcel og Gab kynntust í ungl- ingaskóla fyrir fimmtán árum, en voru þá að vinna með öðrum tónlist- armönnum, Xcel á fullu með Sole- sides-genginu en Gab með plötu- snúð. Þegar sá plötusnúður Gab ákvað að snúa sér að öðru en tónlist leitaði hann til Xcel. Þeir náðu strax vel saman, tóku sér nafnið Blackali- cious, og urðu snemma áberandi í Solesides-samstarfinu. Blackalicious kom að ýmislegri tónlist á þessum árum, en fyrsta eiginlega útgáfan var stuttskífan Melodica sem kom út 1995. Samningur við stórfyrirtæki Áhrifin koma úr ýmsum áttum og þeir félagar hafa aldrei farið leynt með dálæti sitt á öðrum tónlistar- mönnum. Xcel nefnir Arethu Franklin, Femi Kuti, Arif Marden, Lee Scratch Perry, Ice Cube, Toshi Yushiro, Jay Dee og Jimi Hendrix, en þess má geta að skífan nýja er tekin upp í Ladyland-hljóðverinu sem er frægt fyrir að Hendrix tók þar upp. Gab nefnir til sögunnar Planet Asia, Ab-Rude, Mos Def, The Roots, Common, Project Blowed, Freestyle Fellowship og Ludacris og Xcel heldur áfram: Pharoahe Monch, Black Thought, Scarface, Too Short, Chali 2Na og svo má telja. Með tímanum leystist Solesides- samstarfið upp og úr rústunum kom Quannum-útgáfan. Blackalicious- félagar héldu áfram í tónlistinni, sendu frá sér stuttskífurnar A2G, sem kom út 1999, og fyrstu breið- skífuna, snilldarplötuna Nia, fyrir tveimur árum. Platan var gefin út á Quannum, merkinu sem þeir áttu og eiga með Shadow og fleirum, og gekk býsna vel að selja hana, seldist í yfir 100.000 eintökum í Bandaríkj- unum einum. Í kjölfarið tóku stærri fyrirtæki að keppast um að semja við Blackalicious og á endanum sömdu þeir við MCA, enda var þá allt í einu til nóg fé til að eyða í upp- tökur. Blazing Arrow kom síðan út fyrir hálfum öðrum mánuði og hljómar afskaplega vel svo ekki sé meira sagt, fénu var vel varið. Á skífunni er nokkuð af gestum: Hi- Tek, Rakaa, Chali 2na, Ahmir ?uest- love Thompson, James Poyser, Jaguar Wright, Gil Scott-Heron, Zack De La Rocha, Saul Williams, Cut Chemist og Keke Wyatt. Þrátt fyrir gestafjöld er tónlistin að segja öll úr smiðju Xcels; eitt lag vann hann með Ahmir og eitt með Hi- Tek. Þeir segja að samningurinn við MCA hafi ekki síst gert þeim kleift að kalla svo marga til. Tvær merki- legar skífur Fáir standa þeim DJ Shadow og Blackalicious á sporði í frumleika þegar hiphop er annars vegar. Fyrir stuttu komu út nýjar plötur sem undirstrika enn yfirburðina. FÓLK Í FRÉTTUM 58 SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MARGT hefur verið ritað og rætt um hina vofveiflegu atburði 11. september síðastliðinn. Það er kannski að bera í bakka- fullan lækinn að vera að reifa þá sorgarsögu eitthvað frekar en þó er hlið á því máli sem ekki hefur hlotið verðskuldaða umfjöllun. Sú hlið er nokkuð stór, um það bil 650 þúsund ferkílómetrar að flatarmáli og kall- ast Afganistan. Jú, það er rétt að þetta aumingjans land hefur verið mikið í fréttum undanfarið í kjölfar stríðs Bandaríkjamanna og talibana en umfjöllunin sú hefur verið nokk- uð einhliða ef mér skjátlast ekki. Mest hefur verið fjallað um land- vinninga og sprengjur en minna um þá þjóð sem hefur þurft að þola nær sleitulaust stríð síðan ég veit ekki hvenær. Það er þessi hlið sem Ted Rall lætur sig mestu varða í bókinni To Afghanistan and Back. Ted Rall er heimsþekktur fyrir snarpar ádeiluskrítlur sínar sem birtast í nokkrum af virtustu dag- blöðum heims auk þess að starfa við blaðamennsku. Höfundarein- kenni hans eru fjögurra ramma myndaskrítlur þar sem persónur hans fjalla um málefni líðandi stundar; oftar en ekki í mjög kald- hæðnislegum tón. Aðeins tveim mánuðum eftir árásina á New York var Rall kom- inn á átakasvæðin í Afganistan og segir farir sínar hreint ekki sléttar. Bandaríkin og utanríkisstefna þeirra fá rækilega á baukinn. Rall segir það öllum ljóst sem ekki heita Georg W. Bush að það sem gerðist 11. september hafi ekki komið til út af engu. Árásin hafi verið rökleg niðurstaða fjandsamlegrar utanrík- isstefnu Bandaríkjanna þar sem orð dagsins, alla daga, séu ,,deilum og drottnum“. Fyrir þessari skoðun sinni færir hann ýmis rök; sum hver fjar- stæðukennd, sem myndu sóma sér vel í samsæris- bíói Olivers Stone og önnur (og allflest) liggja nánast í augum uppi. Það er þó ekki þar með sagt að bókin sé einn langur áróðurspistill. Rall fjallar einnig um sögu landsins og fólkið sem það byggir. Reynd- ar fá Afganar ekki sérlega háa einkun í siðsemiskladdann en Rall segir það skiljanlegt miðað við hvernig þjóðin hefur verið með- höndluð í gegnum árin. Hann segir Afganistan vera umkringt löndum sem sé svo illa hverju við annað að þau hafi ekki einu sinni geð í sér að snertast með byssustingjum heldur láti þau Afganana um skítverkin. Áhugaverðastar eru þó frásagnir hans af verunni í landi sem er nán- ast gjörsneytt öllum þeim þægind- um sem við eigum að venjast. Ef það eru ekki vegirnir þar sem hol- urnar eru í meirihluta, olíuofnarnir sem notaðir eru til að hita upp van- búnar vistarverurnar og ósa svo mikið að menn verða að ákveða sig hvort þeir vilji frjósa í hel eða kafna eða leigubílaferðirnar sem kosta yf- ir 100 þúsund krónur fyrir tuttugu mínútna rúnt, þá er það bara eitt- hvað allt annað og ennþá óþægi- legra. Rall skrifar persónulegan stíl um hvernig eymdin, hræðslan og volæðið ber hann nánast ofurliði og hann furðar sig endalaust á því hvernig fólk getur búið í landi þar sem nánast einu náttúruauðlindirn- ar eru grjót, ryk og rússneskir hríðskotarifflar. Það dylst eng- um sem les bók- ina að stjórn- málaskoðanir Ralls eru fölbleik- ar svo ekki sé meira sagt. Margt af því sem Rall skrifar stenst kannski ekki enda- lausa rýni og segir hann að bókin eigi ekki að lesast sem hinn eini rétti Sann- leikur enda sé sann- leikurinn furðudýr sem sjald- an heimsæki Afganistan. Þrátt fyr- ir drungalegt viðfangsefni er bókin alveg drepfyndin. Kaldhæðnin ríð- ur húsum og kolsvartur Afgana- húmorinn er allsráðandi hvort sem er í texta eða myndum. MYNDASAGA VIKUNNAR Snörp ádeila Myndasaga vikunnar er To Afghanistan and Back eftir Ted Rall. NBM gefur út 2002. Bókin fæst í myndasöguverslun- inni Nexus. Afgönsk óskhyggja á bandaríska vísu. TENGLAR ..................................................... www.tedrall.com Heimir Snorrason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.