Morgunblaðið - 16.06.2002, Qupperneq 64
JIANG Zemin Kínaforseti og fylgd-
arlið hans ferðuðust um Suðurland
í gær, en forsetinn heldur af landi
brott í dag. Ferðin í gær hófst um
klukkan hálf tíu við Hótel Loftleið-
ir, en þar hitti Jiang Zemin starfs-
menn kínverska sendiráðsins og
aðra Kínverja búsetta á Íslandi.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís-
lands, var með í ferðinni, en henni
var fyrst heitið á Nesjavelli í hús-
næði Orkuveitunnar og þar tók
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar-
ráherra á móti Jiang Zemin, ásamt
þeim Alfreð Þorsteinssyni stjórnar-
formanni og Guðmundi Þórodds-
syni forstjóra Orkuveitunnar. Val-
gerður hélt ávarp þar sem hún
sagði meðal annars að margar
ástæður væru fyrir kínverska for-
setann að heimsækja Orkuveituna.
Hún nefndi að Ísland væri í forystu
á sviði jarðhitavirkjana og Nesja-
vallavirkjun sé ein fremsta jarð-
hitavirkjun í heiminum. Kínverjar
eigi mikinn jarðhita og hafi áhuga á
að nýta hann og síðast en ekki síst
sé Kínaforseti sjálfur verkfræð-
ingur og hafi þess vegna sérstakan
áhuga á þessum málum. Valgerður
sagði að þrátt fyrir að það sé kostur
að temja sér hógværð teldi hún að
Kínverjar gætu nýtt sér þekkingu
og reynslu Íslendinga af jarð-
hitavirkjunum. Valgerður minntist
á jarðhitasamningana sem Jiang
Zemin ræddi við Ólaf Ragnar
Grímsson og sagðist vera ánægð
með hversu vel Kínaforseti hefði
tekið í samvinnu milli landanna á
sviði jarðhita.
Kínversku blaðamennirnir voru
mjög áhugasamir um starfsemi
Orkuveitunnar og forsetinn sjálfur
spurði ýmissa spurninga um hana,
þegar gengið var um húsið í leið-
sögn Guðmundar Þóroddssonar.
Eftir skoðunarferðina um virkjun-
ina var farið upp að borholu 18 við
Nesjavelli og hún skoðuð.
Hádegisverður á Þingvöllum
Þá var ferðinni heitið til Þing-
valla þar sem Ólafur Ragnar
Grímsson greindi frá sögu stað-
arins. Eftir það var haldið í Ráð-
herrabústaðinn þar sem Davíð
Oddsson forsætisráðherra tók á
móti Jiang Zemin. Að því loknu var
gengið til hádegisverðar. Eftir há-
degisverðinn var hvíldartími en síð-
an var haldið áleiðis að Geysi og
snaðnæmst þar, þá var ferðinni
heitið að Gullfossi og þaðan til
Reykjavíkur síðdegis í gær.
Öll þau svæði sem forsetinn og
fylgdarlið hans fóru um í gær voru
lokuð meðan á ferð hans stóð og
gífurleg öryggisgæsla var í
tengslum við ferðina. Lítið bar á
mótmælendum þegar Kínaforseti
heimsótti Þingvelli.
Sýndu
orkuverinu
mikinn áhuga
Jiang Zemin og fylgdarlið hans
ferðuðust um Suðurland í gær
Morgunblaðið/Jim Smart
Jiang Zemin og Ólafur Ragnar Grímsson virtu fyrir sér Þingvelli, sem skörtuðu sínu fegursta.
Morgunblaðið/Þorkell
Davíð Oddsson forsætisráðherra tók á móti Jiang Zemin, forseta Kína, í blíðskaparveðri.
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
hér sérðu
debetkort, skólaskírteini, afsláttarkort
og alþjóðlegt stúdentaskírteini.
4kort
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
MORGUNBLAÐIÐ kemur
næst út miðvikudaginn 19. júní.
Fréttaþjónusta verður á mbl.is
í dag og á morgun milli kl. 9 og
18. Þá er hægt að koma ábend-
ingum á framfæri í síma
861 7970 alla helgina.
DEILD innan norska orkufyrirtæk-
isins Norsk Hydro, Norsk Hydro
Electrolysers AS, mun framleiða og
afhenda vetnisstöð fyrir Íslenska ný-
orku vegna vetnisverkefnsisins hér á
landi. Einnig framleiðir fyrirtækið
vetnisstöðvar sem settar verða upp í
Þýskalandi. Afhending á íslensku
vetnisstöðinni verður á næsta ári og
þá er ráðgert að þrír vetnis-
strætisvagnar verði teknir í notkun í
leiðakerfi Strætó bs.
Jón Björn Skúlason, framkvæmda-
stjóri Íslenskrar nýorku, segir ekki
ljóst ennþá hvenær á næsta ári stöðin
verði reist, en hún sé ólík þeim sem
framleiddar verða fyrir Þýskaland að
því leyti að hún verður sett upp á
einni af bensínstöðvum Skeljungs. Í
Þýskalandi verða stöðvarnar hins
vegar á athafnasvæðum strætis-
vagnafyrirtækja og ekki aðgengileg-
ar almenningi.
Jón Björn er nýkominn frá ráð-
stefnu á vegum Ballard í Kanada.
Ballard er fyrirtæki sem hefur sér-
hæft sig í þróun efnarafala,
vetnisvélanna sem notaðar eru í vetn-
isbílum. Fyrirtækið er að fjórðungi í
eigu DaimlerChrysler og annar fjórð-
ungur er í eigu Ford. „Ég sá frum-
gerðina að strætisvögnunum sem
hingað koma. Þar er verið að tilrauna-
keyra vagn og miklar prófanir þurfa
að fara fram áður en vagnar eru af-
hentir til viðskiptavina,“ segir Jón
Björn.
Vetnið framleitt á staðnum
Í stöðinni, sem verður sett upp hér-
lendis, verður vetnið framleitt á
staðnum. Jón Björn vill ekki gefa upp
kaupverðið á stöðinni, sem keypt er til
landsins í samstarfi við Skeljung.
Hins vegar sé ljóst að þetta sé flókinn
búnaður og ennþá mjög dýr meðan
hann er ekki á fjöldaframleiðslustigi.
Hægt verður að framleiða allt að 150
kg af vetni á dag .
Vetnisstöð reist hér-
lendis á næsta ári
Tekinn á 195
km hraða
ÁTJÁN ára ökumaður fólksbíls var
tekinn á 195 km hraða í Öxnadal í
fyrrinótt. Er það einn mesti hraði
sem mælst hefur, að sögn lögregl-
unnar á Akureyri, en alls voru 13
ökumenn stöðvaðir fyrir hraðakstur
um miðjan Öxnadalinn.
Pilturinn ók Volkswagen Golf á
þessum hraða og var hann sviptur
ökuleyfi til bráðabirgða á staðnum.
Verður mál hans fært fyrir dómara
en bráðabirgðasvipting gildir þar til
dæmt hefur verið í málinu. Ökumað-
urinn getur átt von á margra mánaða
ökuleyfissviptingu og tugþúsunda
króna sekt.
Erilsamt var hjá lögreglunni á Ak-
ureyri í fyrrinótt og gærmorgun og
sagði lögreglan mikla umferð í og við
bæinn. Þrír voru handteknir vegna
gruns um að þeir hefðu fíkniefni í
fórum sínum.
Tvö umferðarslys urðu í fyrra-
kvöld. Sjö ára stúlka á reiðhjóli
meiddist á fæti er hún rakst utan í
rútubíl og maður var fluttur á slysa-
deild eftir að ekið var aftan á bíl sem
hann var farþegi í.
ÖLLUM iðkendum Falun Gong,
sem hófu hungurverkfall á Charles
de Gaulle-flugvellinum í París síðast-
liðið fimmtudagskvöld eftir að þeim
hafði verið meinað að fara um borð í
flugvél Flugleiða til Íslands, var boð-
ið að fara með síðdegisvélinni í gær,
laugardag.
Magnús Ásgeirsson, stöðvarstjóri
Flugleiða í París, segist hafa fengið
grænt ljós um að hleypa þessum
ferðalöngum til Íslands eftir viðræð-
ur forsvarsmanna Flugleiða á Ís-
landi og íslenskra ráðamanna og
hann vissi ekki betur en allir, sem
hefði náðst í, hefðu tekið tilboðinu.
Flugleiðir eru ekki með fastan af-
greiðslustað á flugvellinum heldur
færist afgreiðslan á milli borða eftir
því sem aðstæður leyfa. Því hafi
þessir iðkendur Falun-Gong í raun
ekki verið í mótmælasvelti á yfir-
ráðasvæði Flugleiða heldur á flug-
vellinum sem slíkum. Um 30 manns
var að ræða og hófst för þeirra í
Bandaríkjunum.
Fleiri iðkendur Falun Gong til Íslands
Grænt ljós í París