Morgunblaðið - 01.08.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.08.2002, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. MEÐ tilkomu Netsinsjókst útbreiðsla barna-kláms, auk þess semþað varð meira áber- andi. Samtökin Barnaheill halda úti ábendinga- og fræðsluverkefni gegn barnaklámi, sem ber yfir- skriftina Stöðvum barnaklám á netinu. Kristín Jónasdóttir, fram- kvæmdastjóri Barnaheilla, segir verkefnið alþjóðlegt og njóta stuðnings Evrópusambandsins. Verkefnið er starfrækt í samstarfi við lögreglu, netþjónustur á Íslandi og samtök um allan heim sem starfa innan regnhlífarsamtakanna Inhope. Að sögn hennar er hluti verkefnisins starfræksla tilkynn- ingahnapps á vef samtakanna, barnaheill.is, sem er nokkurs kon- ar ábendingarþjónusta. Hún hvet- ur notendur Netsins til að senda ábendingar til Barnaheilla ef þeir rekast á barnaklám á vafri sínu um Netið. „Barnaklám á Netinu er yfirleitt í formi ljósmynda af börnum, sem eru ýmist nakin á myndum eða þau eru sýnd sem þátttakendur í kyn- lífshegðun af einhverju tagi. Það telst vera barnaklám þegar við- komandi stúlka eða drengur er eða virðist vera undir lögaldri,“ lýsir Kristín. Hún segir að grófleiki myndanna sé mjög misjafn. Þær séu í raun allt frá því að vera nekt- armyndir yfir í það að vera ofbeld- ismyndir. Hún segir mörkin þó nokkuð skýr. Aldur barnanna er einnig misjafn, að sögn Kristínar og segir hún að yngsta barnið sem hún hafi séð hafi verið ungbarn. „Þetta eru kynningarsíður og síðan þarf að borga til að sjá meira. Það er gefið til kynna á forsíðunum hvað er borgað fyrir og það er al- veg nóg,“ bætir hún við og segist ekki hafa rekist á íslenskar síður. Það hafi þó borist ábendingar um dreifingu barnakláms með tölvu- pósti hér á landi. Fjörutíu ára gömlum myndum dreift á Netinu Hún segir að barnaníðingar eða fíklar í börn hafi líklega alltaf verið til. Þeir hafi hins vegar ávallt verið einangraðir og hver í sínu horni. „Netið gaf okkur ýmsa nýja og góða möguleika, en þar opnaðist einnig tækifæri fyrir menn, sem hneigjast í þessa átt, til þess að skiptast á myndum,“ segir hún. Að sögn Kristínar hóf írski pró- fessorinn Max Taylor rannsókn á barnaklámi á Netinu árið 1997 og er hann sá aðili sem hefur rann- sakað þessa hluti einna mest. Hann fann yfir 50 þúsund myndir á einu ári og segir Kristín að það sem hafi komið fólki hvað mest á óvart var að mjög stór hluti þess- ara mynda var mjög gamall, jafnvel fjörutíu ára. „Þetta segir okkur að það er ekkert nýtt að börn verði fyrir þessu ofbeldi. Það hafa verið tekn- ar af þeim myndir og geymdar en þeim hefur ekki endilega verið dreift um allan heim. Það sem er svo óhugnanlegt er að með tilkomu Netsins og nýrrar tækni er hægt að skanna þessar myndir inn og hefja dreifingu á þeim. Þar með er glæpurinn endurtekinn aftur og aftur gagnvart barninu, sem jafn- vel er orðið fullorðinn einstakling- ur í dag,“ bendir hún á. Aðspurð hvort barnaníðingum hafi fjölgað með tilkomu Netsins, segir hún að enginn geti svarað því. „Þótt til séu samtök barnaníð- inga í Danmörku sem leita réttar síns, þá eru þau einsdæmi. Flestir barnaníðingar eru einir, ýmist að vafra á Netinu eða í sínum athöfn- um. Þeir loka að sér og gæta þess að enginn sjái til þeirra,“ segir Kristín og leggur áherslu á að það sé ómögulegt að segja til um hversu margir þeir séu, en Netið geri efnið aðgengilegra en áður. Réttlæta alltaf gjörðir sínar Eftir því sem hún best veit koma þessir menn úr öllum stéttum og eru á öllum aldri, þeir finnast alls- staðar. Einu tengslin sem hafa fundist, samkvæmt rannsóknum, er að barnaníðingar hafa nánast allir verið alvarlega vanræktir eða orðið fyrir ofbeldi í æsku. Aðstæð- ur í uppeldi þeirra gera það að verkum að þeir hneigjast í þessa átt. Hún bætir við að samkvæmt ýmsum erlendum athugunum séu 80 prósent þeirra sem hafa barna- klám í fórum sínum jafnframt ger- endur sjálfir. Kristín segir hugsunarhátt þess- ara manna ákaflega brenglaðan, þeir réttlæti alltaf gjörðir sínar. „Þeim tekst að snúa þessu þannig að þeir séu ekki að gera neitt rangt og að barnið hafi beðið um þetta.“ Kristín segir að barnaklám sé orðið að iðnaði í dag. Það sé nýtt í stöðunni og valdi fólki óróleika. Áð- ur fyrr var það þannig að nokkrir barnaníðingar skiptust á myndum sín á milli en nú framleiði menn barnaklám jafnvel þótt þeir hafi engar hneigðir til þess sjálfir. „Í dag er talið að götubörn og fleiri sem búa við mjög slæm- ar aðstæður séu í sífellt aukinni hættu á því að lenda í klóm þessara manna og klámiðnaðar- ins,“ heldur hún áfram. Hún segir framleiðsluna gefa til kynna að markaðurinn og eftir- spurnin eftir barnaklámi hafi auk- ist og iðnaðurinn blómstri, sérstak- lega í Asíu og Rússlandi. Þegar Kristín er innt eftir því hvort einhverjir hafi verið teknir fyrir framleiðslu eða vörslu á barnaklámi á Íslandi, svarar hún að eitt mál hafi komið upp í vor. Þá var maður handtekinn vegna vörslu mynda, að sögn hennar, en það var ótengt starfi Barna- heilla. Myndirnar fundust hjá mannin- um við húsleit lög- reglu út af öðru máli. Hún bætir því við að málið sé enn í rann- sókn. Hún segist vita til þess að íslenskar klámsíður, reyndar ekki barnaklámsíður, hafi verið vistaðar er- lendis. „Það kemur alltaf í ljós að við Ís- lendingar erum ekk- ert öðruvísi en aðrir. Hins vegar skulum við vona að aðstæður sé hér á landi að framleiðsla klámefni sé óhugsandi.“ Kristín leggur áherslu á mesti netaðgangur í heimi landi. Auk þess stöndum v arlega í tölvuþekkingu. „ lendis nást barnaníðinga vankunnáttu í tæknimá myndir eru því auðveldleg til þeirra.“ Kristín segir að Barn berist nú þegar ábendin dreifingu barnakláms me pósti hér á landi og eru u arnar þá sendar áfram til Virðingarleysi að d nektarmyndum Að sögn Kristínar liggja lögur nefndar um úrbætur vegna kláms og vændis. Þe er um barnaklám er m átján ár og er bannað a barnklámi eða nota my börnum í þessu skyni. Seg ín jafnframt að það næg komandi virðist vera un ára aldri jafnvel þótt han ekki. „Myndin getur verið konu eða eldri, en myn henni er dreift sem ba vegna þess að hún lítur út vera barn. Þá er jafnframt misnota hana á Netinu, hún á, „því hver vill hafa sér á Netinu í þessu samh Hún telur glæpinn börnunum ekki vera þann að þau séu neydd til is, því svo sé ekki í öllum heldur einnig að það sé dreifa nektarmyndum af þ sé ávallt virðingarleysi. Kristín víkur sögunni efninu Stöðvum barnaklám inu og tilkynningahnappi Samtökin Barnaheill starfrækja verkefn Barna blómstra Netið hefur orðið vett- vangur útbreiðslu barnakláms en þar sem það á sér engin landa- mæri getur reynst erfitt að skera upp herör gegn þessari útbreiðslu. Það hafa samtökin Barna- heill hins vegar gert í samstarfi við lögreglu, íslenskar netþjónustur og sambærileg samtök um allan heim. Löggjöfin þarf að vera landa- mæralaus VAL UM VERZLUNAR- MANNAHELGI Löng hefð er fyrir því að stór hlutiþjóðarinnar sé á faraldsfæti umverzlunarmannahelgina, sem senn gengur í garð. Væntanlega standa nú margir frammi fyrir því vali hvert eigi að halda um helgina. Þar er úr mörgu að velja; margvíslegar skemmtanir hafa ver- ið skipulagðar og ferðaþjónustan býður sömuleiðis upp á marga spennandi val- kosti. Flestir, sem leggja land undir fót um verzlunarmannahelgina, munu vafalaust skemmta sér vel og eignast góðar minn- ingar frá helginni. En því miður hafa mál þróazt þannig á liðnum árum að sumir eiga ákaflega slæmar og þungbærar minningar frá verzlunarmannahelginni. Of margir hafa slasazt eða látizt í umferð- arslysum. Á útihátíðum hefur ungt fólk orðið fyrir ofbeldi, þar á meðal kynferð- islegu ofbeldi, en það bíður þess seint bætur. Óharðnaðir unglingar hafa þegið fíkniefni af sölumönnum dauðans, sem oft hefur orðið upphaf mikillar ógæfu. Ung- menni, sem ekki eru af barnsaldri, hafa drukkið frá sér ráð og rænu og fyrir vikið orðið líklegri fórnarlömb slysa og ofbeldis en ella. Í umfjöllun um þessa mestu ferða- og skemmtanahelgi ársins skýtur sú skoðun stundum upp kollinum að allt þetta, slys- in, ofbeldið, nauðganirnar, ölvunin, fíkni- efnamálin, sé óumflýjanlegt og nái hvort sem er bara til lítils minnihluta. En það þarf ekki að vera óumflýjanlegt. Allt þetta er blettur á annars ágætri hefð. Allt þetta er líka spurning um val; að fólk velji þann kost að taka ábyrgð á sjálfu sér og sínum nánustu og að sýna náunganum virðingu. Við ráðum því sjálf hvort við stígum benzínið í botn og stefnum lífi og heilsu sjálfra okkar og annarra í hættu með framúrakstri eða hvort við sýnum ábyrgð, þolinmæði og árvekni á þjóðveg- unum. Ábyrgðin, sem hvílir á hverjum og einum ökumanni í umferðinni, er gífur- leg. Það er t.d. hvers og eins ökumanns að sjá til þess að hann sé í ástandi til að aka. Þeir, sem eru þreyttir eftir næturlanga vöku eða undir áhrifum áfengis, ættu frekar að taka rútuna en aka sjálfir. Við ráðum því líka sjálf hvort við notum áfengi í hófi eða alls ekki um verzlunar- mannahelgina eða hvort við drekkum frá okkur ráð og rænu og verðum okkur til skammar. Og það er að sjálfsögðu á okkar eigin ábyrgð að segja nei við þá, sem reyna að pranga út eitri á útiskemmtun- um. Það firrir heldur engan ábyrgð á gjörðum sínum að hann hafi verið undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Þeir, sem t.d. beita aðra ofbeldi í ölæði eða annars konar vímu, eiga sér einfaldlega engar málsbætur. Þetta á ekki sízt við um nauðganir og annað kynferðisofbeldi, sem eru and- styggilegustu glæpamálin, sem upp koma um verzlunarmannahelgar. Í fyrra var til- kynnt um 21 nauðgun um þessa helgi. Í öllum tilfellum voru gerendurnir ungir karlmenn. Það er ráð að ungir karlar strengi þess heit fyrir þessa verzlunar- mannahelgi að virða kynferðislegt sjálf- ræði kvenna við allar aðstæður. Þeir, sem eru vinir í raun, gæta þess annars vegar að vinir þeirra og vinkonur verði ekki fórnarlömb kynferðisofbeldis og tala líka vini sína til, ef þeir hafa í frammi ein- hverja tilburði til að beita slíku ofbeldi. Margir foreldrar standa frammi fyrir því vali fyrir verzlunarmannahelgina hvort þeir eigi að leyfa ósjálfráða börnum sínum að fara án fylgdar fullorðinna í tjaldferð eða á útiskemmtun eða hvort þeir eigi að fara fram á að unglingurinn skemmti sér með fjölskyldunni um helgina. Flestum foreldrum ætti að þykja þetta val auðvelt. Æ fleiri foreldrar átta sig á því að það er hreint og beint ábyrgð- arlaust að leyfa óhörðnuðum unglingum að fara einir á samkomur, þar sem þeim er margvísleg hætta búin. Ábyrgir for- eldrar segja einfaldlega nei og baka sér tímabundnar óvinsældir. Það er öruggari kostur en að eiga það á hættu að þurfa að sækja barnið sitt niðurbrotið eftir nei- kvæða reynslu um verzlunarmannahelg- ina. Sem betur fer virðast flestar þær skemmtanir, sem halda á um helgina, skipulagðar með það í huga að öll fjöl- skyldan geti sótt þær saman. Vonandi tekst að skapa jákvæðan hópþrýsting ábyrgra foreldra, sem verður til þess að fjölskyldur skemmti sér saman um helgina, en vinnur gegn hinni á stundum áhrifaríku en einkar hæpnu röksemd að „allir“ fái að fara án eftirlits fullorðinna á útihátíð. Eins og fram kemur í viðtali við fulltrúa foreldrahóps samtakanna Vímu- lausrar æsku í Morgunblaðinu í gær, er skynsamlegt fyrir foreldra að hafa sam- band við foreldra vina barnanna sinna og hafa samráð um það hvað er leyft og hvað ekki. Valið er okkar – um hvort verzlunar- mannahelgin verður sú skemmtun, sem flestir leggja upp með, eða hvort sú skemmtun snýst upp í andhverfu sína. LÉTTVÍN OG LANDAMÆRI Ísland og Noregur hafa á undanförnumárum skorið sig úr meðal Evrópuríkja – og raunar flestra ríkja heims – hvað varðar háar opinberar álögur á áfenga drykki og þar af leiðandi hátt áfengis- verð. Margir hafa fært rök fyrir því, m.a. Morgunblaðið, að hið háa verð, ekki sízt á léttvíni, sé eitt af því sem stendur því fyr- ir þrifum að hér geti orðið til skaplegri vínmenning. Í Morgunblaðinu í gær er greint frá því að í Noregi hafi nú myndazt meirihluti á Stórþinginu fyrir því að lækka opinberar álögur á áfengi og þar með verð á áfeng- um drykkjum. Ástæðan er ekki sízt sú að Norðmenn hafa í stríðum straumum sótt yfir landa- mærin til Svíþjóðar til að kaupa áfengi. Mjög hefur verið dregið úr álögum á áfenga drykki í Svíþjóð eftir að landið gekk í Evrópusambandið og verð hefur lækkað. Norskir neytendur geta því kosið með fótunum, eins og það er kallað, og leggja margir land undir fót til að kaupa vín í Svíþjóð vegna þess að þeir sætta sig ekki við verðlagið heima fyrir. Áfengis- kaup Norðmanna í Svíþjóð það sem af er árinu eru talin 83% meiri en á sama tíma í fyrra. Samkvæmt tölum frá sænsku rík- iseinkasölunni, sem birzt hafa í norskum fjölmiðlum, kaupa norskir viðskiptavinir hennar þrefalt meira af léttvíni en sterku víni. Fari svo að norska Stórþingið sam- þykki að lækka opinberar álögur á áfengi verulega, t.d. niður undir það sem gerist í Svíþjóð, mun Ísland standa eitt eftir með hinar geysiháu álögur og háa verð á áfengum drykkjum. Íslenzkir neytendur eiga hins vegar ekki þann kost að kjósa með fótunum; þeir skreppa ekki yfir nein landamæri til að kaupa sér léttvín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.