Morgunblaðið - 01.08.2002, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 01.08.2002, Qupperneq 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2002 43 ✝ Bragi Einarssonfæddist í Vest- mannaeyjum 27. apríl 1930. Hann lést á Landspítalan- um við Hringbraut 24. júlí síðastliðinn. Foreldrar Braga voru Einar Lárus- son, f. 20.3. 1893, d. 5.5.1963, og Sigrún Vilhjálmsdóttir, f. 29.9. 1897, d. 19.1. 1956. Bragi var yngstur þriggja bræðra. Bræður Braga eru: Lárus Sigurfinnur Einarsson, f. 23.3. 1923, d. 18.8. 1980, og Haraldur Arnór Einarsson, f. 17.7. 1924. Bragi ólst upp í Vestmannaeyj- um. Hann lauk gagnfræðaprófi, iðnskólaprófi og sveinsprófi í málaraiðn en meistararéttindi í greininni öðlaðist hann 1956. Bragi starfaði síðan lengi við verslunar- og málarastörf. Hann rak ásamt föður sínum versl- un, glerslípun og speglagerð í Eyjum frá 1952–1960 en flutti þá til Reykja- víkur. Þar stundaði hann einnig versl- unarstörf og iðn- grein sína og rak síðan eigin heild- sölu um skeið. Bragi starfaði síð- ustu árin nær ein- göngu að málefnum Félags ís- lenskra hugvitsmanna. Bragi bjó lengst af á Óðinsgötu 20, en síðustu mánuði ævi sinnar bjó hann á Dvalarheimilinu Felli. Útför Braga fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Mig langar að kveðja frænda minn, Braga Einarsson, með nokkrum orðum. Eins og frændum sæmir umgengumst við reglulega þegar ég var barn og unglingur. Mér finnst samt eins og raunveru- leg kynni okkar Braga hafi ekki hafist fyrr en áhugi hans á hugviti kviknaði af fullri alvöru. Sá áhugi fylgdi honum til dauðadags og lit- aði persónuleika hans svo sterkt að ekki er hægt að minnast hans öðruvísi en fjalla um þá hlið hans. Þær voru ófáar stundirnar sem við áttum saman yfir kaffibolla heima hjá mér þar sem Bragi ræddi um hugmyndir sínar og annarra. Það var einn af hans draumum að sjá Íslendinga standa framar á sviði nýsköpunar og uppfinninga en þeir gera í dag. Starf Braga með Félagi íslenskra hugvitsmanna var honum uppspretta margra hugsana. Ég fékk að fylgjast með úr fjarlægð þegar félagið var stofnað, þegar það kom sér upp skrifstofu og starfi hans þar. Bragi batt miklar vonir við þetta félag sem ekki rætt- ust allar en eiga vonandi eftir að gera það síðar. Það gladdi Braga óumdeilanlega ef hann gat orðið öðrum að liði við úrvinnslu hug- mynda eða leiðbeint við öflun einkaleyfa og pappírsvinnu af ýms- um toga. Eins minnist ég þeirrar stundar þegar Bragi færði mér nokkur eintök af bókinni sinni sem hafði hlotið nafn í höfuðið á honum og var kölluð „Bókin hans Braga“. Bók sem dreift var til fjölmargra grunnskólanema og verður vonandi það fræ sem þarf til að komandi kynslóðir læri að meta og hafa trú á eigin hugmyndum. Vinna Braga vegna nýsköpunarkeppni grunn- skólanna var honum mjög kær og þeir einstaklingar sem hann kynnt- ist í gegnum þá vinnu. Bragi teikn- aði upp innsendar hugmyndir nem- enda af stakri prýði og hafði skýrar skoðanir á gæðum hug- myndanna. Mér fannst einnig eft- irtektarvert að heyra hvernig Bragi talaði um nemendur sína. Inn á milli voru nemendur sem enginn í skólakerfinu virtist hafa trú á en það voru hans uppáhalds- nemendur og hafði Bragi mörg orð um hversu hugmyndaríkir sumir þeirra voru. Vonandi eiga einhverj- ir af þessum nemendum hans eftir að auðga íslenskt þjóðfélag með nytsömum, einkaleyfishæfum hug- myndum. Síðustu mánuði ævi sinnar dvaldi Bragi á Dvalarheimilinu Felli. Þótt hann væri orðinn þreklítill og veik- ur breytti það engu um áhuga hans á hugviti. Hann hélt sínu striki og gaf börnum starfsmanna teikni- áhöld og rissblöð og reyndi að kenna þeim þrívíddarteikningar. Bragi trúði því að sambýlingar sín- ir lumuðu á góðum hugmyndum. Galdurinn væri bara að fá þá til að hætta að lifa í fortíðinni og beina sjónum til framtíðar. Ef til er vist eftir dauðann efast ég ekki um að þar stendur Bragi í ströngu við að sannfæra þá sem þar eru um mikilvægi nytsamra hugmynda auk þess sem hann veltir fyrir sér leið- um til að bæta það sem hægt er að bæta. Haraldur Arnar Haraldsson. Það lágu skilaboð frá Braga á skrifborðinu um miðjan júlí. „Bragi biður að heilsa.“ Ég hafði verið er- lendis. Það var sunnudaginn 28. júlí sem ég hugsaði mér að heim- sækja Braga. Eftir þá ákvörðun, tek ég upp Morgunblaðið frá laug- ardeginum og minningasíður opn- ast. Dánartilkynning Braga blasti við. Það var þá Bragi sem var að benda mér á að ég gæti ekki heim- sótt hann í efninu þann daginn, að- eins í anda. Kannski var það Bragi sjálfur sem kom því við, að sunnu- dagsblaðið kom ekki, til þess að ég mætti endurlesa laugardagsblaðið og þar með dánartilkynningu hans! Bragi var sérstakur maður, enda hugvitsmaður eins og Leonardo da Vinci og götu-heimspekingur eins og Sókrates. Ég kynntist honum á Tækniskólaárum mínum fyrir um 11 árum. Mér hafði verið bent á að ræða við hann, því ég var að springa af hugmyndum sem ég sjálf gat vart gert skil á. Saman sátum við sunnudag eftir sunnu- dag, mánuð eftir mánuði í kaffi nið- ur á Listasafni Íslands og skipt- umst á hugmyndum og hugarorku á meðan sonur minn Kristján sat niðri í barnahorninu og virkjaði listræna hæfileika og kom reglu- lega upp til að afhenda listaverkin sín. Bragi var svo skýr í huga að hann þurfti ekki auto cad tölvu. Hann einfaldlega sá allt í þrívídd og gat snúið þeim hlut sem hann var að hugsa um eins og þrívídd- argrafík í tölvuforriti. Bragi náði til vídda sem við hin náum aldrei til. Vídda þar sem lausnirnar er að finna. Þess vegna var Bragi sér- stakur og margir mega öfunda hann af hans tæra huga. En Bragi hafði ekki það fé sem þurfti til að einkaleyfa allar hans frábæru hug- myndir, en ég er sannfærð um að Bragi kom mörgum hugmyndum og lausnum niður í okkar hugar- heim, til að hver og einn mætti sækja þær, ef hann hefði vit og getu til þess. Bragi bar ávallt litla minnisbók á sér. Hún var aldrei sú sama og síð- ast þegar maður hitti hann. Sú bók gat verið númer 627 en sú síðasta 622, 5 bækur á milli. Bragi teikn- aði, skissaði og skráði allar lausnir sem komu niður í huga hans í þess- ar litlu bækur, rétt eins og Leon- ardo da Vinci. Öll lögmál koma þar fram. Þannig þokaðist hver hug- mynd áfram til lausnar. Þessar litlu skissubækur eru dagbækur mikils hugvitsmanns. Ég ætla að vona að þær verði teknar til hand- argagns ásamt öðrum gögnum hans af Hugvitsmannafélaginu eða Þjóðarbókhlöðunni sem gersemar og gagnasafn, rétt eins og skissu- teikningar Leonardo da Vinci. Margir kannast e.t.v. við útgáfu lítillar rúðustrikaðrar minnisbókar innbundna í gorma, með teikningu af ljósaperu og blýanti í mannslíki. Þetta er Bókin hans Braga eins og hún heitir og var gefin út í tilefni Nýsköpunarkeppni grunnskóla- nemenda. Bragi var nefnilega mjög mikill barnavinur og annt um að ungir nemendur fengu að virkja huga sinn í hugvit. Það var Bragi sem ýtti hugvitsmannabekkjum grunnskóla áfram og úr vör og kenndi þessu unga fólki um árabil að virkja hugvit sitt. Honum fannst óþarfi og óvirðing gagnvart drengjum og stúlkum þessar fornu smíðar og saumadútl. Þetta unga fólk, stúlkur og drengir, hefðu meira til brunns að bera en að prjóna endalausan trefil og skera fígúrur úr tré. Virkt hugvit væri framtíðin. Virkt hugvit kostar ein- beitingu og einbeiting er sá sjálfs- agi sem öllum mönnum er nauð- synlegur í fortíð, nútíð og framtíð. Einbeiting hrindir frá blekkingum og viðhorfum og er greiðasta leið til lausnar. Ég vona að þetta fram- úrstefnuverkefni og framtíðarsýn Braga í grunnskólum haldi áfram um aldur og ævi. Einn vetur fékk hann það verk- efni að sinna ungum nemendum sem ekki var útséð um að næðu grunnskólaprófi. Við kölluðum slíkt í gamla daga tossa. En þetta voru ekki tossar í augum Braga, heldur vanmetnir einstaklingar. Hann sá hæfileika þeirra og virkjaði þá. Þetta unga fólk þurfti ekki endi- lega að vera með hæfileika til að kunna mannkynsöguna aftur á bak og áfram. En það hafði annað í sér sem Bragi sá og hjálpaði til að blómstra. Sumir af þessum nem- endum Braga verða e.t.v. vélvirkj- ar, tískuhönnuðir eða eldklárir bif- vélavirkjar og þúsundþjalasmiðir þegar fram í sækir. Burtséð frá einkunnum þá útskrifuðust þessir nemendur með sjálfstraust á sjálf- an sig og framtíðina. Það var Braga að þakka. Þannig var Bragi, fordómalaus. Hann sá inn í sál okkar og virkjaði hana niður á efnissviðið. Hógvær til orðs og æðis var hans eiginleiki. Ábendingar hans voru svo hógvær- lega og blíðlega settar fram að kalla mætti hann „ljósmóður“ hug- mynda og hugvits fyrir þá sem fengu tækifæri til að vinna með honum. Þannig er og á góður kenn- ari að vera. Ég verð ævinlega þakklát fyrir að hafa kynnst Braga. Það þarf vart að kveðja Braga. Við hittumst í andanum um aldir alda. Sigfríð Þórisdóttir. BRAGI EINARSSON ÆSKILEGT er að minning- argreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hve- nær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dá- inn, um foreldra hans, systk- ini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi að- eins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í grein- unum. Formáli minn- ingargreina Sími 562 0200 Erfisdrykkjur www.solsteinar.is sími 564 4566 Legsteinar í Lundi við Nýbýlaveg, Kópavogi                         ! "#$                           !       "   #$ %%    %! &'( )  &'*(+,     &'! )  &'!  )  +,,    &'! )   )  - ,. / 0!  ,#'   %, - , )     1!  &/ & 2)  &' 3   4. #   5 6/  )  ,"  )  '  #  , 3     $ 7.)  -  )  5 /  ,   *  *+ ), *  *  *+ / & '    !   ! &8 / 9:; < 0"/ ' " '( # 0$( "#$ $ ,' => ?@ "),    5 )'(+' A )'(+'  )'(+' -  $  '  / (             A  694:  +    0$( "#$         )  !*    +        !,  !*      #" "% -         . / . .  ,' 5 )   , ,'   5     , )   - ,. ,'   5  ,') ), *  *+ / (       A  <? 69 A   '" , B             "#    ,0*      ?(  ) / & '   .  &  & : < 4A 9  !  *0,,'          1     2  3 2  4  !*   5   + &'*(+   0$  5   ), ! $  2 /
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.