Morgunblaðið - 01.08.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.08.2002, Blaðsíða 42
UMRÆÐAN 42 FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ UNGMENNA- HREYFING Rauða kross Íslands (URKÍ) hefur verið með átak gegn kynsjúkdómum og alnæmi síðan 1. des- ember síðastliðinn og mun átakið standa til 1. desember á þessu ári. Nú í kringum verslun- armannahelgina verð- ur sett í gang sérstakt átak undir kjörorðun- um „Notaðu smokkinn svo þú getir eignast börn“ og „Gleym mér ei“. Átakið miðar að því að hvetja ungt fólk sem byrjað er að stunda kynlíf til að nota smokkinn til að verj- ast alnæmi og kynsjúkdómum. Á Íslandi greinast um 2.000 ein- staklingar með kynsjúkdóminn klam- ydíu á ári hverju, ívið fleiri stelpur en strákar en strákar eiga aftur á móti auðveldara með að smita. Mikil aukn- ing hefur orðið á klamydíusýkingum undanfarin ár og geta afleiðingar sjúkdómsins verið alvarlegar. 10% kvenna sem smitast af klamydíu verða ófrjóar í kjölfarið og það gerir um 100 konur á hverju einasta ári á Íslandi. Þess vegna er mikilvægt að nota smokkinn ekki eingöngu sem getnaðarvörn og vörn gegn kynsjúk- dómum heldur einnig til þess að geta eignast börn í framtíðinni. Notaðu því smokkinn til þess að geta eignast börn! Það greinist um það bil einn einstaklingur í mánuði HIV-jákvæður á Íslandi og er meirihlut- inn af þeim sem smitast í dag gagnkynhneigðir. Kemur það mörgum á óvart þar sem HIV og al- næmi hefur lengi verið talinn sjúkdómur sam- kynhneigðra karlmanna en sú er ekki raunin. Undanfarið hefur HIV- jákvæðum fjölgað mest meðal gagnkynhneigðra ungra kvenna. Flestir sem smitast af HIV-veir- unni eru á aldrinum 25–29 ára. Smokkurinn er góð getnaðarvörn og ver einnig gegn kynsjúkdómum ef hann er notaður allan tímann meðan á samförum stendur. Þannig má forð- ast afleiðingar sýkinga og forðast ófrjósemi af völdum þeirra. Allir vita að smokkurinn er dýr á Íslandi en miðað við það að mörg kaupum við okkur kók á hverjum degi, förum í bíó einu sinni í viku, klippingu einu sinni í mánuði og fleira sem við teljum nauð- synlegt, þá er 100 krónur skiptið ef til vill ekki mikið miðað við það að glasa- frjóvganir kosta hundruð þúsunda. Sjálfboðaliðar Ungmennahreyfing- ar Rauða kross Íslands munu í dag, fimmtudag, og á morgun, föstudag, dreifa smokkalyklakippum og póst- kortum til ungs fólks sem er að fara út úr bænum á útihátíðir eða annað um verslunarmannahelgina. Sjálfboðalið- arnir verða meðal annars á Reykja- víkurflugvelli og BSÍ. Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands hvetur ungt fólk sem byrjað er að stunda kynlíf til þess að nota smokkinn nú um helgina sem og alltaf til að verja sig og aðra gegn kynsjúk- dómum. Notaðu smokkinn! Átak gegn kynsjúkdómum Erla Svanhvít Guðmundsdóttir Átak Smokkurinn er góð getnaðarvörn, segir Erla Svanhvít Guð- mundsdóttir, og ver einnig gegn kyn- sjúkdómum. Höfundur er formaður ungmenna- hreyfingar Rauða kross Íslands. NOKKRIR yfir- menn í SPRON hafa nú spunnið upp mikinn blekkingarvef til að slá ryki í augu stofnfjár- eigenda og síns eigin starfsfólks. Stofnað hefur verið einkahluta- félagið Starfsmanna- sjóður Spron ehf með 500.000 kr hlutafé sem býðst til að kaupa stofnfjárhluti í SPRON. Nauðsynlegt er að starfsfólk SPRON og stofnfjár- eigendur geri sér grein fyrir því að með tilboði Starfsmannasjóðs Spron ehf. er ver- ið að blekkja og því vert að vekja at- hygli á fjórum mikilvægum atriðum. 1. Við fimmmenningarnir höfum lagt fram tilboð sem við vonum af einlægni að gangi eftir þannig að stofnfjáreigendur fái eðlilegt raun- virði fyrir hlut sinn í SPRON. Stjórn Starfsmannasjóðs Spron ehf vonast á hinn bóginn eftir að þurfa ekki að standa við tilboð sitt. Félagið vill helst óbreytt ástand. 2. Tilboðin eru bæði sambærileg að því leyti að hvorugt gerir ráð fyrir að annað fé renni til sparisjóðsins samhliða því að stofn- fjárhlutir séu keyptir. 3. Stjórnarformaður SPRON Jón G. Tómas- son hefur lýst því yfir að það sé skilyrði fyrir samþykkt þeirrar stjórnar sem hann stýr- ir að SPRON sé ætlað- ur hlutur í yfirverðinu. Jón G. Tómasson hefur neitað að fallast á tilboð okkar fimmmenning- anna á þessum grund- velli og telur stjórnina brjóta lög með því að samþykkja það. Með sama hætti mun stjórn SPRON því ekki sam- þykkja kaup Starfsmannasjóðs Spron ehf á stofnfjárhlutum. 4. Stjórn starfsmannasjóðs Spron ehf. hefur óskað eftir umboði til að fara með atkvæði stofnfjáreigenda á fundinum 12. ágúst n.k. Af framan- sögðu er ljóst að stjórn starfsmanna- sjóðs Spron ehf þarf að standa að því að fella núverandi stjórn SPRON og kjósa nýja sem vill samþykkja við- skiptin ætli starfsmannasjóðurinn að koma fram kaupum sínum. Telja má fullvíst að starfsmannasjóðurinn muni ekki greiða atkvæði skv. gefn- um umboðum með vantrausti á stjórnina. Þannig mun hann sjálfur koma í veg fyrir að loforð hans um kaup verði að veruleika. Láti nægj- anlega margir stofnfjáreigendur blekkjast mun enginn selja neitt og óbreytt ástand ríkja áfram. Blekk- ingin gengur þá upp og komið hefur verið í veg fyrir kaup okkar fimm- menninganna. Blekking Gunnlaugur M. Sigmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur í Reykjavík. SPRON Með tilboði Starfs- mannasjóðs Spron ehf, segir Gunnlaugur M. Sigmundsson, er verið að blekkja. SÍÐAN viljayfirlýs- ing um framhald við- ræðna um álver á Aust- urlandi var undirrituð hefur Morgunblaðið birt nokkrar greinar og viðtöl um málið sem sýna vel hversu ólík sjónarmið ríkja um stóriðjustefnu ríkis- stjórnarinnar og um leið hversu mikilvægt er að fjölmiðlar sýni sjálfstæði og þrek í um- fjöllun um jafn afdrifa- ríkt mál. Björn Bjarnason Hinn 20. júlí birtust í miðopnu tvær greinar sem sýndu ágætlega hin ólíku sjónarmið. Önnur er eftir Björn Bjarnason borgarfull- trúa og alþingismann og er byggð á tveimur meginþáttum, annars vegar skömmum út í undirritaða og Vinstrihreyfinguna – grænt framboð fyrir afgerandi afstöðu gegn fyrir- huguðum framkvæmdum og hins vegar á umfjöllun um landkynning- arstarf Íslendinga í Bandaríkjunum. Virðist Birni mislíka það mjög að Bandaríkjamenn skuli upplýstir um að á Íslandi sé öflug andstaða við áformaða Kárahnjúkavirkjun og ál- verksmiðju á Reyðarfirði. Ekki skal ég fullyrða hvort ergelsið í Birni stafar af þörf hans fyrir að ná sér niðri á mér vegna greinar sem ég skrifaði og birtist í Mbl. 23. maí sl. Sú fjallaði um tvískinnunginn í mál- flutningi Björns þegar hann mót- mælti grjótnámi og landfyllingum í Reykjavík og kallaði þær umhverfis- slys, á sama tíma og hann vildi ólmur reisa jarðvegsstíflu við Kárahnjúka úr 10 milljón rúmmetrum af grjóti á nánast ósnortnu og að hluta til frið- lýstu svæði. Hitt treysti ég mér til að fullyrða að í niðurlagi greinar Björns eru fólgin mikil öfugmæli, sem stjórnvöld og fylgjendur fram- kvæmdanna klifa á að því er virðist til að villa um fyrir fólki og það er al- varlegt. Þar segir um fyrirhugaðar framkvæmdir: „Farið hefur verið að skýrum lýðræðislegum leikreglum og stuðst við margra ára rannsóknir vísindamanna.“ Sannleikurinn er sá að margra ára rannsóknir vísinda- manna leiddu til þeirrar niðurstöðu Skipulagstofnunar að ekki bæri að heimila virkjunina vegna óaftur- kræfra umhverfisáhrifa hennar. Það sem síðan gerðist var pólitísk vald- beiting þar sem um- hverfisráðherra sneri við úrskurði Skipulags- stofnunar og ákvað að fallist yrði á fram- kvæmdina þrátt fyrir hin umfangsmiklu óaft- urkræfu áhrif. Þessi gjörningur ráðherrans hefur verið kærður til dómstóla sem brot á lögum. Steingrímur Sigurgeirsson Hin greinin sem birt- ist í miðopnu Mbl. 20. júlí sl. er eftir Stein- grím Sigurgeirsson og þar kveður við nokkuð annan tón. Steingrímur skrifar af yfirvegun blaðamanns í þekkingarleit og leitast við að komast að kjarna málsins. Hann veltir upp spurningum um áhrif stóriðjustefnunnar á sjálfs- mynd okkar og er það von mín að Mbl. haldi þeim spurningum vakandi og nýti sér þær í yfirgripsmikla um- fjöllun um stóriðjustefnuna, sem blaðið hlýtur að efna til fyrr en seinna, ef marka má orð Agnesar Bragadóttur fréttastjóra blaðsins í útvarpsþætti sl. laugardag. Stikk- orðalisti úr grein Steingríms gæti lit- ið svona út: Umfangsmestu framkvæmdir Ís- landssögunnar. Tiltölulega fá störf yrðu til við framkvæmdirnar og var- anleg aukning þjóðarframleiðslu yrði lítil. Miklar aukaverkanir, t.d. áhrif vaxtahækkana og ruðnings- áhrif. Áætlanir um mótvægisaðgerð- ir ekki til staðar. Óvíst er um lang- tímaáhrif stóriðjustefnu stjórnvalda. Og að lokum spyr Steingrímur áleit- innar spurningar: Hvaða áhrif hefur það á sjálfsmynd okkar sem þjóðar ef iðnaður fer að vega þyngra í út- flutningstekjum en sjávarafurðir eftir áratug eða svo? Friðrik Sophusson Viðtal blaðsins við forstjóra Landsvirkjunar sl. sunnudag gefur tilefni til andsvara sem ekki rúmast í greinarkorni þessu, en þó er ekki hægt annað en vekja athygli á örfá- um atriðum sem Friðrik ræðir í við- talinu. Hann gengst við því að Kára- hnjúkavirkjun sé ekki „vistvæn að öllu leyti“. Hann viðurkennir að um- hverfiskostnaður sé ekki reiknaður inn í arðsemismat virkjunarinnar, ekki hafi verið lagt mat á verðmæti landsins. Hann fullyrðir að ramma- áætlun um nýtingu vatnsafls og jarð- varma muni engu breyta um þær ákvarðanir sem búið er að taka. Og réttlætir væntanlegar framkvæmdir á Vesturöræfum í sumar með því að hann trúi því að af verkefninu verði þrátt fyrir það að ekkert liggi fyrir um væntanlegt orkuverð. Um órök- studdar fullyrðingar forstjórans í garð Náttúruverndarsamtaka Ís- lands ætla ég ekki að fjölyrða en minni á að 6 íslensk náttúruvernd- arsamtök hafa sent Alcoa áskorun um að hætta viðræðum við íslensk stjórnvöld um mögulega álverk- smiðju. Svo gerist Friðrik Sophus- son sekur um sömu öfugmælin og Björn Bjarnason þegar hann fullyrð- ir að virkjunin hafi farið í gegnum nálarauga mats á umhverfisáhrifum. Sannleikurinn er sá að nálaraugað var ekki nógu stórt fyrir ferlíkið – sem komst ekki í gegn. Roni Horn Síðasta greinin sem ég geri að um- fjöllunarefni hér birtist í Mbl. sl. laugardag. Hún er eftir bandarísku listakonuna Roni Horn. Roni ávítar okkur fyrir að ætla að ana með gal- opin augu út í sama fenið og aðrar iðnvæddar þjóðir reyna nú af alefli að losna úr. Hún talar til okkar full- um hálsi og bendir okkur á þá stað- reynd að við eigum enn möguleika á að velja hreinleikann og náttúru- verndina, við eigum val sem aðrar iðnvæddar þjóðir eiga ekki. Orð Roni Horn eru kraftmikil áskorun, sem ég vona innilega að nái eyrum þjóðar- innar. Niðurlag Allar þessar greinar leggja öflug- um blaða- og fréttamönnum upp í hendurnar tækifæri til að fara betur í saumana á einstökum atriðum stærstu framkvæmdaáforma Ís- landssögunnar og það er von mín að þeir taki áskoruninni. Stóriðjustefna – ólík sjónarmið Kolbrún Halldórsdóttir Stóriðja Allar þessar greinar leggja öflugum blaða- og fréttamönnum upp í hendurnar, segir Kol- brún Halldórsdóttir, tækifæri til að fara betur í saumana á einstökum atriðum. Höfundur er þingmaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs. UNDIRRITAÐUR hefur tengst starfsemi Sparisjóðs Reykjavík- ur og nágrennis í 44 ár og þekkir því vel til þeirra mála. Árin 1976- 1996 var ég þar spari- sjóðsstjóri og starfaði á þeim tíma með flestum þeim mönnum er nú sitja í stjórn þ.á.m for- manni stjórnarinnar Jóni G. Tómassyni, fyrrv. ríkislögmanni. Stjórnin hefur alla tíð haft það að leiðar- ljósi að gæta hagsmuna stofnfjáreigenda og sparisjóðsins sjálfs, jafnframt því að sýna heiðarleika og fara að réttum leikreglum. Sparisjóðurinn hefur vaxið og dafnað og viðskiptavinir og starfs- menn hafa verið mjög ánægðir með þróunina. En nú eru blikur á lofti. Annar rík- isbankinn, Búnaðarbankinn beitir fyrir sig Trójuhesti, fimm stofnfjár- eigendum, í heiftúðugri tilraun til þess að eyðileggja sparisjóðinn í nú- verandi mynd og leggja hann undir sig. Virðist bankinn geta kostað ótæpilega til þessa óþurftarverks. Hinn rikisbankinn stendur svo álengdar eins og hrægammur og bíður tækifæris. Hefði mig seint grunað að ríkisstjórn undir forystu Sjálf- stæðisflokksins styddi að gerð yrði slík atlaga að þeim sparisjóði er fyrsti formaður Sjálf- stæðisflokksins, Jón Þorláksson, bar fyrir brjósti, en hann var forystumaður stofnenda og fyrsti formaður stjórn- ar Spron. Vil ég taka undir spurningu Jóns G. Tómassonar í Mbl. 30.júlí sl. „Eft- ir hvaða kjörorði starfar forysta Sjálfstæðisflokksins í dag?“ Hefur hún gleymt kjörorði því er Jón Þor- láksson vann eftir „Gjör rétt - þol ei órétt“? Núverandi stjórn Spron hefur í hvívetna farið að lögum og var að undirbúa breytingu sparisjóðsins í hlutafélag til þess að auðvelda hon- um að starfa sem sjálfstæð eining í fjármálaumhverfi dagsins í dag, þeg- ar atlaga Búnaðarbankans hófst. Núverandi stjórn hefur staðið sig mjög vel og vil ég skora á stofnfjár- eigendur í Sparisjóði Reykjavíkur að styðja við bakið á stjórninni á fundi þeim sem boðaður hefur verið á Grand Hóteli 12. ágúst nk. kl. 17.00. og fella tilraunir til að bola henni frá. Hafi stofnfjáreigendur gefið um- boð til þeirra er fella vilja stjórnina geta þeir afturkallað það skriflega eða bara með því að mæta sjálfir á fundinn þ. 12. ágúst og fara þar með sín mál. Látum ekki bolabrögð og græðgi ráða för! Styðjum stjórn SPRON Baldvin Tryggvason SPRON Hafi stofnfjáreigendur gefið umboð til þeirra er fella vilja stjórnina, seg- ir Baldvin Tryggvason, geta þeir afturkallað það skriflega. Höfundur er fyrrverandi sparisjóðs- stjóri Spron og formaður Sambands sparisjóða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.