Morgunblaðið - 01.08.2002, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 01.08.2002, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga TEKJUSKATTS- og útsvarsstofn einstaklinga hækkaði um 40,8 millj- arða kr. milli áranna 2000 og 2001, eða úr 393,7 milljörðum tekjuárið 2000 í 434,5 milljarða árið 2001. Er það um 10,4% hækkun. Skv. upplýs- ingum frá fjármálaráðuneytinu end- urspeglar þetta fyrst og fremst hækkun tekna heimilanna á árinu 2001. Tölur um álagningu opinberra gjalda á einstaklinga og þá sem reka fyrirtæki í eigin nafni fyrir árið 2002 liggja nú fyrir og voru álagningar- seðlar póstlagðir í gær. Er gert ráð fyrir því að flestir þeirra berist lands- mönnum í dag. Á seðlunum koma fram upplýsingar um álögð gjöld vegna síðasta árs; þær bætur sem framteljendur eiga rétt á, vangreidd gjöld og endurgreiðslur vegna of- greiddrar staðgreiðslu á árinu 2001. Samanlögð álagning tekjuskatta og útsvars fyrir árið 2002 nemur 113,7 milljörðum kr. og hækkar um 16% milli ára. Álagningin skiptist því sem næst jafnt milli ríkis og sveitar- félaga. Tæplega 73% álagningarinn- ar falla til í Reykjavík og á Reykja- nesi. Um 43% álagningarinnar falla hins vegar til í Reykjavík. Framteljendum fjölgar um 1,5% Samkvæmt upplýsingum frá fjár- málaráðuneytinu er heildarfjöldi framteljenda við álagningu 2002, alls 224.914. Framteljendum hefur þar með fjölgað um 1,5% milli ára. Síð- ustu tíu ár hefur framteljendum fjölgað um 14,3% eða liðlega 1,3% að meðaltali á ári. 10,4% hækk- un skatta  Tekju-/2, 9 og 10 KAUPÞING á nú fjórðungshlut í Bonus Stores Inc. en sem kunnugt er er stefnt að því að auka hlutafé Bonus Stores á næstunni og er það mál í höndum Kaupthing New York. Fyrstu viðbrögð jákvæð Robert Gibbons, forstjóri Kaup- thing New York, segir að menn hafi átt í viðræðum við allmarga vel þekkta fagfjárfesta um mögulega hlutafjáraukningu í Bonus Stores og fyrstu viðbrögð hafi verið já- kvæð. Gibbons segir að Bonus Stores starfi á þeim smásölumarkaði í Bandaríkjunum þar sem vöxtur sé einna hraðastur og stjórnendur fé- lagsins hafi mikla þekkingu og skilning á markaðinum. „Kaupþing styður fjárfestingu okkar í New York í Bonus Stores og við höfum fulla trúa á framtíð Bon- us Stores,“ segir Robert Gibbons, forstjóri Kaupthing New York. Kaupþing á fjórðung í Bonus Stores NÚ ER verið að leggja lokahönd á þróun tækis sem kallað er Nanopore og er talið munu geta greint erfða- mengi einstaklings á um tveimur klukkutímum, eða um þúsund sinnum hraðar en hægt er í dag. Dr. David Deamer, prófessor í lífefnafræði við Háskólann í Santa Cruz í Kaliforníu, átti hugmyndina að tækinu, sem hef- ur verið í þróun frá árinu 1992, og kynnti starfsmönnum Íslenskrar erfðagreiningar tæknina á dögunum. Tæknin hefði það í för með sér að fólk gæti fengið upplýsingar um hvaða sjúkdóma því sé hætt við að fá vegna erfða. Telur Deamer að fólk muni hafa áhuga á að fá þær upplýs- ingar, sérstaklega ungt fólk, því að þá geti það gripið til fyrirbyggjandi að- gerða, miðað lífsstíl sinn við erfða- mengi sitt og farið reglulega í skoðun vegna þessara sjúkdóma. Þá mun tæknin einnig hjálpa vísindamönnum við þróun nýrra lyfja við ýmsum sjúk- dómum. Kynnir nýja tækni við greiningu erfðamengis  Markmiðið/33 TEKJUR af rekstri Bakkavarar Group hf. námu 8,3 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins. Hagn- aður fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) nam 1,4 milljörðum króna á tímabilinu skv. uppgjöri. Bakkavör Group hf. keypti í lok síðasta árs breska matvörufram- leiðslufyrirtækið Katsouris Fresh Foods Ltd, segir í tilkynningu frá Kauphöll Íslands. Vegna þess hve kaupin fóru fram seint á árinu eru tölur í uppgjörinu nú ekki sambæri- legar við tölur síðasta árs. Sé tekið tillit til þess nemur innri vöxtur fé- lagsins 23%. Þá nam framlegð fé- lagsins, sem er hlutfall rekstrar- hagnaðar af rekstrartekjum, 17,16%. Sama hlutfall nam 15,31% að með- altali á öllu árinu 2001. Afkoma Bakkavarar er góð, einkum í ljósi þess að um er að ræða fyrstu sex mánuði ársins, en framlegð félagsins er jafnan meiri á síðari hluta ársins. Hagnaður 1,4 milljarðar króna  Um milljarður/B1 Sex mánaða afkoma Bakkavarar Á MILLI 10 og 20 manns hefur verið sagt upp starfi hjá Íslenskri erfða- greiningu frá og með þessum mán- aðamótum vegna hagræðingar í rekstri fyrirtækisins. Páll Magnús- son, framkvæmdastjóri samskipta- og upplýsingasviðs ÍE, segir að upp- sagnirnar dreifist tiltölulega jafnt yfir ýmsar deildir fyrirtækisins og um sé að ræða eðlilega hreyfingu í starfs- mannahaldi í takt við þróun í starf- semi fyrirtækisins. „Í alþjóðlegu samhengi er þessi at- vinnugrein að lifa erfiða tíma og við þurfum að laga fyrirtækið okkar að þeim veruleika sem þessi geiri býr við og þurfum að leita leiða til að hag- ræða eins og hvert annað fyrirtæki,“ segir Páll. „Við þurfum að hugsa út leiðir til að framkvæma rannsóknir á sem hagkvæmastan hátt og getum hagrætt án þess að það hafi áhrif á umfang eða gæði rannsókna vegna þess að okkur hefur tekist að auka sjálfvirkni, ekki síst með okkar eigin hugbúnaðarþróun innan fyrirtækis- ins.“ Páll segir þessar uppsagnir ekki óeðlilega miklar miðað við fjölda starfsmanna hjá ÍE, sem er 750 manns. „Tíu til tuttugu manns af 750 manns er óskaplega lítið,“ segir hann. Páll hafði ekki handbærar upplýs- ingar um hversu margar uppsagnir er að ræða og hvort um sé að ræða laus- ráðið starfsfólk eða fastráðið. 10 til 20 sagt upp hjá Ís- lenskri erfðagreiningu MIKLAR skemmdir urðu á húsnæði málningar- og sandblástursfyrir- tækisins Blendis ehf. við Íshellu í Hafnarfirði um hálfníuleytið í gær- kvöld. Fjórar slökkvibifreiðir voru sendar á vettvang og náðu slökkvi- liðsmenn fljótt tökum á eldinum þótt hann væri mikill og hefði í fyrstu breiðst hratt út. Aldrei var þó óttast að fólk væri inni í brenn- andi húsinu. Slökkvilið varð að rjúfa þekjuna vegna mikillar glóðar í klæðningu og fór talsverður tími í það. Húsnæðið er 600 fm og var mikill eldsmatur, s.s. kol og tjöru- efni, en bjarga tókst mestu af því. Slökkvistörfum lauk upp úr klukk- an 23 og var höfð vakt áfram við húsið ef eldur gysi upp að nýju. Morgunblaðið/Júlíus Iðnaðarhús stórskemmt SVISSNESKUR ferðamaður brenndist á fæti þegar hann steig í hver á göngu inn við Grendal eða Grændal, norðan við Hveragerði í gærkvöld. Gönguleið liggur frá Hvera- gerði inn í Grendal. Haft var samband við lög- regluna á Selfossi, og menn úr Hjálparsveit skáta í Hvera- gerði komu til aðstoðar. Mað- urinn var fluttur með sjúkra- bifreið til Reykjavíkur á Slysadeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss í Fossvogi. Maður brenndist á fæti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.