Morgunblaðið - 01.08.2002, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 01.08.2002, Qupperneq 26
AP Ólöglegir verkamenn reknir frá Malasíu Fólk frá Indónesíu, Indlandi, Bangladesh og Filippseyjum hefur undanfarin ár streymt til Malasíu en landið komst til álna á níunda ára- tugnum og þar var því lengi næga atvinnu að hafa. Er áætlað að um 600 ólöglegir verkamenn hafi hafst við í Malasíu undanfarin ár, auk 770 þúsund erlendra verkamanna, sem öll tilskilin leyfi hafa. Stjórnvöld í Malasíu eru hins veg- ar komin á þá skoðun að rekja megi aukinn fjölda glæpa í landinu til vandamála, sem tengist ólöglegum innflytjendum, og þau hafa því ákveðið að bregðast við vandanum og beita ólöglega verkamenn hörðu. Mörg nágrannaríkja Malasíu hafa lýst áhyggjum sínum vegna ákvörð- unar Malasíumanna enda segjast þau ekki undir það búin að taka við þeim mikla fjölda fólks, sem streym- ir nú heim á leið á ný. TALIÐ er að meira en 250 þúsund ólöglegir innflytjendur hafi flúið Malasíu undanfarnar vikur en í gær rann út frestur sem stjórnvöld höfðu gefið fólki, sem unnið hefur í Malasíu án þess að hafa til þess til- skilin leyfi, til að hafa sig á brott frá landinu. Mörg hundruð þúsund ólöglegir verkamenn hafast enn við í Malasíu en þeir mega frá og með deginum í dag vænta þess að verða dæmdir til fangelsisvistar eða hýð- ingar. Á myndinni má sjá indónesíska verkamenn sem í gær biðu þess í Jo- hor Bahru að verða hleypt um borð í ferju, sem halda átti með þá heim á leið. Mikil örtröð myndaðist í vik- unni við ferjuhafnir sem þessar, enda kappkostuðu margir hinna ólöglegu verkamanna að komast frá Malasíu áður en nýju lögin tækju gildi. ERLENT 26 FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Gasol® Heimsendingarþjónusta ÍSAGA nær til Stór-Reykjavíkursvæðisins. Heimsendingargjald er kr. 500,- Afgreiðslan Breiðhöfða 11 er opin virka daga frá kl. 8 til 17. 800 5555 Hluti af Linde Gas Group ÍSAGA ehf. • Breiðhöfða 11 Sími 577 3000 • Fax 577 3001 www.aga.is IS A -2 43 .1 – ÍD E A STJÓRNVÖLD í Úrúgvæ hafa ákveðið að bankar í landinu verði lokaðir a.m.k. þangað til á morgun til þess að koma í veg fyrir að sparifjár- eigendur tæmi reikninga sína og varabirgðir seðlabankans gangi til þurrðar. Íbúar landsins hafa verið áhyggjufullir síðan innstæður í bönkum í nágrannaríkinu Argentínu voru frystar í desember sl., og flykktust að hraðbönkum á þriðju- daginn, en þeim hafði verið lokað. Bankalokunin kom í kjölfar þess, að ríkisstjórnin veitti 114 milljónum dollara til þess að bjarga Banco Montevideo í júní sl. Á föstudaginn voru varabirgðir seðlabanka Úrú- gvæ 725 milljónir dollara, og höfðu þá minnkað um 76,6%, úr 3,1 millj- arði dollara, síðan um áramót. „Við erum í rauninni í biðstöðu,“ sagði nýr efnahagsmálaráðherra landsins, Alejandro Atchugarry, er hann til- kynnti um bankalokunina í fyrradag. Atchugarry, sem tók við af Al- berto Bension sem sagði af sér í síð- ustu viku, sagði að fulltrúi stjórn- valda væri í Washington til viðræðna um frekari framlög frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum (IMF). Upphaf- lega átti bankalokunin að standa í sólarhring, en haft var eftir embætt- ismönnum á þriðjudagskvöld að hún yrði framlengd a.m.k. til föstudags. Embættismaðurinn sagði enn- fremur að stjórnvöld hefðu í hyggju að endurskipuleggja frá grunni allt bankakerfið í landinu, sem er ríkis- rekið. Bandaríkjamenn segjast vilja hjálpa Úrúgvæmönnum að komast út úr kreppunni. Í yfirlýsingu frá bandaríska fjármálaráðuneytinu sagði, að Bandaríkjamenn hefðu ráðgast við yfirvöld í Úrúgvæ og IMF „um gagngera lausn á efna- hagsvandanum undanfarið“. Í tengslum við slíka lausn væru Bandaríkjamenn reiðubúnir til að veita frekari aðstoð fyrir tilstuðlan IMF og annarra alþjóðastofnana. Úrúgvæ hefði „staðið sig vel ... og á skilið áframhaldandi stuðning al- þjóðafjármálasamfélagsins fyrir að hafa einbeitt sér að því að halda styrkri efnahagsstefnu“. Fengu 460 milljón dollara í júní Úrúgvæ hefur orðið fyrir barðinu á fjögurra ára efnahagskreppu sem ríkt hefur í Argentínu, 70% falli arg- entínska pesóans og gjaldfellingu 141 milljarðs dollara erlendra skulda Argentínu. IMF veitti Úrúgvæ 460 milljóna dollara aðstoð í júní, en hún hvarf á fimmtán dögum í aðstoð við banka og úrúgvæska pesóann, og í greiðslur af lánum. Fréttaskýrendur vænta þess að IMF sendi Úrúgvæ 650 milljónir í þessum mánuði. Seðlabanki Úrúgvæ hefur veitt rúmlega þrem fjórðu af varabirgðum sínum til þess að styrkja gengi pesó- ans, en í júní hætti bankinn að sker- ast í leikinn á fjármálamörkuðum og lét pesóann fljóta – niðurávið. Hefur pesóinn misst 47% af verðgildi sínu gagnvart Bandaríkjadollaranum síð- an í júní, og 54,5% það sem af er árinu. Fyrstu fregnir af bankalokun- inni höfðu samstundis áhrif á gengi pesóans, sem fór niður í 35 á móti dollar, og hefur aldrei farið lægra. Alþjóðlegir fjárfestar, sem fengu að kenna á kreppunni í Argentínu, fara nú að öllu með gát í öðrum Suð- ur-Ameríkuríkjum, þ. á m. Úrúgvæ og Brasilíu, að sögn fréttaskýrenda. Callum Henderson, markaðsgreinir hjá Bank of America, tjáði AFP að fjárfestar hefðu greinilega áhyggjur af gangi mála í Brasilíu og það hefði áhrif í öðrum S-Ameríkuríkjum, þ. á m. Úrúgvæ, og einnig í ríkjum á borð við Chile, þar sem efnahagsstjórnin væri að öllu leyti mjög styrk. Í Brasilíu hafa áhyggjur manna af því að landið fylgi í kjölfar Argentínu og geti ekki greitt erlendar skuldir sínar – og ótti fjárfesta við að vinstri- menn sigri í kosningum er fram fara í október – orðið til þess að lækkun hefur orðið á hlutabréfaverði og gjaldmiðillinn, realinn, hefur lækkað um 30% það sem af er árinu. Áhrifa fjármálakreppunnar í Argentínu gætir út fyrir landamærin AP Blaðamaður hlýðir á Alejandro Atchugarry efnahagsmálaráðherra. Auk ráðherrans voru á fundinum Julio de Brum, bankastjóri seðlabank- ans (t.v.) og Daniel Cairo, bankastjóri Lýðveldisbankans. Stjórnvöld í Úrúgvæ loka öllum bönkum landsins Leita frekari ásjár IMF í Washington Montevideo, London. AFP. Tímamótaviðræð- ur við N-Kóreu Bandar Seri Begawan. AFP. PAEK Nam-Sun, utanríkisráðherra Norður-Kóreu, segir að tímamóta- viðræður sínar við Colin Powell, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, í Brunei í gær muni leiða til formlegri viðræðna við bandarísk stjórnvöld. „Viðræðurnar báru að lokum ávöxt,“ sagði Paek við fréttamenn. „Norður- Kórea og Bandaríkin samþykktu að hefja aftur viðræður. Útkoman var að öllu leyti viðunandi.“ En háttsettur embættismaður sem var í för með Powell sagði að N- Kóreumennirnir væru fullfljótir á sér. Lagði embættismaðurinn, sem ekki vildi láta nafns síns getið, áherslu á að það myndi taka a.m.k. nokkra daga að ljúka nauðsynlegum samráðsfundum í Washington og við bandamenn Bandaríkjamanna í Jap- an og Suður-Kóreu áður en skrefið yrði stigið til fulls og viðræður hafn- ar á ný við N-Kóreu. Þetta var fyrsti fundur fulltrúa George W. Bush Bandaríkjaforseta og erindreka N-Kóreu, en Bush hef- ur lýst því yfir að N-Kórea tilheyri „öxli hins illa“, ásamt Íran og Írak. Bush rauf allt samband við stjórn N- Kóreu er hann tók við völdum í fyrra. LÍBANSKUR skrifstofumaður hóf skothríð í byggingu menntamála- ráðuneytisins í Beirút í gær og varð átta starfsfélögum sínum að bana. Árásarmaðurinn var starfsmaður skrifstofu, sem annast greiðslur til kennara, og hermt var að hann hefði skotið á starfsfélaga sína vegna deilu um lán sem hann hafði fengið. Abdel Rahim Mrad, menntamála- ráðherra Líbanons, sagði að árásar- maðurinn, sem er 45 ára, hefði starfað á skrifstofunni í 24 ár. Hann hefði fengið lán að andvirði milljónar króna úr sjóði, sem skrifstofan sá um, og Myrti átta sam- starfsfélaga sína AP Konur syrgja ættingja sem þær misstu í skotárás í Beirút í gær. reiðst þegar honum var gert að selja bíl sinn til að endurgreiða lánið. Árásarmaðurinn, Ahmad Ali Mansour, var vopnaður tveimur Ka- lashnikov-rifflum og skammbyssu sem hann hafði falið í tösku. Nokkrir skrifstofumannanna flúðu út á svalir þegar skothríðin hófst en Mansour varð tveimur þeirra að bana með því að skjóta út um glugga. Sjónarvottur sagði að maðurinn hefði orðið uppiskroppa með skotfæri, kastað byssunum frá sér, gengið niður stiga og kveikt í sígar- ettu. Lögreglumenn voru þá komnir á staðinn og handtóku manninn. Monsour er múslimi og flest fórn- arlambanna voru kristin en Mrad sagði að ekkert væri hæft í orðrómi um að árásin tengdist trúardeilum. Beirút. AP, AFP. Reiddist er honum var gert að selja bíl sinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.