Morgunblaðið - 01.08.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.08.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Mannrækt á Hellnum Hinn óskilyrti kærleikur Um verslunarmanna-helgina verðurhaldið á Hellnum fimmtánda mótið Mann- rækt undir Jökli. „Mótin hafa breyst gífur- lega mikið samhliða breyt- ingum tíðarandans,“ sagði Guðlaugur Bergmann er hann var inntur eftir sögu þessara mannamóta, en hann stendur fyrir mótinu ásamt fleirum. „Fyrstu tvö mótin voru haldin á Arnarstapa, síðan voru þrenn hjón sem keyptu jörðina í Brekkubæ á Hellnum og í framhaldi af því fluttust mótin 1989 að Hellnum. Árið 1990 komum við, ég og Guðrún Berg- mann kona mín, inn í móts- haldið. Þá var stofnað hlutafélag um jörðina sem heitir Snæfellsás ehf og urðum við hlut- hafar í því. Um tuttugu manns voru hluthafar í félaginu. Árið 1995 var stofnað Snæfellsáss-samfélag. Markmið okkar í því samfélagi var að koma upp vistvænu, sjálfbæru og andlegu samfélagi hér á Helln- um.“ – Hvernig hefur þessi starfsemi gengið? „Við erum ekki nema sex eftir í Snæfellsáss-samfélaginu. Við hjónin lögðum til 1994 að við flytt- um vestur til þess að fyrrnefnd hugsjón yrði að veruleika. Við töld- um að þetta gæti ekki gengið upp nema að einhver úr hópnum bú- settist hér vestra til þess að vinna að þessum málum. Það varð til þess að fimm aðrir fluttu nokkru seinna á svæðið. Við byggðum okk- ur öll hús hérna. Það voru þrjár fjölskyldur og ein einhleyp kona. SG-hús á Selfossi byggðu fyrir okkur vistvæn hús eftir stöðlum sem við fengum frá Findhorn í Skotlandi, en það er elsta vistvæna samfélagið í heiminum. Við sáum fljótlega að það væri ekki hægt að reka mannræktarmiðstöð hér, það gengi ekki upp. Þá fórum við út í rekstur á gistiheimili, sem nú hef- ur undið upp á sig þannig að við getum tekið á móti 25 manns og er allur húsakostur okkar orðinn eins vistvænn og hægt er. Við fengum umhverfisverðlaun Ferðamálaráðs fyrir árið 2000 og 9. júlí sl. fengum við fullnaðarvottun frá Greenglobe 21, en það eru stærstu vottunarfyr- irtæki í heimi. Þau votta aðeins ferðaþjónustu og skylda starfsemi og voru stofnuð 1992, þegar merk- asti samningur sem þjóðir hafa gert með sér, Dagskrá 21, var sam- þykkt í Ríó. Það má því segja að okkur hafi tekist hluti af ætlunar- verki okkar með þessum árangri. En við hættum þó aldrei við mann- ræktarmótin og hér hafa verið haldin mörg námskeið gegnum ár- in sem að hafa að gera með mann- rækt á breiðum grundvelli.“ – Hvað fer fram á þessum mann- ræktarmótum? „Eins og ég sagði hefur það breyst með árunum, einkum sl. tvö ár, vegna þess að við rekum umfangsmikið gistiheimili á svæðinu. Við ákváðum þess vegna fyrir tveimur ár- um að hætta að selja inn á svæðið og gefa fólki kost á að koma og gista eða tjalda á svæðinu og taka þátt í þeirri dagskrá sem við setjum upp hverju sinni.“ – Hvað er á dagskrá núna? „Við erum með jóga, gönguferð í orkulínuna milli Hellna og Stapa og þar er síðan hugleitt. Á dagskrá er og grasaferð, ævintýraferð með börnunum sem ég er svo lánsamur að hafa tekið að mér alla tíð. Við leyfum alltaf börnunum að vera með okkur í öllu sem fram fer. Þá er námskeið í jafnvægi í gegnum orkustöðvarnar. Einnig námskeið í blóðflokkamataræði. Hægt er að fá einkatíma í nuddi, heilun, spila- lestri og ráðgjöf. Við verðum með helgistund við Maríulindina. Við erum og með námskeið sem heitir: Hláturinn lengir lífið og síðan er- um við með helgiathöfn sem heitir: Hvernig varðveita konur eldinn. Á laugardags- og sunnudagskvöld eru kvöldvökur, þar er friðarat- höfn, losunarathöfn, dans og söng- ur. Jón Jóhann er með svitahofið sitt hér að vanda og það verður hægt að fá léttar veitingar hjá okk- ur.“ – Hafa þessi mót verið vel sótt? „Það er aldrei margt miðað við stórmótin, enda getum við ekki tekið á móti nema 200 til 300 manns í mesta lagi. Þess vegna höfum við ekki verið að auglýsa mikið. Gistiheimilið okkar er þegar troðfullt yfir helgina en við bjóðum upp á svefnpokapláss og tjald- stæði.“ – Hverjir hafa mestan áhuga á þessum mótum? „Fólk sem hefur áhuga á mann- rækt á breiðum grundvelli. Andleg vinna byggist ekki aðeins á því að sitja í lótusstellingum og hugleiða, hún hefur með það að gera að vinna úr vandamálum til þess að maður geti orðið heilli maður. Allir hafa ein- hver vandamál sem þeir þurfa að vinna úr. Ég hef oft lýst þessu eins og þegar ostruskelin fær sandkorn inn í sig. Sandkornið meiðir hana og særir en hún tekur þráð og byrjar að vefa utan um kornið þar til hún er búin að búa til fallega perlu. Á sama hátt þurfum við að taka þau korn sem meiða okkur og vefja utan um þau falleg- um þræði sem er hinn óskilyrti kær- leikur. Höfuðmerki hans er fyrir- gefningin, heimsins fremsti heilari. Guðlaugur Bergmann  Guðlaugur Bergmann fæddist í Hafnarfirði 20. október 1938. Hann lauk prófi úr Verslunar- skóla Íslands 1958 og stundaði verslunarstörf eftir það um ára- bil. Hann stofnaði heildversl- unina G. Bergmann þegar hann var tvítugur en þekktastur er hann fyrir rekstur Karnabæjar, tískuverslunar, en þær versl- anir urðu átta þegar mest var. Nú rekur hann ásamt konu sinni og fleirum gistiheimili að Brekkubæ og ferðaþjónustuna Leiðarljós og bókaútgáfuna Leiðarljós. Guðlaugur er kvænt- ur Guðrúnu Bergmann og eiga þau tvo drengi. Guðlaugur á þrjú börn frá fyrri samböndum. Fyrirgefningin er heimsins fremsti heilari Þið standist sko allar kröfur, herrar mínir, rétt flokksskírteini, úr minni sveit og með norskt víkingablóð í æðum, og dollara sem Samherji hefur nælt sér í erlendis. HOLLENSKA aðalkonsúlatið á Ís- landi hefur látið embætti ríkislög- reglustjóra vita af kvörtunum Ís- lendinga sem hafa fengið tölvupóst frá „Werken bij de lotto“ í Hollandi, þar sem upplýst er að viðkomandi hafi unnið háa fjárhæð í bandarísk- um dollurum, t.d. 1.500.000 dollara. Ríkislögreglustjóri varar við þessu. Á vefsvæði ríkislögreglustjóra kemur fram að í tölvupóstinum er gefið upp nafn og símanúmer í Hol- landi sem viðkomandi er beðinn að hringja í án tafar. Um leið er lögð rík áhersla á að hinn „heppni vinnings- hafi“ láti engan vita af þessu óvænta happi, ella missi hann af vinningn- um. Þegar fólk hefur haft samband til að nálgast „stóra vinninginn“ hef- ur verið farið fram á að vinningshaf- inn greiði 3.000 evrur, um 250 þús- und krónur, eða aðra fjárhæð, áður en hægt er að leggja „vinninginn“ inn á reikning viðkomandi. Ríkislögreglustjórinn varar fólk við hvers kyns gylliboðum af þessu tagi, þar sem verið er að bjóða fólki háar fjárhæðir fyrir lítið eða ekki neitt. „Tilgangur slíkra gylliboða er ýmist sá að komast yfir bankareikn- ingsnúmer hins „heppna vinnings- hafa“ í því skyni að misnota hann síð- ar og/eða fá frá „vinningshafanum“ einhverja fjárhæð, til að unnt sé að senda honum „stóra vinninginn“. Þarf ekki að orðlengja, að enginn hefur orðið ríkur með þessum hætti, nema þeir sem standa að svikunum. Alræmd eru svonefnd „Nígeríubréf“ sem borist hafa Íslendingum í mikl- um mæli á undanförnum árum og virðist hér vera á ferðinni svikamylla af svipaðri gerð, í þeim tilgangi að virkja græðgina í hrekklausu fólki,“ segir á vef ríkislögreglustjóra. Varað við gylliboðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.