Morgunblaðið - 18.08.2002, Page 5

Morgunblaðið - 18.08.2002, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 2002 C 5 Starfssvið: • Dagleg framkvæmdastjórn með áherslu á starfs- mannastjórnun, framleiðslu, markaðssetningu, vöruþróun, sölu og dreifingu. • Setning markmiða og stefnumótun til framtíðar í samvinnu við stjórn fyrirtækisins. • Áhersla er lögð á að viðhalda góðum tengslum við eigendur fyrirtækisins og viðskiptavini innan- lands og utan. Menntun og hæfniskröfur: • Háskólamenntun á sviði viðskipta, tækni eða stjórnunar – eða sambærileg menntun. • Reynsla af stjórnun æskileg. Góð enskukunnátta nauðsynleg. • Viðkomandi þarf að vera framsækinn og sjálfstæður; sýna frumkvæði og hafa áræði til að takast á við krefjandi stjórnunarstarf hjá traustu og vel reknu fyrirtæki. Þörungaverksmiðjan hf. á Reykhólum framleiðir þang- og þaramjöl í háum gæðaflokki. Fyrirtækið er að stærstum hluta í eigu ISP ALGINATES (UK) LTD (67%) og Byggðastofnunar (32%). Ársstörf hjá fyrirtækinu sl. ár voru 21 auk starfa verktaka við þangslátt. Áætluð ársvelta er 230 milljónir kr. Afurðirnar eru að langmestu leyti fluttar út og m.a. nýttar til framleiðslu alginats, fóðurbætis, áburðar og snyrtivara. Rekstur Þörungaverksmiðjunnar hf. hefur gengið vel sl. ár og er fyrirhugað að efla hann enn frekar á komandi árum með öflugri þróunarvinnu í nánu samstarfi við ISP ALGINATES (UK) LTD. Á Reykhólum er fallegt og þar m.a. starfræktur grunnskóli, leikskóli, sundlaug og bókasafn. Framkvæmdastjóri Óskum að ráða framkvæmdastjóra til starfa hjá Þörungaverksmiðjunni hf. á Reykhólum Skógarhlíð 12 • 105 Reykjavík • Sími 550 5300 • Bréfasími 550 5301 • www.pwcglobal.com/is Umsóknir óskast sendar til Ráðningarþjónustu PricewaterhouseCoopers merktar „Þörungaverksmiðjan“ fyrir 1. september nk. Upplýsingar veita Þórir Þorvarðarson og Baldur G. Jónsson Netföng: thorir.thorvardarson@is.pwcglobal.com og baldur.g.jonsson@is.pwcglobal.com SÁÁ auglýsir lausar stöður lækna Staða sérfræðings er laus til umsóknar við Sjúkrahúsið Vog. Æskileg menntun sérfræðings er heimilislækn- ingar, lyflækningar eða geðlækningar. Ennfremur er laus staða deildarlæknis við Sjúkrahúsið Vog. Nánari upplýsingar gefur Þórarinn Tyrfingsson í síma 896 2808, netfang thorarinn@saa.is . Sölumaður fasteigna Óskum eftir sölumanni til starfa nú þegar. Góð vinnuaðstaða og stór eignabanki. Miklir mögu- leikar á vaxandi fasteignamarkaði. Skilyrði að viðkomandi hafi unnið við sölu fasteigna og hafi bíl til umráða. Farið með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl. eða í box@mbl.is fyrir 23. ágúst, merktar: „Bifröst — sölumaður“. Fasteignasala — ritari Óskum að ráða ritara til starfa til þess að ann- ast afgreiðslu viðskiptavina og símavörslu auk hefðbundinna ritarastarfa. Þekking á tölvum og bókhaldi skilyrði. Umsóknir sendist til aug- lýsingadeildar Mbl. eða í box@mbl.is fyrir 23. ágúst, merktar: „Bifröst — ritari“. Fasteignasalan Bifröst - Vegmúla 2, 108 Reykjavík. Tónlistar kennarar Blásturskennara vantar við tónskóla í Fjarðabyggð. Um er að ræða 100 % starf og þarf viðkomandi að geta hafið störf 1. september n.k. Í boði er flutningsstyrkur og húsnæðisfríðindi. Laun eru samkvæmt kjarasamningi tónlistar- kennara og Launanefndar sveitarfélaga. Nánari upplýsingar veita skólastjórar, í símum 477- 1377, 477-1613, 474-1298 og 474-1375 Sjá nánar um Fjarðabyggð á www.fjardabyggd.is Skólastjórar tónskóla Fjarðabyggðar Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hf. auglýsir laust starf á skrifstofu félagsins á Ísafirði Verkefnistjóri/ ráðgjafi á viðskipta- og markaðssviði Starfssvið: ● Viðskipta og markaðsráðgjöf fyrir fyrirtæki og einstaklinga. ● Greining og kynning fjárfestingarkosta á Vestfjörðum. ● Verkefnastjórnun og umsjón með kynningar- starfi félagsins. Leitað er að einstaklingi með menntun í við- skipta- eða rekstrarfræði. Menntun og eða reynsla í markaðsstörfum er æskileg auk tungu- málakunnáttu. Framangreint starf er unnið í nánu samstarfi við ýmsar af stoðstofnunum atvinnulífsins. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt, hafa góða framkomu, eiga auðvelt með að starfa með öðrum og tjá sig í töluðu og rituðu máli. Starfinu fylgja ferðalög innan sem utan Vest- fjarða. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf hið fyrsta. Nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn Óskars- son, framkvæmdastjóri, í símum 450 3000 og 862 6092 eða með tölvupósti (adalsteinn@atvest.is). Umsóknir sendist til Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða hf., Árnagötu 2—4, 400 Ísafirði, eigi síðar en 28. ágúst nk. Hjá Atvinnuþróunarfélaginu starfa 4 ráðgjafar á tveimur starfstöðvum á Vestfjörðum (sjá heimasíðu www.atvest.is). Félagið er hluti af Þróunarsetri Vestfjarða á Ísafirði, þar sem starfa 25 manns hjá níu fyrirtækjum og stofnunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.