Morgunblaðið - 18.08.2002, Side 6

Morgunblaðið - 18.08.2002, Side 6
6 C SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Starfssvið: • Afstemmingar • Bókun reikninga • Þátttaka í vinnslu uppgjöra • Gerð reikninga • Upplýsingamiðlun Hæfniskröfur: • Viðskiptamenntun á háskólastigi eða mikla reynslu af bókhaldsstörfum, sérstaklega afstemmingum, er skilyrði. • Viðkomandi þarf að búa yfir frumkvæði og sjálfstæði; eiga auðvelt með samstarf og hafa ríka þjónustulund. Fulltrúi á fjármálasviði Félagsþjónustan í Reykjavík óskar að ráða fulltrúa á fjármálasvið Skógarhlíð 12 • 105 Reykjavík • Sími 550 5300 • Bréfasími 550 5301 • www.pwcglobal.com/is Um 100% starf er að ræða. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Umsóknir óskast sendar til Ráðningarþjónustu PricewaterhouseCoopers merktar „Félagsþjónustan – 2954“ fyrir 2. september nk. Upplýsingar veita Katrín S. Óladóttir og Guðný Sævinsdóttir Netföng: katrin.s.oladottir@is.pwcglobal.com og gudny.saevinsdottir@is.pwcglobal.com Félagsþjónustan er fjölmennur vinnustaður sem veitir borgarbúum á öllum aldri fjölbreytta þjónustu. Stofnunin leggur áherslu á að bjóða starfsfólki sínu fræðslu og símenntun, að upplýsa það um stefnu stofnunarinnar og Reykjavíkurborgar í starfsmannamálum og kynna markmið þeirrar þjónustu sem stofnunin veitir. Allir nýir starfsmenn fá sérstaka fræðslu og kynningu um Félagsþjónustuna og borgarkerfið. Þá fá starfsmenn reglulega sent fréttabréf um starfsemi stofnunarinnar.                                                                                  !" # $ # %  &# '(  ' )                 "       "       *                  +                 ,        "  '        % -      +  .       /0 1   .        +    20324  2/325#  666   Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar Lausar kennarastöður Vegna forfalla eru eftirtaldar kennara- stöður lausar til umsóknar í Víðistaða- skóla: ■ Stærðfræði og náttúrufræði í unglinga- deildum. ■ Sérkennsla í 1.—10. bekk. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í símum 555 2911 eða 664 5890. Fræðslustjórinn í Hafnarfirði. Framtíðarstarf í ritfangadeild fiekk ing , fljónusta og flæg i legt v i›mót eru kjöror› Bókabú›a Máls og menn ingar • Vi› leitum a› duglegum og jákvæ›um einstaklingi til starfa í bókaverslun okkar vi› Hlemm. • Fólk á besta aldri er hvatt til a› sækja um. • Umsóknir sendist starfsmannastjóra BMM, Su›urlandsbraut 12, 108 Reykjavík. • Umsóknarfrestur er til 20. ágúst n.k. Umsóknir sendist starfsmannastjóra BMM, Su›urlandsbraut 12, 108 Reykjavík Uppl‡singar veitir Ása kl. 8–12 s: 522 2080 netfang: asa.olafsdottir@edda.is Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar Lausar stöður Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar þjónar og hefur eftirlit með menntastofnunum sem reknar eru af Hafnarfjarðarbæ. Þar starfa sérhæfðir starfsmenn sem leitast við að veita faglega ráðgjöf og þjónustu sem hæfir hverju sinni. Markmið Skólaskrifstofunnar er að efla menntun í Hafnar- firði og styrkja gott skólastarf. Við leitum að jákvæðu, metnaðarfullu fólki með hæfni í mannlegum samskipt- um í eftirtaldar stöður: Talmeinafræðingur Umsækjandi skal vera talmeinafræðing- ur og æskilegt er að viðkomandi hafi kennsluréttindi í leik- og/eða grunnskóla. Næsti yfirmaður er deildarstjóri ráðgja- fardeildar. Innritunarfulltrúi Óskað er eftir starfsmanni til að annast innritun í leikskóla. Viðkomandi heldur utan um biðlista og annast upplýsinga- gjöf. Innritunarfulltrúi starfar í nánu sam- starfi við rekstrarstjóra og leikskólafull- trúa. Næsti yfirmaður er rekstrarstjóri. Viðkomandi þurfa að geta hafið störf sem fyrst en allar upplýsingar veita við- komandi yfirmenn í síma 585 5800. Um kaup og kjör fer samkvæmt kjara- samningum launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknir berist undirrituðum á Skóla- skrifstofu Hafnarfjarðar, Strandgötu 31, 220 Hafnarfirði, fyrir 30. ágúst 2002, en einnig er hægt að sækja um rafrænt á hafnarfjordur.is Fræðslustjórinn í Hafnarfirði. Háskóli Íslands Akademísk stjórnsýsla Laust er til umsóknar 100% starf fulltrúa á skrifstofu akademískrar stjórnsýslu Háskóla Íslands. Starfið er fjölbreytt og í því felst marg- vísleg þjónusta við starfsfólk og nemendur Háskólans, m.a. vinna við undirbúning og framkvæmd prófa, ritvinnsla og skráning í gagnagrunn, uppfærsla heimasíðu, vinna við undirbúning funda, ljósritun, skjalavarsla og símsvörun. Stúdentspróf er skilyrði en háskóla- menntun æskileg. Leitað er að starfsmanni sem er fús til að vinna að fjölbreyttum verkefn- um og hefur staðgóða þekkingu á upplýsinga- tækni. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármála- ráðherra fyrir hönd ríkisins og hlutaðeigandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til 2. september nk. og skal umsóknum skilað til starfsmannasviðs Háskóla Íslands, Aðalbyggingu við Suðurgötu, 101 Reykjavík, merktar „Starfsumsókn." Í umsókn skulu vera upplýsingar um menntun og starfsreynslu. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöf- un starfsins, þegar ákvörðun hefur verið tekin. Nánari upplýsingar gefa Hreinn Pálsson, próf- stjóri, s. 525 4361, netfang: hpal@hi.is, og Amalía Skúladóttir, skrifstofustjóri, s. 525 4002, netfang: amalia@hi.is. Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun Háskólans. http://www.starf.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.