Morgunblaðið - 18.08.2002, Page 14

Morgunblaðið - 18.08.2002, Page 14
14 C SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Flugfélagið Geirfugl Námskeið Bóklegt einkaflugmannsnámskeið (JAR- PPL) hefst 2. september nk. Námskeiðs- gjald er kr. 99.000 og eru öll námsgögn innifalin, utan AIP og prófgjöld FMS. Athugið að einkaflugmannsprófið er eitt af skilyrðum til atvinnuflugmannsnáms og er einnig metið til eininga í flestum framhaldsskólum landsins. Skráning og nánari lýsingar eru á www.geirfugl.is eða í síma 562 6000. Vélskóli Íslands Upphaf haustannar Miðvikudagur 21. ágúst: Kl. 10.00. Móttaka nýnema í matsal Sjómanna- skólans. Kl. 11.00. Stundaskrár afhentar í stofum 202 og 203. Kl. 14.00. Kennarafundur í stofu 203. Fimmtudagur 22. ágúst: Kl. 8.00—14.00. Töflubreytingar í stofu 204. Kl. 10.00—14.00. Kennarar eru til viðtals. Kl. 11.00. Fundur með nemendum í hrað- ferðarnámi til 2. stigs kvöldskóla í stofu 207. Föstudagur 23. ágúst: Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá. Skólameistari. Tónskóli þjóðkirkjunnar Hægt er að bæta við örfáum nýnemum. Inntökupróf verða 3. september. Upplýsingar um skólann og umsóknareyðu- blað má nálgast á www.tonskoli.is . Skólastjóri. Mosfellsbær Lágafellsskóli Skólasetning Skólasetning Lágafellsskóla fer fram í hátíðarsal skólans miðvikudaginn 21. ágúst. Nemendendur eru boðaðir í skól- ann sem hér segir: 2. bekkur kl. 10:00 3. bekkur kl. 10:30 4. bekkur kl. 11:00 5. bekkur kl. 11:30 6. bekkur kl. 12:00 7. bekkur kl. 13:00 Nemendur 1. bekkjar verða boðaðir skriflega til viðtals við kennara miðviku- daginn 21. og fimmtudaginn 22. ágúst. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 22. ágúst. Stjórnendur. Síðustu forvöð að stað- festa umsóknir um nám Nemendur í hljóðfæra- og söngdeildum þurfa að staðfesta umsóknir sínar fyrir 26. ágúst. Skrifstofa skólans á Engjateigi 1 er opin virka daga frá kl. 12.00—18.00. Skólastjóri. Frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ Byrjun haustannar 2002 20. ágúst, þriðjudagur Kennarafundur kl. 9.00—12.30. Fundur með nýjum kennurum kl. 13.00—14.00. 21. ágúst, miðvikudagur Skólasetning kl. 9.00. Nemendur fá þá afhentar töflur og bókalista. Töflubreytingar kl. 13.00—19.00. 22. ágúst, fimmtudagur Kennsla hefst skv. stundaskrá. Skólameistari. Frá Kvennaskólanum í Reykjavík Skólasetning Skólinn verður settur föstudaginn 23. ágúst í húsnæði skólans í Uppsölum, Þingholtsstræti 37. Nýnemar komi kl. 9.00 en eldri nemendur kl. 10.30. Kennsla hefst mánudaginn 26. ágúst skv. stundaskrá. Vinnufundir kennara hefjast kl. 9.00 miðviku- daginn 21. ágúst. Skólameistari. Upphaf skólastarfs 2002 Skólasetning Iðnskólans í Reykjavík, á haust- önn 2002, verður í Hallgrímskirkju þriðjudaginn 20. ágúst kl. 10.00. Nýnemar og aðstandendur þeirra eru sérstak- lega boðnir velkomnir, ásamt eldri nemendum, kennurum og öðrum velunnurum skólans. Að lokinni skólasetningu verða stundaskrár nýnema afhentar. Stundaskrár eldri nemenda verða afhentar kl. 13.00-15.00. Starfsdagar kennara 20. og 21. ágúst. Kennarafundur 22. ágúst kl. 9.00. Skólameistari. Nemendur Afhending stundarskrár verður dagana 22. og 23. ágúst frá kl. 9—17 í húsnæði skólans að Engjateig 1. Frá Menntaskólanum í Reykjavík Skólinn verður settur fimmtudaginn 22. ágúst. Nemendur komi í skólann 13:50, þaðan verður gengið til skólasetningar í Dómkirkjunni. Eftir skólasetningu fá nemendur stundaskrár og upplýsingar um námið framundan. Kennsla hefst föstudaginn 23. ágúst skv. stunda- skrá. Námsbókaskrá er á slóðinni http:/www.mr.is . Kennarafundur verður á Hátíðarsal fimmtu- daginn 22. ágúst kl. 10.00. Rektor. TIL LEIGU Raðhús í Hafnarfirði Til leigu raðhús. 4 svefnherb. og 2 stofur auk bílskúrs. Rúmlega 200 fm. Leigutími frá 1. september nk. Nánari upplýsingar í síma 690 0833. TIL SÖLU Til sölu úr þrotabúi Byggingarvöruverslunar Sauðárkróks ehf. Vörulager og búnaður í verslunarhúsnæði að Sæmundargötu 7, Sauðárkróki en félagið rak byggingarvöruverslunina Hegra um árabil. Nánari upplýsingar um ofangreint lausafé veitir undirritaður skiptastjóri. Tilboð skulu berast fyrir kl. 12.00 á hádegi hinn 27. ágúst nk. Jón Sigfús Sigurjónsson hdl., skiptastjóri Aðalgötu 14, 550 Sauðárkróki. Sími 453 5580, fax 453 6068, netfang jon.sigfus@skyrr.is .

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.