Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 1
2002  ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A ÓVÆNT ÚRSLIT Á PGA-MEISTARAMÓTINU Í GOLFI / B6 VEFUR Bæjarins besta á Ísafirði greindi frá því í gær að labradorhundur hefði gerst óvænt boðflenna á golfmóti á Syðridalsvelli í Bolung- arvík á sunnudag. Hundurinn setti svip sinn á mótið því hann dvaldi á vellinum drykklanga stund og lét ófriðlega þannig að mönnum leist vart orðið á blikuna. Verst fóru ísfirsku kylf- ingarnir Sigurður Fannar Grétarsson og Finn- ur Magnússon út úr viðskiptum sínum við hundinn. Hinn óvænti gestur á vellinum stökk til og sótti bolta þeirra inn á flatir eftir góð innáhögg þeirra félaga. Aðra fór hann með út fyrir völlinn en sumum hélt hann út af fyrir sig þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir eigandans til þess að nálgast boltann. Eftir nokkra stund gafst hundurinn upp á eltingaleiknum og hvarf á braut. Óvæntur gest- ur á golfmóti Rúnar lék í fremstu víglínuLokeren en þeir Arnar Þór, fyrirliði, og Arnar Grétarsson léku á miðjunni. Íslendingarnir náðu mjög vel saman líkt og í sigurleiknum gegn meisturum Genk á dögunum og áttu varnarmenn Beerschot í stök- ustu vandræðum með að hemja þá. Rúnar skoraði fyrsta markið á 8. mínútu með föstu skoti. Arnar Grét- arsson bætti við öðru marki úr víta- spyrnu um miðjan fyrri hálfleik. Markvörður Beerschot braut á sókn- armanni Lokeren og fékk að launum að líta rauða spjaldið. Arnar tók víta- spyrnuna og skoraði af öryggi. Tíu mínútum fyrir leikslok fékk Lokeren aðra vítaspyrnu og í kjölfarið missti Beerschot annan leikmann af leik- velli. Arnar Þór Viðarsson var kall- aður á vettvang til að taka spyrnuna en markvörður Beerschot sá við Arnari og varði laust skot hans. Leikmenn Lokeren voru ekki að baki dottnir og skömmu fyrir leiks- lok lagði Arnar Grétarsson upp þriðja mark sinna manna með glæsi- legri sendingu á Bangoura. Beer- schot klóraði í bakkann á lokamín- útunni en sigur Lokeren var fyllilega sanngjarn og liðið er með fullt hús stiga eftir tvær umferðir ásamt þremur öðrum liðum. Rúnar leikmaður helgarinnar Rúnar var valinn leikmaður helg- arinnar í Het Nieuwsblad og allir ís- lensku leikmennirnir fengu 3 í ein- kunn hjá blaðinu. Rúnar fær sérlega mikið lof fyrir frammistöðu sína og er hann kallaður „töframaðurinn“ í umsögn Het Nieuwsblad. Rúnar og Arnar á markaskónum ÍSLENDINGARNIR í liði Lokeren komu mikið við sögu í 3:0 sigri liðs- ins á Germinal Beerschot í belgísku 1. deildinni í knattspyrnu um helgina. Rúnar Kristinsson, Arnar Grétarsson og Arnar Þór Við- arsson áttu allir góðan leik. Rúnar og Arnar Grétarsson voru á skot- skónum og Arnar Þór fékk gullið tækifæri til að komast á markalist- ann með félögum sínum en brást bogalistin úr vítaspyrnu. Það eru fjórar umferðir eftir ogþví tólf stig í pottinum þannig að það er mikið eftir af sumrinu. Það er ekkert lið orðið Íslandsmeistari ennþá. Svo erum við í bikarnum og Evrópukeppninni þannig að það er nóg að gera,“ sagði Aðalsteinn. „Markmiðið hjá okkur er auðvitað að verða meistari og það væri auðvit- að ekkert nema fáviska að reyna það ekki. Ég tel mig hafa mannskapinn til þess en það verður að koma í ljós hvort hungrið og viljinn er nægilega mikill hjá leikmönnum, svo ekki sé minnst á taugarnar. Við eigum alveg að geta orðið meistarar,“ sagði Að- alsteinn. Er ekki mikið verk að sjá til þess að leikmenn séu ekki of mikið með hugann við að missa ekki stig? „Jú, jú, við erum enn með á öllum vígstöðum þannig að við höfum um nóg að hugsa. Menn hugsa auðvitað um þetta og þessi hugsun, að verða Íslandsmeistari, situr örugglega ein- hversstaðar í kollinum á mönnum. Það hjálpar auðvitað ekki en þetta er sú staða sem við erum í og viljum vera í, til þess erum við að hlaupa eins og vitleysingar allan veturinn í snjó og slyddu. Þetta er markmiðið með því,“ sagði Aðalsteinn. Markmiðið að verða meistarar ■ Símadeildin, B3, B7, B8, B9. „ÞAÐ er endalaust verið að minna menn á hvernig fór hjá félaginu í fyrra. Eftir Evrópuleik hrundi leikur liðsins og þetta fá menn að heyra reglulega,“ sagði Aðalsteinn Víglundsson, þjálfari Fylkis, eft- ir að liðið kom sér í efsta sæti Símadeildarinnar með 1:0 sigri á ÍBV. Morgunblaðið/Árni Sæberg Íslenska landsliðið í knattspyrnu æfði í gær á Laugardalsvelli fyrir vináttulandsleikinn gegn Andorra sem fram fer annað kvöld. Orri Freyr Óskarsson, framherjiúrvalsdeildarliðs Þórs frá Ak- ureyri, mun halda til Tromsö í Nor- egi um eða eftir næstu helgi. Orri hefur komist að samkomulagi við norska liðið um samning til næstu þriggja ára. Aðspurður sagði Orri í gær að hann vonaðist til þess að geta leikið með Þórsurum gegn ÍBV nk. laugardag áður en hann héldi út í at- vinnumennskuna, en hann hafði ekki fengið það staðfest hvenær hann ætti að mæta til leiks í Noregi. „Ég verð leigður til Tromsö fram á haustið en liðið leikur í 1. deild og á góða möguleika á því að endur- heimta sæti sitt í úrvalsdeild. Tromsö og Þór hafa komist að sam- komulagi um kaupverð að loknum leigutímanum. Í því samkomulagi er miðað við að Tromsö leiki í úrvals- deild á næstu leiktíð. Takist liðinu það ekki verða liðin að semja að nýju. Ég er hins vegar með mín mál í höfn nú þegar,“ sagði Orri. Tromsö er sem stendur í öðru sæti deildarinnar eftir að hafa verið í efsta sæti frá upphafi keppnistímabilsins. Heldur hefur dregið af liðinu eftir gríðarlega góða byrjun í deildarkeppninni. Tvö efstu liðin fara beint upp en liðið í þriðja sæti leikur síðan í umspili gegn þriðja neðsta liði úrvalsdeildar í haust um sæti í úrvalsdeild. Orri vænt- anlega með gegn ÍBV

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.