Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 7
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2002 B 7 Haukur skadd- aðist á auga HAUKUR Ingi Guðnason, framherji Keflvíkinga, slapp betur en á horfðist eftir að hafa fengið fót KR-ingsins Sigurvins Ólafssonar af talsverðu afli í andlitið undir lok leiks KR og Keflavíkur í í fyrrakvöld. Haukur var fluttur á Landspítala – háskólasjúkrahús í Foss- vogi og þar kom í ljós að hann skaddaðist á auga og er töluvert marinn á andlitinu en hann reynd- ist ekki kinnbeins- eða kjálkabrotinn eins og ótt- ast var. „Ég hef það svona bærilegt. Það kom í ljós í myndatökunni að það höfðu myndast rifur í hornhimnunni á auganu en læknarnir sögðu mér að sárið yrði fljótt að gróa. Það var lán í óláni að sparkið dreifðist um andlitið. Ég fékk högg á ennið, kinnbeinið og nefið og það blæddi töluvert inn á kinnholurnar og í kringum nefið en ef högg- ið hefði komið á einn stað hefði ég örugglega brotn- að. Læknarnir útilokuðu ekki að ég gæti spilað um næstu helgi en það verður bara að koma í ljós í vik- unni hversu vel grær. Ég fer í skoðun um miðja vik- una og þá verður ástandið á auganu kannað,“ sagði Haukur Ingi í gær. „Mér fannst verst að dómarinn skyldi ekki dæma víti. Það var ekki um háskaleik að ræða heldur sparkaði Venni í höfuðið á mér og frá mín- um bæjardyrum séð var ekkert um annað að ræða en að dæma víti. Þetta var óviljaverk og Sigurvin hringdi í mig seint í gær- kvöldi til að athuga hvernig ég hefði það,“ sagði Haukur enn fremur.L eikurinn í Frostaskjólinu var fjörugur og ágæt skemmtun þó svo gæðin hafi setið nokkuð á hak- anum. Talsvert var um breytingar á lið- unum frá síðustu leikjum. Fjóra fasta- menn vantaði í KR- liðið og Keflvíkingar gerðu nokkrar breytingar á liðsskipan sinni frá síð- ustu leikjum. Helsta breytingin var að Guðmundur Steinarsson var í byrjunarliðinu og lék í stöðu vinstri bakvarðar og stóð sig vel þar. Mað- urinn sem stal þó senunni var Val- þór Halldórsson, markvörður KR- inga, sem tók stöðu Kristjáns Finn- bogasonar, sem er meiddur. Valþór varði meðal annars vítaspyrnu frá Guðmundi. Keflvíkingar gáfu miðsvæðið eftir frá upphafi leiks og KR-ingar nýttu sér það, boltinn gekk vel manna á milli frá vörninni og fram undir víta- teig gestanna en eftir það gerðist bókstaflega ekki neitt. Leikmenn áttu þrjú skot að marki í fyrri hálf- leik og aðeins eitt þeirra rataði á markið. Keflvíkingar beittu hins vegar þeirri aðferð að liggja aftarlega og nýta sér þann mikla hraða sem framherjar liðsins ráða yfir. Fremstur í flokki þar fór Haukur Ingi Guðnason. Valþór markvörður hefur sjálf- sagt verið eitthvað spenntur í upp- hafi leiks enda munaði minnstu að illa færi þegar sakleysileg fyrirgjöf kom á 15. mínútu. Hann var aleinn, en missti boltann yfir sig, bjargaði sér þó með því að vera eldsnöggur að ná honum áður en Keflvíkingar náðu til hans. Í næstu sókn varði hann ágætlega og bjargaði síðan skömmu síðar með úthlaupi út fyrir vítateig. Keflvíkingar fengu ódýra víta- spyrnu á 22. mínútu þegar Magnús Þorsteinsson féll inni í teig. Guð- mundur tók spyrnuna og hún var ágætlega framkvæmd, fast skot niðri, nokkuð utarlega, en Valþór gerði sér lítið fyrir og varði spyrn- una. Þar með var sjálfstraustið kom- ið. Fyrsta mark leiksins kom á 34. mínútu þegar Haukur Ingi skoraði fyrir Keflavík og minnstu munaði undir lok hálfleiksins að Magnús næði að koma gestunum í 2:0 en Val- þór kom út á móti honum og náði boltanum. Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, hefur sjálfsagt beðið menn sína í leikhléinu um að koma boltanum stöku sinnum fyrir markið og inn í vítateig gestanna. Heimamenn gerðu harða atlögu að marki Kefl- víkinga fyrstu mínúturnar í síðari hálfleik og Sigurvin Ólafsson átti skot frá vítateig sem fór rétt yfir markið. Hinum megin þurfti Valþór að taka á honum stóra sínum í tví- gang til að bjarga marki. Sigurvin jafnaði fyrir KR á 70. mínútu en fimm mínútum síðar kom- ust Keflvíkingar á ný yfir með marki Hólmars Rúnarssonar. Sigurður Ragnar Eyjólfsson jafnaði síðan metin fyrir KR á 84. mínútu og þar við sat þrátt fyrir ágætis tilraunir beggja liða á síðustu mínútunum. Keflvíkingar fengu meðal annars óbeina aukaspyrnu á markteigs- horninu eftir að sparkað var í andlit Hauks Inga. Dálítið furðulegur dómur og bjuggust flestir við að dómarninn myndi benda á víta- punktinn. En það var ekki. 3           #  < =   ' *!    >  #   #  # .  1    #   "  <1        2  # #   >      ,         1    %          !#   .   =     !  D @E  !  " #2    # #    #! =  !@D   # ! #     !       (9 :;<;<A + F ))  *1  6,   % * D  / !D "7'D1 4  /  "    !  *! ) ) ; ,    $ " G  E   & + *  !@D   = )!1 9 1 ))  >.;  0   ,7 "   )?+,,+ $!5! @! #    #      8#   ):)066 2  1(( .  %  $! ! ) 1  @  2  <        9 @ 7! < < < C .- .B . (9 :;<B<B  "#  *   ="   )*! ) *! )    "#  H  2 1( 4 "#  )  J@E  ;- ' *!  " *5,   G  E/   7!,  /     - %   "     #!5),7  2  4# 3    #!5+07  A 8 BB  #!5007  %  1  <50;7  ( . "$    #!59+7   *9 7): @ !9 7): 1 &:.50/7 .:.5;,7 .:A5;67 A:A5?/7  B  .& Morgunblaðið/Árni Sæberg Haukur Ingi Guðnason átti fínan leik á móti KR, hér reynir Þorsteinn Jónsson að stöðva framherjann fljóta. Eitt stig betra en ekkert í baráttunni KEFLVÍKINGAR sóttu mikilvægt stig á KR-völlinn á sunnudaginn, komust tvívegis yfir en heimamenn jöfnuðu og fengu eitt stig, telja sig sjálfsagt hafa tapað tveimur stigum í baráttunni við Fylki um efsta sætið. Keflvíkingar eru hins vegar í neðri hluta deildarinnar og þakka fyrir hvert stig sem þeir fá í þeirri baráttu. Eitt stig er þó betra en ekki neitt, fyrir bæði liðin. Skúli Unnar Sveinsson skrifar Þetta var skemmtilegur leikur,mikil barátta og mér fannst strákarnir gera góða hluti,“ sagði Kjartan Másson, þjálfari Keflvík- inga, eftir leikinn. Kjartan sagði að það hefði komið mörgum á óvart þegar hann setti Guðmund Steinarsson í stöðu vinstri bakvarðar. „Ég gerði það í sérstök- um tilgangi. Mér fannst strákarnir verjast vel og vinna vel og kannski áttum við skilið að sigra. Mér leið bet- ur eftir að við náðum að komst yfir skömmu eftir að þeir jöfnuðu. Þá var ég nokkuð viss um að við myndum ekki tapa. Við gerum klaufaleg mis- tök þegar KR skoraði síðara markið. Þetta voru byrjendamistök og ekkert við þeim að gera vegna þess að við er- um byrjendur,“ sagði Kjartan og bætti við að baráttan héldi áfram: „Það er verið að safna stigum!“ Vorum mjög lélegir „Við vorum bara mjög lélegir. Keflvíkingar gáfu okkur eftir svæði og það getur hver sem er látið bolt- ann ganga á milli með stuttum flott- um sendingum, en það skilar engu,“ sagði Þormóður Egilsson, fyrirliði KR, eftir leikinn. „Við náðum aldrei neista í leik okk- ar og spilvenju. Það voru nokkrar mannabreytingar hjá okkur, en það á ekki að breyta neinu því við eigum allir að vera þokkalegir í fótbolta og eigum því að geta klórað okkur út úr þessu, en við gerðum það ekki,“ sagði Þormóður. Erum að safna stigum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.