Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 2
FRJÁLSÍÞRÓTTIR 2 B ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK  VALA Flosadóttir úr ÍR vann öruggan sigur í kúluvarpi og há- stökki í bikarkeppninni. Vala varp- aði kúlu 12,99 metra og stökk 1,65 m í hástökki en varð önnur í „sinni grein“, stangarstökki.  GÓÐUR árangur Völu í kúluvarpi og hástökki á þó ekki að koma sér- staklega á óvart því hún á best 1,82 m í hástökki og þá keppti hún aðeins í sjöþraut þegar hún var yngri og á m.a. stúlknametið (17–18 ára) í sjö- þraut 4.911 stig en það setti Vala ár- ið 1996. Einnig á hún meyjarmetið (15–16 ára) í sjöþraut 4.377 stig.  VALA sagði í samtali við Morg- unblaðið um helgina að hún hefði ekkert spáð alvarlega í það að taka þátt í tugþraut kvenna þegar keppni í þeirri grein hefst á næsta ári. Með því að keppa í þremur greinum hafi hún fyrst og fremst verið að vinna stig fyrir sitt félag, ÍR.  VALA sagði ekki loku fyrir það skotið að hún taki þátt í a.m.k. þremur alþjóðlegum mótum í stang- arstökki á næstu vikum, í Svíþjóð, Póllandi og í Þýskalandi áður en við taka æfingar fyrir innanhúss keppn- istímabilið.  JÓNAS H. Hallgrímsson, frjáls- íþróttamaður úr FH, gat ekki tekið þátt í bikarkeppninni með félögum sínum um helgina þar sem hann er farinn til Bandaríkjanna þar sem hann hefur á næstunni nám í Uni- versity of Southern California. Jón- as er einn efnilegasti þrístökkvari landsins, varð m.a. í þriðja sæti á Norðurlandameistaramóti ung- menna á dögunum, stökk 14,79 m.  SILJA Úlfarsdóttir hlaupakona úr FH hélt til Bandaríkjanna á sunnudaginn, daginn eftir bikar- keppnina, þar sem hún hyggst taka upp þráðinn frá því í vor í háskóla- námi sínu við Clemson-háskóla í N- Karólínuríki. Vignir Stefánsson, eiginmaður Silju og júdókappi, var einnig með í för en hann stundar nám við sama skóla og einnig stunda þau íþróttir sínar með skólaliðinu.  EINAR Karl Hjartarson, Íslands- methafi í hástökki úr ÍR, er einnig á leið til Bandaríkjanna í háskólanám. Hann sest á skólabekk í Dallas.  UPP kom eitt kærumál í Bikar- keppni FRÍ í framhaldi af því að kvennasveit ÍR í 4x100 m boðhlaupi var dæmd úr leik vegna rangar skiptingar. ÍR-ingar sættu sig ekki við dóminn. Fengnar voru upptökur frá RÚV frá hlaupinu og sátu menn yfir þeim á laugardeginum. Eftir nokkra yfirlegu var ákveðið að dóm- urinn skyldi standa og ÍR-ingar fengu því ekkert stig. Þegar öll keppnin var gerð upp munaði hálfu stigi á ÍR í fjórða sæti og Breiða- bliki í þriðja sæti.  ÍRIS Svavarsdóttir, úr FH, lét slitin liðbönd ekki aftra sér frá því að keppa í hástökki. Hún vann eitt stig fyrir sitt félag, lyfti sér yfir 1,50  EMMA Ania, sprettahlaupari í FH, vann öruggan sigur í 100 og 200 m hlaupi kvenna í bikarkeppninni á 11,50 og 23,70 sek.. Ania hefur auð- veldlega unnið öll spretthlaup hér heima í sumar og standa íslenskar stúlkur henni nokkuð á sporði. Ania er breskur ríkisborgari en hefur dvalið hér á landi sl. ár ásamt ís- lenskum sambýlismanni sínum og æft með FH-ingum.  ÓÐINN Björn Þorsteinsson, kringlukastari úr FH, heldur í haust utan til Svíþjóðar þar sem hann hyggst æfa undir stjórn Vésteins Hafsteinssonar, Íslandsmethafa. Verður hann væntanlega hluti af fimm manna hópi kringlukastara sem ætlar að æfa hjá Vésteini en annar Íslendingur er í hópnum, Magnús Aron Hallgrímsson, úr Breiðabliki.  SIGURÐUR T. Sigurðsson, Ís- landsmeistari í stangarstökki karla úr FH og félagi hans, Finnbogi Gylfason, hafa tekið þátt í að vinna bikarkeppni karla fimmtán ár í röð með FH. Þórey reyndi síðan við Norður-landamet, 4,51 en lánaðist ekki að komast yfir þá hæð. Árangur Þór- eyjar var tvímælalaust hápunktur bikarkeppninnar. Það er ekki á hverjum degi sem reynt er að bæta Norðurlandamet á frjálsíþróttmót- um hér á landi. Norðurlandametið á Vala Flosa- dóttir, ÍR, sem einnig tók þátt í bik- arkeppninni og varð að sætta sig við annað sætið, stökk 4 metra. „Ég kom ekki með neitt annað markmið til keppninnar en að hafa gaman af því að taka þátt í keppninni og vinna mína grein fyrir mitt félag. Ég var með stutta atrennu, tólf skref í stað fimmtán, þar sem hliðarvindur var nokkur og erfitt að ráða við stang- irnar. Síðan gengu hlutirnir bara upp og úr varð minn besti árangur í sumar, það var bara virkilega gaman að þessu,“ sagði Þórey sem segir keppnistímabilið hvergi nærri vera á enda hjá sér þótt farið sé að líða á sumarið. Auk þess að keppa á móti hér heima á næstunni ætlar Þórey að leggja land undir fór og keppa í Gautaborg í Svíþjóð eftir viku og síð- an eru framundan mót í Þýskalandi og á Ítalíu í byrjun september. „Ég er ekkert að hætta á næst- unni þótt komið sé fram í ágúst. Keppnistímabilið hófst seint hjá mér vegna meiðsla og því er ég alveg klár í að lengja það nokkuð enda finn ég að formið batnar með hverju mótinu sem ég tek þátt í,“ sagði Þórey en margir spá því að henni takist að slá Norðurlandamet Völu áður en sumr- inu lýkur. Um það vildi Þórey sem minnst segja. Það yrði bara að koma í ljós. „ÉG hef beðið lengi eftir þessum árangri og það er ef til vill ástæð- an fyrir því að ég hef ekki stokkið fyrr í sumar yfir þessa hæð, ég hef verið of spennt og ætlað mér á stundum um of,“ sagði Þórey Edda Elísdóttir, stangarstökkvari úr FH, sem vann öruggan sigur í stang- arstökki í bikarkeppninni, stökk 4,41 metra og náði þar með sínum besta árangri á þessu sumri. Árangur Þóreyjar hápunkturinn HSK varð síðan í fimmta sæti með80,5 stig og Ármann rak lestina, hlaut, 75 stig. Þess má geta að þetta var í fimmtánda sinn í röð sem karlasveit FH vinnur karla- keppnina. Ragnhild- ur sagði aðgóður sig- ur karlaliðsins hafi verið umfram þær væntingum sem hún gerði fyrir keppnina, þar sem nokkuð hefði verið um meiðsli í henni auk þess sem hinn efnilegi Jónas Hlynur Hallgrímsson sé farinn til náms í Bandaríkjunum. „Það lýsir kannski fyrst og fremst stemmningunni hjá okkur að það kemur ævinlega maður í manns stað og menn leggja sig alltaf fullkomlega fram í keppni sem þessari,“ sagði Ragnhildur sem sagðist hafa verið spennt fyrir keppnina en þegar ljóst var eftir fyrri keppnisdag að hennar lið hafði ágæta forystu þá hafi henni verið öllu rórra. „Í stigakeppni sem þessari þá er það liðsheildin sem skiptir máli og hún er góð hjá okkur auk mikillar samkenndar. Á þeim níu árum sem ég hef stýrt FH-liðinu til sigurs í bik- arkeppninni þá held ég að samheldn- in og samkenndin hafi aldrei verið meiri en nú,“ sagði Ragnhildur. „Síð- an höfum við verið lánsöm, ekki orðið fyrir neinum meiriháttar áföllum, svo sem að menn felli byrjunarhæð í stökkum, skipti rangt í boðhlaupum eða meiðist alvarlega í keppninni þannig að þeir verði að hætta. Allir keppendur skila sér í mark sem er frábært þar sem vorið og sumarið var okkur FH-ingum erfitt þar sem mikið var um meiðsli. Fyrir keppnina fannst mér við fara með nokkuð brothætt karlalið inn í keppnina, en þegar á hólminn var komið þá þjöppuðu þeir sem kepptu vel saman og stóðu sig framúrskar- andi vel,“ sagði Ragnhildur glaðbeitt og viðurkenndi að munurinn á FH og UMSS hafi verið meiri en hún og fleiri hafi reiknað með fyrirfram. Talsverð spenna var fyrir keppnina því vitað var að UMSS myndi sækja hart að FH-ingum og reyna að binda enda á sigurgöngu Hafnfirðinga. Eft- ir fyrri daginn var FH með 13,5 stiga forskot sem var meira en margir reiknuðu með. Þar með var ljóst að óhapp þyrfti að koma til svo FH-ingar héldu ekki sínu striki á síðari degi í átt að níunda sigrinum í röð. Og Hafn- firðingar misstigu sig ekki hætishót, þvert á móti þá spýttu þeir frekar í lófana en hitt og juku forskot sitt. Þarf sterkari sveit til að vinna „Við þurfum að vera með aðeins sterkara lið og sleppa betur við meiðsli en við gerðum fyrir þessa keppni,“ sagði hinn þrautreyndi þjálf- ari Skagfirðinga Gísli Sigurðsson, að- spurður hvað þyrfti til svo UMSS ætti möguleika á að leggja FH-inga, en Skagfirðingar gerðu harða atlögu að Hafnfirðingum í þetta skiptið en höfðu ekki erindi sem erfiði. „Annars eru meiðsli einfaldlega óhjákvæmilegur fylgifiskur þess að vera með stóra og öfluga sveit, hjá þeim er erfitt að komast. Við verðum hins vegar bara að halda áfram ein- beitt við að vinna í okkar málum, þá er ég viss um að bikarinn fellur okkur í skaut einn góðan veðurdag,“ sagði Gísli sem var ánægður með frammi- stöðu sinnar sveitar, jafnt utan vallar sem innan. „Keppnin var hörð og mitt fólk lagði sig virkilega fram og naut þess að taka þátt auk þess sem það setti sterkan svip á mótið með því að halda uppi góðri stemmningu á hlið- arlínunni, enda var það okkar mark- mið að hafa ekkert síður gaman að því að fylgjast en að taka þátt,“ sagði Gísli og vildi koma á framfæri ham- ingjuóskum til FH-liðsins sem glæsi- legan sigur í bikarkeppninni níunda árið í röð. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Sigursveit FH-inga í Bikarkeppni FRÍ. Þetta er níunda árið í röð sem Hafnfirðingar fara með sigur af hólmi í keppninni. FH-ingum varð ekki ógnað í bikarkeppninni „ÞAÐ var hart sótt að okkur en þeir sem gerðu það gerðu sér ekki grein fyrir því að við FH-ingar gefumst aldrei upp fyrr en í fulla hnef- ana,“ sagði Ragnhildur Ólafsdóttir, þjálfari bikarmeistara FH í frjálsíþróttum eftir að lið hennar vann Bikarkeppni FRÍ níunda árið í röð á laugardaginn. Sveitin vann bæði í karla- og kvennakeppninni og var 28 stigum á undan Ungmennsambandi Skagafjarðar (UMSS) sem hafnaði í öðru sæti í heildarstigakeppninni. FH hlaut 186 stig, UMSS 158 stig og Breiðablik hafnaði í þriðja sæti með 135,5 stig, hálfu stigi á undan ÍR. Ívar Benediktsson skrifar ■ Úrslit / B14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.