Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 5
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2002 B 5 Arsenal fékk óskabyrjun gegnBirmingham því Frakkinn Thierry Henry skoraði fyrra mark leiksins á 9. mínútu með góðu skoti úr aukaspyrnu. Stundarfjórðungi síðar var komið að landa Henrys, Sylvain Wiltord, sem bætti við öðru marki eftir glæsilegan sprett þar sem hann lék m.a. á þrjá varnar- menn Birmingham, en nýliðarnir misstu leikmann af velli á 73. mínútu þegar senegalski leikmaðurinn Al- iou Cisse fékk sitt annað gula spjald. Með sigrinum setti Arsenal nýtt met því liðið hefur nú unnið 14 leiki í röð auk þess sem það hefur ekki tapað í 22 leikjum í röð. Arsene Wenger, kanttspyrnustjóri liðsins, var að vonum ánægður með sigur- inn og metið. „Metið sannar að liðið er á miklum skriði og nýtur þess að spila eins og það gerir nú. Við byrj- uðum vel í leiknum en við náðum ekki að nýta öll færi okkar, kannski vegna þess að það var heitt í dag og tímabilið er rétt að byrja, en við fengum ekki á okkur mark og upp- skárum þrjú stig,“ sagði Wenger. Starfsbróðir Wengers hjá Man- chester United, Alex Ferguson, hafði ekki eins mikla ástæðu til þess að gleðjast þrátt fyrir að lið hans hefði sigrað West Bromwich Albion 1:0 á Old Trafford á laugardag. Lið- ið átti í mesta basli með WBA og það var ekki fyrr en Derek McInnes, fyrirliða WBA, var vikið af leikvelli á 64. mínútu sem United tókst að brjóta liðið á bak aftur. Þar var á ferðinni varamaðurinn Ole Gunnar Solskjær á 79. mínútu, en þetta var 100. markið sem hann skoraði fyrir liðið. Leikmenn Liverpool fóru illa með nokkur dauðafæri gegn Aston Villa í leik liðanna á sunnudag. Það kom þó ekki að sök því Norðmaðurinn John Arne Riise skoraði eina mark leiks- ins fyrir Liverpool skömmu eftir leikhlé. Flestar sóknir Liverpool strönd- uðu á Peter Enckelman, markverði Aston Villa, sem átti mjög góðan leik og varði nokkrum sinnum meistaralega, m.a. vítaspyrnu frá Michael Owen. Owen lék í fremstu víglínu hjá Liverpool ásamt Seneg- alanum El-Hadji Diouf og þótti sá síðarnefndi standa sig mun betur. Chelsea stal sigrinum Liðsmenn Charlton hafa eflaust nagað sig í handarbökin eftir við- ureign liðsins og Chelsea á laugar- dag. Charlton náði tveggja marka forystu eftir hálftímaleik en tapaði leiknum 3:2 á lokamínútunum. Paul Konchesky kom Charlton yf- ir á 7. mínútu en var rekinn af velli 19 mínútum síðar. Richard Rufus bætti engu að síður öðru marki við á 33. mínútu áður en Gianfranco Zola minnkaði muninn fyrir Chelsea skömmu fyrir leikhlé. Á síðustu sex mínútum leiksins skoruðu Carlton Cole og Frank Lampard svo sitt markið hvor og tryggðu Chelsea sigurinn. Eiður Smári Guðjohnsen, sem er nýstiginn upp úr meiðslum, kom inn á sem varamaður hjá Chelsea fyrir Emmanuel Petit þegar tæpur hálf- tími var eftir af leiknum. Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Chelsea, lofaði Eið og félaga hans Carlton Cole fyrir frammistöðu þeirra. „Ég þurfti á tveimur frískum framherj- um að halda í dag en ég vissi að Eið- ur og Carlton Cole gætu ekki spilað heilan leik þar sem þeir eru ekki í góðri leikæfingu. En ég sendi þá inn á í stuttan tíma og það varð okkur til happs,“ sagði knattspyrnustjórinn. Tveir fyrrverandi þjálfarar enska landsliðsins, Terry Venables og Kevin Keegan, leiddu saman lið sín, Leeds og Manchester City, á laug- ardag í Leeds og þar fóru heima- menn með sigur af hólmi, 3:0. Nick Barmby, Mark Viduka og Robbie Keane gerðu mörkin. Terry Venables viðurkenndi eftir leikinn að lið hans hefði verið heppið að sigra Manchester City. „Þetta var mjög opinn leikur, eiginlega of opinn fyrir minn smekk. Mér fannst Manchester City spila vel og við vorum mjög heppnir á stundum,“ sagði Venables. Keegan sagði hins vegar að lið hans hefði ekki átt skilið að tapa 3:0. „Það var margt jákvætt í leik okkar og stærstan hluta leiks- ins spiluðum við betur en þeir og fengum betri færi. En þeir skoruðu fyrsta markið sem er svo mikil- vægt,“ sagði Keegan. Franskur sigur hjá Fulham Guðni Bergsson lék allan tímann í vörn Bolton sem fékk heldur háð- uglega útreið gegn Fulham. Eftir að Michael Ricketts hafði skorað fyrsta mark leiktíðarinnar í ensku knatt- spyrnunni úr vítaspyrnu fyrir Bolt- on á 4. mínútu leiksins var komið að þremur Frökkum í liði Fulham að láta ljós sitt skína. Louis Saha jafnaði leikinnn á 11. mínútu úr vítaspyrnu og Sylvain Legwinski bætti við öðru marki fyr- ir Fulham á 33. mínútu. Fimm mín- útum síðar skoraði Steve Marlet þriðja mark Fulham í þriðju víta- spyrnu leiksins og Legwinski skor- aði svo annað mark sitt tíu mínútum fyrir leikslok. Fulham virðist því kunna vel við sig á Loftus Road, heimavelli QPR, en þar spilar liðið heimaleiki sína á meðan verið er að vinna að endurbótum á Craven Cottage. Blackburn og Sunderland skildu jöfn, 0:0, og sömu sögu er að segja af viðureign Southampton og Middles- brough. Everton og Tottenham skildu einnig jöfn, en hvort lið skor- aði tvö mörk á Goodison Park í Liv- erpool. Reuters Sylvain Wiltord, t.h., fagnar marki sínu með samherja sínum Thierry Henry gegn Birmingham. Mark Wiltord innsiglaði sigur meistaranna, 2:0, en Henry kom þeim á bragðið á 9. mínútu. Meistarar Arsenal byrja vel ARSENAL hóf titilvörnina í ensku úrvalsdeildinni af miklu öryggi þegar liðið lagði nýliða Birmingham City 2:0 á Highbury í Lundúnum á sunnudag. Þá unnu Liverpool og Manchester United andstæðinga sína 1:0 og Terry Venables fékk óskabyrjun með Leeds sem sigraði Manchester City 3:0. Lárus Orri lék allan leikinn og varmjög fastur fyrir í vörninni. Segja má að varnarmenn WBA hafi tekið upp þráðinn frá því á síðustu leik- tíð en eftir leiktíðina í vor kom í ljós að WBA fékk á sig fæst mörk allra liða í deildunum fjórum á Englandi og þar spilaði Lárus Orri stórt hlutverk. Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hrósaði liði WBA í hásterkt eftir leikinn. Hann sagði að erfitt hefði verið að brjóta á bak aftur sterka vörn nýliðanna og með sama áframhaldi yrði erfitt fyr- ir önnur lið að sækja sigur gegn þeim. „Ég var heilt yfir mjög sáttur við minn leik en það var svekkjandi að ná ekki stigi. Ég er alveg öruggur á því að jafntefli hefði orðið niðurstað- an ef við hefðum ekki misst mann út af 25 mínútum fyrir leikslok,“ sagði Lárus Orri við Morgunblaðið en hann var að leika í ensku úrvals- deildinni í fyrsta sinn. „Þó svo að knattspyrnustjórinn Gary Megson hafi ekki verið ánægð- ur í leikslok þá held ég að lið okkar hafi komist mjög vel frá leiknum þrátt fyrir tapið. Megson fannst við ekki halda boltanum nægilega vel innan liðsins og honum fannst vanta meiri grimmd í liðið. Þá sagði hann við okkur strax eftir leikinn að mun- urinn á úrvalsdeildinni og þeirri fyrstu væri kannski ekki eins mikill og margir héldu. Við gerum okkur alveg grein fyrir því að tímabilið verður erfitt fyrir okkur en það kem- ur ekkert lið til með að fá auðveld stig frá WBA.“ Var ekki svolítið sérstakt að hefja ferilinn í ensku úrvalsdeildinni á móti stjörnum prýddu liði Man- chester United á Old Trafford? „Það er ekki hægt að segja annað en að þetta hafi verið alvöru byrjun því það eru allt stórstjörnur í Unit- ed-liðinu.Völlurinn og umgjörðin á Old Trafford eru engu lík og að sjálf- sögðu var gaman að taka þátt í leikn- um sem mikið var búið að tala um. Maður finnur fyrir því að leikmenn í þessari deild eru mun sneggri en þeir í neðri deildunum, ekki bara á fæti heldur líka í hugsun. Þú þarft að vera með 100% einbeitingu á móti svona körlum og fyrir hver mistök sem maður gerir er hættara við að þeir refsi þér.“ Lárus Orri lék í stöðu miðvarðar í þriggja manna varnarlínu nýliða WBA sem var að leika í efstu deild ensku knattspyrnunnar í fyrsta sinn í 17 ár. Hef haldið með Arsenal „Ég var svona mest í baráttunni við Giggs og Keane og mér gekk bara nokkuð vel á móti þeim. United lék með einn mann í fremstu víglínu en það var ekki fyrr en Solskjær kom inn á að Ferguson setti tvo framherja í liðið og því miður náði þessi ótrúlegi Norðmaður að skora markið sem réði úrslitum.“ Lárus Orri segir að frá því að hann var smástrákur hafi hann hald- ið með liði Arsenal. „Það hefði verið gott að taka stig frá keppinautum Arsenal en ég reikna eins og flestir með að slagurinn um titilinn komi til með að standa á milli Arsenal, Man- chester United og Liverpool. Ég á ekki von á því að við blöndum okkur í þennan pakka en kannski á næsta ári. Okkar markmið eru skýr. Við ætlum að halda okkur uppi og til þess að svo eigi að takast verðum við að berjast með kjafti og klóm í hverjum leik.“ Lárus Orri verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu á Laugar- dalsvellinum annað kvöld þegar Ís- lendingar mæta Andorramönnum og á laugardaginn er fyrsti heimaleikur WBA í úrvalsdeildinni þegar liðið fær Leeds í heimsókn. Þriðjudaginn 27. ágúst er svo komið að leik sem Lárus Orri getur vart beðið eftir en þá sækja nýliðarnir heim meistarana og liðið sem Lárus hefur haft miklar taugar til, Arsenal á Highbury. Eldskírn Lárusar Orra á Old Trafford LÁRUS Orri Sigurðsson fær undantekningalaust góða dóma fyrir frammistöðu sína með WBA í 1:0 tapi liðsins á móti Manchester United á Old Trafford um helgina. Hann var til að mynda valinn mað- ur leiksins hjá Sunday People og í Sunday Mirror fær Lárus Orri 8 í einkunn og hjá The Times fékk hann næsthæstu einkunn leikmanna WBA, 7. Nýliðarnir veittu stórliðinu frá Manchester mikla keppni en það var ekki fyrr en 12 mínútum fyrir leikslok sem bjargvætturinn Ole Gunnar Solskjær skoraði sigurmarkið og um leið sitt 100. mark fyrir félagið. Guðmundur Hilmarsson skrifar Fyrstur til að sjá rautt VARNARMAÐURINN Paul Konchesky kom heldur betur við sögu hjá liði sínu Charlton á laugardag þegar það tók á móti Eiði Smára Guðjohnsen og samherjum á heimavelli. Hann skoraði fyrsta mark liðsins í tapi þess, 3:2, á 7. mínútu. Átján mínútum síðar var hann svo rekinn af leikvelli, fyrstur manna á þessari leiktíð í ensku úr- valsdeildinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.