Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 9
KNATTSPYRNA
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2002 B 9
H#
#!
"
%
!
7
. 3
'
#"
D2 F
!
2
$ %
#!
!
(9:;<B<B
/*
2
)$!
* "
@ (
*!
,
D" 7
)
*3@
@
*!*
) *1
7
= )!1 9 1))>.; $ ,7
8
);+,,+
$!5! -
)+
8#
):;)9
2 (
.$
#!/
C
%
%
D *! )
9 @ 7! <
<
<
.. .;
-
A
(9:;<B<B
/!/!
J
4
) +*
@49#3! 2 G /
,)G 4
"#
1D!
D2 F
ED
B
&'
4C5/)7
*9 7):
@!9 7):
.:&5+07
.:.5/67
;
;
A
C
1 GRINDVÍKINGARNIR Ólafur
Örn Bjarnason og Sinisa Kekic
fengu fyrir leikinn við FH á sunnu-
daginn afhent gullúr fyrir hundrað
meistaraflokksleiki fyrir félagið.
PAUL McShane varð að horfa úr
stúkunni á félaga sína í Grindavík
berjast við FH því hann tók út leik-
bann.
VIGNIR Helgason og Ray Jóns-
son voru heldur ekki með því
meiðsli hrjá þá.
MICHAEL Jónsson lék sinn
fyrsta leik fyrir Grindavík í Síma-
deildinni á sunnudaginn. Hann er
bróðir Rays, varnarmanns Grind-
víkinga.
ÞRÍR FH-ingar þurftu að fylgjast
með félögum sínum úr stúkunni í
Grindavík því Hilmar Björnsson,
Magnús Einarsson og Baldur Bett
tóku allir út leikbann.
ÁRMANN Ævarsson lék sinn
fyrsta deildarleik með meistara-
flokki Þórs á móti Fram en hann
spilar með 2. flokki og hefur einu
sinni komið inn á í sumar, í bik-
arleik á móti Tindastóli.
FÓLK
Lið KA hefur komið skemmtilegaá óvart á leiktíðinni og er ekki
að sjá að þar fari lið sem kom upp úr
1. deild á sl. leiktíð.
Þrjá fastaleikmenn
vantaði í liðið að
þessu sinni, Kristján
Sigurðsson og Neil
McGowan sem tóku út leikbann og
Ásgeir Ásgeirsson, sem er meiddur.
Skemmst er frá því að segja að
þeir leikmenn sem leystu þá af
hólmi skiluðu hlutverkum sínum
með sóma og ber þar helst að nefna
Róbert Skarphéðinsson, sem var af-
ar duglegur og útsjónarsamur á
miðsvæðinu. Dean Martin var
fremstur á miðjunni að þessu sinni
með Róbert og Þorvald Makan fyrir
aftan sig. Má segja að lið KA-manna
hafi leikið 4-2-4 á löngum köflum í
leiknum og blásið var til sóknar,
þrátt fyrir að í upphafi hafi liðið
stillt upp með 4-3-3.
Skagamenn áttu hinsvegar fyrstu
færi leiksins og Kári Steinn Reyn-
isson þrumaði framhjá á 11. mínútu
eftir lipurt samspil Skagamanna.
Þrátt fyrir að augljóst væri að KA-
menn væru aðeins með tvo leik-
menn á miðjunni áttu heimamenn
erfitt með að ná að brjótast í gegn-
um vörn KA. Af og til sýndu leik-
menn ÍA góða spretti en oftar en
ekki mistókst sendingin sem gat
splundrað vörn gestana.
Fjórir leikmenn KA fengu nánast
að fljóta í þær stöður sem voru laus-
ar í það skiptið í framlínu liðsins og
hafa fáir knattspyrnumenn hlaupið
eins mikið á Akranesvelli og Dean
Martin gerði á laugardag. Hann var
ávallt að og síógnandi.
Lítið markvert gerðist fyrstu 20.
mínútur leiksins en Hjálmur Dór
Hjálmsson tók innkast á 22. mínútu
og boltinn fór augljóslega í hönd
Steins Viðars Gunnarssonar sem
stökk upp og ætlaði að skalla knött-
inn. Hjörtur Hjartarson skoraði
örugglega úr vítaspyrnunni.
KA menn voru mun meira með
boltann það sem eftir lifði leiksins
en beittu mikið af sendingum þvert
á völlinn eða frá miðsvæðinu og til
varnarmanna sinna. Leikmenn ÍA
höfðu því nægan tíma til þess að
skipuleggja varnarleik sinn.
Er hálftími var liðinn af leiknum
skallaði Dean Martin að marki
Skagamanna, Gunnlaugur Jónsson
þrumaði í samherja og mátti Ólafur
Þór hafa sig allan við að bjarga
marki.
Elmar Dan Sigþórsson jafnaði
síðan metin fyrir KA á lokasekúnd-
um fyrri hálfleiks.
Síðari hálfleikur hófst af krafti.
Elmar Dan kannaði getu Ólafs í
markinu á 50. mínútu og stóðst Ólaf-
ur prófið, en hann var án vafa besti
leikmaður liðsins að þessu sinni.
Dean Martin komst einn í gegn á 56.
mínútu en Ólafur varði. Knötturinn
barst til Elmars Dans sem fékk frítt
skot en það var varið á marklínu af
Gunnlaugi. Hreinn fékk einn mögu-
leika til viðbótar í þessari hrinu
norðanmanna, en var of seinn að at-
hafna sig í vítateignum.
Ólafur Þórðarson gerði tvær
breytingar í kjölfarið. Baldur Að-
alsteinsson fór í stöðu hægri bak-
varðar og Hálfdán Gíslason fór í
fremstu víglínu.
Bæði lið fengu ágæt tækifæri það
sem eftir lifði leiks. Hálfdán fékk
færi og Hjörtur Hjartarson einnig
og má segja að skalli hans framhjá
marki KA-manna frá markteigs-
horni lýsi vel því lánleysi sem virðist
ríkja hjá Hirti.
Jóhann Helgason átti síðasta færi
leiksins er hann þrumaði knettinum
í þverslá Skagamanna af löngu færi
og þar við sat.
Baldur Aðalsteinsson átti ágæta
innkomu í lið ÍA. Hann talaði enn og
aftur um einbeitingarleysi fyrir
framan markið, en sú tugga hefur
heyrst áður hjá Skagamönnum í
sumar. „Miðað við leik okkar í dag
þá áttum við ekkert meira skilið en
eitt stig úr þessum leik. Bæði lið
gátu skorað fleiri mörk og við vor-
um heppnir að fá ekki á okkur mark
undir lok leiksins. Það telur lítið að
fá aðeins eitt stig og við erum því
enn að berjast við falldrauginn“
sagði Baldur.
Þorvaldur Örlygsson þjálfari KA
var ánægður með leik sinna manna
og þá sérstaklega í fyrri hálfleik.
„Við náðum að halda knettinum í
okkar liði og allt liðið var samstíga í
því. Ég tel að þetta sé einn erfiðasti
útivöllurinn á landinu og get því
ekki slegið hendinni á móti einu
stigi. Samt sem áður gátum við al-
veg fengið fleiri stig og fengum ara-
grúa færa sem ekki nýttust,“ sagði
Þorvaldur sem lék ekki með að
þessu sinni vegna meiðsla.
Ágæt tilþrif á
Skipaskaga
ÞAÐ var ágæt knattspyrna sem leikinn var á Akranesi á laugardaginn
er Íslandsmeistararnir tóku á móti KA í 14. umferð Símadeildar karla.
Bæði lið reyndu eftir fremsta megni að sækja og skora mörk í stað
þess að leggja áherslu á varnarleikinn en liðunum tókst þó aðeins að
skora eitt mark hvoru um sig í leiknum, í fyrri hálfleik. KA er því í 4.
sæti með 20 stig og siglir nokkuð lygnan sjó hvað varðar falldrauginn
sem Skagamenn eiga enn eftir að hrista af sér í lokumferðunum fjór-
um.
Sigurður Elvar
Þórólfsson
skrifar
Við áttum sigurinn líklega inni því ísumar höfum við þrisvar tapað
leik á síðustu mínútum,“ sagði Ólafur
Örn Bjarnason, fyr-
irliði Grindvíkinga,
eftir leikinn. „Ég
hefði verið sár með
jafntefli því við feng-
um mikið af góðum færum, sérstak-
lega í fyrri hálfleik, en samt var ekki
eins og við værum að vinna þennan
leik fyrr en í lokin. Að mínu áttum við
meira af færum þó að FH-ingar hafi
verið sterkari enda auðveldara að
spila á móti vindi. Við ætluðum að
pressa á þá móti vindi en völlurinn er
harður og erfitt að eiga við hann svo
það var erfitt að spila mikið. Síðan er-
um við einu marki yfir eftir hlé og þá
verjast menn oft frekar en að sækja.
Við erum ekkert mjög ánægðir með
þennan leik og getum spilað betur en
það er gott að vita að við getum unnið
leik þó við séum ekki að spila vel.
Við höfum breytt liðinu nokkuð, til
dæmis er Kekic kominn í vörnina og
við það fer tækni aftur í vörnina svo
að menn verða að sækja öðruvísi,
geta ekki leikið í gegn eins og áður.
Menn eru frískir frammi og eiga að
pressa mikið en það gekk ekki, sér-
staklega ekki með vindinn í bakið eft-
ir hlé,“ bætti fyrirliðinn við og er far-
inn að svipast um eftir Evrópusæti.
„Við vorum heppnari í dag en þó ekki
því við brenndum af svo miklu af fær-
um. Við fengum þó þrjú stig og erum
nær baráttunni á toppnum. Eins og
staðan er orðin er stefnan sett á Evr-
ópusæti og það gæti gengið eftir með
þriðja sætinu. Við getum ekki sett
stefnuna hærra ef við ætlum ekki að
spila betur en við gerðum í dag.“
Erum enn í fallbaráttu
„Það var sárt að tapa þessu því við
spiluðum ágætlega í seinni hálfleik
eftir slappan fyrri hálfleik en vorum
sjálfum okkur verstir í þessum leik,“
sagði Heimir Guðjónsson, sem átti
mjög góðan leik fyrir FH á sunnu-
daginn. „Við lögðum upp með að
sækja upp vængina og gefa síðan
með fyrir. Þeir eru veikir í því og
boltinn var að detta inn í teiginn en
þar vorum við ekki nógu grimmir.
Við byrjuðum vel fyrstu tuttugu mín-
úturnar, stjórnuðum leiknum og
komum boltanum inn í vítateiginn en
það vantaði grimmdina. Svo fáum við
á okkur klaufalegt mark í annað
skiptið í sumar og misstum við það
dampinn og Grindvíkingar hefðu get-
að bætt við fleiri mörkum. Við kom-
um samt sterkir eftir hlé, jöfnum
fljótlega og fengum ágætis færi en
því miður vorum við sjálfum okkur
verstir eins og hefur gerst nokkrum
sinnum í sumar og á meðan það á sér
stað fáum við ekki fleiri stig. Verst
var að Grindvíkingar gerðu ekki út
um leikinn, heldur sáum við sjálfir
um það.“
Þrátt fyrir tapið er FH um miðja
deild en það eru fá stig í neðstu liðin.
„Við erum því í fallbaráttunni ennþá
og verðum að rífa okkur upp úr
henni. Það eru fjórir leikir eftir og við
verðum að standa okkur í þeim því ég
tel að við þurfum tuttugu stig að vera
öruggir í deildinni,“ bætti Heimir við.
Stefnum á
Evrópusæti
Stefán
Stefánsson
skrifar
bert
móti
átta
vikið
Stef-
kotið
útlit
svo
afn-
.
t og
voru
c. Á
sson
sér
istir
tinn.
æða
i þó
otur
enda
ema
inni.
örn-
unni,
mart
-