Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 8
KNATTSPYRNA 8 B ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ 3 @  %    !  @'=    C 3       '  3   %            ! $      0,       !   %   "#       #! %#!     #  # D  !    =#  !), . '   C  "#  !   C 3   >  #  #!    !  #! 8*8 #   @'  =     . .       !#      (9 :;<<. $45,  " 0*! )     J    **  $ !"#    0,  D   "*!   *! )$   & I @  GI# "   *3     = )!1 9 1 ))  >.;  * ) ,1,7 "   )?+,,+ $!5! - D#    ),  E   8#   )::96, 2  %$ F  @ D6 $! ! ) %  G'  %   '3       9 @ 7! < < < .B % - & (9 :;<;<A 2 !( *! )5,  8*8 @4G  E 0   K  D! *!  +1!(  D  !  $+!  7  "# G7% " * * !  2  G  % #!5?)7  *9 7): @ !9 7): 1 .:&5+07 .:.5667 A:.5?97 B A A B Gestirnir voru mun beittari ogákveðnari í öllum sínum aðgerð- um í fyrri hálfleiknum og áttu fjölda ákjósanlegra mark- tækifæra á meðan Valur átti aðeins eitt skot sem rataði á markramma mót- herjanna, þá bjargaði Tinna Mark Antonsdóttir á marklínu eftir skalla Írisar Andrésdóttur. Þá var röðin komin að hinum skæða framherja Þórs/KA/KS, Guðrúnu Soffíu Viðars- dóttur, að halda uppi fjörinu á Vals- vellinum. Hún átti fjögur virkilega góð marktækifæri, það hættulegasta úr aukaspyrnu á 38. mínútu en Ragn- heiður Á. Jónsdóttir, markvörður Vals, varði fast skot hennar í horn og aðeins mínútu síðar slapp Guðrún Soffía inn fyrir vörn Vals en skot hennar fór hárfínt yfir Valsmarkið. Lið Þórs/KA/KS kom út eftir leikhlé af sama ákafa og vilja og þær höfðu í fyrri hálfleiknum og á 57. mín- útu máttu Valsstúlkur þakka fyrir að fá ekki á sig sjálfsmark eftir ræki- legan misskilning á milli Rósu Júlíu Steinþórsdóttur varnarmanns og Ragnheiðar markvarðar. Rósa Júlía sendi þá stutta sendingu aftur á Ragnheiði sem hitti ekki boltann í vítateignum og boltinn var á leið inn fyrir marklínuna en Rósa sýndi mikið harðfylgi og náði að bjarga af mark- línunni. Eftir þessa uppákomu var eins og Valsliðið vaknaði af værum blundi, Íris Andrésdóttir skoraði fyrsta markið eftir góða sendingu frá Vilborgu Guðlaugsdóttur á 59. mín- útu og Vilborg skoraði annað mark Vals á 73. mínútu eftir undirbúning Ásgerðar Ingibergsdóttur, sem síðan gulltryggði sigurinn þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma með þriðja marki Vals. Helena Ólafsdóttir var langt frá því sátt við gang leiksins og leik sinna manna, „Ég er sátt við stigin þrjú en það er líka það eina sem ég get verið sátt við í þessum leik. Við erum búnar að spila þrjá leiki á einni viku, tvo erf- iða leiki gegn ÍBV og svo þennan leik, en núna fáum við kærkomna 10 daga hvíld fyrir leikinn gegn Breiðabliki í 12. umferðinni,“ sagði Helena. Rósa Júlía Steinþórsdóttir, fyrirliði Vals, fór fyrir sínu liði í þessum leik og var sú eina í liði heimamanna sem lék af eðlilegum styrk, þrátt fyrir að hafa legið með flensu síðustu þrjá dagana fyrir leikinn. Hjá Þór/KA/KS átti framherjinn Guðrún Soffía Við- arsdóttir frábæran fyrri hálfleik en í síðari hálfleik færðist baráttan aftar á völlinn og þá lék Ásta Árnadóttir best norðanstúlkna. Langsótt- ur sigur Valsara SÆTASKIPAN á stöðulista Símadeildar kvenna hafði enga þýðingu þegar topplið Vals tók á móti botnliði Þórs/KA/KS á laugardag í fyrsta leik 11. umferðar. Úrslit leiksins urðu engu að síður eftir bók- inni, Valur sigraði 3:0 en norðanliðið hélt Valsliðinu svo sannarlega við efnið. Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Fyrstu fimmtán mínúturnar voruHafnfirðingar sprækir með vindinn í bakið en gekk illa að prjóna sig í gegnum trausta vörn Grindvík- inga með Sinisa Kekic og Ólaf Örn Bjarnason þar fasta fyrir. Hinum megin tókst sóknarmönnum FH engu betur upp enda þurftu þeir fyrst að sleppa framhjá Heimi Guðjónssyni á miðjunni og ef það tókst með því að fara upp kantana tók vörn FH á móti þeim. Þegar sóknartilburðir FH skiluðu litlu komust heimamenn inn í leikinn og á 22. mínútu skilaði snörp sókn þeirra marki Óla Stefáns Flóventssonar. Gestirnir ætl- uðu sér ekki að láta það slá á bitið í sókn- inni og reyndu enn að finna leið í gegnum vörn FH en markið kom sjálfstrausti í Grindvíkinga og sóknarlotur þeirra urðu betur uppbyggðar. Það skilaði tveimur upplögðum færum. Á 37. mínútu sendi Grétar Ólafur Hjartarson á Óla Stefáns- son, sem sá glufu í vörn FH og sendi inn á Helga Jónas Guðfinnsson en skot hans var slakt og fór yfir markið. Tveimur mínútum síðar gaf Scott Ramsey laglega inn fyrir vörn FH á Grétar Ólaf en þeim mikla markahrók brást illa bogalistin. Mótvindurinn eftir hlé virtist ekki trufla gestina neitt. Þeir reyndu enn ákveðið að finna leiðina að marki heima- manna og uppskáru fyrir það mark vara- mannsins Emils Hallfreðssonar á 55. mínútu – tíu sekúndum eftir að hann kom inn á sem varamaður. FH fékk annað gott færi tveimur mínútum síðar, þá smeygði Atli Viðar Björnsson sér laglega í gegnum vörn Grindvíkinga en Alb Sævarsson markvörður kom vel út á m og varði. Er leið á leikinn fór bar Hafnfirðinga að taka sinn toll. Fyrir v sóttu heimamenn í sig veðrið og Óli S án og Grétar Ólafur áttu sitthvort sk framhjá marki FH. Það var því allt ú fyrir jafnan hlut en bæði lið máttu sem eiga á öllu von enda skoruðu H firðingar sjálfsmark á síðustu mínútu. Sigur Grindvíkinga byggðist fyrst fremst á vörninni og sem fyrr segir v þar bestir Ólafur Örn og Sinisa Keki miðjunni börðust vel Eysteinn Hauks og Óli Stefán en Scott Ramsey náði ekki á strik, vildi frekar leika boltali en taka árangursríka spretti upp kant Lengi vel bar ekki mikið á hinum skæ framherja Grétari Ólafi. Liðið sýndi styrk með því að standast sóknarlo mótherjanna og sæta síðan færis e uppskar það dýrmæt þrjú stig. Svipaða sögu má segja um FH ne hvað það var ekki mikið bit í sókni Það dugði þeim ekki að standa sig í vö inni og njóta valda Heimis á miðju það þarf meira til. Morgunblaðið/Jim Sm FH-ingurinn Calum Bett og Grindvíkingurinn Gestur Gylfason stíga léttan dans við boltann. Nú skoraði Grinda- vík sigurmark á síðustu mínútu ENN og aftur var boðið upp á dramatík í lokamínútunum hjá Grindavík og FH. Í fyrri umferðinni sigraði FH með mörkum á lokamínútunum og í síðari umferðinni í Grindavík á sunnudaginn skoruðu þeir einnig sigurmark á lokamínútu en í þetta sinnið í eigið mark, sem skilaði Grindavík 2:1 sigri. Sigurinn kemur Grindavík í þriðja sæti deildarinnar og þó að Hafnfirðingar haldi áfram fimmta sætinu eru aðeins fjögur stig í neðstu liðin og 12 stig eftir í pottinum. Stefán Stefánsson skrifar Guðmundur sagði upp hjá ÍR GUÐMUNDUR Torfason hefur sagt upp störfum sem þjálfari fyrstudeildarliðs ÍR í knattspyrnu, en Guðmundur tikynnti stjórn félagsins ákvörðun sína um helgina eftir 3:0-tap ÍR gegn Leiftri/ Dalvík. Ólafur Jóhannesson mun taka við sem þjálfari ÍR-inga út leiktíð- ina en Ólafur hefur komið víða við sem þjálfari og leikmaður, stjórnaði m.a. liði FH og var einnig lengi þjálfari Skallagríms í Borgarnesi. ÍR er sem stendur í neðsta sæti deildarinnar með 12 stig að lokn- um 14 umferðum og hefur liðinu aðeins tekist að skora 9 mörk en fengið á sig 31.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.