Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.08.2002, Blaðsíða 3
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2002 B 3 HAFNARSTRÆTI 5 · SÍMI 525 6060 · FAX 525 6099 · www.bi.is Aðili að Verðbréfaþingi Íslands F í t o n / S Í A F I 0 0 5 1 8 4 Stórmót í golfi, leikið á tveimur völlum 24.–25. ágúst. Tveir leika saman í liði báða dagana. Laugardaginn 24. ágúst, leikið á Strandarvelli, Hellu, Scramble. Sunnudaginn 25. ágúst, leikið á Grafarholtsvelli, Betri bolti. Hámarks forgjöf er 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Glæsileg verðlaun fyrir hvorn vinningshafa 1. Evrópuferð með Flugleiðum og 10.000 kr. gjafabréf á Café Óperu 2. 25.000 kr. vöruúttekt í Nevada Bob 3. 15.000 kr. vöruúttekt í Nevada Bob 4. 10.000 kr. gjafabréf á Café Óperu 5. 10.000 kr. fataútttekt hjá Íslenskum karlmönnum Nándarverðlaun á öllum par 3 holum. Ræst út frá kl. 8:00. Hægt er að velja rástíma á laugardag, raðað út eftir skori á sunnudag. Skráning eingöngu hjá Golfklúbbi Reykjavíkur í síma 585-0210. Þátttökugjald 5000 kr. á mann. Opna liðakeppni Búnaðarbankans Verðbréfa Fyrri hálfleikur í gær var meðþeim slakari sem sést hafa í sumar. Eyjamenn börðust gríðar- lega og ætluðu sér alls ekki að fá á sig mark. Talsverður hraði var framan af leik, hvorugt lið gaf nokkur grið þannig að lítið fór fyrir samleik samherja, boltinn fór mun oftar milli mótherja. Eyjamaðurinn í liði Fylkis, Stein- grímur Jóhannesson, meiddist strax á 11. mínútu og var farið með hann á sjúkrahús. Nokkur skurður var við ökkla og blæddi talsvert úr. Ekki er vitað hversu alvarleg meiðsli hans eru. Fyrsta færi leiksins kom á 29. mín- útu þegar Finnur Kolbeinsson, fyr- irliði Fylkis, skallaði í þverslána á eigin marki. Annars voru það Eyja- menn sem voru heldur nær því að geta hugsanlega skapað sér færi, þeir áttu eitt skot í fyrri hálfleik sem hitti mark Fylkis, skalla Finns. Þess má geta að tvö skot Fylkis hittu á mark Eyjamanna, en gestirn- ir áttu fjögur sem hittu á rammann. Síðari hálfleikur skömminni skárri Síðari hálfleikur var skömminni skárri en sá fyrri. Hvort lið fékk hálf- færi áður en Sævar Þór Gíslason gerði eina mark leiksins á 64. mínútu, hans tólfta mark í deildinni í sumar. Ingi Sigurðsson átti síðan ágætt skot, sem trúlega var óvart. Hann virtist ætla að senda fyrir markið frá hægri vængnum en úr varð stór- hættulegt skot sem hefði dottið í hornið fjær ef Kjartan Sturluson, nýji landsliðsmarkvörðurinn, hefði ekki varið af snilld. Það var fast leikið í Árbænum í gærkvöldi og kappið meira en forsjá- in. Markverðir liðanna stóðu sig vel og hjá Fylki stóð Valur Fannar Gíslason sig vel í stöðu miðvarðar og Gunnar Þór Gíslason í bakverðinum auk Finns Kolbeinssonar á miðjunni. Hjá Eyjamönnum var Hlynur Stefánsson sterkur í vörninni og Ingi Sigurðsson var einn fárra sem gerðu heiðarlega tilraun til samleiks af ein- hverju viti. Andri Ólafsson átti einnig ágætar rispur. Lykilmenn vantaði í bæði lið. Hjá Fylki vantaði Hrafnkel Helgason, en hann er farinn til náms í Bandaríkj- unum og Ómar Valdimarsson er meiddur. Í lið ÍBV vantaði Tómas Inga Tómasson og Danan Niels Bo Daugaard, en þeir eru báðir meiddir. Dapur fótboltaleikur „Mér fannst þetta ákaflega dapur fótboltaleikur og í rauninni synd að annað liðið skuli hafa fengið svona mörg stig út úr honum,“ sagði Njáll Eiðsson, þjálfari Eyjamanna, eftir leikinn. „Bæði lið virkuðu þung og þreytt og sérstaklega var fyrri hálfleikurinn dapur. Við höfðum viljann til að vinna en vorum einfaldlega ekki betri í kvöld, kannski erum við ekki betri en þetta, en mér fannst ekki mikill munur á liðunum, Fylkisliðið þó heldur frískara. Við erum ekki búnir að skora mark í fimm síðustu leikjum og það virðist vera erfitt að brjóta þann ís,“ sagði Njáll. Aðalsteinn Víglundsson, þjálfari Fylkis, var sammála Njáli um að hann hefði oft séð betri fótboltaleik. „Þetta voru mikil átök og mikil læti. Eyjamenn voru mjög baráttuglaðir og gáfu okkur lítinn frið og þeir ætl- uðu greinilega að selja sig dýrt, en okkur tókst að setja eitt mark á þá og fá öll stigin. Ég vil að vissu leyti eigna Eyja- mönnum hversu slakir við vorum því að þeir gáfu okkur engan frið,“ sagði þjálfarinn. Spurður um hvort það væri rétt sem rætt var um í leikhléi að það virtist sem þeir hvítklæddu vildu helst falla og að Fylkismenn vildu alls ekki sigra, sagði Aðalsteinn. „Nei, auðvitað er það ekki svo. Við vildum vinna, og gerðum það, og Eyjamenn komu mjög grimmir til leiks, gáfu okkur engan frið þannig að við náðum aldrei upp neinu spili.“ Fimmti leikur ÍBV án marks FYLKIR krækti sér í þrjú stig þegar liðið vann ÍBV 1:0 í gærkvöldi og hefur tveggja stiga forystu á KR. Eyjamenn eru aftur á móti í átt- unda sæti með 13 stig eins og Fram og Þór. Það er sem sagt hörð barátta fram undan, á báðum endum deildarinnar. Skúli Unnar Sveinsson skrifar                            !  "# $ %!          #     &'                  !  "#    $   %& ' !    ( $ )   $"#    *+!  ,  -. *  / , )    !    + 0 *1  /# 2 "#  * /3 0  4  "    ,, 5, /*1  6#)    6  %  1"#   7 +84 7  ..   (9 :;<<. = )!1 9 1 ))  >?  845 ,7 (  )*+,,+ $!5! -      8#   ):)/0+ 2  1  2   !  $! ! ) %! '3    1  1!      9 @ 7! < < < .; % A B (9 :;<<. ' "  45067     8 45097  : ' 2  45907  &'  459;7  *9 7): @ !9 7): 1 .:&59/7 A C B ; Morgunblaðið/Árni Sæberg Hlynur Stefánsson var traustur í vörn Eyjamanna í leiknum gegn Fylki í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.