Morgunblaðið - 21.08.2002, Blaðsíða 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
12 MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
FYRIRHUGAÐ er að reisa 64
rúma hjúkrunarheimili og 75 þjón-
ustuíbúðir fyrir aldraða í Sogamýri
en hún afmarkast af Miklubraut til
suðurs, Suðurlandsbraut til norðurs
og Skeiðarvogi og Mörkinni til
vesturs. Skipulags- og bygginga-
nefnd Reykjavíkur hefur samþykkt
forsögn að nýju deiliskipulagi þar
að lútandi.
Í forsögninni segir að forsaga
málsins sé sú að í mars 1999 hafi
sjálfseignarstofnuninni Markar-
holti verið úthlutað lóð undir hjúkr-
unarheimili. Síðan hafi forsendur
breyst og í dag telji Markarholt það
byggingamagn, sem áætlað var á
lóðinni, of lítið miðað við áform sín.
Í forsögninni er lagt til að tekið
verði tillit til óska stofnunarinnar
um aukið byggingamagn og meðal
annars gert ráð fyrir möguleika á
endurskoðun lóðarmarkanna til
austurs.
Í bréfi Markarholts til Skipulags-
og byggingasviðs borgarinnar, sem
vitnað er til í forsögninni, kemur
fram að gert er ráð fyrir 64 hjúkr-
unarrýmum, 75 þjónustuíbúðum
fyrir aldraða og 10 raðhúsum auk
2.000 fermetra þjónustukringlu.
Alls er um 16.300 fermetra bygg-
ingamagns að ræða sem er 5.300
fermetrum meira en deiliskipulagið
frá 1999 kvað á um.
Blómleg byggð fyrir
eldri borgara
Í forsögninni er sérstök áhersla
lögð á gróður og útisvæði og sam-
tengingu þeirra við lóðina. Skal
byggðin á reitnum vera lágreist eða
ekki hærri en fjórar hæðir. Kemur
fram að fyrirhuguð starfsemi er ný-
stárleg að því leyti að „blandað
verður íbúðarbyggð fyrir aldraða
og hjúkrunarheimili ásamt verslun-
um og þjónustu og hugmyndin er
að þarna skuli vera blómleg byggð
fyrir eldri borgara „á öllum aldri“
sem áhugavert er að sækja heim
fyrir þá sem yngri eru“. Segir að
mikilvægt sé að svæðið verði til
bóta fyrir hverfið allt og opið og að-
gengilegt fyrir íbúa þess.
Þá kemur fram að Markarholt
hyggist efna til samkeppni um
hönnun á byggingum og útivistar-
svæðum á reitnum og er forsögnin
því hluti af forsendum fyrir þá
vinnu.
Fallast ekki á stækkun
byggingarreitsins
Fjallað var um forsögnina á fundi
skipulags- og bygginganefndar
borgarinnar í síðustu viku. Við af-
greiðslu málsins sátu fulltrúar
Sjálfstæðisflokks hjá og létu bóka
að þeir gætu ekki fallist á stækkun
byggingarreitsins yfir á grænt
svæði heldur legðu áherslu á að
fyrirhuguð byggð yrði í samræmi
við aðra byggð á svæðinu.
Í bókun fulltrúa Reykjavíkurlist-
ans segir hins vegar að mikil þörf
sé á hjúkrunarrýmum í borginni.
Búið sé að úthluta Markarholti lóð-
inni og með forsögninni sé ein-
göngu verið að afgreiða skipulags-
þátt málsins. Gefi niðurstaða
fyrirhugaðrar samkeppni tilefni til
þurfi borgarráð að taka afstöðu til
stækkunar lóðarinnar.
Forsögn vegna
hjúkrunarheim-
ilis samþykkt
Sogamýri
RÚMLEGA 22 milljóna króna tap
var á rekstri Dvalar- og hjúkrunar-
heimilisins Holtsbúðar í Garðabæ á
fyrstu fimm mánuðum ársins. Hjúkr-
unarframkvæmdastjóri heimilisins
segir of lágum daggjöldum um að
kenna.
Holtsbúð er sjálfseignarstofnun í
eigu Garðabæjar og Bessastaða-
hrepps sem rekin er með samningi
við heilbrigðisráðuneytið. Alls nam
rekstrartapið 22,4 milljónum króna á
fyrstu fimm mánuðum ársins en Þóra
Karlsdóttir, hjúkrunarframkvæmda-
stjóri Holtsbúðar, segir heimilinu
þröngur stakkur búinn þar sem dag-
gjöld eru annars vegar. „Daggjöldun-
um er ætlað að standa undir rekstr-
inum en þar fyrir utan þurfum við að
borga leigu og afborganir af lánum
sem voru tekin til þess að gera end-
urbætur á heimilinu.“
Síðastliðið haust voru daggjöldin
hækkuð lítillega en Þóra segir enn
vanta 20 prósent upp á að daggjöldin
standi undir því sem þau eiga að gera.
Hún segir hjúkrunarheimili á höf-
uðborgarsvæðinu ekki búa við sömu
fjárveitingar og hjúkrunarheimili á
landsbyggðinni og bendir á að þar
greiði ríkið 85 prósent af kostnaði við
byggingu hjúkrunarheimilis. „Byrðin
er margfalt meiri hér því Fram-
kvæmdasjóður aldraðra greiðir 40
prósent en svo þurfa sjálfseignar-
stofnanir eða sveitarfélög að greiða
60 prósent.“
Að sögn Þóru hafa sjálfseignar-
stofnanir á borð við Holtsbúð stofnað
með sér samtök sem hafi óskað eftir
fundi með heilbrigðisráðherra. „Við
höfum hug á að fjölga plássum hérna
og að það verði tekið tilliti til stofn-
kostnaðar og húsnæðiskostnaðar í
daggjöldunum því það er ekki reikn-
að inn í þau í dag.“
Tap á rekstri Holtsbúðar
Garðabær
BORGARRÁÐ hefur staðfest sam-
þykkt skipulags- og bygginga-
nefndar Reykjavíkur um að auglýsa
tillögu að breyttu deiliskipulagi
Leirubakka 34–36 í Breiðholti.
Skipulagið gerir ráð fyrir að byggt
verði ofan á verslunarhúsnæði, sem
staðið hefur autt um árabil, og því
breytt í íbúðir.
Að sögn Ágústu Sveinbjörns-
dóttur, hverfisstjóra hjá Skipulags-
og byggingasviði Reykjavíkur-
borgar, verða 18 litlar íbúðir í hús-
inu númer 36 nái breytingarnar
fram að ganga. Upphaflega hafi tvö
verslunarhús staðið þarna hlið við
hlið en þegar sé búið að breyta því
minna, Leirubakka 34, í íbúðir og
byggja ofan á það þannig að í því
húsi séu sex íbúðir.
Grundvöllur verslunar-
reksturs brostinn
Í greinargerð hönnuða deiliskipu-
lagsins, Teiknistofunnar Arkþings,
kemur fram að með deiliskipulaginu
sé landnotkun reitsins breytt úr
blönduðu íbúða-, verslunar- og þjón-
ustusvæði í íbúðasvæði. Rökin fyrir
því séu að grundvöllur verslunar-
rekstrar í húsinu sé brostinn vegna
breyttra verslunarhátta. Segir að
markmiðið með deiliskipulaginu sé
að skapa heildstæðari íbúðabyggð á
svæðinu og takmarka umferð sem
áður fylgdi verslunar- og þjónustu-
rekstri.
Þá verður bílastæðum fjölgað á
svæðinu til að mæta þörfum íbúa í
húsinu og til að það megi verða er
sjálfur byggingarreiturinn minnk-
aður um tæpa 1000 fermetra.
Að sögn Ágústu verður deiliskipu-
lagið auglýst á næstu dögum og er
frestur til að skila athugasemdum
sex vikur frá því auglýsing birtist.
Verslunarhúsnæði breytt í íbúðir
Breiðholt
Morgunblaðið/Jim Smart
Átján íbúðir verða í Leirubakka 36 en áður hefur Leirubakka 34 verið breytt í íbúðahúsnæði þar sem eru 6 íbúðir.
TVEIR árgangablandaðir bekkir
verða í Vesturbæjarskóla í haust
vegna fækkunar nemenda í skólan-
um. Í bréfi sem skólastjóri sendi öll-
um foreldrum barna í 1.– 4. bekk
skólans kemur fram að meðalfjöldi
nemenda í bekk verði 22 eftir breyt-
ingarnar.
Í bréfi skólastjórans segir að
óvenjufáir nemendur hafi verið inn-
ritaðir í fyrsta bekk síðastliðið vor og
sömuleiðis hafi nemendum í 2.– 4.
bekk fækkað töluvert frá síðastliðnu
skólaári. Í ljósi þessa hafi verið
ákveðið að fækka bekkjardeildum í
þessum árgöngum.
Þá segir að þetta sé ekki síst gert
vegna húsnæðisþrengsla. Því hafi
verið ákveðið að búa til tvo árganga-
blandaða bekki. „Þetta þýðir annars
vegar að af fjórum bekkjum í 1. og 2.
bekk er einn árgangablandaður
bekkur og hins vegar að af fjórum
bekkjum í 3. og 4. bekk er einn ár-
gangablandaður bekkur.“
Tveir bekk-
ir árganga-
blandaðir
Vesturbær
ÚTLIT er fyrir að tafir verði á því að
kennsla hefjist í 6. og 7. bekk Hlíða-
skóla í haust þar sem viðbygging við
skólann er ekki tilbúin. Sömuleiðis er
útlit fyrir að ekki verði hægt að hefja
kennslu í sérgreinum við upphaf
skóla af sömu sökum.
Að sögn Árna Magnússonar skóla-
stjóra átti byggingin að vera tilbúin
að mestu fyrir haustið en hún á að
hýsa sérgreinastofur skólans. Þar
sem húsið er ekki tilbúið er útlit fyrir
að fresta þurfi kennslu í stöku grein-
um og bekkjum skólans en nánari
ákvörðun þar að lútandi verður tekin
í dag.
„Það er greinilegt að við þurfum
eitthvað að gera,“ segir Árni. „Það
verður einhver bið á að sérgreina-
kennsla hefjist og ég held að smíði og
hannyrðir fari ekkert í gang fyrr en
fyrsta október. Það verður allt í lagi
með 1. og upp í 5. bekk en það er mik-
il spurning um það hvort 6. og 7.
bekkir hefjist á réttum tíma og trú-
lega ekki. Eins er óvíst með ung-
lingadeildina en líklega verður hægt
að bjarga því.“
Viðbyggingin er tilkomin vegna
einsetningar skólans en Hlíðaskóli
er einn af síðustu skólum borgarinn-
ar til að ljúka einsetningu. Árni segir
að gengið sé út frá að skólinn verði
einsetinn í vetur í undirbúningi
kennara þrátt fyrir þær tafir sem
fyrirsjáanlegar eru á því að bygging-
in verði tekin í notkun. Hann segir að
öll börnin muni koma til skólasetn-
ingar á morgun og þá fái foreldrar
nánari upplýsingar um stöðu mála.
Í kapphlaupi við tímann
Stefán Jón Hafstein, formaður
fræðsluráðs Reykjavíkur, segir erf-
itt að segja til um hvað veldur þess-
um töfum. „Þarna eru vissar fram-
kvæmdir og verktakarnir eru
einfaldlega í kapphlaupi við tímann
eins og aðrir um þetta leyti. Ég held
að þarna sé ekkert neyðarástand á
ferðinni.“
Hann segir mikið framundan í
byggingarmálum skólans. „Það er
annar áfangi næsta ár þannig að
þetta er hluti af miklu stærri ferli.“
Morgunblaðið/Arnaldur
Nokkuð er í að viðbygging við Hlíðaskóla, sem hýsa á sérgreinastofur skólans, verði tilbúin.
Sérgreinakennsla tefst
Hlíðar
Nýrri viðbyggingu Hlíðaskóla ekki lokið að fullu