Morgunblaðið - 21.08.2002, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2002 27
ðið litlum
egir hann.
nnig á að
ki styrki
r, einung-
gir fram-
Ég ætla
þessum
raun má
greiðsla á
f maður
n til baka
rkur frá-
.“
að
fið
laugsson,
ngi ytra,
gi að hjá
sumarbú-
séu rot-
gera ráð
að vinna
málin við
jað á ár-
hann, að
æjarins í
um, fyrir
í notkun
erði fyrir
Spurður
muni taka
hann að
um viðamikið verkefni sé að ræða.
„Þetta þarf að vinna í áföngum
bæði vegna fjárhagslegra þátta
sem og vegna tæknilegra þátta,“
segir hann. Hann segir t.d. að ekki
sé búið að ákveða nákvæmlega um
hvers konar skólphreinsistöð verði
að ræða.
Guðmundur Ingi tekur þó fram
í þessu sambandi að það sé ekki
vilji íbúa sveitarfélagsins að
menga umhverfið. „Fólk vissi bara
ekki betur fram á síðasta áratug
en að allt væri í lagi í þessum mál-
um,“ útskýrir hann. „Menn eru
hins vegar að vakna upp við það
að þessi mál séu í ólestri og að
þau þurfi að leysa með öðrum
hætti heldur en gert hefur verið.
Og nú er unnið að því af fullum
krafti, þ.e. eins og mögulegt er
miðað við stærð sveitarfélagsins,
að koma þessum málum í viðun-
andi horf.“
Guðmundur Ingi segir eins og
Ágúst Ingi að ríkið mætti taka
meiri þátt í kostnaði við fráveitu-
framkvæmdir þeirra sveitarfélaga
sem eru langt inni í landi. „Frá-
veitunefnd hefur samkvæmt lög-
um í nokkur ár veitt sveitarfélög-
um styrki sem hafa verið á bilinu
15 til 30% af framkvæmdakostnaði
við úrbætur í fráveitumálum.
Þeirri skoðun hefur aftur á móti
verið haldið fram að þau sveit-
arfélög sem ekki liggja að sjó
þurfi að styrkja meira vegna þess
að þau þurfi að fara út í flóknari
og dýrari aðgerðir en þau sem
liggja að sjó.“
Guðmundur Ingi tekur fram að í
mörgum tilfellum sé um fámennar
byggðir að ræða sem hafi tak-
markaða framkvæmdagetu. Nefn-
ir hann sem dæmi byggðir eins og
Hveragerði, Selfoss, Hellu, Hvols-
völl, sem og Egilsstaði, Varmahlíð
og Reykjahlíð. „Á öllum þessum
stöðum þarf að fara út í dýrar og
viðamiklar framkvæmdir,“ segir
hann.
Taki tillit til
mismunandi aðstæðna
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu í gær hafa skólpmál í
Hveragerði verið tekin í gegn á
síðasta ári, en í júní sl. var tekin í
notkun ný skólphreinsistöð, sem
er rétt neðan við byggðina. Orri
Hlöðversson, bæjarstjóri í Hvera-
gerðisbæ, segir að nýja skólp-
hreinsistöðin skipi Hvergerðingum
í fremstu röð í fráveitumálum.
„Áður en skólphreinsistöðin var
tekin í notkun voru þessi mál hins
vegar í ólestri í Hveragerði,“ við-
urkennir hann. Hann segir enn-
fremur að nú sé verið að vinna að
því að koma holræsakerfi bæjarins
í viðunandi horf.
Orri skýrir frá því að skólp-
hreinsistöðin taki við skólpi frá
bænum. Í stöðinni sé það hreinsað
og þegar þeim ferli sé lokið skili
stöðin hreinsuðu vatni út í Varmá.
Hann segir að framkvæmdir við
stöðina hafi byrjað á síðasta ári,
en áður hafi tekið einhvern tíma
að vinna að hönnun mannvirkisins.
Spurður að því hvers vegna ekki
hafi verið ráðist fyrr í þessar
framkvæmdir segir hann að
ástæðan sé m.a. sú að fólk hafi
ekki verið sér meðvitandi um mik-
ilvægi þessara mála fyrr. „Kröf-
urnar hafa aukist á síðastliðnum
árum,“ segir hann.
Hann segir þó að það skipti líka
máli að fjárhagslega séu fram-
kvæmdir sem þessar stór biti fyrir
fámenn sveitarfélög. Aðspurður
segir hann að kostnaður við nýju
skólphreinsistöðina fari að nálgast
200 milljónir kr. „Þetta er mikið
fyrir sveitarfélag sem er með
skatttekjur í kringum 400 til 450
milljónir króna,“ segir hann.
Þegar hann er spurður að því
hvort honum finnist að ríkið ætti
að taka meiri þátt í kostnaði við
framkvæmdir sem þessar en nú er
skv. lögum segist hann telja að
ríkið eigi að taka tillit til mismun-
andi aðstæðna sveitarfélaga.
„Án þess að ég sé sérfræðingur
í þessum málum tel ég að lausnir
sveitarfélaga í fráveitumálum
hljóti að vera mismunandi. Ég
held t.d. að þær séu dýrari fyrir
þau sveitarfélög sem eru inni í
landi.“ Hann kveðst þó ekki hafa
myndað sér skoðun á hversu mikil
aðstoð ríkisins ætti að vera.
árennslismálum í sveitarfélögum á Suðurlandi
álin verði í við-
orfi fyrir 2005
r þéttskip-
egi opin-
knar Dav-
forsætis-
ær. Fyrst
eytið í Vil-
i með Alg-
sráðherra
num skrif-
mning um
ernd fjár-
ggja.
klir mögu-
rir og eftir
, ekki síð-
ma mark-
menn hafi
eita tæki-
ar margir
nú þegar.
rfa hér og
fi,“ sagði
blaðið.
ra mun
deilu
M. Mathie-
kæmi til
rfsbróður
r nk. til að
deilu um
eykjanes-
að Lithá-
ar hafa sett sér einhliða veiðiheim-
ildir í karfa fyrir 8.000 tonnum árið
2002, sem eru um 10% af heildarafla
úr stofninum. Litháar eru aðilar að
NAFO, Norðvestur-Atlantshafsfisk-
veiðibandalaginu (Northwest
Atlantic Fisheries Organisation) en
karfinn hefur undanfarin 2–3 ár ver-
ið að flytja sig af svæði Norðaustur-
Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar
(NEAFC) yfir á stjórnunarsvæði
NAFO.
Var ákveðið til bráðabirgða að
reglur NEAFC giltu áfram um veið-
ar úr stofninum. Þessu hafa Litháar
mótmælt og sett sér einhliða kvóta.
Það flækir málið síðan enn frekar að
skipin eru skráð í Litháen og með
litháískum áhöfnum en munu flest í
eigu Íslendinga.
Eftir fundinn með Brazauskas
hélt Davíð og fylgdarlið hans til for-
setahallarinnar þar sem Davíð átti
fund með Valdas Adamkus, forseta
Litháens. Síðan ræddi hann við Art-
uras Paulauskas, forseta Seimas,
litháíska þingsins.
Davíð segir að fundirnir hafi allir
verið ánægjulegir. „Auðvitað engir
samningafundir eða neitt slíkt enda
stendur það ekki til, en á hinn bóginn
fróðlegar viðræður við þessa for-
ystumenn litháísku þjóðarinnar.“
Meðal annars hafi verið rætt um
aðildarviðræður Litháens við Evr-
ópusambandið og sérstök vandamál
Litháa sem hin Eystrasaltslöndin
þurfa ekki að glíma við. Nefnir Davíð
t.d. nábýlið við Kalíníngrad, hérað
sunnan við Litháen sem tilheyrir
Rússlandi, og vandamál varðandi
vegabréfsáritanir og viðskipti við
Rússana.
„Svo eru Litháar með þetta stóra
kjarnorkuver sem á að gera þeim að
loka, í fyrsta áfanga árið 2005 og
næsta 2009. Þetta er gríðarlegt
orkuver sem framleiðir held ég
helmingi meiri raforku en allt raf-
orkukerfi Íslands. Þeim hefur ekki
verið gerð grein fyrir því hvernig
þeir eiga að bæta sér það upp.“
Hann segir að Litháar þurfi nú að
gera orkusamninga við aðra. „Þeir
höfðu engar tengingar vestur á bóg-
inn meðan þeir voru undir sovét-
hramminum en þeir þurfa að koma
því á til þess að vera ekki háðir þessu
orkuveri, sem var reyndar ekki
hugsað bara fyrir þá heldur allt vest-
ursovéska svæðið eiginlega.“
Kjarnorkuverið er af sömu gerð
og Tsjernobyl-kjarnorkuverið í
Rússlandi var en að sögn Davíðs
segja ráðamenn í Litháen að ráðist
hafi verið í gríðarlegar endurbætur á
því, einkum hvað öryggi og nýja
tækni varðar.
Að loknum hádegisverði í boði
Algirdas Brazauskas forsætisráð-
herra hélt Davíð og fylgdarlið hans í
Antakalnis-kirkjugarðinn þar sem
Davíð lagði blómsveig að minnis-
varða um þá sem féllu í valinn í sjálf-
stæðisbaráttu landsins. „Þetta var
mjög hátíðleg stund, fögur tónlist
spiluð og áhrifamikil,“ segir for-
sætisráðherra.
Sautján almennir borgarar féllu í
sjálfstæðisbaráttunni, ellefu þeirra
létust 13. janúar 1991 þegar sovéski
herinn gerði árás á borgara sem
höfðu tekið sér stöðu við sjónvarps-
stöðina og sjónvarpsturninn í Vil-
nius. „Þetta er nýliðin saga sem
maður hefur upplifað síðan maður
fór í þetta starf meira að segja og
snertir mann töluvert,“ segir Davíð.
Óhugnanleg heimsókn
í fangelsi KGB
Þá lá leiðin að fyrrverandi höfuð-
stöðvum sovésku leyniþjónustunnar
(KGB) í Vilnius þar sem hefur verið
komið á fót safni um þá borgara sem
voru leitaðir uppi eftir hernám
Sovétríkjanna árið 1940, handteknir,
þeim haldið þar föngnum, þeir pynt-
aðir og teknir af lífi. „Þetta var hálf-
óhugnanlegt allt saman, að koma á
stað þar sem fólk var unnvörpum
pyntað og yfir þúsund manns teknir
af lífi. Þessi viðbjóðslegi staður hefur
náttúrlega skapað mikinn ótta, þetta
er í stórri byggingu hér í miðborg-
inni. Að sjá þessa klefa, pyntingar-
og aftökuherbergi og hvaðeina sem
var í notkun þar til einungis fyrir 11–
12 árum er alveg með ólíkindum og
mjög sláandi,“ sagði forsætisráð-
herra eftir heimsóknina á safnið.
Í gærkvöldi snæddi forsætisráð-
herra kvöldverð í boði Antanas Val-
ionis, utanríkisráðherra Litháens, í
Gruto Parkas, 120 kílómetra frá
Vilnius. Þar hefur um 50 styttum
tengdum sovéttímanum, sem voru
teknar niður eftir að landið fékk
sjálfstæði, verið safnað saman frá
þorpum og borgum um landið allt og
þær settar upp í miðjum skógi.
Í dag lýkur opinberri heimsókn
forsætisráðherra til Litháens með
skoðunarferð í Trakai-kastala. Frá
Litháen mun Davíð og fylgdarlið
hans fara til Færeyja en í kvöld mun
Davíð sitja fund með lögmanni Fær-
eyja og formanni grænlensku
heimastjórnarinnar. Á fimmtudag
hefst tveggja daga opinber heim-
sókn Davíðs til Færeyja.
nberrar heimsóknar Davíðs Oddssonar forsætisráðherra til Litháens sem hófst í gærmorgun
mningur um efl-
u og gagnkvæma
nd fjárfestinga
efar frá sovéttímanum í fangelsi KGB voru meðal
avíð Oddsson forsætisráðherra skoðaði í gær í op-
sókn sinni til Litháens. Þá lagði hann blómsveig að
a um þá sem féllu í sjálfstæðisbaráttu landsins og
ð forystumönnum þjóðarinnar. Nína Björk Jóns-
fylgdist með fyrsta degi heimsóknarinnar.
Morgunblaðið/Nína Björk
Davíð segir heimsókn í safn um fórnarlömb KGB á sovéttímanum hafa verið óhugnanlega. Hér kíkir Davíð
inn í einn fangaklefanna. Klefarnir, og pyntinga- og aftökuherbergi, voru notuð þar til fyrir 11–12 árum.
Forsætisráðherrar beggja landa skrifuðu meðal annars undir samn-
ing um gagnkvæma vernd fjárfestinga milli Íslands og Litháens.
nina@mbl.is
Á AÐALFUNDI Skógræktarfélags
Íslands í Logalandi um helgina var
gengið frá samningi við ríkið, sem
nemur 100 milljónum króna, um
framlengingu á átakinu Land-
græðsluskógar en samningurinn var
fyrst gerður 1999. Sá samningur
rennur út á næsta ári en Guðni
Ágústsson landbúnaðarráðherra
skrifaði undir nýja samninginn fyrir
hönd ríkisins í Daníelslundi í
Borgarfirði um helgina. Að sögn
Magnúsar Jóhannessonar, for-
manns Skógræktarfélags Íslands,
tekur nýi samningurinn gildi 2004 og
gildir út árið 2008.
Samningurinn felur í sér að ríkis-
valdið styrkir Skógræktarfélag Ís-
lands til kaupa á plöntum og skóg-
ræktarfélög víðs vegar um landið sjá
svo um að koma þessum plöntum í
jörðu. Tekist hefur að planta nálega
um einni milljón plantna á ári árin
1999, 2000 og 2001 og það stefnir í
það sama nú á þessu ári.
„Nú eru töluvert á annað hundrað
svæði á landinu sem eru í land-
græðsluskógaverkefninu og mikið
starf er framundan í að halda áfram
skógræktinni,“ segir Magnús.
Hann segir að á aðalfundinum hafi
verið samþykktar 11 ályktanir um
ýmis málefni. Þar megi meðal ann-
ars nefna ályktun um skógvist, sem
sé rannsóknarverkefni sem Nátt-
úrufræðistofnun Íslands og Skóg-
rækt ríkisins eru að vinna saman að,
en Bjarni Diðrik Sigurðsson skóg-
fræðingur kynnti verkefnið á fund-
inum. Verkefnið gengur út á að gera
sér grein fyrir áhrifum skógræktar á
lífríkið og hugmyndin er að gera út-
tekt á svæðum þar sem skógrækt
hefur verið stunduð í mislangan tíma
og skoða hvernig vistkerfi skógarins
á þessum svæðum er, til dæmis
fugla-, gróður- og skordýralíf.
„Fundurinn fagnaði þessu verkefni
og skoraði á stjórnvöld að tryggja
nægilegt fjármagn til þess að þetta
verkefni fari í gang,“ segir Magnús.
Þá segir Magnús að á fundinum
hafi verið til umræðu skýrsla sem
nýverið barst frá Bernarsamningn-
um. „Fundurinn lýsti yfir ánægju
með skýrsluna og þær ábendingar
og niðurstöður sem þar komu fram,
en í vor var hér sendinefnd frá Bern-
arsamningnum sem fór um landið og
hitti sérfræðinga okkar og vísinda-
menn og hefur skilað skýrslu um þá
ferð.“
Magnús segir að einnig hafi verið
ályktað um skógræktarþing á fund-
inum og samþykkt að kanna mögu-
leika á að koma reglulegu þingi á fyr-
ir þá sem koma að skógrækt hér á
landi, svo sem Skógræktarfélag Ís-
lands, Skógrækt ríkisins og fleiri
Þá var samþykkt að skora á skóg-
ræktarfélög um landið að safna upp-
lýsingum um trjálundi frá fyrri hluta
liðinnar aldar en þessir trjálundir
væru menningarverðmæti og vert að
geyma upplýsingar um þá. Á fund-
inum var því beint til skógræktar-
félaga að auka mætti fjölbreytni í
plöntuvali í skógræktarreitum.
Samningur við rík-
ið um 100 milljónir
til skógræktar