Morgunblaðið - 21.08.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Á MILLI sextán og sautján þús-
und ungmenni hefja nám í fram-
haldsskólum landsins í þessari
viku. Þar af eru um fjögur þús-
und nýnemar, að sögn Karls
Kristjánssonar, deildarstjóra í
framhaldsskóladeild mennta-
málaráðuneytisins. Samtals eru
tæplega 30 framhaldsskólar á
landinu. Flestir hefja skólarnir
starf í þessari viku, en Mennta-
skólinn á Akureyri byrjar um
miðjan september. Það þýðir að
hann verður með kennslu lengra
fram á vorið en aðrir framhalds-
skólar.
Á skiptibókamörkuðunum var
víða margt um manninn í gær. Í
Pennanum-Eymundssyni í Austur-
stræti var Ágústa Ósk Óskars-
dóttir að kaupa skólabækurnar
með aðstoð bróður síns, Sigurðar
Þórs Óskarssonar. Ágústa Ósk
stefnir á að klára stúdentinn úr
FB nú í vetur en Sigurður Þór er
að fara í 9. bekk.
Ágústa Ósk er á heilbrigðis-
sviði og sagðist sjá fram á að
eyða um 20 þúsund krónum í
skólabækur, jafnvel þótt hún væri
aðeins í fjórum fögum. „Það verð-
ur ágætt að takast á við námið
aftur. Mig langar í Kennaraskól-
ann að því loknu en ég er að
vinna á sambýli fyrir fatlaða núna
og líkar það mjög vel, svo það er
aldrei að vita nema ég fari í
þroskaþjálfarann,“ sagði hún.
Sigurður Þór sagðist enn óviss
hvaða skóli yrði fyrir valinu eftir
tvö ár. „Mig langar í skóla með
pínu leiklist, kannski MH eða
Versló,“ benti hann á.
25–30 þúsund krónur
í bókakostnað
Salka Guðmundsdóttir, starfs-
maður Pennans-Eymundssonar,
taldi að mest yrði að gera um
næstu helgi en hún sagðist sjá
aukningu dag frá degi. „Það er
örlítil hækkun á einhverjum bók-
um en við vinnum að mestu leyti
eftir sama verðlista. Ef krökkum
tekst að vera sniðugir og kaupa
mikið notað fer þetta samt upp í
25–30 þúsund,“ lagði hún áherslu
á.
Ragnhildur Thorlacius, starfs-
maður Máls og menningar á
Laugavegi, sagði að byrjað hefði
verið að taka við bókum á mánu-
daginn fyrir viku og sala hafist
um svipað leyti. „Fólk byrjaði að
kaupa af krafti á mánudag og það
verður örugglega mikið að gera
út þessa viku. Ég hef verið hér í
tvö ár og þetta er aðeins jafnara
núna,“ bætti hún við.
Að sögn Ragnhildar er ein-
göngu tekið við mjög vel með
förnum bókum og benti hún á að
nemendur fengju um 40% til baka
af verði nýrra bóka. Hún sagði
flesta reyna að kaupa notaðar
bækur þótt einn og einn keypti
eingöngu nýjar.
Ásta Sigríður Fjeldsted, ný-
stúdent úr MR, var að reyna að
koma hluta skólabóka síðasta
vetrar í verð. Hún sagðist hafa
verið dugleg að nýta sér skipti-
bókamarkaðina þegar hún var í
menntaskóla. „Ég ætla að kaupa
nýjar bækur nú í haust þegar ég
byrja í verkfræði því ég er búin
að vera svo dugleg að fara á
skiptibókamarkaði í gegnum ár-
in,“ undirstrikaði Ásta Sigríður.
Hún benti á að hún ætlaði að
halda eftir stærðfræði- og eðlis-
fræðibókunum úr menntaskóla.
Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir,
nemandi á myndlistarbraut í FB,
sagði að bókakaupin væru ekki
gerð í einni ferð. Hún sagðist
vera með nokkrar bækur sem hún
ætlaði að koma í verð en var ekki
viss hvað yrði úr. „Stundum er
ekki tekið við einhverjum bók-
unum og maður þarf að fara ann-
að,“ benti hún á. Hún sagðist
greiða efnisgjald fyrir myndlist-
arvörurnar en hún þyrfti að út-
vega sér blýanta og strokleður
sjálf.
Í Griffli í Skeifunni var fullt út
úr dyrum og þar voru félagarnir
Geir Herbert Geirsson og Krist-
inn Guðmundsson að rýna í bóka-
lista. Geir Herbert er að hefja
nám í Kvennaskólanum en Krist-
inn í MR. Báðir höfðu þeir sótt
bókalistana á Netið. „Þetta leggst
ágætlega í mig, gaman að fara í
nýjan skóla,“ sagði Kristinn og
Geir Herbert tók í sama streng.
Hann sagðist þegar hafa eytt um
50 þúsund krónum í bókakaup en
hefði þó ekki keypt allt. „Það fer
eftir bókum hvort maður kaupir
þær nýjar eða gamlar. Ég vil til
dæmis hafa stærðfræðibækurnar
nýjar,“ bætti hann við.
Þarf að vakna snemma til
að ferðast til Reykjavíkur
Eyjólfur Gíslason og Ellen
Agatha Jónsdóttir voru einnig í
Griffli. Eyjólfur er að hefja nám í
Verslunarskólanum í haust en
Ellen Agatha á enn ár eftir í
grunnskóla. Bæði eru þau úr
Keflavík. „Skólinn byrjar næsta
mánudag. Jú, ég er svolítið
spenntur, þetta er heilmikil
breyting. Mér líst nokkuð vel á
það sem ég er að fara að læra,“
sagði Eyjólfur og hafði litlar
áhyggjur af því að þurfa að
vakna snemma til að ferðast til
Reykjavíkur á hverjum morgni í
vetur. „Það er svolítið langt að
sækja skólann en pabbi vinnur í
bænum þannig að ég fæ far með
honum,“ benti hann á og taldi að
hann þyrfti að nota að minnsta
kosti 50 þúsund krónur í skóla-
bækur.
Lára Ómarsdóttir, starfsmaður
í Griffli, hafði í nógu að snúast í
öllum hamaganginum. „Þetta hef-
ur verið að stigmagnast og það
varð sprenging í vikubyrjun,“
sagði hún. Hún sagðist telja að
foreldrar bæru margir kostnað-
inn af bókakaupunum. „Ætli
meðalnemandi sem kaupir blöndu
af notuðu og nýju eyði ekki um
20–30 þúsund krónum. Sumir fá
inneignarnótu upp á allt að 20
þúsund krónum. Það er verið að
koma með gamlar bækur frá
systkinunum og meira að segja
mömmu og pabba,“ lagði hún
áherslu á.
Eyjólfur Sverrisson sagðist þurfa að vakna snemma til að ferðast frá
Keflavík en hann var í Griffli ásamt Ellen Agöthu Jónsdóttur.
Ágústa Ósk Óskarsdóttir fékk liðtæka hjálp við bókakaupin frá bróður
sínum Sigurði Þór Óskarssyni, sem stefnir á framhaldsskóla eftir tvö ár.
Morgunblaðið/Þorkell
Ragnhildur Thorlacius tók við bókum af Ástu Sigríði Fjeldsted. Kraftur
kom í söluna á mánudag og búist er við að annir verði út vikuna.
Framhaldsskólar að hefja starfsemi
Um 17 þúsund
nemendur
á skólabekk
STARFSHÓPUR um samgöngur til Vest-
mannaeyja leggur til í fyrri áfangaskýrslu af
tveimur að ferðum í vetraráætlun Herjólfs
verði fjölgað og að ráðist verði í nauðsyn-
legar endurbætur á Bakkaflugvelli. Áætlaður
kostnaður vegna þessara tillagna starfshóps-
ins er talinn vera um 190 milljónir króna,
þar af um 160 milljónir vegna Bakkaflug-
vallar. Þá leggur starfshópurinn til að ef
óvissa eykst um framtíð áætlunarflugs milli
Reykjavíkur og Eyja verði kannað rækilega
hvort útboð á flugleiðinni verði hagkvæmt.
Kostnaður vegna þessa er ekki metinn.
Starfshópurinn var skipaður af Sturlu
Böðvarssyni samgönguráðherra í maí sl. og
honum ætlað að fjalla um samgöngur til
Vestmannaeyja „með þarfir fólks og atvinnu-
lífs í huga“, eins og það var orðað í skip-
unarbréfi. Í hópinn voru skipaðir fulltrúar
Eyjamanna, Siglingastofnunar, Vegagerðar-
innar og Flugmálastjórnar. Formaður er
Kristján Vigfússon frá Siglingastofnun.
Fleiri sigla með Herjólfi
Starfshópurinn ákvað að skipta tillögum
sínum í tvennt og birta tvær skýrslur, ann-
ars vegar þá skýrslu sem nú er komin og
hins vegar skýrslu um framtíðarsýn sam-
gangna til og frá Eyjum, sem skila á fyrir
lok þessa árs.
Í áfangaskýrslunni nú kemur m.a. fram að
flutningar með Herjólfi hafi aukist verulega
á undanförnum árum. Árin 1997 til 2001 fóru
um 80–103 þúsund farþegar árlega með ferj-
unni, 20–25 þúsund fólksbílar, tjaldvagnar og
fellihýsi og um 3 þúsund flutningabílar ár-
lega. Til að mæta aukinni eftirspurn leggur
starfshópurinn til þær úrbætur að ferðum
verði fjöldað í þeirri vetraráætlun Herjólfs
sem tekur gildi í september nk. og gildir til
loka apríl 2003. Fyrstu skref verði tekin með
fjölgun ferða á fimmtudögum og mánudögum
í september, október og nóvember og síðan
aftur í mars og apríl. Næstu skref verði fólg-
in í fjölgun ferða skipsins á sunnudögum í
sömu mánuðum. Starfshópurinn miðar við að
sumaráætlun Herjólfs, sem nú er í gangi,
verði í það minnsta óbreytt næsta sumar en
taki gildi frá 1. maí 2003.
Að mati starfshópsins er áætlaður kostn-
aður vegna fjölgunar ferða Herjólfs talinn
22–23 milljónir króna á ársgrundvelli í fyrsta
áfanga en hækkar í rúmar 30 milljónir þegar
næsta áfanga hefur verið bætt við.
Athugasemdir hafa verið gerðar
við aðstöðuna á Bakkaflugvelli
Í áfangaskýrslunni kemur fram að Bakka-
flugvöllur í Landeyjum sé orðinn fimmti um-
ferðarmesti flugvöllur landsins í farþegum
talið. Flugfélag Vestmannaeyja hefur stund-
að þar flug milli lands og Eyja um nokkurra
ára skeið. Á síðasta ári fóru um 20 þúsund
farþegar um völlinn og fyrstu sex mánuði
þessa árs varð 20% fjölgun á farþegum mið-
að við sama tíma í fyrra.
Aðstöðuleysi er talið helsta vandamálið á
Bakkaflugvelli og hafa Vinnueftirlit ríkisins
og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gert at-
hugasemdir við vinnuaðstöðu flugumferðar-
stjóra og aðstöðu flugfarþega, að því er fram
kemur í skýrslunni. Starfshópurinn leggur til
að ráðist verði í nauðsynlegar endurbætur á
Bakkaflugvelli sem allra fyrst. Forgangs-
verkefni verði bygging nýrrar flugstöðvar
ásamt tilheyrandi kostnaði við aukið starfs-
mannahald.
Áætlaður framkvæmdakostnaður vegna
þessa er 35 milljónir vegna nýrrar flug-
stöðvar en aukinn rekstrarkostnaður gæti
orðið um 5 milljónir á ári. Ef allt er talið,
m.a. vegagerð að flugvellinum, gæti heild-
arkostnaður orðið um 160 milljónir.
Flugsamgöngur til Reykjavíkur
sagðar í verulegri kreppu
Farþegum í áætlunarflugi milli Eyja og
Reykjavíkur hefur fækkað verulega undan-
farin ár og hefur sú þróun haldið áfram á
þessu ári. Farþegum sem fóru um Vest-
mannaeyjaflugvöll fækkaði um 32% á síðasta
ári. Þá fóru 57 þúsund farþegar um völlinn
en mestur var fjöldinn árið 1999, þegar hann
fór í 89 þúsund manns.
Fram kemur í skýrslunni að Eyjamenn
telji flugsamgöngur við höfuðborgina vera í
verulegri kreppu. Færri nýti sér þjónustuna
og inn í það spili hátt verð flugfargjalda hjá
Íslandsflugi. Að mati starfshópsins eru far-
gjöldin orðin mjög há í samanburði við önnur
flugfargjöld innanlands og síðan segir í
skýrslunni: „Má segja að flugið hafi verðlagt
sig að verulegu leyti út af markaðnum fyrir
allan almenning.“
Starfshópur sem ráðherra skipaði um samgöngur til Vestmannaeyja skilar áfangaskýrslu
Herjólfur sigli oft-
ar og Bakkaflug-
völlur verði bættur
Útboð á flugleiðinni Vestmannaeyjar-Reykjavík
verði kannað ef óvissa eykst um áætlunarflugið