Morgunblaðið - 21.08.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.08.2002, Blaðsíða 24
LISTIR 24 MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ LOKATÓNLEIKAR Bláu Kirkjunnar á Seyðisfirði á þessu sumri verða í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20.30 og eru tileinkaðir Jóni Múla og Jónasi Árnasonum og tónlist þeirra. Það eru þau Ágúst Ármann Þór- láksson, Einar Bragi Bragason, Jón Hilmar Kárason, Pjetur S. Hall- grímsson og söngkonan Anna Pálína Árnadóttir sem flytja lögin. Ágúst er tónlistarskólastjóri í Nes- kaupstað og leikur á píanó og bassa; Einar Bragi er tónlistarskólastjóri á Seyðisfirði og leikur á saxófón og flautu; Jón Hilmar og Pjetur Hall- grímsson eru tónlistar- kennarar í Neskaupstað og víðar um Austfirði, Jón Hilmar leikur á gítar og bassa og Pjetur á slagverk. Lög Jónasar og Jóns Múla á Seyðisfirði Anna Pálína Árnadóttir JÓHANNES Jóhannesson, fædd- ur 1921, var einn af hvatamönnum abstraktmálverksins á Íslandi um miðja síðustu öld. Tók hann m.a. þátt í fyrstu sýningu Septem hópsins árið 1947, ásamt Kristjáni Davíðssyni, Kjartani Guðjónssyni og Valtý Pét- urssyni. Jóhannes vann stöðugt að listmálun þar til hann lést árið 1998. Samhliða listmálun fékkst hann við gullsmíðar. Var kenning hans sú að slík iðn gæti verið þjónustugrein, þ.e. að fást við viðgerðir, framleiðsla eða listgrein. Gekk hann út frá forsend- um þess síðastnefnda. Sem gullsmið- ur tók hann til sín lærlinga og var einn þeirra Ófeigur Björnsson, sá hinn sami og rekur Listhús Ófeigs. Í tilefni yfirlitssýningar á málverkum Jóhannesar í Gerðarsafni bauð hann aðstandendum hans að sýna hjá sér myndir eftir lærimeistara sinn. Sýningin nefnist „Úr fórum geng- ins listamanns“. Sýnd eru 26 smærri myndverk unnin með olíulitum, gvass, vatnslitum, bleki, blýanti, krít og í ætingu. Elstu myndirnar eru frá námsárum Jóhannesar í Bandaríkj- unum 1945–46. Eru þær undir mikl- um áhrifum af verkum Pablo Pic- asso, bæði hvað varðar formfræði og fyrirmyndir. Þær myndir sem eru nær okkur í tíma eru ódagsettar. Sumar þeirra eru forvitnileg „hliðarspor“ frá því sem almennt þekkist eftir listamann- inn. Ein þeirra er gvassmyndin „Kanna“, sem ég myndi skjóta á að hafi verið máluð snemma á níunda áratugnum eða um það leyti sem „Nýja málverkið“ var að ryðja sér til rúms. Flestar eru nýrri myndirnar þó í anda þess sem hann er þekkt- astur fyrir. Eru það abstraktmyndir, oft byggðar á skeifulöguðum form- um. Reyndar blandar hann landslagi við formin í gvass og vatnslitamynd- unum „Nótt“ og „Án titils“ (nr. 12), en yfirleitt er um óhlutbundnar myndir að ræða. Ekki sé ég annan tilgang með því að setja upp svo litla yfirlitssýningu á verkum Jóhannesar en til að nýta auglýsingagildi stóru yfirlitssýning- arinnar í Gerðarsafni til að selja minni myndirnar. Er ágæti málarans gert það góð skil í Gerðarsafni að annað lítið yfirlit bætir engu við. Hefði mátt gera áhugaverðari sýn- ingu með því að afmarka hana við einn þátt í sköpunarferli listamanns- ins eða að sýna bara teikningar sem viðbót við sýninguna í Gerðarsafni. MYNDLIST Listhús Ófeigs Sýningin er opin á verslunartíma og stendur til 28. ágúst. MÁLVERK OG TEIKNINGAR JÓHANNES JÓHANNESSON Minni myndir til sölu Jón B.K. Ransu „Kanna“ Jóhannesar Jóhannessonar er máluð með gvasslitum. VÍSNASÖNGUR er svo nefnist á Norðurlöndum hefur löngum rambað á útjaðri áhugasviðs unnenda „fag- urtónlistar“ eða listmúsíkur, svo tvö þeygi gallalaus orð séu viðhöfð um „kompositionsmusik“ – þýzkt/skand- ínavískt hugtak sem einnig er ann- mörkum háð á tímum stóraukinnar skörunar ólíkra tóngreina. Frá sjón- arhóli undirritaðs hefur vísnasöngur að auki þann verulega galla að ein- blína svo á textann að tónhliðin held- ur sjaldan nægilegri athygli af eigin rammleik. Ólíkt afurðum vel sam- stillts „instrúmental“ þjóðlagahóps, eins og Draupner var ágætt dæmi um á fjölsóttum tónleikunum í Nor- ræna húsinu s.l. fimmtudagskvöld. Í landi þar sem bókmenntir voru nánast eina listgreinin fram á 20. öld (og bera enn ljónshlut af opinberum styrkjum) má kannski spyrja hví vísnasöngur skuli ekki hafa náð sam- bærilegri fótfestu og í Skandinavíu. Enda þótt alger fjarvera alþýðlegrar spilarahefðar („spelmanstradition“) sé öllu skiljanlegri í ljósi velheppn- aðrar upprætingar píetískra kirkju- yfirvalda á 18. öld, er einnig tókst að rústa íslenzka dansarfleifð fyrir fullt og allt. En þar er einmitt komið að því sem ginnti undirritaðan út fyrir vistarband sígildrar tónlistar um- ræddan fimmtudag. Þótt skorti yfirsýn og uppfletti- gögn til að skera úr um það, gæti til- raun Pálínu Árnadóttur, Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar og Draupnis- tríósins sænska til að spyrða íslenzka sagnadansa saman við norrænan spilarastíl nefnilega vel hafa verið gerð í fyrsta sinn. Að minnsta kosti hafa fordæmin farið býsna hljótt – m.a.s. á þjóðlagatríóskeiði okkar blómlegu en skammvinnu sem hófst úr engu 1963 og fjaraði aftur út á of- anverðum 8. áratug. Um var að ræða sagnadansana Tófu kvæði, Ásu kvæði, Draumkvæði og Ólaf liljurós við íslenzk þjóðlög (síðasta við lag eftir Aðalstein Ás- berg). „Sagnadans“ er nýlegt hugtak innan íslenzkra fornkvæða; skv. Orðabók Menningarsjóðs haft um „gamalt þjóðkvæði með frásagnar- efni og viðlagi, upphaflega sungið fyrir dansi“. Kveðskapargreinin virð- ist aldrei hafa verið hátt skrifuð hér á landi, enda hverfandi að vöxtum í samanburði við rímnasæg fyrri alda. Hún þótti líka „ódýrt“ kveðin, og er þar e.t.v. fólgin að hluta undirrótin að fálæti fyrri manna gagnvart verald- legri tónmennt. Alltjent hefur sára- lítið varðveitzt af sagnadanslögum sem urðu nær gjörsamlega útundan þegar kvæðin voru skráð á 17. og 18. öld. Ólíkt því sem gerðist í lifandi geymd hjá færeyskum frændum okk- ar. Þeir héldu sem kunnugt áfram að dansa og syngja hvað sem klerkar og listaskáld tautuðu og rauluðu. Grann- inn í útnorðri brenndi aftur á móti skemmtitónlistarfleifð sína á iðrun- arbáli guðsóttans og átti því af litlu að taka þegar endurreisn spilarahefðar reið yfir Norðurlönd á seinni hluta 20. aldar með víðtækri þáttöku ung- menna. Þrátt fyrir þannig vafasamar tón- sögulegar forsendur var samt eitt- hvað heillandi við þessa tilraun. Tón- list spyr á endanum ekki um upphaf, heldur hvort útkoman virki, hér og nú. Á áðurnefndum skörunartímum „cross-over“ tónlistar skiptir meiru hvernig gert er en hvað. Undirleikur Draupnismanna gerði þar gæfumun- inn. Hann var gegnmúsíkalskur, smekklega raddaður og hljómsettur að hætti þaulæfðra alþýðuhljómlist- armanna er gera slíkt upp úr sér eins og að drekka vatn. Hljóðfærasláttur- inn féll því ótrúlega vel að laglegum söng Pálínu, enda þótt tempóin væru kannski í hraðara lagi en við eigum að venjast, mótuð af þörfum dans- spilarans frekar en sagnaþularins. Danslögin sænsku úr farteski tríósins voru hver öðru skemmtilegri. Mörg voru frá Helsingjalandi, kjarnasvæði sænskra þjóðlaga, og flest þeirra pólskur í þrískiptum takti, en oft á móti gædd skemmti- lega ósamhverfri hendingaskipan. Þar að auki náði Draupnir fram eft- irtektarverðri fjölbreytni með m.a. slyngri notkun styrkandstæðna og úthugsaðri nýtingu á möguleikum hljóðfæravalsins, þar sem ekki sízt mandóluleikur Tomasar Lindbergs bætti vel í heildina með ýmist lag- rænum meðleik, akkorðum, bassa- stuðningi eða allt í senn. Mandóla er stórt mandólín, stillt áttund neðar (G-d-a-e¹) og líkt og lúta og gítar komin frá Márum. Hún blandaðist sérlega vel margslungum fiðluleik fé- laganna, enda tinkenndur hljómur hennar á efra sviði nær fiðlutóni en gítarsins sem einnig kom smávegis við sögu. Þau Pálína og Aðalsteinn Ásberg fluttu í upphafi hvors hálfleiks nokk- ur dönsk og sænsk vísnasönglög á ljúfum nótum. Eitt þeirra, Sara og Klara, var reyndar eftir Aðalstein, er einnig þýddi eða endursamdi texta erlendu laganna. Þótt vísnasöngs- hluti tónleikanna höfðaði minnst til undirritaðs, sem fyrr var að ýjað, var snoturlega með farið og undirtektir áheyrenda voru afar hlýjar. TÓNLIST Norræna húsið Íslenzk og sænsk þjóðlög eða lög í þjóð- lagastíl eftir kunna og ókunna höfunda. Pálína Árnadóttir, söngur; Aðalsteinn Ás- berg Sigurðsson, gítar; sænska spilara- tríóið Draupner (Henning Andersson, Görgen Antonsson, fiðlur; Tomas Lind- berg, mandóla & gítar). Fimmtudaginn 15. ágúst kl. 20:30. ÞJÓÐLAGATÓNLEIKAR Jörfagleði hin nýja Ríkarður Ö. Pálsson HANNFRIED Lucke hóf tón- leikana í Hallgrímskirkju sl. sunnu- dagskvöld á umritun, sem bæði J.S. Bach og svissneska tónskáldið og org- elleikarinn Guy Bovet (1942) gerðu á strengjakonsert (RV.680) op. 3, nr. 10, eftir Antonio Vivaldi. Það er í raun rangt að segja verkið eftir J.S. Bach, því þrátt fyrir mjög breytta hljóð- færaskipan er tónmálið, auk smátil- vika, að nær öllu leyti eftir Vivaldi, þ.e. þessi skemmtilegi leikur með „ímitasjónir og sekvensa“, sem Viv- aldi var frægur fyrir. Vivaldi var þó skammaður fyrir allt of fábreytilegar milliraddir og ólagrænt bassaferli, sem nánast var aldrei meira en ein- faldur undirleikur. Allt þetta var eins og hjá Vivaldi, svo að hvorki Bach eða Bovet gerðu þar á nokkrar verulegar breytingar. Þessi konsert eftir Viv- aldi var mjög skemmtilega fluttur og sérlega vel „orkestreraður“ af Hann- fried Lucke. Bæn fyrir bergingu, eftir Messi- aen, er fallegt verk, lagræn hugleið- ing, sem studd er liggandi hljómum og var einstaklega ljúflega flutt af Lucke. Næst á efnisskránni var verk eftir J.S. Bach, tríó yfir Allein Gott in der Höh’ sei Ehr’, BWV 664, fallegt verk, er var einstaklega skýrlega mótað af Lucke, þar sem raddleikur meistarans, blómstrandi fagur og margslunginn í öllum röddum, fékk að njóta sín sérlega vel í fagurlega mótuðum leik Lucke. Hápunktur tónleikanna var flutn- ingur Lucke á tveimur þáttum úr org- elsinfóníu nr. 5 og fyrsta þættinum úr 6. sinfóníunni eftir Vidor og minnist undirritaður þess ekki, að hafa oft heyrt eins tilþrifamikinn leik og hjá Hannfried Lucke í þessum leiktækni- lega skemmtilegu verkum. Það er nefnilega svona sem á að leika opin- ská og stílhrein virtúósaverk, enda var Vidor ekki síður frægur fyrir af- burða tækni sína, en tónsmíðar. Það var ekki aðeins að leikur Lucke var sérlega skýr og borinn upp af mikilli leikni, sérstaklega í tilbrigðaþættin- um, þeim fyrri í nr 5, heldur var „ork- estrasjónin“ einnig áhrifamikil. Á milli verkanna eftir Vidor lék Lucke Adagio og Allegro (ekki fant- asíu) K. 594, er Mozart samdi fyrir sjálfspilandi orgel. Það er með ólík- indum að biðja stórtónskáld um að semja fyrir sjálfspilandi orgel og þá ekki síður stórfurðulegt, að verkið er vel samið. Krómatískur Adagio kafl- inn sem er í f-moll umlykur F-dúr sónötuþáttt, sem var lipurlega fluttur af Hannfried Lucke. Það sem sérlega mætti taka fram, varðandi tónleikana í heild, umfram það að Lucke er afburða „tekniker“, er einstaklega skýr hendingamótun, og sérlega gott jafnvægi í raddvali og styrk, svo að tónleikarnir voru með því allra besta sem heyrst hefur í langan tíma hljóma á Klais-orgel Hallgrímskirkju. Jón Ásgeirsson LEIKLIST Hallgrímskirkja Hannfried Lucke flutti þýska og franska orgeltónlist. Sunnudagurinn 18. ágúst 2002. ORGELLEIKUR Snjall orgelleikari Á MORGUN, fimmtudag, hefst birt- ing á netsögu eftir Guðberg Bergsson á heimasíðu JPV útgáfu. Slóðin er jpv.is og geta lesendur fylgst með gerð sögunnar meðan á ritun hennar stendur. Sagan ber heitið Hrylli- leg saga og segir Guðbergur í ávarpi til lesenda að sögunni hafi verið gefin þessi nafngift „vegna þess að höfundur- inn leggur með henni út í nýja óvissu á ferli sín- um og er næstum því sannfærður um að niðurstaðan verður hryllileg“. Guð- bergur segir ennfremur, að það sé „hyggilegast og best fyrir höfundinn, strax í upphafi, að viðurkenna getu- leysi sitt, til að það komi honum ekki á óvart að einhver segi: Hvers vegna er maðurinn að leggja út í eitthvað sem er fyrirfram dæmt til að mistakast“? Örlög síamstvíbura Í samtali við Morgunblaðið segir Guðbergur umfjöllunarefni sögunnar vera örlög síamstvíbura, þó að það verði að vissu leyti til meðan á ritun sögunnar stendur. „Hún er að raða sér niður í huganum á mér um þessar mundir. Sagan gerist í kringum 1930 og fjallar um fólk sem kemur utan af landi og fær inni í húsi á Fjólugötunni í Reykjavík, húsi þar sem dönsk fjöl- skylda bjó áður, bakarinn Fiole og konan hans, frú Fiole, sem lék fallega á orgel. Sveitafólkið fær inni í þessu niðurnídda húsi og eignast samvaxna tvíbura. Það verður að skilja þá sund- ur. Aðeins annað barnið getur lifað af aðgerðina. Læknirinn segir hjónun- um að tvíburinn sem lifir muni fá öll einkenni sem hitt hefði haft, hefði það fengið að lifa. Smám saman fer að þjá tvíburann sem lifði sektarkennd vegna þess að hinn dó. Ef börnin hefðu ekki verið skilin sundur en bæði látin lifa samvaxin hefði annað orðið risi með hitt lafandi úr sér eins og æxli,“ segir Guðbergur um söguna. Aðspurður um vinnufyrirkomulag á netsögu sem þessari segist Guðberg- ur vinna hana eftir því sem honum dettur í hug og jafnvel birta daglega nýjan hluta. Sagan verði svo birt á Netinu eins lengi og viðfangsefnið þurfi með. „Um leið og höfuðpersón- an er laus við þann draug í sálarlífinu sem varð til úr hinum lýkur henni. Hvernig það gerist segi ég frá í sög- unni,“ segir hann. Um titilinn og þá skýringu sem hann hefur gefið á hon- um í ávarpi til lesenda segist Guð- bergur vera að slá ákveðna varnagla. „Maður má ekki vera of bjartsýnn þegar maður byrjar að skrifa sögu.“ Guðbergur skrifar netsögu Hryllileg saga í smíðum Guðbergur Bergsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.