Morgunblaðið - 21.08.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 21.08.2002, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. arliði til Færeyja en í kvöld mun Davíð sitja fund með lögmanni Fær- eyja og formanni grænlensku heimastjórnarinnar. isbaráttu Litháens. Við hlið hans á myndinni er utanríkisráðherra Litháens, Antanas Valionis. Í dag lýkur opinberri heimsókn forsætisráðherra til Litháens. Frá Litháen heldur Davíð ásamt fylgd- herra landsins, en að fundinum lokn- um skrifuðu ráðherrarnir undir samning um eflingu og gagnkvæma vernd fjárfestinga milli ríkjanna. Þá lagði Davíð blómsveig að minn- isvarða um þá sem létust í sjálfstæð- FYRSTA degi opinberrar heimsókn- ar Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra til Litháens lauk í gær og var dagskráin þéttskipuð. Forsætisráð- herra átti meðal annars fund með Algirdas Brazauskas, forsætisráð- Látinna í sjálfstæðisbaráttu Litháa minnst Morgunblaðið/Nína Björk  Samningur um eflingu/26 HREIN raunávöxtun 54 lífeyrissjóða var neikvæð um 1,9% á síðasta ári að jafnaði miðað við vísitölu neysluverðs en var neikvæð um 0,7% árið 2000. Raunávöxtun sjóða sem reknir eru án ábyrgðar annarra var neikvæð um 2,3% að meðaltali en raunávöxtun sjóða sem reknir eru með ábyrgð ann- arra var neikvæð um 0,04%. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Fjármála- eftirlitsins um lífeyrissjóði. Lífeyrissjóðurinn Hlíf var með nei- kvæða ávöxtun upp á 22,68%, Lífeyr- issjóðurinn Eining var með neikvæða ávöxtun upp á 8,25%, Lífeyrissjóður Austurlands með neikvæða ávöxtun upp á 9,72% og Lífeyrissjóður versl- unarmanna með 0,81% neikvæða ávöxtun. Raunávöxtun Lífeyrissjóðs starfs- manna ríkisins var jákvæð um 0,01%, Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda með jákvæða raunávöxtun um 1,18%, Eft- irlaunasjóður FÍA með jákvæða raunávöxtun um 3,72%, Lífeyrissjóð- ur Rangæinga með jákvæða raun- ávöxtun um 3,51% og Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar með jákvæða raunávöxtun um 1,49%. Alls eru sjóðfélagar tæplega 202 þúsund talsins og þar af eru rúmlega 52 þúsund sem fá greiddan lífeyri. Hrein eign sjóðanna til greiðslu líf- eyris í árslok 2001 nam 644,8 millj- örðum króna en var 565,7 milljarðar króna í árslok 2000. Aukningin er 14%, sem samsvarar 4,96% raun- aukningu. Ráðstöfunarfé samkvæmt sjóðstreymi á árinu 2001 nam samtals 181,5 milljörðum en 144,9 milljörðum árið á undan. Iðgjöld milli ára jukust úr 49,7 milljörðum á árinu 2000 í 62,7 milljarða á árinu 2001. Fjórir af fjörutíu lífeyrissjóðum án ábyrgðar annarra voru reknir með meira en 10% fráviki frá þeim mörk- um sem lög gera ráð fyrir og þurfa því að huga að breytingu á réttindum. Verulegur halli er hins vegar á flest- um þeim lífeyrissjóðum sem eru með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga, en ábyrgð viðkomandi aðila brúar það sem á vantar. Lífeyrissjóðum fækkaði um tvo á síðasta ári og fyrir liggur enn frekari fækkun sjóða á þessu ári þar sem Líf- eyrissjóðurinn Hlíf sameinaðist Sam- einaða lífeyrissjóðnum á árinu og Líf- eyrissjóðurinn Eining sameinaðist Frjálsa lífeyrissjóðnum. Af þeim 54 sem störfuðu í árslok taka 11 ekki lengur við iðgjöldum og eru því full- starfandi sjóðir 43. Neikvæð raunávöxt- un hjá lífeyrissjóðum Lífeyrissjóðurinn Hlíf með 22,68% neikvæða ávöxtun ÞRÍR sveitarstjórar á Suðurlandi sem Morgunblaðið ræddi við í gær telja að ríkið eigi að taka meiri þátt en gert er ráð fyrir í lögum í kostnaði við fráveituframkvæmdir þeirra sveitarfélaga sem eru ekki nálægt sjó en hinna. Þeir segja að þær byggðir sem séu langt inni í landi þurfi að leggja út í meiri kostnað við að lag- færa fráveitumál en þær byggðir sem eru nálægt sjó. Fráveitunefnd hefur það hlutverk að styðja fjárhagslega við fram- kvæmdir sveitarfélaga í fráveitumál- um og gerir tillögu til umhverfisráð- herra um úthlutun slíkra styrkja. Miðað er við að styrkurinn sé um 20% af þeim heildarraunkostnaði sem við- komandi framkvæmdir kosta sveitar- félagið og eru styrkhæfar samkvæmt lögum. Ágúst Ingi Ólafsson, sveitarstjóri í Rangárþingi eystra, segir m.a. að frá- veituframkvæmdir geti orðið litlum sveitarfélögum inni í landi fjárhags- lega ofviða. „Ég ætla ekki að gera lít- ið úr þessum styrk,“ segir hann, „en í raun má segja að hann sé endur- greiðsla á virðisaukaskattinum.“ Ríkið taki meiri þátt í vinnu við fráveitur  Fráveitumálin/26 Snæfellsjökull hefur þynnst og lækkað verulega á síðustu sjö ár- um. Ummál hans hefur þó ekki minnkað ýkja mikið en Oddur Sigurðsson, jarð- fræðingur hjá Orkustofnun, seg- ir viðbúið að á næstu árum muni jökullinn hopa talsvert og það muni að öllum lík- indum gerast hratt. Framskrið og hop Snæfellsjök- uls eru mæld við Hyrningsjökul, sem gengur suðaustur úr Snæfells- jökli. Ummál jökulsins er mælt út frá vörðu að jökulbrún en mæling á þykkt og hæð jökulsins er byggð á sjónrænu mati og er miðað við hversu hátt jökulsker standa upp úr jöklinum. Um þessar mundir þynnist jökullinn og meira ber á jökulskerj- unum Þríhyrningi og Þúfum, að sögn mælingamanns Jöklarannsókn- arfélags Íslands. Mælingamaðurinn er Hallsteinn Haraldsson og hefur hann séð um mælingarnar frá árinu 1976 og segir Oddur að fáir þekki jökulinn betur. Áður en Hallsteinn tók við jöklamæl- ingunum aðstoðaði hann föður sinn, Harald Jónsson í Gröf í Breiðuvík, við mælingarnar en faðir hans hafði umsjón með jöklamælingunum um árabil. Minni Hallsteins um stærð jökulsins spannar því rúmlega þriðj- ung aldar. Jöklarannsóknarfélagið hefur fylgst grannt með stærð Snæfells- jökuls í um 70 ár. Skv. mælingum fé- lagsins hopaði jökulinn um 1 km á árunum 1930-1970 en næstu 25 árin skreið hann fram um 200 metra. Frá 1996 hefur hann hopað aftur um 50 m. Oddur segir að miðað við spá um að hitastig á jörðinni hækki um eina til tvær gráður á öld þá muni jöklar landsins, þ.m.t. Snæfellsjökull, nán- ast hverfa á næstu 200 árum. Áfram verði þó jökulhúfur á hæstu fjöllum og það muni kannski eiga við um Snæfellsjökul. „Það hefur hlýnað talsvert mikið í heiminum undanfarna áratugi en til- tölulega lítið hér á landi. Á svæði sem nær frá Íslandi, vestur að Græn- landi og yfir til Labrador hefur hlýn- að mun minna en víðast hvar annars staðar á norðurhveli. Maður getur því ímyndað sér að það hljóti að koma að því að það hlýni meira á Ís- landi líka,“ segir Oddur. Ljósmynd/Oddur Sigurðsson Ummál Snæfellsjökuls er mælt út frá Hyrnings- jökli, sem gengur út úr jökulhettunni hægra megin. Jökullinn er nefndur eftir fjallinu Þríhyrningi, sem teygir sig upp eftir jöklinum fyrir miðri mynd. Snæfellsjökull hefur þynnst og lækkað verulega GENGIÐ var frá samningi í gær um samruna fjarskiptafyrirtækj- anna Íslandssíma og Halló – Frjálsra fjarskipta. Við samrun- ann eignast hluthafar í Halló ný hlutabréf í Íslandssíma að nafn- verði 414 milljónir króna eða sem nemur 28,7% af hlutafé Íslands- síma. Samrunasamningur félaganna tryggir hinu sameinaða félagi einnig viðbótarfjármagn til frekari samruna og markaðssóknar frá aðaleiganda Halló, Columbia Vent- ures Corporation, auk Landsbanka Íslands, Búnaðarbanka Íslands, Frumkvöðuls og Talsímafélagsins. Óskar Magnússon, forstjóri Ís- landssíma, segir að með þessu hafi félagið tryggt sér fjármagn til þess að verja í hugsanleg kaup á öðru fjarskiptafélagi eða -félögum, eftir atvikum. „Á hinn bóginn er það svo, að ef ekki verður af slíku, verðlagning verður of há eða ekki næst samkomulag um áhugaverða kosti í þeim efnum, þá höfum við fjármagn til þess að sækja fram á markaðnum og ná til okkar við- skiptavinum með þeim hætti í stað þess að fá þá með samruna.“ Bjarni Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri þróunarsviðs Col- umbia Ventures Corporation, segir að með þessu hafi einfaldlega fyrsta skrefið verið tekið í sam- runa á fjarskiptamarkaði. Samið um samruna Íslandssíma og Halló  Íslandssími/20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.