Morgunblaðið - 25.08.2002, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 2002 C 3
Störf í grunnskólum Reykjavíkur skólaárið 2002-2003
Laun skv. kjarasamningum Reykjavíkurborgar og Launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélög.
Upplýsingar veita skólastjóra og aðstoðarskólastjórar viðkomandi skóla.
Umsóknir ber að senda í skólana.
Nánari upplýsingar um laus störf og grunnskóla Reykjavíkur er að finna á netinu undir
www.grunnskolar.is
Borgaskóli, sími 577 2900
Skólaliðar.
Foldaskóli, sími 567 2222
Skólaliðar í ýmis störf, m.a. í mötuneyti kennara, 70%
staða, starf frá 09:00 daglega.
Fossvogsskóli, sími 568 0200
Starfsmaður í mötuneyti nemenda.
Hamraskóli, sími 567 6300
Starfsmaður í heilsdagsskóla, hlutastarf.
Starfsmaður í íþróttahús Hamraskóla um kvöld og
helgar.
Skólaliða vantar í hlutastörf og fólk til ræstinga
seinnipart dags.
Húsaskóli, sími 567 6100
Heimilisfræðikennsla í 9. og 10. bekk, eftir hádegi, 45%
staða.
Skólaliðar í ýmis störf, m.a. í eldhús nemenda, 75%
staða.
Skólaliðar í heilsdagsskóla, 50% staða.
Ingunnarskóli, sími 585 0400
Forstöðumaður skóladagvistar.
Skólaliðar.
Skólaritari.
Langholtsskóli, símar 553 3188 og 824 2288
Skólaliðar.
Laugalækjarskóli, símar 588 7500 og 897 5045
Skólaliðar, 50%-100% stöður.
Réttarholtsskóli, sími 553 2720
Ensku- og dönskukennsla.
Sundkennsla, 12 stundir á viku.
Starfsmaður skóla.
Rimaskóli, símar 567 6464 og 897 9491
Starfsmaður í skóladagvist, 50% staða eftir hádegi.
Seljaskóli, sími 557 7411
Íslenskukennsla á unglingastigi.
Þýskukennsla í 10. bekk, 3 stundir á viku.
Víkurskóli, sími 545 2700
Skólaliðar.
Starfsmaður í heilsdagsskóla, 50% staða.
Þroskaþjálfi.
Öskjuhlíðarskóli, sími 568 9740
Stuðningsfulltrúar, 55%-60% stöður,
vinnutími 12:30 - 17:00.
Móttökufulltrúi/
bókhald
Domino´s Pizza hyggst ráða einstakling til
starfa á skrifstofu félagsins í Lóuhólum 2—6
í Reykjavík. Þekking á tölvum og bókhaldi er
skilyrði. Unnið er á Navision bókhaldskerfi.
Starfið gerir kröfur um öguð vinnubrögð og
samskiptahæfni.
Skriflegar umsóknir sendist til Domino´s Pizza,
Lóuhólum 2—6, 111 Reykjavík, eða á
jonmundur@dominos.is fyrir 05.09 2002.
Rafvirki
Stórt innflutningsfyirtæki með rafbúnað og
raflagnaefni óskar að ráða rafvirka eða starfs-
kraft með sambærilega þekkingur til lager-
og afgreiðslustarfa.
Um er að ræða framtíðarstarf fyrir duglegan
og áhugasaman einstakling.
Stundvísi, reglusemi og reykleysi áskilið.
Umsóknir sendist til augldeildar Mbl. fyrir
2. september nk., merktar: „Rafvirki — 12644“.
Allar umsóknir meðhöndlaðar sem trúnaðar-
mál og þeim svarað.
Háskóli Íslands
Læknadeild
Dósent
í bráðalæknisfræði
Laust er til umsóknar starf dósents í bráða-
læknisfræði við Læknadeild Háskóla Íslands
(H.Í.). Umsækjandi skal hafa sérfræðiviður-
kenningu á sviði bráðalæknisfræði eða sér-
fræðiviðurkenningu í skyldri grein og mikla
reynslu af bráðalækningum. Gert er ráð fyrir
að starfið verði veitt eigi síðar en frá 1. febrúar
2003, að lokinni umfjöllun dómnefndar og val-
nefndar. Ráðið verður í starfið til fimm ára.
Um er að ræða 37%-50% starfshlutfall við H.Í.
samkvæmt ákvörðun deildarráðs læknadeildar.
Dósentinn mun fá starfsaðstöðu á Landspítala
- háskólasjúkrahúsi (LSH), með vísan til sam-
ninga LSH og H.Í. frá 10.5.2001 og 28.6.2002
(samningarnir eru aðgengilegir á háskólavefn-
um, sjá: http://www.hi.is/stjorn/rektor/ - sam-
ningar). Um frekari störf og starfsvettvang á
LSH verður fjallað í viðtölum við umsækjendur.
Bráðalæknisfræði eru nýtt fræðasvið innan
læknadeildar. Á LSH eru bráðalækningar innan
slysa- og bráðasviðs spítalans.
Dósentinn hefur umsjón með kennslu lækna-
nema í bráðalæknisfræði í samvinnu við aðra
kennara deildarinnar og kennsluráð. Dósentinn
skal vinna að uppbyggingu bráðalækninga og
eflingu rannsókna og rannsóknatengds náms
í bráðalæknisfræði í samvinnu við rannsókna-
námsnefnd deildarinnar og með framhalds-
menntunarráði og framkvæmdastjóra kennslu,
vísinda og þróunar á LSH að málefnum er
varða framhaldsmenntun í bráðalækningum
og skyldum greinum.
Um hæfi umsækjenda og meðferð umsókna
fer eftir ákvæðum laga um Háskóla Íslands nr.
41/1999 og reglum Háskóla Íslands nr. 458/
2000. Um lágmarkshæfniskröfur til umsækj-
enda um starfið er vísað til 12. gr. laganna um
dómnefndir og til reglna læknadeildar um ráð-
ningu og framgang starfsmanna með hæfnis-
dóm nr. 498/2002. Þegar dómnefnd hefur lokið
störfum fjallar sérstök valnefnd um umsækj-
endur, sbr. reglur læknadeildar um valnefndir
nr. 830/2001.
Umsókn þarf að fylgja greinargóð skýrsla um vísindastörf umsækj-
anda, rannsóknir og ritsmíðar (ritaskrá), svo og yfirlit um námsferil
og störf (curriculum vitae), samtals sjö eintök, og eftir atvikum
vottorð og önnur áþekk gögn. Með umsókn skulu send fjögur ein-
tök af birtum vísindalegum ritum, skýrslum og ritgerðum, sem
umsækjandi óskar eftir að teknar verði til mats. Þegar höfundar eru
fleiri en umsækjandi skal hann gera grein fyrir hlutdeild sinni í rann-
sóknum sem lýst er í ritverkunum. Ef um er að ræða mikinn fjölda
ritverka er æskilegt að ritverk sem fylgja umsókn takmarkist við
15 helstu fræðileg ritverk sem varða hið auglýsta starfssvið. Æskilegt
er að umsækjendur geri grein fyrir því hverjar rannsóknaniðurstöður
sínar þeir telja markverðastar. Ennfremur er óskað eftir greinargerð
um hugmyndir umsækjanda varðandi uppbyggingu greinarinnar
í H.Í. og á LSH og um þær rannsóknir sem umsækjandi vinnur að
og hyggst vinna að verði honum/henni veitt starfið
(rannsóknaáætlun) og þá aðstöðu sem til þarf. Umsækjandi geti
um og láti fylgja með umsagnir um kennslu- og stjórnunarstörf
sín eftir því sem við á, en getur einnig bent á umsagnaraðila.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags
háskólakennara og fjármálaráðherra og raðast
starf dósents í launaramma C. Laun fyrir störf
lækna á LSH eru í samræmi við kjarasamning
fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs og
Læknafélags Íslands.
Umsóknarfrestur er til og með 15. október
2002 og skal umsóknum skilað til starfsmann-
asviðs Háskóla Íslands, Aðalbyggingu, við
Suðurgötu, 101 Reykjavík.
Móttaka allra umsókna verður staðfest bréf-
lega. Umsækjendum verður greint frá niður-
stöðu dómnefndar og um ráðstöfun starfsins
þegar sú ákvörðun liggur fyrir.
Nánari upplýsingar um dósentsstarfið gefur
Reynir Tómas Geirsson, forseti læknadeildar,
í síma 525 4880. Upplýsingar um starfsvett-
vang og væntanleg störf á háskólasjúkrahúsinu
gefur Jóhannes M. Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri lækninga á LSH, í síma 543 1160.
Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er
tekið mið af jafnréttisáætlun háskólans.
http://www.starf.hi.is
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
|
Y
D
D
A
/
si
a
.i
s
N
M
0
7
1
1
6
ap@appr. i s
Brautarholt i 10 105 Reykjav ík
RÁ‹GJAFI Í ALMANNATENGSLUM
Starfssvið: Almenn ráðgjöf á sviði almannatengsla.
Aðstoð við gerð áætlana um almannatengsl og vinna að
framkvæmd þeirra í samráði við viðskiptavini.
Umsjón með fréttabréfum og öðru útgefnu efni.
Skipulag og umsjón með sýningum, ráðstefnum,
blaðamannafundum og öðrum tilfallandi verkefnum.
Hæfniskröfur: Háskólamenntun og eða góð starfsreynsla á sviði
almannatengsla eða fjölmiðla.
Mjög gott vald á íslensku og ensku tal- og ritmáli.
Góð þekking á viðskiptalífinu sem og áhugi á þjóðmálum.
Sjálfstæði, frumkvæði og færni í mannlegum samskiptum.
Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.
AP almannatengsl ehf . er nýtt fyr i r tæki sem vei t i r e instak l ingum,
fyr i r tækjum og stofnunum alh l iða ráðgjöf á sv ið i a lmannatengsla.
ALMANNATENGSL
Áhugasamir vinsamlegast
sendið inn umsókn sem
inniheldur starfsferilsskrá til:
AP almannatengsl ehf.
Brautarholti 10
105 Reykjavík.
Einnig er hægt að senda
fyrirspurnir og umsóknir á
póstfangið: ap@appr.is.
AP almannatengs l ehf .