Morgunblaðið - 25.08.2002, Síða 4

Morgunblaðið - 25.08.2002, Síða 4
4 C SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Nokkrar stöður eru lausar við leikskólann. Óskað er eftir: Aðstoðarleikskólastjóra Deildarstjórum Leikskólakennurum eða starfsmönnum með aðra menntun og/eða reynslu Yfirmanni í eldhús Störfin henta körlum ekki síður en konum. Leitað er að starfsfólki sem er tilbúið til að taka þátt í uppbyggingu nýs leikskóla þar sem frumkvæði og sköpunargleði fá að njóta sín. Lögð er áhersla á færni í samskiptum og jákvæðni. Nánari upplýsingar veita Guðný Hjálmarsdóttir leikskólastjóri í síma 849 6737, ellerti@isl.is og Auður Jónsdóttir starfsmannafulltrúi í síma 563 5800. Nýr leikskóli við Maríubaug í Grafarholti Umsóknareyðublöð má nálgast á skrifstofu Leikskóla Reykjavíkur, Tryggvagötu 17, og á vefsvæði www.leikskolar.is Háskóli Íslands Læknadeild Starf þjónustusérfræðings innan Lækna- deildar Háskóla Íslands (læknisfræðiskor) er laust til umsóknar. Um er að ræða starf sem beinist að rannsóknum og sérfræðistörfum eftir háskólapróf (postgraduate research fell- ow). Umsækjendur skulu því hafa lokið háskól- aprófi, en læknismenntun er ekki skilyrði. Gert er ráð fyrir að starfinu verði ráðstafað til tveggja ára, frá 1. desember 2002. Umsókn fylgi rannsóknaáætlun á sviði rann- sókna í læknisfræði eða á skyldu fræðasviði með mikil tengsl við læknisfræði, ásamt um- sögn þess kennara innan læknisfræðiskorar sem umsækjandi hyggst starfa með. Þar þarf að koma fram staðfesting á að starfsaðstaða sé fyrir hendi og að annar kostnaður en laun sérfræðings verði greiddur af viðkomandi stofnun eða deild. Laun eru skv. samningi fjár- málaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókninni greinargóða skýrslu um námsferil og störf, vís- indastörf sín, ritsmíðar og rannsóknir. Umsóknir skulu hafa borist starfsmannasviði Háskóla Íslands fyrir 15. október 2002. Vísindanefnd læknadeildar veitir umsögn um umsóknir, en deildarráð veitir starfið. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum greint frá því hvernig starfinu hafi verið ráð- stafað þegar sú ákvörðun liggur fyrir. Nánari upplýsingar veitir Reynir Tómas Geirs- son, forseti læknadeildar, í síma 525 4880. Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun háskólans. http://www.starf.hi.is Hafrannsóknastofnunin Sérfræðingur Hafrannsóknastofnunin auglýsir eftir sérfræð- ingi í eldi sjávardýra við Tilraunaeldisstöð stofnunarinnar á Stað við Grindavík. Megin- starfssvið verður þorskeldi. Í starfinu felst m.a. skipulagning og framkvæmd eldisrannsókna, úrvinnsla gagna og birting á niðurstöðum. Umsækjendur þurfa að hafa lokið meistara-, doktors- eða sambærilegu prófi í sjávarlíffræði eða skyldum greinum. Laun eru samkvæmt kjarasamningum ríkisins og Félags íslenskra náttúrufræðinga. Nánari upplýsingar um starfið veita Björn Björnsson, fiskifræðingur á Hafrannsóknastofn- uninni (s. 552 0240, tölvunetfang: bjornb@hafro.is) og Matthías Oddgeirsson, stöðvarstjóri Tilraunaeldisstöðvarinnar á Stað (s. 426 8232, tölvunetf- ang: matthias@hafro.is). Umsóknum, merktum: „Eldi sjávardýra" skal skilað á skrifstofu Hafrannsóknastofnunarinnar, Skúlagötu 4, 101 Reykjavík, fyrir 27. september nk. Í umsókn skulu vera upplýsingar um menntun og fyrri störf, ásamt nöfnum tveggja meðmælenda sem leita má til varðandi frekari upplýsingar. Hafrannsóknastofnunin er stærsta rannsóknastofnun landsins á sviði haf- og fiskirannsókna og gegnir auk þess ráðgjafarhlutverki varðandi skynsamlega nýtingu og verndun auðlinda hafsins. Mikill hluti starfseminnar tengist alþjóðlegu samstarfi við erlendar hafrann- sóknastofnanir og háskóla. Stofnunin rekur 5 útibú, tilraunaeldisstöð í eldi sjávarlífvera, þrjú rannsóknaskip og hefur að jafnaði 170 starfs- menn í þjónustu sinni. Hafrannsóknastofnunin, Skúlagötu 4, 101 Reykjavík, s. 552 0240. Háskóli Íslands Læknadeild Prófessor í bæklunar- læknisfræði Laust er til umsóknar starf prófessors í bæklunarlæknisfræði við Læknadeild Háskóla Íslands (H.Í.). Starfinu tengist yfirlækn- isstaða við bæklunarskurðdeild Landspítala - háskólasjúkrahúss (LSH) í samræmi við ákvæði samstarfssamnings H.Í. og LSH frá 10.05.2001 og 28.06.2002 (samningarnir eru aðgengilegir á háskólavefnum, sjá: http:// www.hi.is/stjorn/ rektor/ - samningar). Umsækjandi skal hafa sérfræðiviðurkenningu í bæklunarskurðlæknisfræði. Gert er ráð fyrir að starfið verði veitt eigi síðar en 1. apríl 2003, að lokinni umfjöllun dómnefndar og valnefnd- ar, sbr. reglur Læknadeildar Háskóla Íslands um valnefndir nr. 830/2001. Viðkomandi gegnir jafnframt starfi á LSH þann- ig að um fullt starf verður að ræða. Prófessor- inn hefur full réttindi og starfsskyldur innan H.Í. Um störf og starfsvettvang á LSH verður fjallað í viðtölum við umsækjendur. Í H.Í. heyrir fræðigreinin bæklunarlæknisfræði (bæklunarskurðlækningar) undir fræðasviðið skurðlæknisfræði í læknadeild, en stefnt er að þróun greinarinnar sem sérstaks fræðasviðs. Á LSH eru bæklunarskurðlækningar hluti skurð- lækningasviðs. Prófessorinn hefur umsjón með kennslu lækna- nema í bæklunarlæknisfræði í samvinnu við aðra kennara deildarinnar og kennsluráð, og með rannsóknum og rannsóknatengdu námi í bæklunarlæknisfræði við læknadeild H.Í. Efling rannsóknatengds náms og framhalds- náms í bæklunarlæknisfræði á Íslandi skal vera meðal forgangsverkefna prófessorsins. Um hæfi umsækjenda og meðferð umsókna fer eftir ákvæðum laga um Háskóla Íslands nr. 41/1999 og reglum Háskóla Íslands nr. 458/ 2000. Um lágmarkshæfniskröfur til umsækj- enda um starfið er vísað til 12. gr. laganna um dómnefndir og til reglna læknadeildar um ráð- ningu og framgang starfsmanna með hæfnis- dóm nr. 498/2002. Þegar dómnefnd hefur lokið störfum fjallar sérstök valnefnd um umsækj- endur, sbr. reglur læknadeildar um valnefndir nr. 830/2001. Umsókn þarf að fylgja greinargóð skýrsla á íslensku og ensku um vísindastörf umsækjanda, rannsóknir og ritsmíðar (ritaskrá), svo og yfirlit um námsferil og störf (curriculum vitae), samtals 10 eintök, og eftir atvikum vottorð og önnur áþekk gögn. með umsókn skulu send fjögur eintök af vísindalegum ritum, skýrslum og ritgerðum, sem umsækjandi óskar eftir að teknar verði til mats. þegar höfundar eru fleiri en einn skal umsækjandi gera grein fyrir hlutdeild sinni í rannsóknum sem lýst er í ritverkunum. ef um er að ræða mikinn fjölda ritverka er æskilegt að ritverk sem fylgja umsókn takmarkist við 20 helstu fræðileg ritverk sem varða hið auglýsta starfssvið. æskilegt er að umsækjendur geri grein fyrir því hverjar rannsókn- arniðurstöður sínar þeir telja markverðastar. ennfremur er óskað eftir greinargerð um hugmyndir umsækjanda varðandi uppbyggingu greinarinnar í H.Í. og á LSH og um þær rannsóknir sem umsækjandi vinnur að og hyggst vinna að verði honum/henni veitt starfið (rannsóknaáætlun) og þá aðstöðu sem til þarf. umsækjandi geti um og láti fylgja með umsagnir um kennslu- og stjórnunarstörf sín eftir því sem við á, en getur einnig bent á umsagnaraðila. Laun fyrir prófessorsstarfið eru samkvæmt ákvörðun kjaranefndar. Laun fyrir störf lækna á LSH eru í samræmi við kjarasamning fjármál- aráðherra fyrir hönd ríkissjóðs og Læknafélags Íslands. Umsóknarfrestur er til og með 15. október 2002 og skal skriflegum umsóknum skilað til rannsóknasviðs Háskóla Íslands, Aðalbygg- ingu, við Suðurgötu, 101 Reykjavík. Móttaka allra umsókna verður staðfest bréflega. Um- sækjendum verður greint frá niðurstöðu dóm- nefndar og um ráðstöfun starfsins þegar sú ákvörðun liggur fyrir. Nánari upplýsingar um prófessorsstarfið gefur Reynir Tómas Geirsson, forseti læknadeildar, í síma 525 4880. Upplýsingar um starfsvettvang og væntanleg störf á háskólasjúkrahúsinu gefur Jóhannes M. Gunnarsson, framkvæmdastjóri lækninga á LSH, í síma 543 1160. Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun háskólans. http://www.starf.hi.is Stöður deildarstjóra eru lausar í eftirtöldum leikskólum: Blásalir, Brekknaási 4 Upplýsingar veitir Margrét Elíasdóttir leikskólastjóri í síma 557 9720. Furuborg v/Áland Upplýsingar veitir Sigþrúður Sigurþórsdóttir leikskólastjóri í síma 553 1835. Hulduheimar, Vættarborgum 11 Upplýsingar veitir Bryndís Markúsdóttir leikskólastjóri í síma 586 1870. Brekkuborg, Hlíðarhúsum 1 Upplýsingar veitir Guðrún Samúelsdóttir leikskólastjóri í síma 567 9380. Deildarstjórar óskast ti l starfa hjá Leikskólum Reykjavíkur Umsóknareyðublöð má nálgast á ofangreindum leikskólum, á skrifstofu Leikskóla Reykjavíkur, Tryggvagötu 17, sími 563 5800 og á vefsíðu www.leikskolar.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.