Morgunblaðið - 25.08.2002, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 2002 C 5
Laus er til umsóknar staða sérfræðings
í fæðingarfræði og kvensjúkdómum
við Miðstöð mæðraverndar.
Miðstöð mæðraverndar er miðstöð fyrir áhættu-
meðgöngur sem og ráðgjafamiðstöð fyrir
Heilsugæsluna um málefni er varða mæðra-
vernd. Þar á að fara fram kennsla fagstétta í
mæðravernd, bæði lækna- og ljósmæðranema,
auk rannsóknar- og þróunarvinnu um
málefni mæðraverndar.
Upplýsingar veitir Arnar Hauksson, yfirlæknir
Miðstöðvar Mæðraverndar, í síma 585-1400,
tölvupóstfang Arnar.Hauksson@hr.is
Umsóknaeyðublöð fást hjá starfsmannasviði.
Með auglýsingu þessari er framlengdur áður auglýstur
umsóknarfrestur um stöðu sérfræðings í fæðingarfræði og
kvensjúkdómum við Miðstöð mæðraverndar sem birtist í
Morgunblaðinu þann 3. ágúst 2002.
Umsóknir um stöðuna sendist ásamt
náms- og starfsferilsskrá (curriculum vitae)
og ritskrá umsækjanda til
Starfsmannasviðs Heilsugæslunnar,
Barónsstíg 47, 101 Reykjavík
fyrir 30. september n.k.
Reykjavík, 25. ágúst 2002.
Staða sérfræðings í
fæðingarfræði og kvensjúkdómum
viðMiðstöð mæðraverndar
Heilsugæslan, Starfsmannasvið
Barónsstíg 47, 101 Reykjavík
www.hr.is
Bókasafnsfræðingur
Garðyrkjuskóli ríkisins, Reykjum, Ölfusi, aug-
lýsir stöðu bókavarðar við bókasafn skólans
lausa til umsóknar. Krafist er bókasafnsfræði-
menntunar á háskólastigi. Starfsreynsla við
skólabókasöfn og/eða rannsóknabókasöfn
áskilin. Reynsla af tölvuskráningu bókasafna
æskileg. Í starfinu felst m.a. flokkun og umsjón
með bóka- og tímaritakosti skólans og aðstoð
við nemendur og starfsmenn við útvegun
gagna.
Starfið krefst góðrar færni í íslensku og ensku,
samskiptahæfileika, skipulagshæfni, frum-
kvæðis, góðra hugmynda og úrlausna sem
fylgt er eftir. Viðkomandi þarf að geta hafið
störf sem allra fyrst. Um hlutastarf (60%) er
að ræða.
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi
ríkisins og viðkomandi stéttarfélags.
Umsóknir, með ítarlegum upplýsingum um
nám og fyrri störf og öðrum upplýsingum, sem
umsækjandi vill koma á framfæri, sendist til
skólameistara Garðyrkjuskóla ríkisins, Reykj-
um, Ölfusi, 810 Hveragerði, fyrir 9. sept. nk.
sem jafnframt veitir nánari upplýsingar.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörð-
un um ráðningu hefur verið tekin.
Umsóknir, þar sem umsækjandi óskar nafn-
leyndar, verða ekki teknar gildar.
Garðyrkjuskólinn er framsækin rannsókna- og fræðslustofnun skipuð
öflugu starfsfólki. Starfsmannastefna skólans miðar að jafnri stöðu
kynjanna og að efla möguleika starfsmanna til endurmenntunar
og þróunar í starfi.
GULLSMÁRI - ÞJÁLFARI
Laust er til umsóknar starf við líkams-
þjálfun á vegum Félagsstarfs aldraðra í
Kópavogi.
Hæfniskröfur:
• Sjúkraþjálfara- og/eða íþróttakennara-
menntun
• Færni í mannlegum samskiptum
• Skipulagshæfileikar
Starfssvið:
• að hafa umsjón með almennri líkams-
þjálfun og sjúkraleikfimi í Félagsheimilinu
Gullsmára, Gullsmára 13 og sjúkra-
leikfimi í Félagsheimilinu Gjábakka,
Fannborg 8
Á síðasta ári voru þrír hópar sem nutu þjálfunar á
mánudögum og miðvikudögum fyrir hádegi.
Greitt hefur verið fyrir þetta starf skv. verktaka-
samningi.
Viðkomandi þyrfti að geta hafið störf sem fyrst.
Umsóknum með upplýsingum um menntun og
fyrri störf svo og launakröfum ber að skila
merktar Forstöðumanni félagsstarfs aldraðra í
Gjábakka, Fannborg 8, eða Gullsmára, Gullsmára
13, fyrir kl. 17.00 föstudaginn 30. ágúst.
Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um
starfið.
Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma
554 3400 milli kl. 10.30-11.00 virka daga.
KÓPAVOGSBÆR
OD
DI
HF
I7
13
8
Sími: 430 9000 • Fax 430 9090 • Netfang: lmi@lmi.is • Veffang: www.lmi.is
Stillholti 16-18 • 300 Akranes
KORTASALA
SÖLUSTÖRF
Laust er til umsóknar hjá Landmælingum Íslands á
Akranesi starf við sölu og dreifingu korta. Leitað er
eftir duglegum og samviskusömum einstaklingi sem
er tilbúinn til að takast á við krefjandi verkefni.
Æskilegt er að umsækjendur séu búsettir á Akranesi
eða nágrenni.
Ábyrgðar- og starfssvið:
- Almenn sölustörf tengd vörum LMÍ
- Móttaka pantana, þ.m.t. vefpantana og gerð reikninga
- Samskipti við innlenda og erlenda viðskiptamenn
- Vinna við kortalager og umsjón með
innsetningu korta í kápur
- Pökkun og dreifing á vörum LMÍ
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Stúdentspróf eða sambærileg menntun æskileg
- Reynsla af sölu- og markaðsstörfum
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Góð tölvuþekking
- Góð enskukunnátta
Umsóknir merktar starfi er greini frá menntun og reynslu
skulu berast til Landmælinga Íslands fyrir 6. september
2002. Ráðið verður í starfið sem fyrst. Laun eru samkvæmt
launakerfi opinberra starfsmanna. Öllum umsóknum
verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin. Nánari
upplýsingar gefur Jensína Valdimarsdóttir í síma 430 9000
(jensina@lmi.is).
Svæðisskrifstofa málefna
fatlaðra í Reykjavík
Gylfaflöt — dagþjónusta
Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra í Reykjavík
er með glæsilega dagþjónustu í Grafarvogin-
um, fyrir ungt fatlað fólk. Í haust verður tekinn
í notkun nýr hluti þar sem áhersla verður lögð
á dagþjónustu fyrir einhverfa.
Markmið starfsins er að efla lífsleikni ung-
mennanna. Í því sambandi er lögð áhersla á
mikilvægi virðingar, samvinnu, hvatningar,
getu sjálfstyrkingar og frumkvæðis.
Við leitum að áhugasömum einstaklingum sem
óska eftir að vinna á fjölbreyttum vinnustað.
Við leggjum áherslu á hæfni í mannlegum
samskiptum og þekkingu á málefnum fatlaðra.
Um er að ræða heilar stöður, en þó er mögu-
leiki á hlutastarfi eftir hádegi. Ráðning verður
sem fyrst.
Óskað er eftir:
Þroskaþjálfum og
stuðningsfulltrúum
Allar nánari upplýsingar um starfið veitir Dag-
björg Baldursdóttir, forstöðumaður í síma
567 3155.
Umsóknir skulu berast Svæðisskrifstofu
Reykjavíkur, Síðumúla 39, 108 Reykjavík. Um-
sóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofunni.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum
Þ.Í. eða SFR og fjármálaráðuneytistins.
Umsóknarfrestur er til og með 6. sept. 2002.
Óskum eftir að komast í samband við
fasteignasala með löggildingu, sem
hefði áhuga á stofnun fasteignasölu.
Aðstaða og tækjabúnaður fyrir hendi.
Fjallað verður um umsóknir sem trúnað-
armál.
Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri
störf, sendist augldeild Morgunblaðsins
fyrir föstudaginn 30. ágúst merktar:
„Fasteignasala — 12652“.
Bifreiðasmiður
Réttingaverkstæði Þórarins óskar eftir
bifreiðasmið eða manni vönum bifreiða-
réttingum til starfa.
Upplýsingar í símum 552 5780 og 893 7277.
Afgreiðslufólk
Leitum að ábyrgum og hressum einstaklingum
til starfa í Bianco-verslunum okkar í Smáralind
og Kringlunni. Vinnutíminn er frá kl. 12.00—
19.00 virka daga. Umsóknum skal skila fyrir
3. september í aðra hvora búðina.