Morgunblaðið - 25.08.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.08.2002, Blaðsíða 6
6 C SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ FRÁ HJALLASKÓLA •Hjallaskóli auglýsir eftir aðstoðarskóla- stjóra. Aðstoðarskólastjóri gegnir jafn- framt daglegum störfum deildarstjóra á einu stigi skólans. Laun skv. kjarasamningum KÍ og Launanefndar sveitarfélaga. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið. Umsóknarfrestur framlengist til 2. september. Upplýsingar gefur skólastjóri, Sigrún Bjarnadóttir, í síma 554 2033. Starfsmannastjóri KÓPAVOGSBÆR STARF Á AKUREYRI Hafrannsóknastofnunin Rannsóknamaður — líffræðingur Hafrannsóknastofnunin auglýsir lausa til um- sóknar stöðu rannsóknamanns hjá útibúi stofn- unarinnar á Ísafirði. Starfið felst m.a. í fjöl- breyttri vinnu við öflun og úrvinnslu rann- sóknagagna í landi og í rannsóknaleiðöngrum á sjó. Æskilegt er að umsækjendur hafi BS próf í líffræði. Reynsla eða sambærileg menntun kemur einnig til greina. Umsóknir sendist stofnuninni fyrir 12. september. Nánari upplýsingar veitir Hjalti Karlsson, úti- búinu á Ísafirði, í síma 450 3030 og Vignir Thoroddsen í síma 552 0240. Hafrannsóknastofnunin er stærsta rannsóknastofnun landsins á sviði haf- og fiskirannsókna og gegnir auk þess ráðgjafar- hlutverki varðandi skynsamlega nýtingu og verndun auðlinda hafsins. Mikill hluti starfseminnar tengist alþjóðlegu samstarfi við erlendar hafrannsóknastofnanir og háskóla. Stofnunin rekur 5 útibú, tilraunaeldisstöð í eldi sjávarlífvera, þrjú rann- sóknaskip og hefur að jafnaði 170 starfsmenn í þjónustu sinni. Hafrannsóknastofnunin, Skúlagötu 4, 101 Reykjavík, sími 552 0240. Sveigjanlegur vinnutími Á Grund starfar góður hópur fólks sem hefur valið að starfa við aðhlynningu aldraðra, því það er bæði gefandi og göfugt verkefni að að- stoða eldri kynslóðir. Við leggjum mikið upp úr því að allir í okkar hópi hafi til að bera góða samskiptahæfni og nú óskum við eftir aðstoð þinni við að stækka hópinn. Þau störf sem við leitum eftir fólki í eru: Aðhlynning. Morgun-, kvöld- og næturvaktir, starfshlutfall eftir samkomulagi. Í boði er sveigjanlegur vinnutími, t.d. fyrir þá sem vilja vinna meðan börnin eru í skóla. Stefnt er að því að ráða sem fyrst í ofangreind störf eða samkvæmt nánara samkomulagi. Upplýsingar um störfin veitir starfsmannastjóri í síma 530 6100 alla virka daga kl. 10.00—1200. Á Grund búa 240 einstaklingar á hjúkrunar- og dvalardeildum. Á heimilinu fer fram margþætt starfsemi í þágu aldraðra, m.a. sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, handavinna, leikfimi, sund, fótaaðgerða- stofa og hárgreiðslustofa. NIKK Norræna stofnunin um kvenna- og kynjarannsóknir Norræna stofnunin um kvenna- og kynjarannsóknir er þverfagleg, norræn rannsóknastofnun sem er rekin af Norrænu ráðherranefndinni og hefur aðsetur við Háskólann í Osló, ásamt Miðstöð fyrir kvenna- og kynjarannsóknir. NIKK er lítill en lifandi vinnustaður þar sem starfsfólkið vinnur saman í hópum, oft við verkefni sem fjármögnuð eru af ytri aðil- um. Leitast er við að tengja saman rannsóknavinnu, tengslamyndun, ráðstefnur, rannsóknastefnu og upplýsingagjöf. Óskað er eftir umsóknum frá bæði konum og körlum um eftirfarandi tvær stöður, allan texta auglýsingarinnar er að finna á http://www.nikk.uio.no/. Stjórnandi Við leitum að stjórnanda með drífandi persónuleika og góða sam- skiptahæfileika, sem hefur fjölþætta reynslu af rannsóknum, hefur haft frumkvæði að rannsóknaverkefnum og sem vill þróa áfram kvenna- og kynjarannsóknir á Norðurlöndum. Ráðning frá 1. júní 2003. Nánari upplýsingar veitir stjórnarformaður, Christoffer Tigerstedt, chri- stoffer.tigerstedt@stakes.fi, sími +358 9 3967 2291. Samræmingastjóri (koordinator) Við leitum einstaklingi, sem er sjálfstæður og býr yfir miklu frumkvæði til að samræma og styðja við samstarf NIKK og annarra aðila á sviði kvenna- og kynjarannsókna á Norðurlöndum og á alþjóðlegum vett- vangi. Samræmingastjóri vinnur einnig að skipulagi NIKK og miðlun rann- sóknaupplýsinga. Ráðningartími er 4 ár með möguleika á framlengingu í önnur fjögur. Ríkisstarfs- menn á Norðurlöndum eiga rétt á starfsleyfi. Starfsmenn frá öðrum löndum en Noregi fá ákveðna styrki í samræmi við reglur Norrænu ráðherranefndarinnar. Umsóknir, með ferilskrá, afritum af viðeigandi skírteinum og vottorðum, sendist í þremur eintökum til NIKK, postboks 1156 Blindern, NO-0317 Oslo, Noregi, fyrir 30. september 2002. Viltu starfa við daggæslu barna á eigin heimili ? DAGFORELDRA vantar til starfa í Kópavogi Félagsmálaráð Kópavogs veitir starfsleyfi til dagforeldra og sinnir lögbundnu eftirliti með starfseminni samkvæmt reglum félagsmála- ráðs frá 28. maí 2002. Umsækjandi þarf m.a. - að vera orðinn 20 ára. - að hafa lokið 60 klst grunnnámskeiði fyrir dagmæður, eða hafi aðra uppeldismenntun - að skila læknisvottorði og sakavottorði - að hafa fullnægjandi húsnæði og úti- vistaraðstöðu. Grunnnámskeið fyrir dagforeldra hefst 16. septem- ber. Þeir sem hafa áhuga á þessu, vinsamlegast hafi samband við daggæslufulltrúa Kópavogs í síma 570 1400. Félagsþjónustan í Kópavogi KÓPAVOGSBÆR Hjúkrunarfræðingar/ hjúkrunarfræðinemar Sjúkrahúsið Vogur Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefna- vandann óska eftir að ráða hjúkrunarfræðinga /nema í fastar stöður við Sjúkrahúsið Vog. Þurfa að geta tekið næturvaktir. Á Sjúkrahúsinu Vogi er starfrækt afeitrun og meðferð áfengis- og vímefnasjúklinga. Þar eru um 70 sjúkrarúm, af þeim eru um 11 á sérstakri deild fyrir ungt fólk. Góð vinnuaðstaða, gott umhverfi. Við Sjúkrahúsið Vog starfar vaskur hópur lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ráð- gjafa, sem hefur starfað þar lengi við meðferð- arstörf. Góð kjör í boði. Við hvetjum þá hjúkrunarfræðinga/nema, sem eru að hugsa um að breyta til í starfi þessa dag- ana, að hafa samband við okkur og líta á aðstæður og ræða málin. Frekar upplýsingar veitir Theódór S. Halldórs- son, framkvæmdastjóri, Ármúla 18, 108 Rvík, í síma 530 7600 eða theodor@saa.is . Hann tekur jafnframt við umsóknum. Hrafnista í Hafnarfirði Starfsfólk óskast í þvottahús í 100% starf. Upplýsingar veitir Kolbrún í síma 585 9545. Bílasmiður-Bílamálari Bílamálun Íslands óskar eftir að ráða bílasmið og bílamálara sem fyrst. Einnig kæmi til greina að ráða aðstoðarmann eða nema. Upplýsingar veittar á staðnum. Bílamálun Íslands ehf., Bæjarflöt 5, 112 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.