Morgunblaðið - 09.10.2002, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 09.10.2002, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MJÖG góður trjávöxtur hefur ver- ið sunnanlands í sumar eins og í fyrra, en þar sem frekar kalt var framan af sumri fyrir norðan og austan hefur vöxturinn þar verið í meðallagi. Vöxtur barrtrjáa fer mikið eftir hitastigi sumarsins á undan, en þroski endabruma ræður miklu um vöxtinn árið eftir. Einar Gunn- arsson, skógfræðingur hjá Skóg- ræktarfélagi Íslands, segir að þeg- ar komi tvö góð sumur í röð eins og tilfellið hafi nú verið á sunn- anverðu landinu sé trjávöxturinn mjög góður. Vöxtur mismunandi eftir tegundum og aldri Einar segir að vöxturinn sé mis- munandi eftir tegundum og aldri þeirra. Barrtré fari til dæmis oft hægt af stað og þá geti 10 cm stækkun á ári verið mikill vöxtur. Þegar þau séu orðin eldri og nokk- urra metra há geti vöxturinn verið 80 til 90 cm ári. Sum tré séu það sem skógfræðingar kalli lang- hlauparar, þ.e. vaxi frekar hægt á yngri árum, en bæti svo við sig þegar þau séu komin á miðjan ald- ur. Aðrar tegundir eins og t.d. ösp og víðir séu fljótari til og stafafura, sem sé reyndar barrtré, sé líka dæmi um spretthlaupara. Hann bætir við að framboð af næring- arefnum eins og köfnunarefni og fosfór hafi einnig mjög mikið að segja varðandi trjávöxtinn á norð- lægum slóðum. Mikil litadýrð einkennir gróðurinn á haustin Mikil litadýrð einkennir gjarnan trjágróðurinn eftir fyrstu frostnótt á haustin. Einar segir að tré af norðlægum uppruna ljúki vexti snemma á sumrin og séu fljót til að fá haustliti. Blöð þeirra sölni fljótt og þessi tré þurfi lítið til að fella laufin. Tré af suðrænum uppruna frjósi hins vegar iðjagræn. Litbrigði eftir tegundum séu líka misjöfn og einn- ig innan tegunda. Birki verði gjarnan gult eða appelsínugult, reyniviður verði oft fallega rauður á haustin og öspin fái fínan gulan lit. Mikil litadýrð einkennir trjá- gróðurinn í Heiðmörk eins og myndin sýndir, sem tekin var þar í gær. Góður trjávöxt- ur og mikil litadýrð Morgunblaðið/ Aldís Geirdal TÖLUVERÐ skjálftavirkni var sunn- arlega á Reykjaneshrygg, um 780 kílómetra suðvestur af Íslandi, að- faranótt síðastliðins sunnudags og síðdegis á mánudag. Mældust sex skjálftar á bilinu 4,6 til 5,5 stig á Richter og að sögn Ragnars Stefáns- sonar, jarðskjálftafræðings á Veður- stofu Íslands, er þetta mesta skjálfta- virkni á þessum slóðum í 30 til 40 ár. Ragnar telur fulla ástæðu til að fylgjast vel með gangi mála þar sem líkur séu á að virknin geti færst norð- ar og nær Íslandi. Þá telur Ragnar að tenging sé hugsanleg milli þessarar virkni og skjálfta upp á 3,2 stig á Richter sem mældist við Kleifarvatn síðdegis á mánudag. Skjálftarnir hafa víða komið fram á mælum, m.a. á langbylgjumælum Veðurstofunnar í Reykjavík, og einn- ig á vefsvæði Bandarísku jarðvísinda- stofnunarinnar, USGS. Virknin hófst aðfaranótt sunnu- dagsins er tveir kippir upp á 5 og 5,5 stig á Richter mældust. Um hálf- fimmleytið á mánudag kom næsti kippur fram, sem var 5 stig á Richter- kvarða, en um svipað leyti mældist kippur upp á 3,2 stig norðarlega á Reykjaneshryggnum, eða við Kleifar- vatn á Reykjanesskaga. Í kjölfarið komu nokkrir skjálftar suður af land- inu, sá stærsti 5,5 stig á Richter um áttaleytið á mánudagskvöld. „Þetta eru nokkuð stórir skjálftar miðað við það sem við þekkjum á þessum slóðum undanfarna áratugi. Í kringum 1990 voru þarna skjálftar á bilinu 4 til 5 stig á Richter. Við lítum á þetta nú sem tiltölulega mikinn at- burð á Reykjaneshryggnum,“ segir Ragnar. Ástæða til að fylgjast vel með Hann segir tilgátur hafa verið uppi um að virkni á Reykjaneshryggnum á hafi úti geti borist til landsins. Því sé tenging möguleg við skjálftann við Kleifarvatn á mánudag. „Svona sterkar skjálftahrinur geta ýtt undir skjálfta hér, þar sem þeir eru hvort sem er að leysast úr læð- ingi. Þarna virðast vera miklar brota- hreyfingar í gangi og væntanlega ein- hver kvika sem er að þrýsta sér inn í jarðskorpuna neðan frá. Slíkt getur breytt spennuástandinu á nokkuð stóru svæði. Ólíklegt er að bein áhrif geti orðið hér á landi en mögulegt að virknin færist norður eftir hryggnum. Brotahreyfingarnar gætu því nálgast Ísland að einhverju leyti en ennþá eru ekki bein merki um það. Þetta er hins vegar það óvanalegt að full ástæða er til að fylgjast með því hvort brota- hreyfingin breiðist út,“ segir Ragnar. Mesta virkni í 30–40 ár og gæti færst nær Íslandi Skjálftahrina á Reykjaneshrygg um 780 km suðvestur af Íslandi                             ! " # $% %   &! " '"& "&      REYNT verður að ná eikarbátnum Ólafi GK, sem sökk í Fossvogi um hádegisbilið í fyrradag, úr kafi eins fljótt og auðið er. Báturinn er tryggður hjá vátryggingafélaginu Verði á Akureyri og munu hafn- armálayfirvöld í Kópavogi í sam- vinnu við tryggingafélag bátsins skoða með hvaða hætti unnt verði að ná honum af hafsbotni. Að sögn Jóhannesar Guðmunds- sonar, hafnarvarðar í Kópavogs- höfn, hefur báturinn legið við stjóra á voginum í meira eða minna tvö ár. Þaðan kom hann úr Njarðvík. Báturinn fór niður á mjög skömmum tíma og marar nú í hálfu kafi í voginum. Hann er 36 tonn, smíðaður í Danmörku árið 1945 en kom hingað til lands 1955 og hét þá Friðrik Sigurðsson ÁR og var skráður í Þorlákshöfn. Samkvæmt upplýsingum frá Sigl- ingastofnun er báturinn ekki á skipaskrá. Í bátnum munu vera um 200 lítrar af díselolíu en enginn mótor. Í gær lá olíutaumur frá honum en Jóhannes segir að einungis sé um smit að ræða og að engin meng- unarhætta sé á ferðum. Hugmyndir uppi um að breyta bátnum í lystisnekkju Að sögn Úlfars Eysteinssonar matreiðslumeistara sem átti bát- inn í rúmt ár eða þar til í vor, voru uppi hugmyndir um að breyta hon- um í lystisnekkju og nýta hann m.a. til sjóstangaveiði. Sjálfvirk dæla var um borð í bátnum, knúin af rafgeymi sem hleður inn á sig sólarorku. Tækin keypti Úlfar í fyrravetur og kom fyrir í bátnum. Hann segir ekki loku fyrir það skotið að einhver hafi átt við þau. Að sögn Jóhannesar Guðmunds- sonar hjá Kópavogshöfn voru tæk- in fjarlægð úr bátnum og þau skoðuð og eru þau í góðu lagi, að hans sögn. Núverandi eigandi bátsins er búsettur á Akureyri en hann keypti hann í maí á þessu ári og hugðist fara með hann norður, að sögn Jóhannesar. Ekki náðist í eiganda bátsins í gær. Reynt að ná Ólafi GK úr Fossvogi eins fljótt og auðið er Dæla bátsins var í lagi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.